Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 11
mánudagur 16. ágúst 2010 úttekt 11 að þau við kvíða á undanförnum 2 vikum þegar könnunin var gerð. Sé spurt hversu margir karlar hafi feng- ið greiningu á kvíða og fengið lyf á árinu þá hafa 8,6 prósent karla feng- ið greininguna um kvíða á einu ári og um 5 prósent karla höfðu fengið ávísað lyfi við honum. Hjá konunum eru það 14,6 prósent sem hafa fengið greininguna og um 11 prósent þeirra fengu lyf vegna þess.“ Nauðsynlegt að finna betri lausnir „Róandi lyf hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda og þau, í einu formi eða öðru, munu fylgja mannkyninu áfram. Ég býst ekki við því að það breytist. Vandinn er hins vegar sá að við verðum að finna betri lausnir, það er alveg ljóst. Þetta er ekki full- komin lausn, hún veldur ákveðn- um hlutfallslegum hópi vandræð- um. Kvíði er mjög algengur vandi og menn nota mismunandi leiðir til að slá á hann. Það geta verið misheppi- legar leiðir. Það er mjög vandasamt að bera saman slíkar leiðir,“ segir Kristinn. Hann segir flesta geta notað þessi lyf en það sé ákveðinn hópur sem ætti ekki að fá lyfjunum ávísað. Það sé þá fólk sem hafi sögu um fíkn- arsjúkdóma eða til staðar sé sterk fjölskyldusaga um fíkn. „Til þess að passa upp á þessa einstaklinga þurfa læknar að vera vakandi fyrir því sér- staklega og ef þeir verða varir við að fólk sé að auka skammtinn,“ seg- ir hann en getur þó ekki sagt til um hvernig læknar geti vitað hvort fólk sé með fíknarsjúkdóm öðruvísi en að treysta á svör sjúklingsins. Þörf fyrir betri meðferðir Hann segir almenna umfjöllun um þessi lyf vera á þá leið að þau komi vissulega að gagni en það sé ákveð- inn hópur fólks sem þoli þau illa. „Þessi lyf eru til að mynda miklu öruggari en lyfin sem þau leystu af hólmi.“ Aðspurður hvort það sama geti ekki gerst með þessi lyf; að eft- ir ákveðinn árafjölda verði þau ekki talin örugg lengur þá svarar hann: „Ég held að þessi verði ekki talin jafn óörugg en maður vonast auðvitað til að með ákveðinni framþróun komi betri leiðir til að slá á kvíðann. Það er algjörlega ljóst að það er gríðarleg þörf fyrir betri meðferðir sem virka bæði betur og veita meiri lækningu.“ Kristinn segir það vissulega slæmt að fólk þurfi að leita sér með- ferðar vegna lyfjanna en um 300 manns sækja sér árlega meðferð á Vogi vegna lyfjafíknar. Hann seg- ir það vera það lítinn hluta þeirra sem taka lyfin. Þó að margir þrói með sér fíkn í lyfin þá telur hann að lyfjagagnagrunnur landlæknisemb- ættisins ætti að koma í veg fyrir að fólk geti labbað milli lækna og feng- ið ávísað lyfjum hjá fleiri en einum lækni. Fólk getur sótt lyf til margra lækna Geir Gunnlaugsson landlæknir segir lyfjagagnagrunninn að mörgu leyti mjög góðan en það séu ákveðnir vankantar á honum. Til að mynda er erfitt að fylgjast með því ef sjúklingar fara á milli lækna og fái ávísað lyfj- um. „Hver lyfseðill er bara samsafn upplýsinga um hvað eigi að gefa. Þetta er upplýsingaveita frá hverri heilsugæslu. Gáttin gerir ekki grein á því hvort það sé sami einstakling- ur með tvo mismunandi lyfseðla frá sitthvorum lækninum. Það er eitt af þeim vandamálum sem við erum að kljást við varðandi lyfjamálin að einstaklingar gangi á milli apóteka og kaupi lyf. Hægt er að fylgjast með einstaklingum sem fara á heilsu- gæsluna en svo er fullt af sjálfstætt starfandi læknum sem geta gefið út aðra lyfseðla,“ segir Geir. Hann segir því vel hugsanlegt að fólk geti farið til nokkurra lækna og fengið lyf. „Heilbrigðiskerfið bygg- ist á trausti og að læknar þekki ein- staklinginn. Þetta er mjög erfitt hlut- verk sem læknar standa frammi fyrir. Mörgu fólki líður mjög illa og lækn- ar standa frammi fyrir erfiðu vali. Ég hef þá trú að flestir læknar vilji gera vel og reyni að takmarka notkun á lyfjum,“ segir Geir. Þekktustu lyfin sem flokkast undir Benzodiazepine: n Valíum. n Rivotril. n Tafil. n Díazepam. Hvað er Benzodiazepine? n Flokkur róandi lyfja sem hafa bælandi áhrif taugakerfið. n Mikið notað gegn kvíða, svefnleysi og vöðvakrampa. Hvaða áhrif geta lyfin haft? n Þau geta verið sérlega ávanabindandi. n Um 300 manns fara í meðferð ár hvert vegna lyfja í þessum flokki. n Misnotkun algengari hjá konum en körlum. n 35% kvenna sem koma á Vog hafa átt við vanda að stríða vegna lyfja í þessum flokki. n 15% karla. n Fráhvarf af lyfjunum er sérlega langvarandi. n Lengri en af heróíni. LENGRa FRÁHVaRF EN aF HERÓÍNI Hægt er að verða háður lyfjum á marga vegu, en þrjár leiðir eru þó algengastar. Ein þeirra er að gæta ekki að hversu vanabindandi lyf eru þegar þau eru notuð við kvíða eða svefnleysi. Önnur leið er að nota lyfin endurtekið til að komast í vímu með eða án annarra vímu- efna. Þriðja leiðin er að nota þessi lyf til að slá á fráhvarf vegna ann- arra vímuefna. Langvarandi notkun róandi lyfja við svefnleysi eða kvíða veld- ur oft vandræðum því að svefn- leysi og kvíði eru alltaf einkenni um sjúkdóm eða þörf á breyttum lífsstíl. Lyfin lækna hvorugt en geta skapað nýjan vanda þegar fram í sækir. Einstaklingurinn myndar þol gegn lyfinu eftir nokkrar vikur og kvíðinn eða svefnleysið lætur á sér kræla að nýju þrátt fyrir að lyf- in séu notuð daglega. Hætti sjúk- lingurinn að taka lyfin við þess- ar aðstæður magnast kvíðinn og svefnleysið og verða verri en þeg- ar hann byrjaði að taka lyfin. Hann hefur þá keypt lækninguna dýru verði og er verr staddur en þegar hann byrjaði að taka lyfið í góðri trú. Hætta er á að sjúklingurinn sé orðin háður lyfjunum og auki við skammtana. Á þessu stigi er erfitt að tala um að fólk misnoti lyfin þó að það sé orðið háð þeim. Það not- ar ekki þessi lyf með þeim ásetn- ingi að fara í vímu og hefur ekki af neyslunni sjáanlegan félagsleg- an vanda. Réttara er því að segja að lyfið sé notað á ranga vegu og margir sem það gera þurfa með- ferð. Langvarandi notkun með þessum hætti býður heim frek- ari hættu og leiðir oft af sér vax- andi þunglyndi og kvíða þrátt fyrir töku lyfjanna. Þegar svo er komið er stórhætta á að sjúklingar auki lyfjaskammtinn enn frekar í ör- væntingu og fari að nota lyfin til að komast í vímu og félagslegur vandi fylgi þá í kjölfarið. Úr þessu ástandi er stutt í að sjúklingar fari að ganga á milli lækna og ávanalyfjafíkn verði þeirra aðalvandi. Önnur dæmigerð notkun þess- ara lyfja er þegar ungmenni eða áfengissjúklingar taka þau beinlín- is til að komast í vímu með eða án annarra vímuefna. Þriðja dæmið um misnotkun er síðan þegar lyfin eru notuð við fráhvarfseinkennum eftir áfengisneyslu eða til að hamla gegn óæskilegum einkennum örv- andi vímuefna. Þannig eru þessi lyf oft tekin með amfetamíni eða til að laga áfengisfráhvarf. Svona ánetjast þú lyfjum Lyfin sem enginn taLar um Kona á fertugsaldri var fyrst gefið benzod- iazepine-lyf þegar barnsfaðir hennar fór með hana til geðlæknis þar sem hann taldi lækninum trú um að hún væri geðveik. Upp frá því varð hún háð róandi lyfjum og seinna sterkum verkjalyfjum auk ýmissa annarra vímuefna. Hún vill ekki koma fram undir sínu rétta nafni en verður köll- uð Eva hér. Breyttu mér aLgjörLega Eva fékk lyfin hjá lækni og varð fljót- lega háð þeim. Seinna leiddist hún út í eiturlyfjaneyslu og notaði þá lyf- in til að ná sér niður. ,,Þetta byrjaði þegar ég var þunguð af dóttur minni. Þá var ég í ofbeldissambandi með barnsföður mínum. Hann taldi mér trú um að ég væri geðveik og fór með mig til geðlæknis. Inni hjá lækninum mátti ég í raun ekkert tala heldur sá hann að mestu leyti um það. Lækn- irinn setti mig bara strax á Rivotril sem er mjög sterkt róandi lyf og líka notað við flogaveiki.“ Hún segir geð- lækninn sem ávísaði henni lyfjun- um hafa verið mjög þekkta á þess- um tíma fyrir að vera „lyfjaglöð” eins og hún orðar það. Ég komst ekki af þessum lyfjum fyrr en ég skildi við barnsföður minn en þá fór ég út í aðra neyslu, þá á harðari efnum en var alltaf viðloðandi Benzodiazep- ine-lyf – bæði Valíum og Díazepam.“ Algjör umbreyting Hún segir lyfin hafa breytt persónu- leika hennar. „Rivotril breytti mér algjörlega. Ég hef aldrei verið jafn brjáluð í skapi. Ég varð bara brjáluð, tók upp á hlutum sem ég hefði aldrei tekið upp á hefði ég ekki verið á lyf- inu. Alveg eins og Valíum og Diazep- am, ég byrjaði að misnota það eft- ir að ég fæddi strákinn minn. En ég upplifði ekki svona miklar persónu- leikabreytingar á því. Allir sem ég þekki sem hafa verið í neyslu og hafa tekið rivotril lýsa því hvað þeir verða klikkaðir á þessu. Fólk er að fá þetta í stórum pökkum hjá læknum.“ Auðvelt að fá lyf Eva segir auðvelt að nálgast lyf hjá mörgum læknum. „Ég veit um dæmi hvernig læknar starfa, ég kynntist því sjálf þegar ég var í þessu að það var ekkert mál að fá lyf. Svo veit ég það líka í gegnum mömmu mína, sem er rosalegur pillufíkill og hefur ver- ið mikið á Benzodiazepine-lyfjum. Hún fór til geðlæknis fyrir jól sem greindi hana á einum tíma sem of- virka og sendi hana út með stóran skammt af rítalíni. Eftir einn tíma! Mamma er búin að vera að taka þessi benzo-lyf í mörg ár og er mjög skemmd af þeim. Ég veit að hún hef- ur oft reynt að hætta en getur það ekki. Þessi geðlæknir sem hún fór til er alveg þekktur fyrir að vísa á svona lyf og það eru margir svoleiðis lækn- ar. Þessi læknir er til dæmis þekktur fyrir þetta, þú pantar bara tíma hjá honum og hann skrifar út lyf.“ Rosaleg afneitun Hún hélt því fram í fjögur ár að hún væri algjörlega edrú. Hún losaði sig við áfengi og fíkniefni en var enn á læknadópi. Hún var á lyfjum sem læknir skrifaði upp á fyrir hana og leit því þannig á að það gæti ekki verið vandamál. „Afneitunin er svo rosaleg og af því að maður er að fá þetta hjá lækninum þá finnst manni maður mega þetta. Ég át kannski tíu valíum á dag og mér fannst það allt í lagi því læknirinn skrifaði upp á það. Ég fékk uppáskrifaðar 400 töflur af Nobligan-verkjalyfi á mánuði og fullt af valíum. Það var ekkert mál, ég labbaði bara inn til heimilislæknis- ins og hann skrifaði uppá.“ Gerðu hana siðlausa „Versta við þessi lyf er að manni finnst maður ekkert vera ruglaður af þeim, manni finnst maður bara vera algjörlega edrú. En eins og í dag þeg- ar ég horfi til baka þá sé ég hvað ég var rugluð og siðlaus. Ég laug alveg hægri vinstri og fannst það bara allt í lagi. Mér fannst ég bara fín. Ég afsak- aði bara þjófnaðinn með því að ég væri með sjálfsbjargarviðleitni. Ég sá ekki vitleysuna fyrr en löngu seinna því þetta er svo lengi að fara úr lík- amanum.“ Eva hefur haldið sig frá lyfjunum í mörg ár en viðurkennir þó fúslega að þegar erfiðleikar steðja að og mikið um að vera þá væri hún alveg til í ró- andi. „Áhrifin af þessu eru svo rosa- leg. En ég myndi aldrei gera það. Ég er með svo sterkt net í kringum mig. Mér er það alveg ljóst að þessi lyf sköpuðu miklu fleiri vandamál en þau leystu.“ Löng fráhvörf Fólk getur verið mánuði að jafan sig eftir ofnotkun þeirra. Algjör umbreyt- ing Lyfin geta haft mikil áhrif á persónuleika fólks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.