Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Page 17
Í leynilegum hirslum seðlabanka Bandaríkjanna, Federal Reserve, liggur samtals rúmlega milljarð- ur eins dals-mynta. Það er erfitt að ímynda sér umfang milljarðs mynta, en ef þær lægju í röð á hlið, myndu þær teygja sig frá Reykjavík til Lund- úna. Sá galli er á gjöf Njarðar að bandarískur almenningur kærir sig ekki um að nota myntina og held- ur meira upp á eins dals-seðlana. Á meðan staflast myntirnar upp í hirsl- um seðlabankans sem ætlar þó ekki að hætta framleiðslu þeirra. Stefn- an er að slá milljarð mynta í viðbót. Staflarnir eru orðnir svo stórir að hirslurnar eru að fyllast. Löngu gleymdir forsetar Árið 2005 var samþykkt á Banda- ríkjaþingi að slá myntir til heiðurs föllnum forsetum Bandaríkjanna. Lögin öðluðust gildi árið 2007 og var strax hafist handa við að slá milljónir mynta með myndum af ýmsum for- setum fortíðarinnar – og þar á meðal þeim sem almenningur í Bandaríkj- unum hefur gleymt, til dæmis Fran- klin Pierce, sem var við völd frá 1853 til 1857 og James Buchanan, sem ríkti frá 1857 til 1861, sem sagnfræðing- ar segja að hafi með vanhæfni sinni komið Þrælastríðinu af stað. Flestar eins dals-myntirnar eru þó helgað- ar frægari forsetum, til dæmis Abra- ham Lincoln sem prýðir 340 milljón- ir mynta og Johns Adams, sem prýðir um 200 milljónir mynta. Mótstaða almennings Eins og BBC greinir frá, hafa Banda- ríkjamenn aldrei kunnað vel við eins dals-myntir. Árið 2002 kom út skýrsla á vegum bandaríska þings- ins þar sem reifuð var „mótstaða al- mennings við notkun myntarinnar“ en þá hafði 67 milljón dölum ver- ið eytt í kynningarátak sem átti að hvetja Bandaríkjamenn til að nota eins dals-myntir, síðast þegar reynt var að koma þeim í notkun. Nú, sem fyrr, hefur bandarísk- ur almenningur sett sig upp á móti myntinni. Síðan forsetamyntirnar nýju fóru í umferð hefur 30 milljón- um dala, sem samsvara um þremur og hálfum milljarði íslenskra króna, verið ausið í kynningarherferð en samt hefur Bandaríkjastjórn ekkert miðað áfram. Vandræðaleg augnablik „Við höfum reynt allar hugmynd- ir sem okkur hefur komið til hug- ar, með litlum sem engum árangri,“ sagði Edmund Moy, myntsláttustjóri Bandaríkjanna, fyrir framan þing- nefnd fyrir nokkrum vikum. „Banda- ríkjamenn eru vanafastir. Þeir eru mjög vanir því að nota seðilinn. Þeir hafa aldrei vanist því að nota mynt- ir í venjulegum smásöluviðskiptum.“ Myntsláttuyfirvöld segja að vand- ræðaleg augnablik hindri oft á tíðum notkun myntarinnar. Viðskiptavinur hræðist að starfs- maðurinn á búðarkassanum vilji ekki taka við myntinni og starfs- menn búða hræðist að gefa til baka með myntinni, þar sem viðskiptavin- ir vilji kannski ekki taka við henni. Því skapist ekki hefð fyrir því að nota myntina. Stjórnvöld segjast einnig hafa orðið vör við vítahring; búðir vilji ekki kaupa myntina í kassa sína þar sem neytendur noti þær ekki, á með- an neytendur noti ekki myntina þar sem búðir notist ekki við þær. Gríðarlegt magn Bankar hafa ekki viljað safnað mynt- unum í hirslur sínar. Það sé kostnað- arsamt fyrir þá að flytja myntirnar í stórum stíl á milli útibúa sinna. Þeir hafa litið þannig á að myntirnar séu gripir fyrir safnara, en ekki pening- ar sem neytendur sjái hag sinn í að nota. En hið kaldhæðnislega er að myntsafnarar virðast ekkert áfjáðir í myntirnar heldur. Þrátt fyrir allt þetta heldur mynt- sláttan áfram og hinir gríðarlöngu staflar af myntum vaxa með hverj- um deginum. Lögin frá 2005 skylda myntsláttuyfirvöld til að gefa út fjór- ar nýjar útgáfur af eins dals-myntinni á ári, sem tileinkaðar eru fyrrverandi forsetum. Myntsláttan á að halda áfram til ársins 2016, og þá eiga tveir milljarðar mynta að vera til. Nokkrir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt þetta og segja að auk kostnaðarins við kynningarátakið, sé ákaflega kostn- aðarsamt að geyma og flytja pening- ana, sem fylli mikið pláss. Sniðugt að nota mynt í stað seðils En eins og embættismenn hafa bent á hefur stjórnvöldum landa á borð við Ástralíu, Bretland, Kanada og Japan tekist vel til við að koma nýjum myntum í umferð, en aðeins með því að taka jafngildandi seðla sam- tímis úr umferð. Það mætti auðvitað nefna Ísland í þessu samhengi líka, en hundrað krónuseðlinum var árið 1995 skipt út fyrir hundrað krónu- myntina. Það er hagkvæmt að nota myntir í stað seðla. Myntir geta enst í áratugi en seðlar tóra sjaldnast leng- ur en örfá ár. Bandarísk stjórnvöld telja sig geta sparað allt að 700 millj- ónir dala, eða 80 milljarða króna, á hverju ári með því að notast frekar við eins dals-myntina. Einn þingmaður á Bandaríkja- þingi hefur lagt til að sett verði lög um að taka eins dals-seðilinn úr um- ferð. Þangað til slík lög öðlast gildi virðist ekkert geta komið í veg fyr- ir að nýju myntirnar, með andlitum löngu látinna, og í sumum tilfellum löngu gleymdra, Bandaríkjaforseta haldi áfram að hrúgast upp í hirsl- um yfirvalda líkt og í peningageymi Jóakims Aðalandar í sögunum um Andrés Önd. miðvikudagur 11. ágúst 2010 erlent 17 Milljarðar Mynta seM enginn notar Bandaríkjamenn eru vanafastir. Þeir eru mjög vanir því að nota seðilinn. Þeir hafa aldrei vanist því að nota myntir í venjuleg- um smásöluviðskiptum. heLGi hrafn GuðMundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Gríðarlegt magn mynta SeðlabankiBandaríkjanna,Federal Reserve,hefur1,1milljarðeins dals-myntaíhirslumsínum.Efþær værulagðarniðuríláréttaröð, myndiröðinteygjasigumrúma tvöþúsundkílómetra,eðarúm- legafjarlægðinaámilliReykjavíkur ogLundúna. 1,1 milljarður eins dals-mynta 2.199 kílómetrar nýslegnir skildingar EdmundMoy,myntsláttustjóriBandaríkjanna,læturskóla- börnfánýslegnareinsdals-myntirárið2007þegarþærvorusettaríumferð.Ekkert hefurgengiðsíðanviðaðkomaþeimínoktun. fallnir forsetar Ánýju myntunumerumyndir afföllnumforsetum Bandaríkjanna. Í hirslum bandaríska seðlabankans liggur milljarður eins dals-mynta. Gríðarlega illa hefur gengið að sann- færa bandarískan almenning um að nota þær í viðskiptum, en flestum þykir seðillinn, sem hefur sama verð- gildi, miklu þægilegri. Miklum fjármunum hefur verið ausið í að kynna myntina nýju en henni var komið í umferð árið 2007. Á þeim eru andlit löngu gleymdra forseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.