Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 3
maðurinn sem vill kaupa sjóvá Heiðar Már Guðjónsson er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og með próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann er tengdasonur Björns Bjarna- sonar, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, kvæntur Sigríði Sól. Hann býr nú í Sviss og starfar fyrir þarlendan vogunarsjóð. Hann fer nú fyrir hópi fjárfesta sem vilja kaupa Sjóvá af rík- inu, Glitni og Íslandsbanka. Heiðar hóf störf á fjármálamark- aði árið 1996 fyrst hjá Fjárvangi sem verðbréfamiðlari. Ári síðar varð hann millistjórnandi hjá Íslands- banka. Hann var einn af stofnend- um Kaupþings í New York árið 2000 ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni og fleirum. Þar tók hann að sér að stýra GIR- vogunarsjóðnum á snærum Kaupþings. Sjóðurinn, sem stund- um var nefndur Gír-sjóðurinn meðal manna í fjármálalífinu, var skrásettur á Cayman eyju í Karíbahafinu. Hann fékkst meðal annars við að kaupa ís- lensk skuldabréf og koma þeim í verð í Bandaríkjunum. GIR-sjóðurinn komst í fréttirnar eftir hrun í tengsl- um við upplýsingar sem Ari Matt- híasson hagfræðingur lagði fram hjá skattayfirvöldum um einkennilega kynningu á starfsemi sjóðsins á Hótel Holti fyrir um áratug. Gert var ráð fyr- ir að sjóðurinn færi aldrei niður fyrir 2 milljarða króna. Lofað var 40 til 50 prósenta árlegri ávöxtun og að hann yrði greiddur út tvisvar ári. Ari sat þennan kynningarfund ásamt þekkt- um og ríkum íslenskum fjárfestum. Hann segist hafa undrast það mest að forsvarsmenn sjóðsins hafi fullyrt að fjárfestar gætu fengið arð sinn greidd- an inn á reikninga hvar sem er í heim- inum. Hann lét skattayfirvöld vita um þessar yfirlýsingar eftir bankahrunið þegar umræða hófst um undanskot íslenskra útrásarvíkinga og háar upp- hæðir í skattaskjólum. Spilað gegn krónunni Ari greindi frá reynslu sinni í Silfri Egils og eftir það grennsluðust fjöl- miðlar nánar fyrir um málið. Bryn- dís Kristjánsdóttir skattrannsókn- arstjóri staðfesti í gær að embættið hefði ákveðið að bregðast við frásögn Ara af fundinum þar sem málið virt- ist vera svo alvarlegt að það kallaði á skoðun. „Það er alvarlegur hlutur ef verið er að markaðssetja einhverja afurð í þeim tilgangi að menn komi sér beint undan skattgreiðslum. Það verður að skoða það,“ sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í samtali við vefmiðilinn mbl.is 30. janúar 2009. „Það stingur dálítið í augu að líf- eyrissjóðir séu að skipta við svona sjóð,“ sagði Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra við DV þann 22. maí í fyrra. Samkvæmt ársreikningum Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Líf- eyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, Líf- eyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Lífeyr- issjóðs bænda og Lífeyrissjóðs Norð- urlands (Stapi) fjárfestu þeir í GIR sjóðnum á Caymaneyju. Samkvæmt heimildum DV tók GIR-sjóðurinn stöðu gegn krónunni í upphafi starfstíma síns upp úr árinu 2000. Gengi krónunar tók að veikjast einkum á árinu 2001. Í ársbyrjun var gengisvísitalan 121; Bandaríkja- dalur kostaði 85 krónur og evran um 80 krónur. Í nóvember sama ár var gengisvísitalan komin í 150. Dalurinn kostaði þá landsmenn 109 krónur og evran 96 krónur. Fall krónunnar var um eða yfir 20 prósent. Handgenginn Björgólfi Thor Heiðar Már Guðjónsson fór frá GIR sjóði Kaupþings til starfa fyrir Ís- landsbanka en gekk loks til liðs við Björgólf Thor Björgólfsson árið 2005 og hóf störf hjá Novator, félagi Björ- gólfs Thors í London árið 2005. Hann varð aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Straumi-Burðarási árið 2006 og var einnig varamaður í stjórn fjárfest- ingabankans. Heimildir eru fyrir því að Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans á þessum tíma hafi viljað ráða Heiðar til verka þegar árið 2004 en ekkert varð af því. Heiðar hef- ur undanfarin ár verið í innsta hring með Björgólfi Thor. Í úttekt Sigurð- ar Más Jónssonar blaðamanns Við- skiptablaðsins skömmu fyrir banka- hrun var Heiðar Már talinn upp sem nánasti samstarfsmaður Björgólfs Thors ásamt Orra Haukssyni, fyrrver- andi aðstoðarmanni Davíðs Odds- sonar í forsætisráðuneytinu, en Orri hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Aðrir í innsta hring Björg ólfs Thors eru Tómas Ottó Hansen, Birgir Már Ragnarsson og Sigurður Ólafsson. Heimildarmaður DV fullyrðir að Heiðar Már hafi átt þátt í því að taka stöðu gegn krónunni snemma árs 2006 þegar íslenska fjármálakerf- ið gekk í gegn um þrengingar sem stundum eru kallaðar litla kreppan. Snemma þetta ár kom meðal annars út fræg skýrsla hagfræðinganna Lars Christensen og Carsten Valgreen hjá Danske Bank um kreppu íslenska fjármálakerfisins og vísast að mörg- um bankamanninum hafi ekki litist á blikuna. Á þessum tíma var Heiðar Már hjá Novator í London. Illa gekk að verja krónuna falli sem var mjög hátt skráð í byrjun ársins. Þá var gengisvísitalan 105 og hægt að kaupa dalinn á 63 krónur og evruna á 75 krónur. Í lok apríl var gengisvísital- an komin upp í 130 og kostaði dalur þá 75 krónur en evra 93 krónur. Geng- ið hafði fallið um meira en 20 prósent. Tengdafaðirinn Björn Bjarnason hefur á vefsíðu sinni bjorn.is tekið upp hanskann fyrir Heiðar Má tengdason sinn. Aðeins nokkrum dögum eftir bankahrun- ið misbauð Birni skrif DV þess efnis að Björn hefi aldrei sagt styggðaryrði um fyrirtæki Björgólfs Thors og föður hans Björgólfs Guðmundssonar þeg- ar rætt væri um spillingu auðmanna. Björn svaraði þessu með eftirfarandi hætti á vefsíðu sinni, en hann var þá dómsmálaráðherra: „Mér sýnist DV einkum haldið úti núna til að ráðast á þá, sem hafa lengst allra verið á milli tannanna á mál- svörum Baugsveldisins. Ég hef síð- ur en svo farið varhluta af þeim árás- um og taka þær á sig ýmsar myndir og gætu örugglega orðið kennsluefni í fjölmiðlafræði til að sýna fjölbreyti- leikann. – Nú síðustu daga hefur at- hygli verið beint að viðbúnaði lög- reglu og fluttur hefur verið uppspuni um hann. Þegar ekki verður haldið lengra á þeirri spunabraut virðist um helgina sleginn nýr tónn, sem byggist á óvild DV í garð Björg ólfsfeðganna og er ég talinn halda hlífiskildi yfir þeim vegna tengdasonar míns, sem starfar hjá Novator í London!“ Ritdómur um Hannes Hólmstein Heiðar Már hefur blandað sér í þjóð- málaumræðu og meðal annars fjall- að um einhliða upptöku evru eftir bankahrunið ásamt Ársæli Valfells sem nú fylgir Heiðari Má í samninga- viðræðum við Íslandsbanka um kaup á Sjóvá-Almennum. Nýlegustu skrif Heiðars Más er að finna í tímaritinu Þjóðmál, sem haldið er úti af hægri- mönnum. Björn Bjarnason, tengda- faðir Heiðars Más, skrifar reglulega í tímaritið, nú síðast um verkefni Sjálf- stæðisflokksins. Heiðar Már ritar aft- ur dóm um bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um áhrif skattahækk- ana á hagvöxt og lífskjör. Kveðst Heið- ar Már þekkja til skattkerfa í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Sviss þar sem hann búi nú um stundir. Hann hæl- ir bók prófessorsins, segir hana vel skrifaða og auðlesna. Í ritdóminum segir á einum stað: „Sá leiði misskiln- ingur að hagnaður eins sé tap ann- ars er almennur. Hann er rót flestra ranghugmynda um hagkerfið og leið- ir af sér ótrúlegustu vitleysur... Þetta veldur því að fólk sér þá sem eiga fjár- magn sem arðræningja og á sama hátt eru þeir fátæku fórnarlömb, en það myndi réttlæta mjög stighækk- andi fjármagnstekjuskatt með tekju- jöfnun sem markmið.“ mánudagur 16. ágúst 2010 fréttir 3 Heiðar Már Guðjónsson, fer fyrir þeim hópi fjárfesta sem lýst hefur áhuga á að kaupa tryggingafélgið Sjóvá af ríkinu og Íslansbanka. Heiðar Már var til skamms tíma handgenginn Björgólfi Thor Björgólfssyni og starfaði hjá Novator í London. Hann er tengdasonur Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta veldur því að fólk sér þá sem eiga fjármagn sem arðræningja og á sama hátt eru þeir fá- tæku fórnarlömb, en það myndi réttlæta mjög stighækkandi fjár- magnstekjuskatt... jóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Vogunarsjóðir HeiðarMárGuðjónsson hefurlangareynsluaf vogunarsjóðumogvinnur hjáeinumslíkumíSviss þarsemhannbýr. Tengdafaðirinn BjörnBjarnason, fyrrverandidómsmálaráðherra,er tengdafaðirHeiðarsMás. raun ákveðið að gera ríkið ábyrgt fyr- ir útgreiðslu bóta tryggingafélags í einkarekstri. Fleiri áhugasamir Askar Capital annaðist sölu á Sjóvá framan af og sýndu upphaflega fleiri áhuga á kaupum en Heiðar Már Guð- jónsson og fjárfestahópurinn, sem Íslandsbanki ræðir nú við. DV hefur meðal annars greint frá áhuga Guð- bjargar Matthíasdóttur á trygginga- félaginu. Þá hefur DV undir hönd- um gögn sem sýna að MÓS 2009 ehf. í eigu Ólafs Garðarssonar og Magn- úsar Jónatanssonar sýndi áhuga á að fara fyrir tilboði í Sjóvá. Fengu Ólafur og Magnús trúnaðargögn frá Askar Capital í hendur seint í janúar gagn- gert til þess að geta gert tilboð í Sjó- vá. Fram kemur í gögnunum að Askar skyldi fá 50 þúsund dollara í þóknun fyrir meðalgöngu sína og 1,5 prósenta söluþóknun af söluandvirði Sjóvár. Allt fé átti að reiða fram í dollurum. Samskiptin við Ólaf og Magnús ann- aðist Bjarki A. Brynjarsson fyrir hönd Askar Capital. Þess má geta að Ólafur Garðars- son situr í slitastjórn Kaupþings, en hann er einn af eigendum Lög- fræðistofu Reykjavíkur. Ólafur á margvíslegra hagsmuna að gæta í einkaviðskiptum og hefur með- al annars borið sig eftir fasteign- um á Seltjarnarnesi sem Arion banki hefur leyst til sín. Hann hef- ur einnig samið um framtíð Lind- bergs, eingarhaldsfélags í eigu hans og Magnúsar, við slitastjórn Spari- sjóðabankans. milljarðatap ríkisins á sjóvá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.