Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 16. ágúst 2010 mánudagur
Útilokað er að ríkið fái aftur þá 11
milljarða sem það lagði fram til
bjargar Sjóvá eftir bankahrunið.
„Hafi stjórnmálamenn haldið öðru
fram hafa þeir slegið ryki í augu
skattborgaranna, þegar ákveðið var
að bjarga félaginu,“ segir trygginga-
sérfræðingur í samtali við DV.
Aðeins einn hópur fjárfesta á nú
í viðræðum við Íslandsbanka um
kaup á liðlega 40 prósenta hlut í Sjó-
vá-Almennum. Fyrir hópnum fer
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðing-
ur og náinn samstarfsmaður Björ-
gólfsfeðga um langa hríð. Samkvæmt
frétt Viðskiptablaðsins fyrir helgi
eru Ársæll Valfells og systkinin Guð-
mundur Jónsson og Berglind Jóns-
dóttir, sem áttu Sjólaskip, í hópnum.
Stærstir eru þó sagðir lífeyrissjóðir
og aðrir fagfjárfestar sem Stefnir hf,
fjármálafyrirtæki í eigu Arion banka,
hefur svarað fyrir.
Eftir að ríkið, skilanefnd Glitnis
og Íslandsbanki lögðu félaginu til 16
milljarða króna í kjölfar bankahruns-
ins komst í raun Sjóvá í hendur ríkis-
ins sem á nú 73 prósent í félaginu á
móti 27 prósenta hlut Íslandsbanka
sem annast söluna.
5 milljarðar
Sérfræðingar á tryggingamarkaði,
sem DV hefur rætt við, telja að sölu-
verð Sjóvár geti hlaupið á 2 til 5 millj-
örðum króna fyrir alla hluti í félaginu.
Einfalt sé að áætla verðmæti miðað
við eigið fé félagsins og gjaldþol þess
nú. Því má áætla að ríkið fái til baka
á bilinu 1,5 til 3,6 milljarða króna af
þeim ellefu sem það lagði fram af fé
skattgreiðenda til björgunar félagsins
á sínum tíma.
Miðað við þann liðlega 40 pró-
senta hlut, sem nú er til sölu, gætu því
skilin í ríkissjóð verið frá 600 milljón-
um króna upp í 1,5 milljarð króna.
Sama er að segja um þá 5 milljarða
sem Glitnir og Íslandsbanki lögðu
fram til björgunar Sjóvár.
Samkvæmt framansögðu er fyrir-
sjáanlegt að ríkið þurfi að afskrifa 7,4
upp í 9,5 milljarða króna vegna björg-
unaraðgerða hjá Sjóvá-Almennum.
Aðstoð við
endurskipulagningu
Ástæður þess að rétt þótti að grípa
til aðgerða til að bjarga Sjóvá á sín-
um tíma tengdust hagsmunum
bótaþega. Hefði Sjóvá farið í þrot
með tóman bótasjóð hefðu þús-
undir einstaklinga ekki fengið nein-
ar lögmætar tryggingabætur fyr-
ir líkamstjón, örorku, eignatjón og
svo framvegis. Að þessu leyti var
16 milljarða króna framlagið ekki
hlutafjárframlag heldur kom það
á móti skuldbindingum sem Sjóvá
hefði ella ekki getað staðið við og
farið í þrot.
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra kveðst vona að tjón ríkisins
verði ekki mikið þegar upp er staðið.
„Ríkið lánaði kröfur með veði í hluta-
fénu. Menn voru sammála um að
með því að halda Sjóvá á floti mætti
afstýra gríðarlegum vandræðum og
líkur voru til þess að tjón hins op-
inbera hefði orðið mun meira hefði
félagið orðið gjaldþrota. Þetta var
aðferð okkar til þess að aðstoða við
endurskipulagningu fyrirtækisins.“
Fleiri en ein aðferð
Sá möguleiki var alltaf fyrir hendi að
leggja fram fé á móti bótakröfum en
setja Sjóvá engu að síður í gjaldþrota-
meðferð. Slík aðferð hefði komið út
eins og viðskiptavinir Sjóvár hefðu
notið ríkisábyrgðar.
Annar möguleiki hefði verið að
viðskiptavinir Sjóvár hefðu allir valið
sér nýtt tryggingafélag og skuldbind-
ingar hefðu fylgt með þeim til nýrra
tryggingafélaga. Þetta hefði einnig
þýtt að Sjóvá hefði einnig verið lagt
niður og horfið af markaði.
Hvorug þessara leiða var far-
in heldur taldi ríkið hag sínum best
borgið með því að halda lífi í félaginu.
Eins og áður segir má áætla að skatt-
greiðendur tapi allt að 9,5 milljörðum
króna vegna þeirrar leiðar sem val-
in var. Ekkert verður sagt um hversu
mikið tjón almennings hefði orðið ef
önnur hvor áðurgreindra leiða hefði
orðið fyrir valinu, en þær fólu báðar í
sér endalok félagins á markaði.
Bætur í ríkisábyrgð?
Keppinautar á litlum íslenskum trygg-
ingamarkaði telja út af fyrir sig ágætt
að ríkið losi sig út af tryggingamark-
aði en vilja ekki tjá sig um mögulega
kaupendur. Benda þó á að ef eitt fé-
laganna hefði horfið af markaði væri
nánast öruggt að nýtt félag hreiðraði
um sig á markaðnum. Núningur hef-
ur þegar komið upp í samskiptum
þeirra við „ríkisfélagið“ Sjóvá, sem
þau töldu að hefði undirboðið trygg-
ingar fyrir sveitarfélög í útboði í fyrra-
sumar. Tryggingarfélagið VÍS kærði
Sjóvá til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA,
á þeim forsendum að félagið stundaði
undirboð í krafti ríkisábyrgðar.
„Ég fagna því að ríkið ætli að fara
út af tryggingamarkaðnum með sölu
á Sjóvá. Vera þess á markaðnum er
til þess fallið að skekkja hann,“ seg-
ir Guðmundur Örn Gunnarsson, for-
stjóri VÍS, í samtali við DV.
Fall Askar Capital fyrir skemmstu
hafði áhrif á fjárhag Sjóvár. Sam-
kvæmt frétt Viðskiptablaðsins fyrir
helgina voru skuldabréf Askar Capi-
tal og Avant að upphæð 9 milljarða
króna lögð inn í Sjóvá þegar trygg-
ingafélaginu var bjargað frá þroti. Það
eru einmitt þessi bréf sem ríkið veitti
ábyrgðir fyrir. Athygli vekur að það var
gert án þess að Alþingi fjallaði nokkru
sinni um þær skuldbindingar. Um leið
og ákveðið var að bjarga Sjóvá frá falli
með ábyrgð ríkis og Seðlabanka var í
Því má áætla að ríkið fái til baka
á bilinu 1,5 til 3,6 millj-
arða króna af þeim ell-
efu sem það lagði fram
af fé skattgreiðenda til
björgunar félagsins á
sínum tíma.
jóhAnn hAuksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
milljarðatap
ríkisi s á sjóvá
Fyrirsjáanlegt er að ríkið, Glitnir og Ís-
landsbanki tapi tveimur þriðju hlutum
þeirra 16 milljarða sem lagðir voru fram
til bjargar Sjóvá á sínum tíma. Heiðar Már
Guðjónsson fer fyrir hópi fjárfesta sem
hefur áhuga á að kaupa tryggingafélagið.
Vonlítið er talið að fá meira en 5 til 6 millj-
ara króna fyrir félagið. Fjármálaráðherra
bindur vonir við að tjón hins opinbera
vegna björgunar Sjóvár verði ekki mikið
en telur að það hefði orðið mun meira með
gjaldþroti félagsins.
Aðgerðarleysið verra
„Líkurvorutilþessaðtjón
hinsopinberahefðiorðið
munmeirahefðifélagið
orðiðgjaldþrota,“segir
SteingrímurJ.Sigfússon
fjármálaráðherra.