Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 19. júlí 2010 mánudagur Vísindamenn við Háskólann í Hert- fordskíri á Englandi hafa fært sönn- ur á að konur eru betri en karlar í að leysa mörg vandamál í einu. Því hefur oft verið varpað fram í hálfkæringi, þá sérstaklega af kon- um, að karlar geti einungis gert einn hlut í einu með góðu móti. Niður- stöður rannsóknarinnar studdu þá kenningu og leiddi hún í ljós að kon- ur eru hæfari en karlar, til dæmis við að leita að bíllyklum og leysa ein- falda stærðfræðiþraut á sama tíma. „Við höfum öll heyrt sögur um að karlar séu einstaklega lélegir í fjöl- verkavinnslu en konur á sama tíma einstaklega hæfar,“ segir Keith Laws prófessor sem leiddi rannsóknina. Laws segir að þar sem engin rann- sókn hafi verið gerð á þessum hæfi- leikum kynjanna hafi hann ákveðið að rannsaka málið. Rannsóknin fór þannig fram að 50 karlar og 50 konur fengu átta mín- útur til að leysa þrjú einföld verkefni, reikna einfalt stærðfræðidæmi; finna veitingastað á korti og loks kortleggja það hvernig þau myndu leita að lykli sem væri týndur á ákveðnu svæði. Á meðan fólkið leysti verkefnin fengu þau öll símhringingu sem var til þess að trufla þau við úrvinnsluna. Við- föngin máttu hinsvegar ráða hvort þau svöruðu símhringingunni. Ef þau gerðu það ekki fengu þau lítið aukaverkefni á meðan þau leystu fyrr nefnd þrjú verkefni. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að konunum gekk betur að leysa öll verkefnin en körlunum. Áttu karl- arnir í sérstaklega miklum vandræð- um með að leysa verkefnið þar sem þeir áttu að leita að týnda lyklinum. Laws segir að konurnar hafi ver- ið mun skipulagðari en karlarnir og byrjað leitina á skynsamlegri stöð- um. Ályktar hann svo að konur séu þar með hæfari en karlar við að leysa mörg verkefni í einu. Konur eru betri en karlar að leysa mörg verkefni í einu: Mýtan loksins staðfest Í fangelsi það sem eftir er Breski raðmorðinginn Peter Sutcliffe þarf að dúsa bak við lás og slá það sem eftir er eftir að hæstiréttur í Jór- víkurskíri hafnaði beiðni hans um reynslulausn. Sutcliffe var árið 1981 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða þrettán konur og reyna að drepa aðrar sjö. Fangar sem dæmdir eru í lífstíðarfangelsi eiga rétt á að sækja um reynslulausn eftir að hafa afplánað 30 ár. Dómari í málinu mat það svo að ekki væri tilefni til að veita Sutcliffe reynslulausn vegna alvarleika glæpanna. Fíkniefnabarón handtekinn Lögreglan í Púertó Ríkó handtók á laugardag Jose Figueroa Agosto umsvifamikinn fíkniefnasmygl- ara í Mið-Am- eríku. Það voru fulltrúar bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, sem höfðu hendur í hári hans í San Juan-borg í Púertó Ríkó. Figuero er sagður hafa stjórn- að smyglhring sem flutti kókaín til Bandaríkjanna frá Kólumbíu í gegnum Púertó Ríkó og Dóm- iníska lýðveldið. Figueroa hafði verið á flótta undanfarin ellefu ár eftir að hann slapp úr fangelsi. Þá var hann að afplána 209 ára dóm fyrir morð. Sjálfsmorðsárás í Írak Sjálfsmorðsárás banaði að minnsta kosti fjörutíu og þremur í Bagdad, höfðuborg Íraks, á sunnudagsmorg- un. Talið er að fjörutíu hafi særst en árásinni var beint að meðlimum súnnískra hersveita samkvæmt upp- lýsingum frá íröskum yfirvöldum. Tilræðismaðurinn gekk inn í hóp af fólki og sprengdi sig í loft upp en fólkið var að bíða eftir að fá greidd út laun. Þá féllu að minnsta kosti sjö og ellefu særðust í annarri sjálfsmorð- sárás í borginni Al Qaim í Írak. Sú árás er einnig sögð hafa beinst að súnníum. Kveikti í kærastanum Bandarísk kona, Lisa Baywood, kveikti í 61 árs gömlum kærasta sínum þegar hann neitaði að gefa henni pening. Vildi Baywood fá sem samsvarar rúmum tuttugu þúsund krónum til að borga sím- reikning. Hún hellti bensíni yfir bringu kærastans þar sem hann lá í rúminu þegar hún kom úr vinnu kvöld eitt á dögunum. Kærastinn reyndi að forða sér en henni tókst engu að síður að kveikja í honum með þeim afleiðingum að hann fékk alvarleg brunasár á 65 pró- sentum líkamans. Er honum vart hugað líf. Lisa hefur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps. Karlar og konur Konur virðast betri en karlar þegar kemur að því að leysa mörg verkefni í einu. Mynd Photos.coM Þann 29. júlí mun utanríkismála- nefnd öldungadeildarinnar á banda- ríska þinginu halda þingyfirheyrslur. Þær verða haldnar til þess að rann- saka ástæður þess að Líbíumannin- um Abdelbaset Ali al-Megrahi, sem dæmdur var fyrir Lockerbie-hryðju- verkið, var sleppt úr skosku fangelsi í fyrra. Þingmennirnir vilja vita hvort Megrahi hafi verið sleppt til þess að tryggja að BP næði 900 milljóna doll- ara samningum um olíuvinnslu í Líbíu. BP hefur valdið miklum titr- ingi í Bandaríkjunum vegna slælegra vinnubragða og meintrar spilling- ar í tengslum við olíulekann mikla á Mexíkóflóa og hefur því verið undir smásjá yfirvalda. Abdelbaset Ali al-Megrahi var dæmdur fyrir 270 morð í Lockerbie- sprengingunni árið 1988. Honum var sleppt úr fangelsi í Skotlandi árið 2009, þar sem hann var talinn eiga aðeins þrjá mánuði ólifaða, en hann er með krabbamein í blöðruháls- kirtli. Nýlega hefur þó komið í ljós að hann gæti lifað í tíu ár í viðbót. 270 létust Hinn 21. desember 1988 sprakk sprengja um borð í Boeing 747-þotu Pan Am-flugfélagsins. Vélin var á leið frá London til New York og var yfir Skotlandi þegar sprengjan sprakk. Allir farþegar vélarinnar fórust. Ell- efu íbúar þorpsins Lockerbie týndu þar að auki lífi með skelfilegum hætti þegar stórir hlutar þotunnar lentu í þorpinu. Alls létust 270 manns í sprengingunni en fórnarlömbin voru frá 21 landi, en flestir hinn látnu voru Bandaríkjamenn. Eftir umfangsmikla rannsókn breskra og bandarískra yfirvalda á atburðunum í Lockerbie, var Líbíu- maðurinn Abdelbaset Ali al-Megra- hi, ákærður árið 1991 fyrir að hafa skipulagt tilræðið. Megrahi bjó í Líb- íu og Gaddafi, leiðtogi landsins, vildi ekki senda hann til Bretlands. Eftir áralangt þref og samningaviðræð- ur við Gaddafi fóru réttarhöldin yfir Megrahi að endingu fram en á hlut- lausum stað. Skoskir dómarar rétt- uðu yfir honum árið 2001 í flugskýli í Hollandi. Megrahi, sem FBI telur að hafi verið leyniþjónustumaður í stjórnkerfi Líbíu, var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi í Skotlandi. Líbíustjórn greiddi Skotum marga milljarða doll- ara í skaðabætur. sleppt af samúðarástæðum Megrahi var svo óvænt sleppt úr fangelsi í Skotlandi árið 2009 af sam- úðarástæðum og ferðaðist heim til Líbíu. Hann var talinn eiga aðeins þrjá mánuði ólifaða, en Megrahi er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Að sögn lækna hefur nú hins veg- ar komið í ljós að líbíski sprengju- maðurinn gæti lifað mun lengur en áður var talið. Krabbameinslæknir- inn Karol Sikora, sem rannsakaði al- Megrahi á sínum tíma, viðurkennir í viðtali við Sunday Times að það sé mjög óheppilegt að komið hafi í ljós að hann muni lifa lengur en áætlað var. „Það var alltaf möguleiki á því að hann myndi lifa í 10 eða 20 ár í viðbót... en það er mjög óvenjulegt,“ segir læknirinn. Megrahi var ákaft fagnað þeg- ar hann sneri heim til Líbíu og þótti málið styrkja stöðu Gaddafi, sem hafði allt í einu endurheimt gamlan undirmann sinn. Mistök að láta hann lausan Frank Lautenberg, bandarískur öld- ungadeildarþingmaður, segir að gögn sýni að BP hafi sagt við bresk stjórnvöld árið 2007 að olíufyrir- tækið hefði áhyggjur af því hversu langan tíma tæki að gefa grænt ljós á fangaskipti við líbísk stjórnvöld. Jack Straw, fyrrverandi innanríkis- ráðherra Bretlands, ætlaði að sleppa Megrahi úr fangaskiptasamningn- um, en hætti við, segir Lautenberg, til þess að hjálpa BP að ná gríðarlega stórum samningum um olíuvinnslu í Sidra-flóa við strendur Líbíu. Nigel Sheinwald, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, segir að stjórnvöld telji nú að það hafi ver- ið röng ákvörðun og mistök að láta Megrahi lausan. Sendiherrann segir þó að stjórnvöld í London ekkert haft með málið gera enda hafi ákvörðun- in verið tekin í Skotlandi. talið við Bush og Blair William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, hefur alfarið vísað því á Líbískum hryðjuverkamanni var fyrir- varalaust sleppt úr skosku fangelsi en hann afplánaði lífstíðardóm fyrir hryðjuverk. Breska olíufyrirtækið BP landaði risastórum olíuvinnslusamningi í Líbíu. Samningurinn er metinn á 900 milljónir dollara. Hvort tveggja gerðist árið 2009 og nú ætlar öldungadeild bandaríska þingsins að rannsaka hvort atburðirnir tengist. OLÍA Í SKIPTUM FYRIR HRYÐJUVERKAMANN helgi hrafn guðMundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Ef bandarískir þingmenn vilja raunverulega sjá stóru, dökku myndina, verða þeir að gera meira en að hringja nokkrum sinnum í BP abdelbaset ali al-Megrahi Hryðjuverkamaðurinn á sjúkra- húsinu í Trípólí, höfuðborg Líbíu þar sem hann býr. Mynd reuters eyðilegging Þegar Pan Am-þotan sprakk í háloftunum yfir Bretlandi í desember 1988, hrapaði skíðlogandi flakið á skoska þorpið Lockerbie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.