Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 25
Hrósar Ngog Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósaði framherja Liverpool, David Ngog, eftir leik liðanna á sunnu- dag. Hann vildi ekki kenna markmanni sínum Manuel Almunia um markið þó það hafi komið úr þröngu færi. „Það er erfitt að segja hvort Almunia hefði átt að gera betur. Hann náði að snerta knöttinn en maður verður að hrósa Ngog fyrir gott skot.“ Ngog hefur verið mikið gagnrýndur eftir slaka frammistöðu á síðustu leiktíð. Hann hefur hins vegar byrjað tímabilið frábærlega með Liverpool og skorað fjögur mörk í þremur leikjum. Best fyrir MaradoNa Fyrrverandi liðsfélagi Diegos Maradona, fráfarandi landsliðsþjálfara Argentínu, telur best að hann hafi hætt að þjálfa landsliðið eftir HM í Suður-Afríku. Ossi Ardiles lék um fimm ára skeið við hlið Maradona á miðju arg- entínska landsliðsins og þrátt fyrir vinskap þeirra telur hann best að rússíbanareið landsliðsins sé á enda. „Ferill Maradona með landsliðið var vægast sagt áhugaverður. Þetta var ein rússíbana- reið en ég held að meirihluti fótboltaáhugamanna sé ánægður með að stjórnartíð hans sé lokið,“ segir Ardiles. MoLar Bellamy til Cardiff n Allt útlit er fyrir að velski knatt- spyrnumaðurinn Craig Bellamy sé á leið frá Manchester City til enska 1. deildarliðsins Cardiff City. Bellamy var ekki valinn í leikmannahóp City fyrir leikinn við Tottenham og er ekki í framtíðaráformum knatt- spyrnustjórans Roberto Mancini. Bellamy hóf feril sinn hjá Cardiff en hann hefur verið orðaður við lið eins og Fulham og Glasgow Rangers svo eitthvað sé nefnt. mánudagur 16. ágúst 2010 sport 25 Íslandsmeistarar FH eru VISA-bik- armeistarar 2010 eftir 4-0 stórsig- ur á KR á Laugardalsvelli um helg- ina. Þrátt fyrir mikla velgengni FH-liðsins undanfarin ár þetta að- eins í annað sinn sem félagið verð- ur bikarmeistari. Fyrra skiptið var fyrir þremur árum þegar FH sigraði Fjölni 2-1 eftir framlengdan leik. KR-ingar byrjuðu betur í leikn- um og fengu hættuleg færi en þegar á leið sótti FH í sig veðrið. Atli Viðar Björnsson fékk svo besta færi leiks- ins fram að þeim tíma þegar hann slapp aleinn í gegnum vörn KR á 31. mínútu. Hann náði hins vegar ekki að koma boltanum fram hjá Lars Moldskred. FH fékk svo dæmda vítaspyrnu á 35. mínútu þegar brotið var á Atla Guðnasyni í teig KR-inga. Fyrir- liði FH, Matthías Vilhjálmsson, tók spyrnuna og skoraði en Moldskred hafði hendur í boltanum en tókst ekki að verja. Aðeins örfáum mín- útum síðar fékk FH dæmda aðra vítaspyrnu þegar dæmd var hendi á Guðmund Reyni Gunnarsson. Aftur var það Matthías Vilhjálmsson sem fór á punktinn og kom FH í 2-0 með yfirvegaðari spyrnu. Í síðari hálfleik tók FH svo öll völd á vellinum og herbragð KR að fjölga í sókninni gekk ekki upp. Þess í stað komst FH í 3-0 16 mínútum fyrir leikslok þegar boltinn datt fyr- ir Atla Viðar inni í teig KR-inga. Það var svo Atli Guðnason sem innsigl- aði 4-0 sigur Hafnarfjarðarliðsins. asgeir@dv.is FH er bikarmeistari í annað sinn eftir 4-0 sigur á KR: Sannfærandi hjá FH Kampakátir FH-ingar sýndu mátt sinn í úrslitaleiknum. Valur er bikarmeistari kvenna í tólfta sinn eftir að liðið sigraði Stjörnuna með minnsta mun, 1-0, í jöfnum leik. Það var sjálfsmark á 12.mínútu leiksins sem réði úrslitum. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gat ekki annað en hrifist með fagnaðarlátum Vals þegar hún afhenti fyrirliðanum Katrínu Jónsdóttur bikarinn. Valur er bikarmeistari í 12. sinn í sög- unni eftir að liðið lagði Stjörnuna 1-0 á Laugardalsvelli á sunnudag. Leikurinn var tíðindalítill og enginn draumaúrslitaleikur fyrir áhorfend- ur. Leikir þessara liða í deildinni í sumar hafa báðir endað með jafntefli og mátti því búast við jöfnum leik sem varð raunin. Bæði lið fengu færi til þess að bæta við mörkum en hvor- ugu liðinu tókst að nýta færi sín. Valur byrjaði leikinn betur og Kristín Ýr Bjarnadóttir var ágeng við mark Stjörnunar strax á annarri mínútu þegar hún átti skalla fram- hjá. Stjörnustúlkur komust svo ná- lægt því að skora á níundu mínútu þegar Anna Björk Kristjánsdóttir átti hörkuskalla eftir hornspyrnu fram hjá marki Vals. Valur þeystist í kjöl- farið upp völlinn sem endaði með því að Kristín átti aftur skalla að marki en Sandra Sigurðardóttir átti í litlum erf- iðleikum með að verja hann. Það dró svo til tíðinda á tólftu mínútu þegar Valur átti aukaspyrnu á vallarhelmingi Stjörnustúlkna. Boltinn barst á endanum til Katr- ínar Jónsdóttur, fyrirliða Vals, sem skallaði boltann fyrir markið. Þar var Kristrún Kristjánsdóttir fyrst til að ná til knattarins en ekki fór það bet- ur en svo að hún setti boltann í eig- ið net. Í stað þess að hreinsa í fyrstu snertingu fékk Kristrún boltann í sig miðja með fyrrgreindum afleiðinum. Í kjölfarið róaðist leikurinn töluvert en Stjörnustúlkur fengu þó ákjósan- legt færi undir lok fyrri hálfleiks sem þeim tókst ekki að nýta sér. Stjörnustúlkur komu betur stemmdar til leiks í seinni hálfleik og byrjuðu hann af krafti. Sóknar- tilburðir þeirra báru þó ekki árang- ur og fékk Valur nokkur kjörin tæki- færi undir lokin til þess að gera út um leikinn en tókst ekki að nýta sér þau. Það var svo Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra sem afhenti Valsstúlkum bikarinn í leikslok. Eins og sjá má á myndinni gat hún ekki annað en hrifist með Valsstúlkum í fagnaðarlátum þeirra og er engu lík- ara en Jóhanna stígi með þeim sigur- dans. áSgeir JónSSon blaðamaður skrifar: asgeir@dv.is SjálfSmark réði úrSlitum Tekist á Leikurinn var jafn líkt og fyrri viðureignir liðanna í sumar. Mikil fagnaðarlæti Valsstúlkur hafa komist í þrjá síðustu úrslitaleiki. Bikarm- meistarar 2010 Jóhanna Sigurðardóttir og Valskonur í miklum ham. engin tilBoð Borist n roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool segist aldrei hafa verið í vafa um að velja Javier Mascherano í byrjunarliðið gegn Arsenal um helg- ina þó hann sé líkelga á förum frá félaginu. „Hann er heimsklassaleik- maður og einn sá besti í heimi í sinni vinnu. Hann sýndi það enn og aftur í leiknum.“ Mascherano hefur gefið það út að hann vilji yfirgefa Liver- pool og hefur hann verið orðaður við nokkur lið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfum við ekki enn fengið tilboð í hann,“ segir Hodgson um málið. rauða spjaldinu áfrýjað n Liverpool mun áfrýja rauða spjald- inu sem Joe Cole fékk að líta í leik liðsins gegn Arsenal. Flestir voru sammála um það að dómari leiks- ins, Martin Atkinson, hafi brugð- ist of harkalega við með því að sýna Cole spjaldið. Cole á yfir höfði sér þriggja leikja bann verði spjaldið ekki fellt niður. Roy Hodgson sagði það mikla blóðtöku fyrir Liverpool verði Cole dæmdur í bann en næsti leikur liðsins er gegn Manchester City á útivelli. real að stela ozil? n Svo virðist sem Real Madrid ætli að ná þýsku stjörnunni Mesut Ozil til sín en hingað til hefur leikmaður- inn sterklega verið orðaður við bæði Manchester United og Barcelona. Ozil leikur nú með Wer- der Bremen í þýsku deildinni en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum eftir að hafa neitað að framlengja. Það er því líklegt að kappinn sé á leið til Real.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.