Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Page 22
22 ÚTTEKT 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR NÓG af íslenskum sjónvarpsþáttum í vændum Steindinn okkar Steindi Jr., kom sá og sigraði heldur betur nú á vormánuðum, með sjónvarpseríunni Steindinn okkar. Nú er önnur serían í smíðum og segir sagan að hún verði mun glæsilegri en sú fyrri. Meðal annars er búið að bæta við einum föstum handritshöf- undi og til stendur að fjárfesta í betri tækjabúnaði, svo það er greinilega til margs að hlakka. Steindinn verður á dagskrá Stöðvar 2 eftir áramót og leikstjóri er Ágúst Bent Sigbertsson. Mér er gamanmál Hinn eini sanni Frímann Gunnarsson úr Sigtinu snýr aftur, nú til að fræða nágranna- þjóðir okkar um hvað sönn kímni er. Gunnar Hansson og félagar sprella með öllum helstu grínistum Norðurlandanna, meðal annars Jóni Gnarr og Frank Hvam. Sex þátta sería sem hefur göngu sína í september og hefur þegar verið seld til allra helstu sjónvarpstöðva í Skandinavíu. Spaugstofan í óvissu Ekki hefur enn verið gengið frá samningum við Spaugstofuna, og því óvíst hvort hún verði á skjánum næsta vetur. Í samtali við DV, sagði Örn Árnason ekkert liggja fyrir ennþá, og að allt væri opið. Spaugstofan er elsti gamanþáttur þjóðarinnar og hafa Spaugstofumenn undanfarin ár tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni með hárbeittu gríni. Hlemmavideo Pétur Jóhann Sigfússon bregður sér í hlutverk Sigga Hlemms, sem rekur vídeóleigu á Hlemmi. Siggi er dagdraumamaður, og gefur leigunni lítinn gaum. En umfram allt dreymir hann um að verða einkaspæjari. Um er að ræða 12 þátta seríu, úr smiðju ekki minni spámanna en Sigurjóns Kjartanssonar, Hugleiks Dagssonar, Ara Eldjárns, Maríu Reyndal og Péturs Jóhanns. Leikstjóri þáttanna er Styrmir Sigurðsson og hefjast þeir á Stöð 2 í október. Íslensk kvikmyndagerð á undir högg að sækja um þessar mundir. Nóg virðist þó vera í gangi í sjónvarps- þáttaframleiðslu. Að minnsta kosti níu splunkunýir sjónvarpsþættir líta dagsins ljós næsta vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.