Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 17
mánudagur 16. ágúst 2010 erlent 17
Sænskur ökumaður gæti þurft að
borga sem samsvarar 120 millj-
ónum íslenskra króna í sekt fyr-
ir hraðakstur í Sviss. Maðurinn
keyrði á meira en tvöföldum há-
markshraða í stórglæsilegri Mer-
cedes Benz-bifreið sinni, sem
metin er á tæpar þrjátíu milljónir,
þegar svissneska umferðarlögregl-
an stöðvaði hann. Lögreglumenn
segja að maðurinn hafi keyrt svo
hratt að það hann hafi þurft langan
vegarkafla til að stöðva.
Ökumaðurinn var á meiri hraða
en nokkur annar ökuþrjótur sem
tekinn hefur verið fyrir hraðakst-
ur í sögu landsins, ef marka má orð
saksóknarans í málinu. Í Sviss eru
hraðaksturssektir reiknaðar út með
formúlu þar sem tekið er mið af
tekjum ökumannsins og hversu al-
varlegt brotið var.
Fastlega er búist við að mað-
urinn verði dæmdur til hörðustu
mögulegu refsingar og þurfi að
greiða hámarkssekt, en þá þyrfti
hann að borga fjögur hundruð þús-
und krónur á dag – í 300 daga, en
samtals nemur það 120 miljónum.
„Við finnum engin gögn um það
að nokkur maður hafi verið gripinn
við að keyra hraðar en umræddur
maður,“ segir talsmaður svissnesku
lögreglunnar. Ökumaðurinn mæld-
ist á 300 kílómetra hraða á einum
kafla ökurferðar sinnar.
Hann náði að komast hjá því
að vera mældur á nokkrum stöð-
um vegna þess að sum radartæki
lögregluyfirvalda geta ekki mælt
hraða sem er yfir 200 kílómetrum á
klukkustund.
En Svíinn náðist loks á hraða-
myndavél á A-1-hraðbrautinni á
milli Bern og Lausanne á föstudag-
inn. Hún er af gerð nýrra radartækja
sem eru mun öflugri í mælingum
sínum, en ökumaðurinn mældist á
300 kílómetra hraða á þeim tíma.
Þegar maðurinn reyndi að út-
skýra hvers vegna hann hefði keyrt
á þessum hraða sagði hann: „Ég
held að hraðamælirinn á bílnum,
sem er nýr, sé bilaður.“
Lögreglan handtók manninn en
sleppti honum í kjölfar yfirheyrslu.
Keyrði á 300 kílómetra hraða og þarf að greiða 120 milljónir króna:
Hæsta hraðaksturssekt sögunnar
Bleikur pardus
framseldur til Japan
Karlmaður, sem lögregla segir til-
heyra þjófagengi sem er kallað „Pink
Panther“, eða „Bleiki Pardusinn“,
var fluttur frá Spáni til Japans í gær
eftir að hafa verið ákærður fyrir rán
í skartgripabúð í Japan. Rifat Had-
ziahmetovic, fjörtíu og tveggja ára,
frá Montenegro, er grunaður um að
stela tíara-demanti sem er sagður
kosta tvö hundruð milljón yen, eða
sem nemur 280 milljónum króna, í
verslun í Tokýo árið 2007, að sögn
þarlendra yfirvalda. Þjófahringurinn
sem hann er sagður tilheyra er tal-
inn samanstanda af 200 mönnum,
sem eru grunaðir um rúmlega níutíu
rán í Evrópu, Mið-Austurlöndunum
og í Asíu, síðan árið 1999.
Átta áhorfendur
létust
Að minnsta kosti átta létu lífið og
tólf slösuðust í utanvegakapp-
akstri í Kaliforníu í gær. Keppandi
þar missti stjórn á ökutæki sínu
með þeim afleiðingum að bíllinn
hafnaði inni í áhorfendaþvögu í
Laucerne-dalnum í Kaliforníu í
Bandaríkjunum. Kappaksturinn
heitir California 200 en slysið átti
sér stað um 160 kílómetra frá Los
Angeles. Þeir sem slösuðust voru
fluttir með sjúkraflugi á nærliggj-
andi sjúkrahús. Tugir þúsunda
sækja keppnina og standa áhorf-
endur fremur nálægt kappakst-
ursbrautinni.
Fimm daga neyðar-
pilla
Lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur
gefið grænt ljós á neyðarpillu til að
koma í veg fyrir þungun sem virkar
allt að fimm dögum eftir kynmök.
Ákvörðun lyfjaeftirlitsins hefur verið
harðlega gagnrýnd af þeim sem eru
á móti fóstureyðingum. New York
Times greinir frá þessu. Fimm daga
neyðarpillan er ólík þeirri neyðar-
pillu sem nú þegar er til staðar á
þann hátt að læknir þarf að skrifa
upp á lyfseðil fyrir henni. Í umfjöll-
un New York Times um pilluna segir
að á hverju kvöldi stundi um ein
milljón bandarískra kvenna, sem
ekki ætla sér að eignast börn, óvarin
kynmök.
Biblían heimild
læknablaðs
Læknatímarit hefur dregið til baka
grein um kraftaverk Jesú og beðist
afsökunar á að hafa birt hana. Grein-
in, sem birtist í Virology Journal,
dregur tiltekið kraftaverk Jesú ekki
í efa heldur veltir upp spurningum
um hvað hafi orsakað veikindi konu
sem Jesús er sagður hafa læknað. Í
tilkynningu frá ritstjóra blaðsins seg-
ir að Virology Journal dragi greinina
til baka þar sem heimildirnar sem
notaðar voru við vinnslu greinar-
innar þyki of umdeildar. Einungis
atburðir sem lýst er í Biblíunni eru
notaðir sem heimildir í greininni.
Bandarísk og suðurkóresk stjórnvöld búa herafla sína undir aðra heræfingu á Kóreuskag-
anum. Æfingin kemur aðeins nokkrum vikum eftir eina stærstu sameiginlegu heræfingu
ríkjanna tveggja. Norðurkóresk stjórnvöld sögðu fyrri æfinguna geta orðið kveikju að nýju
Kóreustríði. Önnur æfing er olía á eldinn í deilum Kóreuríkjanna.
ÖNNUR HERÆFING
Á KÓREUSKAGANUM
Bandaríkin og Suður-Kórea munu
halda aðra sameiginlega heræfingu
innan mánaðar. Fyrri heræfing land-
anna, sem haldin var fyrir nokkrum
vikum, jók gríðarlega á spennuna
sem fyrir er á Kóreuskaganum. Boð-
uð heræfing í september mun auka
enn á spennuna. Kínversk stjórnvöld,
sem eru helstu bandamenn norður-
kóreskra stjórnvalda, eru ekki sátt við
æfinguna.
Í kjölfar síðustu heræfingar land-
anna sögðu norðurkóresk stjórnvöld
að æfingin væri „hættulegur verkn-
aður sem gæti virkað sem kveikja
að nýju stríði“. Stjórnvöld í Pyong-
yang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa
í gegnum tíðina oft svarað ögrunum
og árásum suðurkóreska hersins með
árásum. Stjórnmálaskýrendur sem
fréttastofa Reuters ræddi við segja þó
ólíklegt að leiðtogar Norður-Kóreu
hætti á nýtt stríð.
Vilja ögra Norður-Kóreu
Bandarísk yfirvöld hafa þó varað við
því að frekari ögrana í garð Norður-
Kóreu kunni að gæta næstu mánuði
í ljósi þess að stjórnvöld í Pyongyang
reyna nú að skapa pólitískan meðbyr
í heimalandinu í tilefni af leiðtoga-
skiptum sem sögð eru yfirvofandi.
Reikna yfirvöld í Bandaríkjunum
og Suður-Kóreu með að Kim Jong-
il muni stíga til hliðar innan tíðar og
yngsti sonur hans taka við.
Bandarísk stjórnvöld hafa sagt að
með heræfingunum séu send skýr
skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu
um að árásir norðurkóreska hers-
ins verði ekki liðnar og þeim verði að
linna. Norðurkóreskir hermenn gerðu
árás á suðurkóreska hermenn í síð-
ustu viku og er árásin talin orsök þess
að æfingin er boðuð svo stuttu eftir að
fyrri æfingunni lauk.
Búa yfir kjarnavopnum
Norðurkóresk stjórnvöld eru sögð
búa yfir kjarnorkuvopnum sem þau
gætu hugsanlega notað ef nýtt Kóreu-
stríð hefðist. Kínversk stjórnvöld, sem
leiddu sex ríkja viðræður, sem slitnaði
upp úr í fyrra, við Norður-Kóreu um
fækkun kjarnavopna, hafa áhyggjur af
annari heræfingu.
Kínversk stjórnvöld voru helstu
bandamenn Norður-Kóreu í Kóreu-
stríðinu, auk Sovétríkjanna, en stuðn-
ingur þeirra við núverandi stjórn-
völd eru þó óljós. Kínverjar leiddu til
að mynda fyrrnefndar viðræður um
fækkun kjarnavopna Norður-Kóreu
auk þess að samþykkja þvinganir ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna gagn-
vart Norður-Kóreu en Kína hefur neit-
unarvald í ráðinu.
Framtíðin óljós
Ef nýtt Kóreustríð brýst út mun það
að öllum líkindum marka lok norð-
urkóreska ríksins. Ekki er talið að
norðurkóresk stjórnvöld hafi burði
til að verjast sameiginlegum árásum
Bandaríkjanna og Suður-Kóreu án
stuðnings stórra ríkja á borð við Kína
eða Rússland.
Norðurkóresk stjórnvöld hafa hins
vegar í gegnum tíðina ekki setið á sér
þegar kemur að því að svara árásum
eða ögrunum suðurkóreskra stjórn-
valda og hafa sagst tilbúin í nýtt stríð.
aðalsteiNN KjartaNssoN
blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is
Norður-kóresk stjórnvöld segjast tilbúin fyrir
nýtt Kóreustríð. Ríkið er sagt búa yfir kjarnavopnum.
Nýboðuð heræfing Bandaríkjanna og Suður-Kóreu
á Kóreuskaganum í september er eins og olía á eld í
deilum Kóreuríkjanna. H&N-myNd KoreaN CeNtral News ageNCy
300 kílómetra hraði Hraðamælar
lögreglunnar gátu ekki mælt hraðann
á Svíanum, svo mikill var hann.