Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 26
Hljómsveitin Feldberg gaf á dög- unum út sérsaka „remix“-plötu, þar sem lag þeirra Dreamin‘ birt- ist í einum 12 útgáfum. Platan kom út á iTunes, og hefur selst alveg prýðilega að sögn með- lima hljómsveitarinnar. Þá hefur Dreamin‘ heldur betur slegið í gegn í Evrópu í sumar, en lagið er að finna á ýmsum topplistum útvarpstöðva, og er lagið gjarnan spilað í verslunum H&M einnig. Lagi Dreamin‘ vann verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem besta lag ársins. Stórleikarnir Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðs- son munu leiða saman hesta sína á leiksviðinu í vetur. Samkvæmt heimildum DV hafa þeir félagar verið ráðnir til þess að leika að- alhlutverkin í leikritinu Ofviðrið, The Tempest, eftir William Shake- speare, en leikritið verður sýnt um jólaleytið í Borgarleikhúsinu. The Tempest er eitt frægasta leik- rit Shakespeare, skrifað árið 1610 og jafnframt talið vera síðasta leikritið sem leikskáldið fræga skrifaði einn síns liðs. Leikritið fjallar um Prospero, erfingja her- togans í Mílanó. Sá notar galdra til þess að magna upp óveður en þannig lokkar hann til sín bróð- ur sinn Antonio og konunginn af Napólí, Alonso. En auvitað er það hluti af flóknari vélabrögðum. Leikstjóri sýningarinnar er eng- inn annar en Oskaras Korsun- ovas, sem er jafnframt talinn vera einn fremsti leikstjóri í heimin- um í dag, en leikhúsáhugafólki gafst tækifæri til að kynna sér sviðsetningu hans á Rómeó og Júlíu á Listahátíð í Reykjavík í vor. Sýningin er jólasýning Borgar- leikhússins, sem er oftar en ekki skrautfjöður hvers leikárs. Það er því mikils að vænta. tveir góðir saman Feldberg í Fullu Fjöri Stórleikarar SláSt í för með OSkaraS kOrSunOvaS í jólaSýningu BOrgarleikhúSSinS: Kvikmyndin Eldfjall eftir leik- stjórann Rúnar Rúnarsson mun fara í tökur í haust. Er það fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd en hann hefur áður gert stuttmyndir, til dæmis Smáfugla og Síðasta bæinn í dalnum, en sú síðarnefnda var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Er það danski kvikmyndasjóðurinn ásamt Kvikmyndamiðstöð Íslands sem styrkir gerð kvikmyndarinnar. Um sögu hennar er lítið vitað að svo stöddu, en samkvæmt heim- ildum DV eru það Theódór Júlí- usson og Margrét Helga Jónsdótt- ir sem fara með aðalhlutverkin. eldFjall Fer senn aF stað 26 fólkið 16. ágúst 2010 mánudagur Þóra TómasdóTTir: Flettir oFan aF svikahröppum Þóra Tómasdóttir hefur fengið vinnu hjá nordisk film við sjónvarpsþáttaröð þar sem flett er ofan af svikurum byggingarfyrirtækja og óheiðarlegum verkamönnum. mikið er um slíkt á norðurlöndunum þar sem fyrirtæki þykjast vera með fagfólk í vinnu og skilja jafnvel við húsnæði ónýt. Þóra starfar sem etirvinnsluritstjóri við þættina sem slegið hafa í gegn í noregi sem og í Svíþjóð og Danmörku. „Þættirnir snúast um fólk sem hefur verið svikið af byggingarfyrirtækjum og óheiðarlegum verkamönnum,“ segir Þóra Tómasdóttir dagskrár- gerðarkonan og fyrrverandi Kastljós- stjarna. Þóra, sem býr í Osló, hefur ráðið sig til kvikmyndafyrirtækisins Nordisk Film. „Ég var að hefja vinnu sem eftirvinnsluritstjóri á þessari þáttaröð, sem er önnur í röðinni og verður sýnd í sjónvarpi í haust.“ Þóra segir mikið um það á Norð- urlöndunum að fólk sé svikið af óprúttnum aðilum sem gefi sig út fyrir að vera fagfólk í byggingariðn- aði. „Við erum að fletta ofan af fyrir- tækjum sem gefa sig út fyrir að vera með faglært fólk í vinnu en hafa í raun eyðilagt húsnæði fjölda fólks.“ Sumir þessara aðila stunda slík svik jafnvel þrátt fyrir að vera með fjöl- marga dóma vegna þess á bakinu. „Sumir falsa skjöl og pappíra, skipta um nöfn og hafa verið margdæmdir fyrir svik áður. Við eltum þetta fólk uppi og reynum að fá svör við spurn- ingum.“ Þóra segir þessa sömu aðila jafn- vel hafa reynt að kúga fé út úr við- skiptavinum sínum eftir að hafa svik- ið þá. „Við reynum þá að aðstoða með lögfræðiráðgjöf og gerum svo við húsin þeirra í leiðinni.“ Þóra seg- ir þættina hafa vakið mikla athygli í Noregi á síðasta ári en samskonar þættir hafa verið gerðir í Svíþjóð og Danmörku. Þóra flutti til Noregs í fyrra eftir að hún missti vinnu sína í Kastljós- inu í kjölfar mikils niðurskurðar. Hún hefur áður verið búsett í Noregi en hún lærði þar heimildarmyndagerð á sínum tíma. Í fyrstu starfaði Þóra hjá kvikmyndafyrirtækinu Svensk Filmindustri og vann þar sem fram- leiðslustjóri yfir nokkrum heimild- armyndum. Þóra er reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur en hún starf- aði um árabil í Kastljósinu auk þess sem að hún gerði fyrir nokkru heim- ildarmyndina Stelpurnar okkar sem fjallar um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Lífið í Noregi hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en Þóra varð fyr- ir vörubíl á vormánuðum. Hún slapp ævintýralega vel frá slysinu, með sprungu í sköflung og mar. Hún sagði í samtali við DV á sínum tíma að sem betur fer hefði hún verið nýbúin að fara með dóttur sína á leikskólann. Annars hefði dóttir hennar setið aft- an á hjólinu sem gereyðilagðist. asgeir@dv.is, indiana@dv.is Þóra Tómasdóttir Hefur hafið störf hjá Nordisk Film í Noregi. Ingvar E. Sigurðsson Nýtur leikstjórnar eins fremsta leikstjóra heims í dag. Hilmir Snær Guðnason Leikur í Ofveðri Shakespeares ásamt Ingvari E. Sigurðssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.