Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 15
PFS REIKNAÐI ÚT VITLAUST VERÐÞAK Póst- og fjarskiptastofnun reiknaði út vitlaust verðþak á símtölum innan evrópska efnahagssambandsins. Löggjöf Evrópu- sambandsins takmarkar meðal annars það verð sem fjarskiptafyrirtæki geta rukkað fyrir símtöl og SMS-skeyti innan EES. Stofnunin sagði öll símafyrirtækin uppfylla skilyrði löggjafarinnar, en neytendasamtökin bentu á annmarka úttektarinnar. Á vef samtakanna birtist nýlega úttekt þar sem sýnt var fram á að bæði Vodafone og Tal uppfylltu ekki skilyrði laganna um verðþök. Ástæð- an fyrir þessu er sú að Póst- og fjarskiptastofnun studdist við eldri löggjöf, en verðþökin þar eru hærri en þau nýju. Ætla má að Vodafone hafi gert sömu mistök, en Tal hefur endursölusamning við Vodafone og því mun verðskrá þeirra breytast samtímis. ÁRÉTTING Á seinustu neytendaopnu DV var úttekt á verði ritfanga. Leiðrétta þarf verð á tveimur vörum í Griffli, en blaðið gaf upp rangt verð á gormabókum og Artline-pennum í versluninni. Fullyrt var að „Mennt er mátt- ur“ 80 blaðsíðna rúðustrikuð gormabók kostaði 373 krónur í versluninni, en rétta verðið er 286 krónur. Það þýðir að ódýrasta gormabókin af þessari gerð fæst hjá Griffli. Enn fremur var sagt að Artline 0,4 millimetra-penni væri á 435 krónur, en rétta verðið er 389 krónur. Í ljósi þessa er Griffill einnig með lægsta verð á Artline-pennum, en það er 6 krónum lægra en hjá Bóksölu stúdenta, sem er með næst lægsta verðið. DV biðst velvirðingar á mistökunum. MÁNUDAGUR 16. ágúst 2010 NEYTENDUR 15 Nú er tíminn til berjatínslu, en neytendur geta sparað drjúgan skild-ing með því að tína bláber í stað þess að kaupa þau. Sveinn Rúnar Hauksson læknir er einn sá fróðasti á landinu um ber, en hann segir að í ár sé feiknalega góð berjaspretta. Hann segir vöxtinn góðan um allt land, þá einnig í Vestmannaeyjum, sem hefur ekki þekkst áður. Hann hefur þó ekki heyrt frá Austurlandi, en telja má að sprettan sé einnig góð þar. Aðspurður um tildrög þessa góða vaxtar segir hann að þakka beri hlýind- unum sem verið hafa undanfarin ár. Enn fremur hafi þurrkar áður hamlað vexti berjanna. Hann segir fjöldann allan af góðum berjasvæðum í kringum höfuð-borgarsvæðið, og nefnir hann í þessu samhengi Þórsmörk, Heið-mörk, Vífilstaði og jafnvel Hafnarfjarðarhraunið. „Svo má nefna Mos- fellsheiðina og hlíðar Esjunnar, jafnvel fram að Mosdalshnjúkum.“ segir Sveinn. Hann segir það breyta í raun litlu hvert menn halda í náttúruna. „Mestu skiptir að finna bara til ílátin og leggja af stað, og láta svo ekki smá vætu stoppa sig.“ Telja má að berjatíðinni ljúki í byrjun september, en Sveinn segir næturfrostið setja enda- punktinn á hana. Það er þó breyti- legt hvenær frysta tekur. „Það fer bara eftir stöðunni á landinu, en þegar komið er fram í septem ber og heiðskýrt er og stjörnubjart, getur maður verið viss um að það verði næturfrost,“ segir Sveinn. Mögulegt er að tína ber þó aðeins hafi fryst, en það fer eftir berja- tegundum hversu lengi þau þola frostið. Nú er tíminn til berjatínslu, og því kjörið að halda í berjamó á meðan að færi gefst. Meðfylgjandi er uppskrift frá Sveini og konu hans, Björk Vilhelmsdóttur borgar- fulltrúa, en uppskriftin er fengin af vefsíðunni berjavinir.com. Berin í blóma sem aldrei fyrr Eðal-aðalbláberjasaft. Mega alveg eins vera bláber. 3 kg bláber 71/2 dl vatn 350 gr sykur í hvern lítra af saft 1 msk. vínsýra í hvern lítra Sjóðið berin í vatninu í 15 mín. Merjið þau og hellið þeim á grisju sem sett hefur verið yfir ílát. Mælið saftina og hellið henni í pott. Bætið sykri saman við og látið sjóða í 5 mín. Takið pottinn af hitanum og blandið vínsýru út í. Hellið heitri saftinni á heitar og hreinar flöskur og lokið strax. að 28,7% þegar hann var mestur. Minnsti munurinn á sömu vöru var hins vegar 15,1%. Meðaltals verð- munur á sömu vöru hjá dýrasta og ódýrasta aðila var 21,7%. Mesti verð- munurinn var á svokallaðri Fagbók, en það er stílabók með gormum sem skipt er í fimm hluta. Hjá Eymunds- son og A4 var hún dýrust, á 895 krón- ur, en í Bóksölu Stúdenta var hún ódýrust á 695 krónur. Athuga ber að A4 býður einnig upp á erlenda útgáfu af Fagbókinni, sem er sambærileg þeirri íslensku. Verðið á erlendu Fag- bókinni er 499 krónur. Griffill, sem er ódýrasta verslunin samkvæmt könn- uninni selur ekki Fagbókina. Mismunandi vörur Stærsta vandamálið við verðkönn- un af þessu tagi, er hinn mikli fjöldi vörumerkja í ritföngum sem fyrir- finnst í verslunum á Íslandi. Í fimm af níu flokkum sem kanna átti, fannst ekki sama varan í öllum búðum. Sem dæmi má nefna gormabækur, en kannað var verð á tveimur mismun- andi tegundum línustrikaðra gorma- bóka. Í þremur verslunum er sama bókin borin saman, en það er í Griffli, Bóksölu stúdenta og í Eymundsson. Á öðrum stöðum var leitast við að finna sambærilega bók, en allar bæk- urnar eru 80 blaðsíðna línustrikaðar gormabækur, og því eru þær sam- bærilegar að því leytinu til. Miður sambærilegir þættir Í ljósi þess að sama varan fékkst stundum ekki alls staðar, var könn- uninni skipt í þrjá hluta, sama vara, sambærileg vara og dæmi af vöru. Fyrsti flokkurinn gefur góða sýn á verðlag verslana, því að þar er um sömu vöruna að ræða. Hinn seinni getur einnig gefið ágæta mynd af verðlaginu, en taka ber þeim sam- anburði með fyrirvara, því að ekki er um sömu vöru að ræða. Í seinasta flokknum er síðan samanburður í raun ekki marktækur. Þar voru vör- urnar bæði mismunandi og erfitt var að meta gæði hverrar vöru fyrir sig. Það eina sem réði ferðinni þar um hvaða vörur voru bornar saman, var mat blaðamanns á viðkomandi vör- um. Til að slíkur samanburður yrði marktækur, þyrfti einnig að gæða- prófa vöruna, en það var ekki gert í þetta sinn. Griffill ódýrastur Niðurstaða verðkönnunarinnar var sú að Grifill er ódýrasta skólavöru- verslunin. Þar er álagningin lægst á öllum þeim vörum sem voru á boð- stólum alls staðar. Undantekningin frá þessu er Fagabókin svokallaða, en Griffill hefur ekki slíka bók til sölu. Verðið á skólabókunum sem teknar voru fyrir var 15-19% lægra hjá Griffli heldur en hjá A4, sem hefur hæsta verðið á þessum bókum. Athuga ber að Office 1 hafði ekki til sölu hin- ar umtöluðu bækur á þeim tíma er könnunin var gerð. Í tveimur tilvik- um var Bóksala stúdenta með lægra verð en Griffill, en það var á Artline- skrúfblýanti og Mennt er máttur – línustrikaðri gormabók. Nefna ber að ekki var tekin ódýr- asta varan fyrir á hverjum stað, heldur var leitast við að finna sam- bærilega vöru. A4 býður til sölu aðr- ar vörur en þær sem eru nefndar í könnuninni, sem eru ódýrari. Slíkt hið sama má segja um Office 1, Griff- il og Bóksölu stúdenta. Úttekt á borð við þessa gefur alls ekki tæmandi mynd af verðlagningu búðanna, heldur er einungis um valið úrtak að ræða. DV hvetur alla neytendur til að gera eigin verðkönnun áður en versl- að er. DV hvetur alla neytendur til að gera eigin verðkönnun áður en verslað er. Griffill Griffill er ódýrasta skólavöruverslunin, samkvæmt nýrri verðkönnun DV. Nú þegar langt er liðið á ágúst er kjörinn tími til þess að halda í berjamó. Ætla má að berjatíðin standi fram í byrjun sept- ember, en næturfrostið mun binda endi á hana. Sveinn Rúnar Hauksson er fróður um ber, en hann segir að í ár sé feiknalega góð berjaspretta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.