Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Side 8
8 fréttir 16. ágúst 2010 mánudagur Sorpa gaf 7,5 milljónir Á sunnudag færði Björn H. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, starfsfólki Reykjadals sjö og hálfa milljón á sumarlokahá- tíð sumarbúðanna sem fram fór í Reykjadal um helgina. Í tilkynn- ingu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra segir að mikill fögnuður hafi brotist út meðal hátíðargesta. Styrktarfélagið hefur rekið sum- arbúðir fyrir einstaklinga á aldr- inum fimm til tuttugu og þriggja ára í Reykjadal í tæp fimmtíu ár. Einnig hefur verið boðið upp á helgardvalir yfir vetrartímann. Næstkomandi vetur var ekki ætl- unin að bjóða upp á helgardvalir sökum fjárskorts. TF-SIF snýr heim Flugvél Landhelgisgæslunnar TF- SIF kom til Reykjavíkur á sunnudag. Flogið var frá Houma í Louisiana með millilendingu í Syracuse í New York-fylki og Goose Bay á Nýfundna- landi. Síðastliðinn mánuð hefur TF-SIF sinnt mengunareftirliti á Mexíkóflóa fyrir bandarísku strand- gæsluna og BP. TF-SIF stoppar þó stutt við hér á landi því um næstu helgi verður haldið til Dakar í Sen- egal þar sem flugvélin mun sinna áframhaldandi eftirliti fyrir Front- ex, landamærastofnun Evrópusam- bandsins. Missti hárið í hringekju Sex ára stúlka missti fjórðung hárs síns eftir að hár hennar flæktist í skrúfu í hringekju í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardag. Rík- isútvarpið greindi frá þessu. Móðir stúlkunnar segir starfsmenn garðsins ekki hafa veitt nauðsyn- lega aðstoð eftir slysið. Hún hyggst kæra málið til lögreglunnar. Vinnu- eftirlitið skoðaði tækið hálftíma eftir að slysið átti sér stað en gerði engar frekari athugasemdir við tækið en að setja ætti plasttappa yfir skrúf- una sem stúlkan flæktist í. Móðirin osaði dóttur sína sjálf úr tækinu en fjórðungur hárs stúlkunnar varð eftir með rótum. Mörgum spurning- um ósvarað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði enn mörgum spurningum ósvarað varðandi upplýsingagjöf Gylfa með tilliti til gengistryggðra íslenskra lána á Alþingi. Hann vill fá útskýringar á því afhverju ekki var tekið meira tillit til óvissunar sem var uppi við stofnun nýju bankanna. „Þegar ríkið lagði bönkunum til hundruð milljarða í eigið fé þá hefðu menn átt að gera ráðstafanir þannig að ekki væri verið að setja ríkispen- inga í að kaupa lán sem gætu reynst ólögmæt,“ sagði Sigmundur í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi. LjúFLIngur FannST LáTInn í rúMI Sínu „Ávallt virkilega ljúfur,“ segir vinur 37 ára karlmanns sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir mannráp en verst allra frétta af rannsókn málsins. Ljóst þykir að maðurinn hafi látist af völdum stungusára en samkvæmt heimildum DV kom kærasta hans að honum látnum. „Hann var með þægilega framkomu, orðfár en ávallt virkilega ljúfur,“ seg- ir vinur hins tæplega fertuga karl- manns sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði á sunnudag. Að- spurður segist vinurinn, sem eðli málsins samkvæmt vill ekki láta nafns síns getið, ekki hafa hugmynd um hver gæti hafa ráðið vini hans bana. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur staðfest að um manndráp sé að ræða en að öðru leyti virðist rannsóknardeildin ekki hafa frekari hugmyndir en vinur hins látna um hver morðinginn er. Rannsóknin er því á frumstigi og enn sem komið er er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Látinn í rúminu Samkvæmt heimildum DV fannst maðurinn, 37 ára að aldri, látinn í rúmi sínu um hádegisbil með greini- leg stungusár sem leiddu til dauða hans. Talið er að hann hafi verið stunginn aðfaranótt sunnudags og heimildir DV herma að það hafi ver- ið kærasta hins látna sem kom að honum látnum í rúmi sínu. Hinn látni hefur búið í stóru einbýlishúsi í Hafnarfirði, þar sem hann fannst látinn um hádegisbil, undanfarinn áratug en undanfarin tvö ár hefur kærasta hans búið þar einnig. Eftir því sem DV kemst næst er lögregl- an ráðalaus og hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan hefur varist allra frétta af atvikinu og hefur ekki viljað gefa upp að hverju rannsókn- in beinist og þá hvort morðinginn sé hættulegur. Tæknideild lögreglunnar rann- sakaði vettvanginn á sunnudag og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, stýrir rannsókninni. „Manndráp var framið, og rannsókn stendur nú yfir. Að öðru leyti getum við ekkert sagt um málið,“ segir Frið- rik. Algjört áfall Enginn í nágrenni við þann látna virðist heldur hafa nokkra hugmynd um hvað átti sér stað á sunnudag- inn og urðu þeir nágrannar sem DV ræddi við ekki varir við nein- ar mannaferðir eða læti við heimili hins látna. „Við höfum ekki nokkra hugmynd um hvað gerðist. Við urð- um ekki vör við neitt og höfum ekki orðið vör við óeðlilegar mannaferð- ir. Þetta er auðvitað mikill harmleik- ur og okkur nágrönnunum er mjög brugðið. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að málið verði upplýst,“ seg- ir Gunnar Karl Guðmundsson, ná- granni hins látna. Hinn látni starfaði við hlið föður síns undanfarin misseri og rak með honum arðbær fyrirtæki hér á landi. Viðmælendur DV segja hann hafa verið ljúfmenni sem hafi haft gott viðskiptavit. „Ættingjarnir eru í al- gjöru áfalli. Þetta var voðalega indæll og góður maður. Alltaf þegar ég hitti hann þá var hann virkilega ljúfur og almennilegur,“ segir einn af við- mælendum DV sem tengist honum böndum. Þetta var voða-lega indæll og góður maður. Alltaf þegar ég hitti hann þá var hann virkilega ljúfur og almennilegur Á vettvangi Tækni- deild lögreglunnar rannsakaði vettvang fram eftir degi á sunnudag. Lögregla verst allra frétta af gangi rannsóknarinnar. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi verst ásökunum framkvæmdastjóra: Helmingur í veikindaleyfi Helmingur af framkvæmdastjórum Seltjarnarnesbæjar er kominn í leyfi frá störfum. Að minnsta kosti í öðru tilvikinu er ástæðan erfið samskipti við Ásgerði Halldórsdóttur bæjar- stjóra en samkvæmt heimildum DV á það einnig við í hinu tilvikinu. Reyn- ist það rétt eru tveir framkvæmda- stjórar bæjarins ósáttir við fram- komu bæjarstjórans í þeirra garð. Um er að ræða helming af fram- kvæmdastjórunum sem þar starfa ef marka má vefsvæði bæjarins. Líkt og DV hefur áður greint frá er Ólafur Melsted, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs bæjarins, í veikindaleyfi og hefur verið í leyfi frá því í janúar. Hann undirbýr máls- höfðun gegn bænum vegna eineltis í sinn garð og hefur ekki aðeins leit- að til dómstóla heldur einnig til bæði Persónuverndar og Vinnueftirlitsins. Gunnar Lúðvíksson, verkefna- stjóri á fjárhags- og stjórnsýslusviði Seltjarnarness og starfsmanna- stjóri bæjarins, staðfestir að tveir framkvæmdastjórar bæjarins séu nú komnir í leyfi. Aðspurður hvort ástæðan í síðara tilvikinu sé erfið samskipti framkvæmdastjórans við bæjarstjóra segist hann ekki geta staðfest slíkt. „Ég hef ekki heyrt það frá honum,“ segir Gunnar. Ásgerður bæjarstjóri staðfest- ir sömuleiðis að tveir framkvæmda- stjórar séu í veikindaleyfum en úti- lokar um leið að bæði tilvikin séu tilkomin vegna erfiðra samskipta við sig. „Ég get staðfest að annar framkvæmdastjórinn hefur nú farið í veikindaleyfi en að öðru leyti ræði ég það ekki. Ég kannast ekki við að viðkomandi hafi kvartað yfir sam- skiptum okkar en ég hef átt mjög góð samskipti við þann framkvæmda- stjóra. Ég hafna því að hann sé í leyfi vegna ósamkomulags okkar á milli, mér er ekki kunnugt um það,“ segir Ásgerður. „Það er orðið augljóst að Ólaf- ur kvartar yfir okkar samskiptum og hefur nú lagt inn matsbeiðni þar sem dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að fara yfir málið. Ég fagna því að þetta sé komið í þetta ferli og komið upp á yfirborðið. Ég fagna þessu bara og óttast ekkert niðurstöðuna í þeim efnum.“ trausti@dv.is Tveir í leyfi Tveir framkvæmdastjóra Seltjarnarnesbæjar er í leyfi og að minnsta kosti annar þeirra kvartar undan samskiptum við bæjarstjórann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.