Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 18
SamviSkubit organiSta n Enn er óljóst hvaða lyktir mál Guð- rúnar Ebbu Ólafsdóttur fær þegar og ef það verður sótt undir teppi biskups. Stór leyndarmál liggja í þagnargildi inn- an kirkjunnar og er þess beðið að Karl Sigurbjörns- son taki á sig rögg og láti svipta af þeim hulunni. Einn af starfs- mönnum kirkjunnar, Birgir Ás Guð- mundsson, fyrrverandi organisti Bú- staðakirkju, hefur tjáði sig opinskátt í bréfi, sem DV.is birti fyrir helgi, til Biskupsstofu um framferði Ólafs heitins Skúlasonar biskups. Því bréfi var einnig haldið til hliðar af Karli og félögum sem eru í miklum vanda. EðlilEg ofurlaun n Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, telur það vera létt- vægt að Steinunn Guðbjartsdóttir og aðrir sem annast uppgjör gömlu bankanna séu með allt að sjö milljónum króna í mánaðarlaun. Þetta kom fram í þættinum Í bítið á Bylgjunni þar sem Ólafur sagð- ist ekki nenna að öfundast út í fólk með há laun. Sjálfur hefur hann undanfarin ár verið með hálfa aðra milljón í mán- aðarlaun. Fyrst var hann launaður fyrir að stýra 24 stundum, þá Mogg- anum og loks Fréttablaðinu. Allir eiga miðlarnir sameiginlegt að hafa tapað stórt. ríkir Stofukommar n Það kemur fæstum á óvart að of- urkapítalistinn Bjarni Benediktsson skuli samkvæmt skattskrá eiga 140 milljónir króna umfram skuldir. Þetta er aðeins brot af því sem áður var þegar Engeyjarættin var í blóma. Það eru heldur ekki tíðindi að Pétur Blöndal skuli vera bjargálna með eignir uppá 164 milljónir króna. Stóru fréttirnar liggja í því að Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir, þingmenn VG, séu stóreignafólk með eignir, hvort um sig, sem slaga í 200 milljónir króna. Sannkallaðir stofu- kommar þar á ferð. kúlukóngur í lúxuS n Kúlulánakóngurinn Ari Dan- íelsson hefur það heldur betur gott þessa dagana í Lúxemborg. Skila- nefnd Glitnis sendi út fréttatilkynn- ingu í vikunni um stofnun Reviva Capital sem DV sagði frá á dögunum. Fær Ari að vera einn eigenda fyrir- tækisins sem sér um að innheimta hvorki meira né minna en 250 millj- arða króna fyrir þrotabú Landsbank- ans og Glitnis. Ari fær sem eigandi visst hlutfall af hagnaði fyrirtækis- ins. Ekki slæmt hjá manni sem var á launum við koma Glitni í þrot. Nú fær hann enn betur borgað fyrir að innheimta kröfur þrotabúsins. Frelsum Gylfa Eftir margra daga umræður er nið-urstaðan að Gylfi Magnússon við-skiptaráðherra leyndi líklegu ólög-mæti gengisbundinna lána fyrir þjóðinni og Alþingi. En það er ekki endilega ástæðan fyrir því að hann þarf að hætta. Gylfi hefur varið sig með því að hann hafi ekki sagt beinlínis ósatt. Hann gaf tækni- lega rétt svar á Alþingi: „Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lög- mæt.“ Aðferð hans var að svara spurningu um erlend lán í íslenskri mynt með svari sem varðaði erlend lán í erlendri mynt. Þau síðar- nefndu eru lögleg. Gylfi beitir fyrir sig Geirsvörn. Geir Haar- de sagði yfirleitt ekki ósatt þegar hann leyndi yfirvofandi efnahagshörmungum fyrir þjóðinni. Hann svaraði einfaldlega öðru en spurt var um, svaraði út í hött eða þagði. Með þeim aðferðum náðu Geir, Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að framkalla stærstu blekkingu Íslandssögunnar. Við höf- um bitra reynslu af hvítum lygum ráðherra og getum ekki umborið þær. Þegar niðurstaða Hæstaréttar var að gengisbundnu lánin væru ólögleg virtist Gylfi sleginn fyrir hönd bankanna. Stjórn- völd virtust fullkomlega óviðbúin niður- stöðunni. Gylfi virtist beinlínis mótfall- inn henni, jafnvel þótt þetta væri ein mesta mögulega lausn sem almennir borgarar og fyrirtæki gætu fengið. Gylfi hefur sem ráðherra viðskipta og bankamála tekið stöðu með bönkunum. Og kannski var það hans hlutverk. Allir voru sammála um að það þyrfti að endur- lífga bankana til að halda efnahagslífinu gangandi. En nú er endurlífguninni lok- ið og tími til kominn að hemja þá áður en það verður aftur of seint. Næsta skref er að gera grundvallarbreytingu á réttarstöðu almennings gagnvart bönkum og fyrir- byggja að bankarnir gleypi samfélagið að nýju. Helsta svar Gylfa við harðri gagnrýni er að hann hafi verið beðinn um að verða ráðherra, en vilji það ekkert sérstaklega. „Ég hef margoft sagt að það sé mér ekki mikið kappsmál að vera ráðherra,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Morgunblaðið. Þetta endurtók hann í öðrum fjölmiðlum. Maður sem hefur ekki metnað til að vera í einni æðstu stöðu íslenska ríkisins á ekki að vera þar. Maður sem svarar gagn- rýni á störf sín með yfirlýsingu um tak- markaðan áhuga sinn um að sinna starf- inu getur ekki lengur notið trausts. Gylfi hefur skilað sinni vinnu við end- urreisn bankanna. Þökk sé honum fyrir hana. Hann var um margt til fyrirmyndar sem ráðherra; auðmjúkur í svörum og vel að sér um virkni efnahagslífsins. Hann var mikilvægt mótvægi gegn tæru hug- sjónafólki úr röðum Vinstri-grænna, og ráðherranum Jóni Bjarnasyni sem styður verðsamráð. En nú virðist enginn vilja að hann sé ráðherra áfram. Ekki einu sinni hann sjálfur. Það er stóra ástæðan fyr- ir nauðsynlegu brotthvarfi hans. Farvel Gylfi og takk fyrir allt. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. „nú virðist enginn vilja að hann sé ráðherra áfram.“ sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari 18 umræða 16. ágúst 2010 mánudagur „Óboðleg stjórnmál“ er heiti á grein sem Jóhann Hauksson skrifar í DV í síðustu viku. Yfir greininni er mynd af undirrituðum. Þar segir m.a.: „Gera má ráð fyrir því að stjórnarflokkarn- ir þrír, Samfylkingin, Steingríms- flokkurinn og Ögmundarflokkurinn, séu sammála um að náttúruauðlind- ir skuli vera í þjóðareign. En þar lýk- ur samstöðunni. Ágreiningur vaknar þegar kemur að útlendingum. Menn hafa staðið agndofa gagnvart einangr- unarhneigðum og þjóðernisofstopa Ögmundar Jónassonar í grein hans í Morgunblaðinu 6. ágúst síðastliðinn. Fæstir átta sig á því forstokkaða hatri sem hann reynir þar að rækta í garð útlendinga. Þeir eru álitnir þjófar og erindrekar samviskulausra kapítalista sem að mati Ögmundar eiga og reka AGS og Evrópusambandið.“ Beðið um sanngirni Ég veit eiginlega ekki hvernig á að bregðast við svona skrifum; hvort yf- irleitt eigi að taka mann sem svona skrifar alvarlega. Það gera þó hugs- anlega einhverjir lesendur DV. Sjálfur gerði ég það fyrr á tíð og sjálft Blaða- mannafélag Íslands hefur útnefnt Jó- hann sem fréttamann ársins. Það var þá. Núna sýnist mér Jóhann vera í einhverju allt öðru en fréttamennsku. Hann leyfir sér að ljúga upp á mig skoðunum; segir mig rækta hatur í garð útlendinga! Hann vísar sérstak- lega til blaðagreinar sem ég skrifaði í Morgunblaðið 6. ágúst sl. í þessu sam- bandi. Þeir sem áhuga hafa á að lesa þá grein geta fundið hana á heima- síðu minni: ogmundur.is. Þar og ann- ars staðar má finna ótal greinar sem ég hef skrifað um stefnur og strauma í alþjóðamálum, hvernig farið er vel með sumt fólk og annað ekki, hvern- ig fjármagnsöfl og stórveldi hafa leikið fátækt og varnarlaust fólk og ríki. Þetta varðar Jóhann Hauksson ekkert um. Hann bara fullyrðir og fordæmir. Ég treysti því að hver og einn dæmi fyrir sig á mælikvarða réttsýni og sanngirni. Hvað varðar eignarhald á auðlind- um Íslands hef ég varað við einkavæð- ingu þeirra og sagt að ekki sé mun- ur á innlendu og erlendu eignarhaldi einkaaðila nema að því leyti að fjár- streymi arðgreiðslna úr landi sé meira ef eignarhaldið er erlent. Það komi niður á íslensku hagkerfi. Skyldi það kannski bera vott um hatur á útlend- ingum að vísa til þessarar staðreynd- ar? Eitt í dag, annað á morgun? En bíðum við, Jóhann Hauksson læt- ur ekki staðar numið við meint útlend- ingahatur mitt. Undir millifyrirsögn- inni, „Ruglingur og ósamkvæmni“, gerir hann því skóna, að ég og aðrir þingmenn VG – vísar einhverra hluta vegna aðeins til okkar nokkurra með nöfnum – hefðum sýnt einkavæðingu HS Orku fullkomið tómlæti þegar hún var að eiga sér stað, heimild fengin fyr- ir sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suð- urnesja á fjárlögum fyrir árið 2007. Þetta hafi verið gert án nokkurra at- hugasemda og er þar komin skýringin á millifyrirsögninni um að ekkert sé að marka okkur. „Þetta eru vitanlega ekki boðleg stjórnmál,“ segir verðlaunahafi blaðamanna með vandlætingu. Hvað skyldi nú vera rétt í þessu? Haustið 2006 var margt að gerast í orkugeiranum. Til umræðu voru frumvörp um breytingu á lögum um Landsvirkjun í kjölfar þess að ríkið hafði keypt hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun. Í tengsl- um við þetta voru breytingar á nokkr- um lögum á orkusviði, þar á meðal var stofnað hlutafélag um Orkubú Vest- fjarða og Hitaveitu Suðurnesja. Um þetta spunnust miklar og harðar um- ræður á Alþingi þar sem þungamiðj- an í málflutningi mínum voru varn- aðarorð gegn bæði markaðsvæðingu og einkavæðingu. Þegar hér var kom- ið sögu var þó fyrst og fremst verið að skáka til eignarhlutum innan opin- bera kerfisins og í því samhengi ber að skoða heimildarákvæði um sölu rík- isins á hlut sínum í Hitaveitu Suður- nesja á fjárlögum fyrir árið 2007. Mig grunaði þó að annað héngi á spýtunni og krafðist svara. Umræður á Alþingi Í ræðu á þingi 20. nóvember 2006 spurði ég ráðherra þáverandi rík- isstjórnar: „Hvert er förinni heitið, hæstv. ráðherra? Hver er framtíðar- sýnin? Hvað sjá menn í kortunum? Verða hér eitt, tvö eða þrjú orkufyr- irtæki? Nú er verið að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfyrirtækj- um. Fylgir Norðurorka í kjölfarið? Sameinast Orkuveitan og Hitaveita Suðurnesja? Verður þetta allt að einu fyrirtæki? Hver er framtíðarsýn? Hvert erum við að stefna? Til hvers er leik- urinn gerður?“ Ég rakti í smáatriðum hvernig fjármálamenn vomuðu nú yfir þessum geira og nefndi nöfn í því sambandi og hlaut ámæli fyrir. Sag- an kennir hins vegar að varnaðarorð- in voru á rökum reist! Stjórnarþing- maður sagði við þessa umræðu: „En hv. þm. Ögmundur Jónasson og fleiri halda áfram að hamra á orðinu einka- væðing. Það er sambærileg aðferð og var þekkt í Þýskalandi að hamast nógu oft þangað til að almenningur væri far- inn að trúa. En menn fara þar beinlínis með rangt mál í þeim efnum. Líklega vísvitandi. Verst af öllu þykir mér þeg- ar hv. þingmenn saka þá sem standa að þessu frumvarpi um óheiðarleika. Það kom fram hér m.a. í andsvörum sem hv. þm. Ögmundur Jónasson og hv. þm. Össur Skarphéðinsson áttu sín á milli. Þar notuðu þeir afskaplega ógeðfelld orð þar sem þeir væna m.a. heilan stjórnmálaflokk og flutnings- menn þessa frumvarps um óheiðar- leika. Þeir halda því fram að verið sé að blekkja, fara á bak við, undirlægjuhátt- ur, svik og blekkingar.“ Þetta voru við- brögð við tilvísunum mínum í skjal- festar yfirlýsingar fjármálamanna um að þeir beindu nú sjónum sínum að orkugeiranum. Það mætti ekki gerast að þeir fengju hann í hendur og var- aði ég við því að í kjölfar hlutafélaga- væðingar væri eignarhald oftar en ekki fært til einkaaðila. Reynslan er- lendis frá kenndi að markaðsvæðing skilaði sér ekki til neytenda og hvað einkavæðinguna áhrærir þá færði ég fram ítarleg rök fyrir því að besta fyr- irkomulagið væri að hafa eignarhaldið alfarið á hendi hins opinbera: „Ætlum við virkilega að taka raforkugeirann, vatnið og aðra þætti almannaþjón- ustunnar og hrinda út á markaðstorg- ið þannig að einstaklingar, eins og sá sem ég vísaði til hér geti haft þjónust- una að féþúfu? Þetta eru staðreynd- ir lífsins. Ég vísa í tölur og staðreyndir sem einkenna orðið íslenskt samfélag. Það eru fjármálamenn sem ráða orð- ið lögum og lofum. Síðan búum við við ríkisstjórn sem ætlar að halda áfram á þessari braut. Hún er nú að taka hinn verðmæta raforkugeira, rífa hann frá þjóðinni og henda út á markaðstorgið. Finnst mönnum þetta saklaust? Þurfa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokk- ar sem standa fyrir þessu ekki að gera betur grein fyrir máli sínu?“ Vill fáræði og heraga! Það gerðu þeir ekki. Sögðu ósatt um fyrirætlanir sínar; að lagabreytingarn- ar væru einvörðungu gerðar til að færa til eignarhald innan hins opinbera. Af minni hálfu voru sett fram rök og upp- lýsingar um reynsluna erlendis. Vitn- að í skýrslur og rannsóknir. Þegar þáverandi ríkisstjórn síðan nýtti sér heimildarákvæði til sölu á hlut sín- um í Hitaveitu Suðurnesja vorið 2007, með því að selja hann einkaaðilum þvert á það sem sagt hafði verið, mót- mælti ég því hástöfum opinberlega. Allt þetta leyfir Jóhann Hauksson sér að kalla „tómlæti“, og „ósamkvæmni“ – og „óboðleg stjórnmál“ heitir það þegar þessi mál eru núna rædd á ná- kvæmlega sömu forsendum og áður, nema hvað við erum nú reynslunni ríkari! Á þessum tíma var því miður allt of lítið um að hlustað væri á rök. Það var einræðið sem gilti, heraginn. Eftir slík- um heraga kallar Jóhann Hauksson í DV. Segir gagnrýna umræðu trufla rík- isstjórnina. Inn í slíkt mynstur sýnist mér að hann sjálfur smellpassi. En þá á starfsheitið að vera eitthvað annað en fréttamaður. Fréttafulltrúi? Óboðleg blaðamennska öGmUnDUr jÓnASSon alþingismaður skrifar „Þeir halda því fram að verið sé að blekkja, fara á bak við, un- dirlægjuháttur, svik og blekkingar. “ kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.