Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 10
10 úttekt 16. ágúst 2010 mánudagur
Lítið er talað um áhrif róandi lyfja
á samfélagið á meðan fréttir og
fræðsla um ólögleg eiturlyf eru nán-
ast daglegt brauð. Lyf sem heyra
undir lyfjaflokkinn Benzodiazepine
hafa verið lengi notuð á Íslandi en
fjöldinn allur af fólki sækir meðferð
á Vogi ár hvert vegna þeirra.
Fráhvarfseinkenni af þessum lyfj-
um eru sérstaklega sterk og langvar-
andi og geta þau stjórnað lífi fólks í
marga mánuði eftir að lyfjanotkun er
hætt. Margir hafa verið óvinnufærir
svo mánuðum skiptir og eru enn
mörgum mánuðum seinna að fást
við fráhvarf af lyfjunum. Flestir tala
um að læknar og meðferðarstofn-
anir hafi ekki skilning á því fráhvarfi
sem lyfin valda og geri ráð fyrir alltof
stuttum tíma í bata. Það verði til þess
að fólk sæki aftur í lyfin.
Á Vog fara árlega um 300 manns
til meðferðar vegna misnotkunar
á Benzodiazepine-lyfjum. Dæmin
eru misjöfn – sumir fara vegna þess
að þeir misnota lyfin til að kom-
ast í vímu og aðrir hafa orðið háðir
þeim eftir að hafa fengið þeim ávís-
að hjá lækni við kvíða, svefnleysi
eða vöðvakrampa. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Valgerði Rúnarsdóttur
lækni á Vogi þá eru um 35 prósent
af konum sem koma inn á Vog sem
glíma við vanda vegna þessara lyfja
og svipað er ástatt hjá um 15 pró-
sent karla. Um 45 prósent kvenna
hafa fiktað við þau og um 25 prósent
karla.
Ekki gagnleg til lengri tíma
Valgerður segir fráhvarf af lyfjun-
um vera mjög langvinnt. Fráhvarf
er til að mynda mun lengra en frá-
hvarf vegna áfengis og annarra eit-
urlyfja, til dæmis heróíni. Þetta eru
oft lengstu meðferðirnar á Vogi.
„Fráhvarf tekur mjög langan tíma,
líkt og með sterk verkjalyf. Þegar fólk
er búið að vera að taka þetta inn í
einhvern tíma og jafnvel í stórum
skömmtum þá er mjög lengi verið
að losna við þau. Jafnvel þó að mað-
ur sé ekki fíkill þá getur maður orðið
líkamlega háður þessum efnum og
þá þarf að trappa þau út í rólegheit-
um en ef maður er með fíkn þá getur
þetta líka orðið bara sérstakt vanda-
mál. Þá sækir fólk í lyfin og er að
sækja í þau til að verða ölvað í raun-
inni.“ Hún segir lyfin geta verið gagn-
leg til styttri tíma en ekki sé ráðlagt
að gefa þau til lengri tíma. „Þau eru
ætluð til að taka mjög stutt. Það eru
flestir að taka þessi lyf í ráðlögðum
skömmtum en þau eru kannski ekki
að gera mikið gagn og það myndast
þol fyrir áhrifunum og þau virka ekki
eins og þau gerðu í byrjun.“
Hún telur að það geti reynst gagn-
legt ef fólk nýtir sér önnur úrræði en
lyf þegar það sækir sér hjálp í byrjun.
„Þeir sem eru að sækja lyf til lækn-
is út af þessu vandamáli en eru ekki
endilega með fíknarsjúkdóm gætu
fengið mikið út úr því að nota eitt-
hvað annað en lyf strax frá byrjun.
En það eru kannski margir með þær
væntingar þegar þeir fara til læknis
að þeir fái lyf því ég veit til þess að
margir læknar leiðbeina fólki að leita
annarra leiða. Við erum orðin dálítið
svona skyndilausnaþjóðfélag og fólk
gefur sér oft ekki tíma til að vinna í
málunum.“ Hún segir nokkur lyf vera
algengari en önnur en það séu sífellt
að koma ný lyf með nýjum nöfnum
en sama grunnefnið, Benzodiazep-
ine, sé í þeim öllum. „Þessi algeng-
ustu eru til dæmis Valíum, Rivotril,
Tafil og Díazapam.“
Niðurgreidd sálfræðiaðstoð
myndi spara fjármuni
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræð-
ingur hjá Kvíðamiðstöðinni, telur
að ríkið gæti til lengri tíma sparað
sér mikla fjármuni ef sálfræðiráð-
gjöf til fólks væri niðurgreidd líkt
og gert er við tíma hjá geðlæknum.
Vandinn sé að vissu leyti falinn í því
að það hafi ekki allir efni á að fara í
sálfræðimeðferð. „Sálfræðimeðferð
er dýr til að byrja með. Það er ekki
alltaf auðvelt að benda fólki á að fara
í sálfræðimeðferð ef það hefur ekki
efni á því. Þá geta lyf verið ódýrari
kostur til skamms tíma. En málið er
að til langs tíma er sálfræðimeðferð
miklu ódýrari. Hún kostar kannski
meira í byrjun en þá lærir fólk leið-
ir til að hafa áhrif á líðan síðan og
þarf þá ekki alltaf að vera í meðferð
og skammtímameðferð er nóg. Fólk
lærir þá aðferðir til að halda vanlíð-
an sinni í skefjum. Því lyfin virka yf-
irleitt bara meðan þau eru tekin. Ég
mæli alltaf með því allavega ef fólk
þarf lyf að það læri líka sálfræðileg-
ar leiðir til að takast á við vandann.“
Hún segir að í Bretlandi hafi verið
gert þjóðarátak þar sem var ákveð-
ið að veita miklum peningum í sál-
fræðimeðferð og það talið skila sér
aftur í kassann á þremur árum. „Það
er að kosta okkur gríðarlega fjár-
muni hvað fólk er mikið frá vegna
kvíða og þunglyndis. Þannig að það
að gefa fólki kost á öflugri sálfræði-
legri meðferð sparar heilmikla pen-
inga til langs tíma, það sparar kostn-
að, færri fara á örorku og færri eru frá
vinnu. Svo bætir það lífsgæði fólks
og fólki líður betur. Mjög mikilvægt
að skoða núna á Íslandi sérstaklega
þegar verið er að skera niður lyf hjá
fólki. Þá verður eitthvað annað að
koma í staðinn. Ekki bara kippa lyfj-
um frá fólki og svo fær það ekkert
annað í staðinn.“
Lyf gefin of fljótt
Hún telur þó aukna vitundavakn-
ingu hafa orðið á skaðsemi Benzo-
diazepine-lyfjanna undanfarin
ár. ,,Ég held að þetta sé svolítið að
breytast og læknar séu orðnir spar-
ari á Benzodiazepine-lyf en áður
fyrr. Það er samt alveg til í dæminu
að fólk fari beint á róandi lyf þegar
kannski hefði verið hægt að prófa
eitthvað annað fyrst og sjá hvort það
skilaði árangri.“
Hún segir þó lyf oft vera nauðsyn-
leg og vegna þess hversu seint fólk
sækir sér hjálp sé oft þörf á lyfjum
því vandinn sé orðinn meiri. „Það
eru til lyf sem eru ekki ávanabind-
andi og hægt er að nota til dæmis við
kvíða í verstu tilfellunum. Við erum
frekar hlynnt því að fólk reyni aðra
meðferð fyrst. Sálfræðiaðferðir geta
verið mjög áhrifaríkar sérstaklega
við kvíða. Til dæmis í Bretlandi er
sérstaklega mælt með að reyna fyrst
hugræna atferlismeðferð og sjá svo
til hvort hún virki. Stundum er það
þannig að fólk er til dæmis svo kvíð-
ið að það verður eiginlega að fá lyf til
að byrja með til að geta sótt sálfræði-
meðferð. En hins vegar gerist það of
oft að menn eru kannski of fljótir á
sér að ávísa lyfjum, sérstaklega ef við
erum að tala um vægan eða miðl-
ungs vanda.“
Fleiri konur en karlar á
lyfjunum
Kristinn Tómasson geðlæknir og
formaður Geðlæknafélagsins hefur
skoðað notkun á róandi lyfjum og
svefnlyfjum almennt. „Gögn frá 2007
segja okkur að að 4 prósent karla
höfðu notað róandi lyf við kvíða á
meðan 7 prósent kvenna höfðu not-
Benzodiazepine er flokkur róandi lyfja
sem hefur verið á markaðnum á Íslandi frá
því snemma á sjöunda áratugnum. Fljót-
lega eftir að lyfin komu á markað kom í
ljós hversu ávanabindandi þau voru. Fólk
verður á skömmum tíma mjög háð þeim
og erfitt getur verið að losna við fíknina.
Sálfræðingur sem sérhæfir sig í kvíða-
meðferðum telur það geta sparað ríkinu
mikla fjármuni ef sálfræðimeðferð yrði
niðurgreidd. Formaður geðlæknafélags-
ins segir lyfin gera gagn í mörgum tilvik-
um en það sé nauðsynlegt að finna betri
lausnir en lyfin.
viktoría hErmaNNsdóttir
blaðamaður skrifar: viktoria@dv.is
Við erum orð-in dálítið svona
skyndilausnaþjóðfé-
lag og fólk gefur sér oft
ekki tíma til að vinna í
málunum.
Lyfin sem enginn taLar um
valium Eríþessumflokkilyfja.
Benzodiazepine Lyfafþeirri
tegundhafaveriðámarkaðihér
síðanásjöundaáratugnum.