Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 16. ágúst 2010 mánudagur Gröfumanninum Jóni Hauki Ólafssyni brá heldur betur í brún fyrir helgi er hann fann lítinn kettling undir vélarhlíf bifreiðar sinnar. Hafði kötturinn leitað skjóls í rigningu og endaði í heillöngum bíltúr sem lauk inni í Reykjanesbæ. Jón Haukur segir kettling- in litla hafa verið lafhræddan og auglýsir eftir eigendum hans. Jón Haukur Ólafsson gröfumað- ur rúntaði um fyrir helgi með lítinn kettl ing undir vélarhlíf bifreiðar sinn- ar. Hann ók um það bil 60 kílómetra áður en hann uppgötvaði að kisan var með í för. Á föstudaginn lagði Jón Haukur snemma af stað til vinnu en þá var hellirigning úti. Ók hann frá heimili sínu í Breiðholtinu sem leið liggur til Sandgerðis til að sækja vinnufélaga sinn. Þegar þangað var komið héldu þeir félagar til Keflavíkur og þegar Jón Haukur stöðvaði bílinn heyrði hann einhver hljóð undan vélarhlífinni. Hann var ansi hissa þegar hann opn- aði húddið því þar kom lafhræddur lítill kettlingur í ljós. Ekki slasaður „Já, hann var agalega hræddur greyið, skalf mikið úr hræðslu og mjálmaði hátt og ámátlega. Ég varð alveg gátt- aður þegar ég opnaði húddið suður í Keflavík og það á við um vinnufélag- ana líka. Mér dauðbrá alveg hreint,“ segir Jón Haukur. Aðspurður segir Jón Haukur úti- lokað að kettlingurinn hafi kom- ist undir húddið einhvern tímann á leiðinni. Hann segir kisuna óðum að jafna sig eftir rúntinn. „Hann hefur örugglega ekki komið upp í á leiðinni því ég stoppaði hvergi og því hefur hann fengið ansi langar rúnt úr Breið- holtinu. Það rigndi svo mikið þegar ég lagði af stað og kettlingurinn hefur laumað sér í skjól undir húddinu. Þar var hann ofan á ventlunum,“ segir Jón Haukur. Yfir 60 kílómetrar „Kettlingnum varð sem betur fer ekk- ert meint af þessu. Það er nú svolítið heitt þarna undir húddinu og því var ég í fyrstu hræddur um að kettlingur- inn væri slasaður. Það var sem betur fer ekki, hann var í fínu lagi og hann er núna heima hjá mér,“ segir Jón Hauk- ur. Ef vegalengdin sem gröfumaður- inn ók fyrir helgi er skoðuð má sjá að ökuferð kettlingsins undir húddinu var rúmir 60 kílómetrar. „Þegar ég kom á staðinn heyrði ég einhver hljóð sem ekki áttu að vera undir húddinu. Ég átti sannarlega ekki von á því að finna þarna kettling,“ segir Jón Haukur. Auglýsir eftir eiganda Gröfumaðurinn vonast til þess að eig- endur kettlingsins þekki hann á mynd og gefi sig fram. Ef ekki er hann alveg til í að halda honum. „Mig langar til að eigandinn gefi sig fram. Kettlingurinn er ómerktur og því veit ég ekkert um eigandann. Ég held að greyið sé ekki nema tveggja mánaða gamalt. Hann er voðalega fallegur, hvítur á bring- unni og dökkur á ofan með bröndum. Það hlýtur einhver að sakna hans en ég mun vissulega eiga hann ef eng- inn gefur sig fram. Þá færi ég í að kyn- greina hann og finna á hann fallegt nafn.“ trAusti HAfstEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Átt þú þessa kisu? JónHaukurauglýsir eftireigendum kettlingsinssemfékk farundirhúddinu. MyndSigtryggurAri Ók með kettling undi úd in Hlaupa í nafni Hrafnkels Facebook-hópur hefur ver- ið stofnaður þar sem hlaupar- ar í Reykjavíkurmaraþoninu eru hvattir til að hlaupa til styrktar fjölskyldu Hrafnkels Kristjáns- sonar, íþróttafréttamanns, sem lést í bílslysi í desember í fyrra. Á vef hópsins segir að tilgangurinn sé að leggja drög að stofnun sjóðs sem styður við bakið á börnum hans en Hrafnkell skildi eftir sig tvö börn. Segir einnig að þetta sé fyrsta skrefið í átt að stofnun íþrótta- og afrekssjóðs í nafni Hrafnkels sem gæti veitt stóra og smáa styrki til barna sem vilja stunda íþróttir. kr fótboltabullur Grímur Atlason var staddur á úr- slitaleik VISA-bikarsins í knatt- spyrnu karla um helgina. Í pistli á bloggsíðu sinni segir Grímur gæslu á vellinum hafa verið litla og lýsir nokkrum „heilalausum heimskingj- um“. Grímur segir að fullir aðdáend- ur KR-liðsins hafi kastað dósum og fullum vatnsflöskum inn á völlinn eftir að leiknum hafi verið lokið. Grímur leggur til að stuðnings- mannaklúbbur KR setjist niður með sínum félögum og fari yfir hvernig skal hegða sér á fótboltaleik. Ónákvæm spurning ragnheiðar Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að mál Gylfa Magn- ússonar er varðar gengistryggingu lána varpi skugga á góð störf hans sem efnahags- og viðskiptaráð- herra. Steingrímur segir einnig að spurning Ragnheiðar Ríkharðsdótt- ur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, hafi verið ónákvæm og því hafi svar Gylfa við spurningunni einnig verið ónákvæmt. „Vissulega var hugtaka- notkun þarna ekki alveg skýr, á báða bóga, hjá þeim sem spurði og svar- aði. Gylfi fær þarna á sig nýja spurn- ingu og fær tvær mínútur til að svara henni,“ sagði Steingrímur í kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins um helgina. Leit af ulrike Kimpfler stóð yfir frá því á mánudag: FannstlátiníHvalfjarðarsveit Ulrike Kimpfler fannst látin á sunnu- dag. Lík hennar fannst í svonefndu Belgsholtsnesi skammt frá Narfa- staðaósi í Hvalfjarðarsveit. Í tilkynn- ingu frá lögreglu segir að menn á báti frá björgunarsveitinni Brák hafi fundið líkið eftir að lögreglan hafði ákveðið að stækka leitar svæðið síð- degis í gær. Staðurinn er um tíu kíló- metra suðvestur frá Borgarnesi. Ekkert hafði spurst til Ulrike síð- an á mánudaginn í síðustu viku. Hún var búsett ásamt sambýlismanni sínum við Böðvarsgötu í Borgarnesi. Hún fór þaðan á mánudagskvöldið án þess að láta sambýlis mann sinn vita og skyldi eftir bæði farsímann sinn og bílinn. Ulrike bjó í Borgar- nesi í fjögur ár en hún var þýsk að uppruna. Leit að henni hófst á miðviku- daginn en á fimmtudag var send út tilkynning til fjölmiðla þar sem lýst var eftir henni. Í tilkynningunni var fólk í Borgarnesi beðið sérstaklega um að huga að kjöllurum, geymsl- um og bakgörðum lóða sinn. Hundrað og fimmtíu björgunar- sveitarmenn frá þrettán björgun- arsveitum leituðu að Ulrike. Ásamt björgunarsveitarmönnum var þyrla notuð við leitina sem flaug yfir fjör- ur á svæðinu þar sem leitin stóð yfir. Lögreglan vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitarmanna og annarra sem að leitinni komu. ulrike hvarf á mánudaginn. Leitað hennihófstámiðvikudaginnoglýst vareftirhennidaginneftir. Flugi aflýst vegna verkfalls Ferðum Flugfélags Íslands frá Reykjavíkurflugvelli til Húsavík- urflugvallar á föstudag var aflýst vegna verkfallsaðgerða slökkvi- liðsmanna. „Við hörmum þessar aðgerðir slökkviliðsmanna og þykir miður fyrir hönd okkar farþega þau óþægindi sem þeim fylgja,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands. Slökkviliðs- menn tóku sér stöðu við útgang flug- stöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli á föstudag og meinuðu fólki að fara út í vél. Um sextíu manns áttu bókað flug norður á land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.