Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 22
22 ÚTTEKT 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR 12 LEIÐIR TIL AÐ TAKAST Á VIÐ HEGÐUN BARNA Eina stundina ertu að biðja barnið um að drífa sig inn í bílinn en hina að elta það um lóðina. Smábörn lifa samkvæmt eigin tímatöflu og eru sífellt að læra á takmörk sín og getu. Erfiðara er að eiga við suma hegðun en aðra en á netmiðlinum babyzone.com er leitað til helstu sérfræðinga Bandaríkjanna eftir ráðum. 1HangsAllir foreldrar ungra barna þekkja gremjuna sem fylgir því þegar börnin hanga og drolla þegar við erum í tímaþröng. Þau þurfa að skoða alla steina, köngulóavefi og annað sem verður á vegi þeirra. Smábörn slóra ekki til að pirra þig heldur er það forvitni þeirra sem tekur völdin. Börn yngri en þriggja, fjögurra ára hafa ekki skilning á tíma og eru að byggja upp sjálfstæði sitt með því að fylgja eigin hugðarefnum frekar en þínum. Hvað er til ráða? Þegar þú hefur tíma skaltu prófa að hangsa með barninu. Spurðu það um það sem það sýnir áhuga sem er frábær leið til að auka málþroska þess. Þú getur lært ýmislegt um barnið á þessum skoðunar- ferðum og það sem meira er þá líður barninu eins og þú kunnir að meta og virða þann einstakling sem það er að þroskast í sem getur komið í veg fyrir frekjuköst og þreytandi valdabaráttu. Við getum því miður ekki alltaf hreyft okkur á hraða barnsins. Hvettu það til að koma sér úr sporum með því að gera leik að ferðinni í bílinn: „hoppaðu á næstu gangstéttarhellu“ eða „hlauptu að næsta tré“. Til að auka ekki álag á ykkur bæði er best að gera ráð fyrir smá drolli í dagskrána. Ef ekkert gengur við að koma barninu áfram hugsaðu þá um þetta sem áminningu um að stoppa sjálf og njóta náttúrunnar. „Að hlaupa í burtu er ákveðin myndlíking,“ segir Tovah P. Klein Ph.D. hjá Barnard College Center for Toddler Development. „Smábarnið hefur verið fast við foreldrana en um leið og það getur staðið upp og gengið fer barnið að slíta sig í burtu. Og það hratt,“ segir Klein. Mundu: Klein vill að foreldrar gefi smábörnum tíma fyrir hangs innandyra en geri skýrar reglur úti við. „Að bíða eftir að barnið klæði sig í skóna getur verið tímafrekt en það er örugg athöfn sem barnið þarf á að halda til að þroskast og dafna auk þess sem barnið fær útrás fyrir þörfina til að stjórna. Úti við eiga aðrar reglur við. Láttu barnið vita að þú leiðir það alltaf þegar bílar eru nálægt og að það verði að vera í sjónmáli í verslunarmiðstöðinni.“ 2Baráttan við baðið:Barnið er alltaf svo kátt eftir baðferðina en af hverju getur verið svona erfitt að koma því ofan í baðið? Ráð: „Eitt af meginverkefnum smábarna er að þróa með sér sjálfstæði,“ segir Gretchen Kinnell hjá Child Care Solutions í New York. „Hluti af af þessari þróun er að stjórna eigin líkama og því hvenær hann er þrifinn,“ segir Kinnell og bætir við að smábarn sem hafi einu sinni fengið baði sínu frestað með frekjukasti muni reyna það aftur. Og aftur. „Talaðu við barnalækni um það hversu oft þú þarft að baða barnið. Fæst börn þurfa á daglegu baði að halda. Ef baðið er hluti af kvöldvenjum ykkar eru mótmælin kannski frekar tengd svefninum,“ segir Kinnell sem mælir með því að foreldrar bjóði barninu upp á val. „Bjóddu barninu að fara í bað eða sturtu eða spurðu hvort það vilji baða sig eitt eða með systkini sínu. Gefðu því verkefni, eins og að þvo tærnar sjálft eða fylgjast með vatninu renna í baðkarið.“ Mundu: „Foreldrar ættu að hafa í huga að sum börn eru hreinlega hrædd við vatn,“ segir Kinnell og bætir við: „Ef barninu þínu er virkilega illa við baðið reyndu þá að hafa baðferðina eins snögga og möguleiki er á.“ 3SvefntímiÞú ert þreytt og barnið er það líka. Af hverju þarfnast þessi einfalda athöfn svona mikillar æfingar? Ef þú átt í erfiðleikum með að koma smábarninu niður á kvöldin ertu ekki ein/n. Það er kannski ekkert skrítið að barnið vilji ekki fara að sofa á kvöldin þegar allt stuðið er frammi í stofu. Fimmtán mínútna frekjukast lengir veruna frammi og eykur möguleika á annarri sögu. Ráð: Besta ráðið er að koma upp rútínu. „Komdu upp nokkrum einföldum atriðum sem þið gerið alltaf fyrir svefninn, eins og tannbursta, fara í náttfötin, lesa eina bók, súpa vatn, breiða sængina yfir og slökkva ljósin,“ segir Kinnell sem segir þessi fyrirsjáanlegu atriði mikilvæg fyrir barnið. „Því meira sem barnið trúir að svefntíminn sé óhagganlegur því minna reynir það að raska honum. Ef barnið reynir það segðu þá að þú vitir að það vilji vaka lengur en það sé kominn háttatími. Gerðu barninu grein fyrir að lífið haldi áfram á morgun með því að minna það á hvað morgudagurinn ber í skauti sér,“ segir Kinnell. Mundu: „Leggðu barnið út af, kysstu það góða nótt og yfir- gefðu herbergið. Minntu þig á að barnið er öruggt og þarf ekki á öðru vatnsglasi eða annari sögu að halda. Sýndu ákveðni en um leið ástúð og ef barnið grætur skaltu láta það vita að þú sért þarna þótt það sjái þig ekki,“ segir Kinnell sem mælir með að foreldrar barna sem gefa sig ekki fari aftur inn í herbergið, leggi barnið niður og fari út aftur. „Barnið mun öskra, en ekki láta undan.“ 4Börn sem bítaÞað skelfilegt að verða vitni að því að barnið þitt bíti annað barn en slíkt er afar algengt hjá börnum eins til þriggja ára. „Smábörn bíta yfirleitt þegar þeim finnst þau valdalaus. Þau reiðast auðveldlega því þau vita hvað þau vilja en fá það ekki alltaf,“ segir Gretchen Kinnell hjá Child Care Solutions og höfundur bókarinnar No Biting: Policy and Practice for Toddler Programs. „Jafnvel börn sem bíta oft skilja ekki að það er sárt að vera bitinn. Fyrir þau virkar bitið eins og öryggishnappur sem hjálpar þeim í erfiðum aðstæðum. Eftir því sem þau eldast, og sjá bitför á dótinu sínu, gera þau sér betur grein fyrir alvarleika málsins.“ Ráð: „Í hvert skipti sem barn bítur þarf það að heyra van- þóknun þína án þess að skammirnir séu ógnandi eða vekji ótta,“ segir Kinnell. „Talaðu rólega og lágt til barnsins. Stundum hjálpar að setja tvo fingur á varir barnsins til að koma því í skilning um að þú ert að tala um tennur þess. Barnið sem beit gæti hræðst viðbrögð barnsins sem var bitið. Huggaðu bæði börnin. Ef þitt barn var bitið skaltu útskýra fyrir því að vinur þess hafi verið æstur en hafi ekki ætlað að meiða og að það sé ekki í lagi að bíta.“ Mundu: „Ekki bíta barnið til baka eða maka munn þess upp úr sítrónusafa eða öðru ógeðfelldu. Smábarn skilur ekki rökin fyrir slíkri refsingu,“ segir Kinnell. 5ÓþolinmæðiSmábörn hafa engan skilning á tíma. Fyrir þeim er hver sekúnda í bið löng og kvalarfull. „Börn hafa ekki reynsluna til að skilja að hlutir gerast á meðan við bíðum,“ segir Betsy Brown Braun, barnasálfræðingur og höfundur bókarinnar Just Tell Me What to Say. „Þegar barnið var nýfætt stökkstu af stað við minnsta kvabb en nú þarf það allt í einu að bíða – og það þarfnast æfingar.“ Ráð: Sum börn eru óþolinmóðari en önnur og þurfa virkilega að læra smám saman. Braun mælir með að foreldrar kenni börnum að bíða með því að breyta bið í leik í daglegri rútínu. Segðu: „Ég kem með safann eftir eina mínútu,“ og bíddu svo í smá stund áður en þú ferð með safann handa barninu og hrósaðu því fyrir þolinmæðina. Mundu: „Börn sem fá allt sem þau biðja um verða ósjálfrátt óþolinmóð. Settu fáar, einfaldar reglur og stattu við þær,“ segir Braun og bætir við að foreldrar verði að gera raunhæfar kröfur þegar kemur að þolinmæði barna. „Foreldri getur ekki ætlast til þess að barn sitji kyrrt lengur en í fimm til í tíu mínútur án truflunar.“ 6Lemja, slá og sparka„Þegar þú sérð barnið þitt meiða annað barn langar þig líklega mest að öskra. Haltu ró þinni því barnið þitt er eins svampur og apar allt eftir þér. Flest börn lemja, slá eða sparka í fyrsta skiptið á leikskólanum enda smitandi athöfn fyrir svo lítil börn,“ segir barnalæknirinn Tanya Remer Altmann og höfundur Mommy Calls. Ráð: „Gerðu barninu grein fyrir að því að högg og spörk verði ekki liðin og fjarlægðu barnið,“ segir Altmann. „Ef þú gerir þetta nokkrum sinnum fer barnið að skilja að það fær ekki að leika meira þegar það meiðir. Kenndu því að segja: „núna ég“ og „ég er að nota þetta,“ segir hún þegar málið snýst um að vinsælt dót. „Sýndu barninu hvernig á að bera sig að.“ Mundu: Smábörn taka eftir öllu sem þú gerir svo vertu vakandi gagnvart eigin ofbeldislegri hegðun. Saklaus slagur í gamni við makann gæti þróast upp í næstu slagsmál í leikskólanum. 7MatartímiÞú reynir þitt besta til að gefa barninu uppá-haldið sitt en samt virðist hver matmálstími enda með pirringi. „Smábörn gera sér smám saman grein fyrir að þau hafa val,“ segir barnalæknirinn Tovah P. Klein og bætir við: „Þessi þörf fyrir að stjórna hvetur þau til að ákveða einn daginn að þau vilji ekki sjá gulrótarmauk. Þau eru við stjórn. Þótt það geti verið erfitt að lifa eins og veisluþjónusta fyrir tveggja ára þá er þetta sjálfstæði þeirra yndislegt.“ Ráð: Talaðu um að þú sért að útbúa eitthvað alveg sér- stakt eða hrósaðu eldra systkini fyrir að klára matinn sinn. Barnið vill þóknast þér. Klein vill að foreldrar gefi börnum sínum smá frið og pakki tilfinningun- um niður í matartímanum. „Settu nokkrar – þrjár, fjórar tegundir á diskinn (ekki láta þær snertast) og segðu: Gerðu svo vel. Þegar barnið segist vera búið að borða þá er það búið að borða. Færðu þá barnið í burtu frá borðinu og ekki gefa því meira fyrr en næsti matmálstími byrjar. Þannig lærir barnið að borða á réttum tíma. Ekki grátbiðja um einn bita í viðbót eða lokka það með súkkulaði í eftirmat. Þú vilt að barnið öðlist getu til að ákveðna sjálft hvað og hversu mikið það vill borða,“ segir Klein. Mundu: „Gerðu matmálstímana að skemmtilegum fjöl- skyldutíma,“ segir Klein. „Ekki tala um matinn, talaðu um daginn og veginn og það sem fjölskyldan hefur verið að bralla.“ 8Annað foreldri í uppáhaldiMilli 18 og 24 mánaða taka sum börn upp á því að taka annað foreldrið fram yfir hitt. Auðvitað getur höfnunin verið erfið en um eðlilega þróun er að ræða. „Smábörn þróa með sér sjálfsmynd sína með því að horfa á og herma eftir fólkinu í kringum sig en geta aðeins einblínt á eitt andlit í einu,“ segir dr. T. Berry Brazelton og segir það útskýra að hluta af hverju sum börn virðist taka annað foreldri fram yfir hitt. Ráð: Tovah P. Klein telur að stundum sé um uppáhald að ræða en að stundum snúist þetta um völd. „Vertu þolinmóð/ur, oftast breytist þetta á nokkrum mánuðum,“ segir Klein sem mælir með að foreldrar standi saman sem eitt lið í svona aðstæðum. „Segðu að það sé í lagi að pabbi klæði það í náttfötin en að þér þykir samt vænt um það. Þannig gefurðu þig ekki á þeirra vald en gefur þeim samt smá stjórn.“ Mundu: Það er alltaf mikilvægt að bæði mamma og pabbi eigi eitthvað sérstakt með barninu. Farðu til dæmis alltaf út með barninu að tína maðka eftir rigningu. Þannig geturðu treyst á og huggað þig við þær stundir næst þegar barnið velur hitt foreldrið fram yfir þig. 9Nei!Smábörn læra smám saman að tala en uppáhaldsorð flestra þeirra er „nei“. Það er ekki margt sem smábörn fá að stjórna í eigin lífi. Þú velur fötin, þú lætur það vita hvenær það er tími til að þvo hendur og þú ákveður hvað er í matinn. „Þetta einfalda orð er ótrúlega kraftmikið,“ segir Betsy Brown Braun höfundur Just Tell Me What to Say. „Að segja „nei“ fær hlutina til að gerast – eða ekki. Þetta litla orð fær barnið til að finnast það stórt og valdamikið,“ segir Braun sem segir ekkert skrítið að barnið noti þetta orð í tíma og ótíma þar sem foreldrar ofnoti það. Ráð: Braun segir skipta meira máli hvenær barnið noti orðið heldur hvort það noti það. „Ef þú býður barninu safa og það neitar þá segirðu: „takk fyrir að láta mig vita,“ en ef þú ert að segja barninu að það sé kominn háttatími og það neitar þá segirðu: „því miður, það er komið kvöld.“ Ekki spyrja barnið hvort það sé tilbúið í háttinn því þá færðu svar sem þú vilt ekki heyra,“ segir Braun. Mundu: Ef barnið er að hoppa í sófanum reyndu þá að sleppa orðunum „nei“ og „ekki“. Segðu: „Þig langar greinilega að hoppa. Þú mátt hoppa á gólfinu en ekki á sófanum. 10Hróp og vælÞú lærir fljótt inn á öskur smábarnsins líkt og þú lærir inn á grátur þess þegar það var ungbarn. „Flest börn hafa hátt í kringum 12- 24 mánaða aldurinn og eru enn að læra að mynda orð,“ segir barnalæknirinn Tanya Remer Altmann, höfundur bókarinnar Mommy Calls og bætir við að barnsöskur tjái tilfinngar þess og vekji athygli mömmu og leikfélaganna. „Börn sem geta ekki kvartað með orðum gera það með öskrum til að fá það sem þau vilja.“ Ráð: „Örvaðu málþroskann. Barn velur öskrið fram yfir talið því það er áhrifaríkara. Segðu: „ég heyri ekki í þér, segðu mömmu hvað þú vilt,“ segir Altmann og bætir við að fyrir ótalandi börn sé hægt að rétta barninu höndin og segja: „sýndu mömmu hvað þú vilt.“ Mundu: „Passaðu upp á eigin raddstyrk. Börnin herma eftir þér. Ekki rífast við makann fyrir framan börnin,“ segir Altmann. 11 FrekjuköstEina stundina er smábarnið rólegt en hina öskrandi og berjandi í gólfið. Lærðu að taka ekki frekjuköstin persónulega. Frekjuköst fylgja smábörnum og hefjast vanalega í kringum 12 mánaða aldur. Eftir því sem barnið þróar með sér hugsanir, skynjanir og langanir upplifir það oft sterkari tillfinningar en það ræður við – sem sagt frekjuköst. Dr. Gretchen Kinnell segir frekjuköst tvenns konar. Þau sem kvikna vegna pirrings og innri baráttu – þegar barninu finnst allt á móti sér. Og hins vegar þau sem barnið notar til að fá það sem það vill. „Þau eiga sér oftast stað í stórmörkuðum. Ef þú gefur eftir muntu upplifa þau aftur og aftur,“ segir Kinnell. Ráð: „Þegar smábarn tekur frekjukast vegna pirrings verðum við að skilja að við getum ekki komið í veg fyrir það. Eina sem við getum er að passa upp á öryggi barnsins,“ segir Kinnell. „Láttu barnið vita að þú myndir hjálpa ef þú gætir. Gefðu barninu frið til að jafna sig. Þegar það hefur róast skaltu faðma það,“ segir Kinnell sem segir hins vegar aðeins eina reglu þegar kemur að frekjuköstum sem börn taka til að fá það sem þau vilja. „Ekki gefa eftir! Það á eftir að reyna á og sér í lagi þegar aðrir viðskiptavinir stórmarkaðarins glápa á ykkur ásakandi augnaráði.“ Mundu: Jafnvel svakalegustu frekjuköst þýða ekki að barnið þitt sé slæmt. Það er einfaldlega að læra hvernig það getur samið við þig um að fá það sem það vill. 12 Að henda hlutumHvort sem það er glas, hár-burstinn þinn eða matardiskur hundsins – allt sem smábarnið nær höndum í fer á gólfið. „Börn henda hlutum því þau stjórnast af augnablikshvöt,“ segir Tovah P. Klein og bætir við að heilar smábarna séu ekki nógu þroskaðir til að þau geti stoppað sig af. „Um þriggja ára aldur hafa þau meiri sjálfstjórn en þangað til flýgur allt á gólfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.