Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 FRÉTTIR 7
Hluti þeirra fjárfesta sem töpuðu
háum fjárhæðum á fjárfestingum í
víxlum og skuldabréfum Milestone á
haustmánuðum 2007 fjárfesti í bréf-
unum að undirlagi eignastýringar-
deildar Glitnis. 6,2 milljarðar króna
söfnuðust í útboðinu. Starfsmenn
einkabankaþjónustu Glitnis kynntu
fjárfestingarkostinn fyrir fjárfest-
unum og slógu þeir til í kjölfarið. Í
öðrum tilfellum, líkt og komið hefur
fram í DV, voru viðskiptavinir einka-
bankaþjónustunnar ekki spurðir
hvort fjárfesta ætti í bréfunum áður
en starfsmenn Glitnis létu þá fjár-
festa í þeim.
Allmargir þeirra einstaklinga sem
lýsa milljóna kröfum í þrotabú Mile-
stone voru viðskiptavinir einka-
bankaþjónustu Glitnis og fjárfestu í
skuldabréfunum og víxlunum. End-
urfjármagna þurfti Milestone á þess-
um tíma en félagið hafði gert ár-
angurslausa leit að fjármagni hjá
erlendum fjármálafyrirtækjum sum-
arið 2007. Því hefði átt að vera ljóst á
þessum tíma að staða Milestone var
ekki góð. Samt létu starfsmenn Glitn-
is viðskiptavini sína fjárfesta í bréf-
unum. Fjárfestingarnar námu allt frá
nokkrum milljónum og upp í hundr-
uð milljóna króna. Féð er tapað í dag.
Þess skal getið að Milestone var
einn af stærri hluthöfum Glitn-
is í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt
Inter national og því héldust hags-
munir félagsins og bankans í hendur
á þessum tíma.
Einhverjir þeirra einstaklinga
sem látnir voru fjárfesta í þessum
bréfum Milestone ætla að reyna að
leita réttar síns gagnvart bankan-
um vegna fjárfestingarinnar. Þetta á
sérstaklega við um þá viðskiptavini
einkabankaþjónustu Glitnis sem
ekki voru með í ráðum þegar ákveð-
ið var að fjárfesta fyrir þá í bréfun-
um.
Glitnir kynnti
fjárfestingarkostinn
Einn af viðskiptavinum einka-
bankaþjónustu Glitnis sem gerði
kröfu í þrotabú Milestone segir að
hann hafi ekki íhugað að leita rétt-
ar síns gagnvart Glitni. „Við höfum
ekki tekið neina ákvörðun um það
eða rætt það.“
Hann segir að ákvörðunin um að
fjárfesta í skuldabréfunum hafi verið
tekin í samráði við þá fjárfesta sem
áttu félagið sem keypti bréfin. „Nei,
þetta var allt gert í samráði við okk-
ur. Það var ekki verið að misnota fjár-
muni okkar. Það var ekkert svoleiðis
í gangi. Þetta var gert með vitund og
vilja stjórnar félags okkar,“ segir þessi
fyrrverandi viðskiptavinur einka-
bankaþjónustu Glitnis.
„Ráðgjöfin kom hins vegar frá
Glitni. Þetta voru bréf sem voru föl
og verið var að selja og allar forsend-
ur sem voru lagðar fyrir okkur á þeim
tíma voru bjartar. Eigið fé Milestone
var í háum hæðum og allt leit vel út
á pappírunum. Þess vegna var nú
ákveðið að kaupa þessi bréf. Þetta fór
svo allt sinn veg. Við gerum svo þessa
kröfu í þrotabú Milestone en við ger-
um okkur engar vonir um að fá neitt
til baka af þessu.“
Efasemdir um ráðgjöfina
Viðskiptavinurinn fyrrverandi segir
hins vegar að menn hafi spurt sig að
því eftir efnahagshrunið hvað hafi
verið að marka þær upplýsingar um
stöðu Milestone sem skuldabréfa-
og víxilútboðið var byggt á. „Menn
spyrja sig að því hvað hafi verið að
marka þær upplýsingar sem við
fengum um stöðu Milestone þegar
verið var að kynna þessa fjárfestingu
fyrir okkur. Menn gerðu þetta í góðri
trú og við byggðum þetta á þeim for-
sendum sem okkur voru kynntar. En
hvað hafa menn upp úr því að vera
að fara í mál þegar það liggur fyrir að
þetta er allt saman farið? Við vitum af
því að fólk hefur verið að skoða stöðu
sína og hugsa ýmislegt en við höfum
ekki hugleitt það... Maður telur bara
að þegar menn fara í skuldabréfa-
útboð sé verið að segja satt og rétt frá.
En það hefur komið í ljós síðar meir
að þetta var allt að hruni komið þeg-
ar farið var í skuldabréfaútboðið. En
ég get ekkert sagt þar sem þessi fjár-
festing var gerð með vitund minni og
vilja.“ Líkt og áður segir er ýmislegt
sem bendir til að staða félagsins hafi
alls ekki verið góð.
Í endurskoðendaskýrslu Ernst &
Young um starfsemi Milestone, sem
unnin var fyrir þrotabú félagsins og
kynnt var kröfuhöfum snemma á
þessu ári, kemur til dæmis fram að
Milestone leitaði til tuga erlendra
banka eftir fyrirgreiðslu sumarið og
haustið 2007 þegar fyrir lá að félag-
ið þyrfti að verða sér úti um lausafé
til að standa við skuldbindingar fé-
lagsins á árinu 2008. Meðal annars
endurfjármögnun á láni frá Morgan
Stanley sem veitt hafði verið árið
2007 til að kaupa hlutabréfin í Glitni í
Þætti International.
Í skýrslu Ernst & Young kem-
ur fram að Milestone hafi notað 1,7
milljarða króna til að greiða upp aðra
víxla og að 3 milljarðar hafi verið
notaðir til að greiða inn á lánið hjá
Morgan Stanley vegna fjárfesting-
arinnar í Glitni. Meirihluti fjármun-
anna sem safnaðist frá viðskipta-
vinum Glitnis var því notaður beint
til að tryggja stöðu félags sem átti
stóran hlut í Glitni. Góður árangur
í skuldabréfaútboðinu þjónaði því
hagsmunum Glitnis. Fróðlegt verður
að sjá hvort af þessu hljótist einhver
dómsmál á næstuni.
En það hefur komið í ljós síðar
meir að þetta var allt að
hruni komið þegar farið
var í skuldabréfaútboðið.
Viðskiptavinir í einkabankaþjónustu Glitnis skoða nú réttarstöðu sína vegna fjárfest-
inga Glitnis í bréfum Milestone fyrir þeirra hönd. Glitnir lét þá fjárfesta fyrir millj-
arða í skuldabréfum og víxlum Milestone þrátt fyrir að staða félagsins væri orðin slæm
haustið 2007. Viðskiptavinur segir að Glitnir hafi ráðlagt sér að fjárfesta í bréfunum.
FJÁRFESTU Í MILESTONE
AÐ UNDIRLAGI GLITNIS
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Gæti dregið dilk á eftir sér Skulda-
bréfa-ogvíxilútboðMilestonehaustið
2007gætidregiðdilkáeftirsér.
Barnadagurinn
Barnadagurinn í Viðey fór fram um
helgina. Um árlegan viðburð er að
ræða. Öllum börnum var boðið á
hestbak og alls kyns afþreyingu var
að finna á þar til gerðu leiksvæði
í eynni. Lalli töframaður skemmti
gestum auk þeirra Gunna og Felix
sem flest börn þekkja. Í Viðeyjar-
kirkju var svo barnamessa. Nær öll
börn sem tóku þátt í barnadeginum
fengu íspinna í tilefni dagsins.
Skólastarf
heldur áfram
Fjárhagslegri endurskipulagningu
á Snyrtiakademíunni er lokið og
er rekstur hennar tryggður. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Snyrti-
akademíunni og Sparisjóðabanka
Íslands. Áframhaldandi skólahald
hefur verið tryggt með þessu og
hefst skólahald á haustönn sam-
kvæmt áætlun í ágúst og september.
Inga Kolbrún Hjartardóttir, skóla-
stjóri Snyrtiakademíunnar, og flestir
aðrir starfsmenn skólans hafa tekið
við rekstrinum sem hluthafar, ásamt
Ingu Þyri Kjartansdóttur snyrtifræð-
ingi. Inga Þyri stofnaði Snyrtiaka-
demíuna árið 2002 og var meðeig-
andi í fyrri hluthafahópi félagsins.
Thelma Hansen viðskiptafræðingur
verður framkvæmdastjóri Snyrtiaka-
demíunnar.
Náttúruvika
Náttúruvika á Reykjanesskaga hófst
um helgina. Boðið verður upp á
ýmsa dagskrárliði tengda náttúr-
unni eins og gönguferðir, hjólaferðir,
fjöruskoðun, fuglaskoðun og margt
fleira. Náttúruvikan er samstarfs-
verkefni menningarfulltrúa Grinda-
víkur, Garðs, Sandgerðis, Voga,
Reykjanesbæjar og sjf menningar-
miðlunar. Náttúruvikan á að vera
ódýr og góð skemmtun fyrir alla fjöl-
skylduna en á jafnframt að minna á
hvað náttúran hefur upp á margt að
bjóða.