Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 16
Tungumál deyr út á tveggja vikna fresti í heiminum. Fræðimenn spá því að helmingur þeirra tungumála sem töluð eru í dag muni verða út- dauð árið 2100. Óttast er að tungu- mál inúítaþjóðar sem býr á nyrstu byggilegu svæðum Grænlands hverfi á næstu árum. Breski fræðimaðurinn Step- hen Pax Leonard, sem leggur stund á mannfræðileg málvísindi, mun dvelja í heilt ár með Inughuit-fólkinu sem býr á norðvesturströnd Græn- lands, sem er eitt kaldasta svæði jarðar. Fólkið talar tungumál inuktun sem hefur aldrei verið fært að fullu í bókmál en sögur og kvæði hafa varð- veist í munnlegri geymd. Þeir lifðu í fullkominni einangrun í hundr- uð, kannski þúsundir ára, þangað til vestrænir menn gengu fram á þá á nítjándu öld. Leonard ætlar að skrásetja tungu- mál og menningu Inughuit-fólksins áður en hún glatast að eilífu en tal- ið er að hlýnun jarðar muni gera bú- svæði inúítanna óbyggilegt innan fárra ára. Menningin deyr með tungunni „Loftslagsbreytingarnar þýða að fólkið á tíu til fimmtán ár eftir. Þá mun það flytja suður á bóginn og mun að öllum líkindum flytja inn í nútímalegar íbúðir,“ segir Leonard. Hann telur mjög líklegt að tungu- málið inuktun og öll menning Inug- huit-fólksins hverfi með öllu verði það raunin. Ekkert hefur verið skrifað á tungu Inughuit-manna. „En þjóðararfur þeirra er einstakur og torræður. Ef tungumál þeirra deyr út mun menn- ingararfurinn og hefðir þeirra fara með því í gröfina. Markmið þessa verkefnis er að skrá tungumálið og skilgreina og gefa samfélaginu það svo að kynslóðir framtíðarinnar geti skilið það og notað,“ segir fræðimað- urinn. Einir í heiminum Inughuit-fólkið taldi sig vera einu mannverur jarðar þangað til könn- unarleiðangur Skotans Johns Ross gekk fram á það árið 1818. Ólíkt öðr- um inúítahópum á Grænlandi, hafði koma vestrænna og kristinna manna lítil áhrif á þjóðflokkinn. Inughuit- menn hafa því viðhaldið mun eldri menningu en landar þeirra, sem á sér djúpar rætur í fornri andatrú. Líf- ið í dag er ekki mjög ólíkt því gamla; það hefur í meginatriðum alltaf ver- ið eins, fólkið býr í pínulitlu þorpi og veiðir sér til matar. Flestir karlmenn- irnir dvelja vikum saman í burtu og veiða seli, náhvali, rostunga og önn- ur dýr. Inúítarnir búa í tjöldum og húsum en kunna enn að reisa snjó- hús þegar hvassir vindar blása. Litið er á tungumál þeirra sem einskonar málvísindalegan stein- gerving, er það talið vera eitt elsta og „hreinasta“ inúítatungumálið. Nyrsta byggða bólið Þegar breska dagblaðið Guardian ræddi við Stephen Pax Leonard fyr- ir helgi en þá var hann í óðaönn að pakka í ferðatöskurnar. Hann flaug í gær til Kaupmannahafnar til þess eins að kaupa grænlensk-danska orðabók. Í dag fer hann til Grænlands og ætlar að verða kominn fyrir næstu helgi til aðalþorps Inughuit-manna í Qaanaaq á norðvesturströndinni, sem liggur norðanmegin við Baff- inflóa. Þar ætlar Leonard að nota málahæfileika sína til að læra tungu- málið og kynnast fólkinu í sjö mán- uði. Eftir það ætlar hann að flytja til Siorapaluk, þar sem Inughuit-fólk- ið lifir samkvæmt elstu hefðum. Það er nyrsta byggða ból veraldar og þar búa 70 manns. Þar ætlar hann að komast að kjarnanum í menningar- arfi Inughuit-fólksins. Hann segir að stutt sé síðan hann áttaði sig á því hversu mikil hætta væri á að tungumálið glataðist. „Ég hafði ekki áttað mig á hættunum sem steðja að þessu samfélagi og öll menningin gæti einfaldlega dáið út, horfið.“ Fjörutíu stiga frost Leonard þarf að venjast gífurlega kaldri veðráttunni á þessum nyrstu annesjum norðvesturstrandarinnar. Meðalhitinn er -25°C, en hann get- ur fallið niður í -40 á veturna. Dag- urinn er ægilega stuttur þarna nyrst. Sagt er að í versta skammdeginu ræði öldungar þorpsins um afrek og hetju- dáðir forfeðra sinna og kveði ýmsar vísur. Það virðist óumflýjanlegt að Inug- huit-menn þurfi innan skamms að yfirgefa ættjörðina sína og flytjast til suðurhluta Grænlands. Starf Leonard er því mjög mikilvægt. Loftlagsbreyt- ingarnar hafa nú þegar leitt til fækk- unar á selastofninum. Ísinn verður brátt of þunnur til þess að hægt verði að ferðast um að hundasleðum. Þrátt fyrir að vísindamenn og fjölmiðlafólk þyrpist nú til Græn- lands til að verða vitni að breyting- um landsins vegna hlýnunar jarðar og að margir hafi heimsótt Inughuit- menn að undanförnu, segir Leonard í samtali við Guardian að hann von- ist til að heimsókn hans hafi meiri áhrif en aðrir hafi haft. „Mér hefur verið sagt að þeir séu dauðþreyttir á öllum blaðamönnunum sem birtast hjá þeim og skrifi um hversu hræði- legt það sé að jöklarnir séu að bráðna, en hraði sér svo í burtu samdægurs. Ég held að þeir muni kunna betur við mann sem ætlar að dvelja hjá þeim í lengri tíma.“ 16 erlent 16. ágúst 2010 mánudagur Starfsmaður Apple þáði mútur Paul Shin Devine, millistjórnandi í Apple-tölvufyrirtækinu var handtek- inn á föstudaginn og ákærður fyrir að þiggja yfir eina milljón Banda- ríkjadala í mútur. Er hann sakaður um að hafa þegið mútur frá fram- leiðendum iPhone- og iPod-auka- hluta í Asíu. Ákæran á hendur hend- ur honum eru í tuttugu og þremur liðum sem snúa auk ásakana um mútuþægni að peningaþvætti og fölsunum. Auk Devine er annar starfsmaður Apple einnig ákærð- ur fyrir aðstoð við Devine. „App- le er staðráðið í því að fylgja hæstu viðmiðum um siðferði í viðskipt- um,“ segir talsmaður Apple-sam- steypunnar, Steve Dowling, í yfirlýs- ingu. „Við höfum enga þolinmæði gagnvart óheiðarlegum starfsháttum bæði innan og utan fyrirtækisins.“ Leiðtogi Fatah al-Islam skotinn Abdulrahman Awad, leiðtogi Fatah al-Islam-skæruliðahreyfingarinn- ar, var skotinn til bana í dag af líb- önskum öryggissveitum. Awad var skotinn í flóttamannabúðum nálægt landamærum Sýrlands. Talið er að Awas hafi tekið við sem leiðtogi Fatah árið 2007 eftir að samtökin áttu í þriggja mánaða langri baráttu við líbanska hermenn í flóttamanna- búðum Palestínumanna í Nahr al-Bared í norðurhluta Líbanon. Shaker al-Abssi, fyrrverandi leiðtogi samtakanna, var drepinn í átökun- um. Svarar fyrir fimm morð Karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið fimm manns til bana í Bandaríkjunum snýr aftur til Mich- igan til að svara fyr- ir ásakanir á hend- ur honum eftir að hann var hand- tekinn á leið sinni úr landi. Ísraelinn Elias Abuelazam var handtekinn af lögreglu í Atlanta á miðvikudag áður en hann fór um borð í flugvél sem var á leið til Tel Aviv. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir hnífsstungu 27. júlí síðastliðinn í Flint, Michigan. Elias er einnig eft- irlýstur í þremur ríkjum Bandaríkj- anna fyrir fimm morð þar sem fórn- arlömbin voru stungin til bana. Kvartaði vegna eigin handtöku Lögreglan í Ohio í Bandaríkjun- um segir konu, sem hafði fengið sér aðeins of mikið neðan í því, hafa hringt í neyðarlínuna til þess að tilkynna aðgerðir lögreglu gegn henni, en lögreglan hand- tók hana fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri. Andrea Elliot, fjörtíu og fjögurra ára, hringdi í neyðarlínuna á meðan lögreglan reyndi að færa hana í handjárn síðastliðið fimmtudagskvöld. Hún sagðist þurfa hjálp því verið væri að handtaka hana. Elliot, sem var mjög ölvuð að sögn lög- reglu, var ákærð fyrir að sýna lög- reglu mótþróa við handtöku og fyrir að trufla starfsmann neyðar- línunnar. hElgi hraFN guðMuNdssoN blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Breskur málvísindamaður ætlar að dvelja með Inughuit-fólkinu á Grænlandi næsta árið. Þjóðflokkurinn býr nyrst á norðvesturströnd Grænlands, nyrsta byggða bóli heims. Bráðnun jöklanna mun að öllum líkindum neyða fólkið suður á bóginn. Þá er næsta víst að tungumál þeirra og sérstæð menning deyi út og hverfi um aldur og ævi. Ég hafði ekki átt-að mig á hættun- um sem steðja að þessu samfélagi og öll menn- ingin gæti einfaldlega dáið út, horfið. BjArgAr tungumáLI í útrýmIngArhættu grænland þiðnar „Loftslagsbreyting- arnarþýðaaðfólkið átíutilfimmtánár eftir,“segirbreski málvísindamað- urinnStephen Leonard,sem ætlaraðbjarga tungumálifámenns þjóðflokksinúítaá nyrstuannesjum veraldar.rEutErs Nyrsta byggð heims ÞorpiðSiorapalukernyrstabyggðabólheims,enþarbúa sjötíuInughuit-menn.Hlýnunjarðargætiþýttaðþeirþurfiaðyfirgefaþorpiðfyrir fulltogallt. liggur norðarlega Siorapaluk, þarsemInughuit-fólkiðhefurbúið íhundruðára,ernyrstabyggð veraldar. siorapaluk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.