Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 4
Sjálfstæðismenn í borginni lögðu til að borgin myndi láta útbúa vefsjá fyrir Reykjavíkurborg með gagnvirku hjólakorti af borginni. Samkvæmt hugmyndinni mætti einnig bæta þar inn öruggum gönguleiðum fyrir skólabörn í borginni. Ævar Arnfjörð Bjarmason, þáttakandi í OpenStreet- Map verkefninu, segir vefsjána vera í raun og veru til nú þegar. „Eina vinnan sem þyrfti að leggast í yrði að flytja kortagögn Reykjavíkur inn í OpenStreetMap-grunninn. Það yrði einhver vinna sem líkast til yrði unnin í sjálfboðavinnu,“ segir Ævar í samtali við DV. Hann segir það eina sem vanti séu upplýsingar frá Reykjavíkurborg. Aðspurður hvaða upplýsingar vanti segir hann þær vera gögn sem til eru í landsupplýs- ingakerfi Reykjavíkurborgar (LUKR) og sjást í Borgarvefsjá, til dæm- is vektorgögn af vegum og stígum í Reykjavík auk gagna um viðkomandi vegi, til að mynda hvort þeir séu mal- bikaðir, hver hámarkshraðinn sé og svo framvegis. Sjálfboðaliðar færa upplýsingar inn í OpenStreetMap-grunninn og svipar gagnagrunninum því til opnu alfræðibókarinnar Wikipediu, sem flestir þekkja, að mörgu leyti. Gagna- grunnurinn er í sjálfu sér ekki vefsjá en getur þó alveg nýst þannig. Ævar og Björvin Ragnarsson, sem einnig er sjálfboðaliði Open- StreetMap, eru um þessar mund- ir að vinna að vefsíðunni hjolavef- sja.is, sem unnin er eftir gögnum úr OpenStreetMap gagnagrunninum, og hyggjast þeir færa borginni vef- inn að gjöf á næsta fundi Umhverf- is- og skipulagsráðs. „Það verður svo í þess valdi hvort það kýs að styðja við framtakið með því að leggja fram kortagögn undir frjálsu leyfi sem við og aðrir getum notað í þetta og önn- ur framsækin verkefni,“ segir Ævar. 4 fréttir 16. ágúst 2010 mánudagur Gylfi skýrir mál sitt Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, fer yfir viðbrögð og meðferð á lögfræðiálitum um gengistryggingu íslenskra lána á þingflokksfundi beggja stjórnar- flokkanna í dag. Lögfræðingur í efnhags- og viðskiptaráðuneyt- inu komst að þeirri niðurstöðu að gengistrygging íslenskra lána væru ólögleg í fyrra. Sömuleiðis töldu lög- menn Lex lánin ólögleg í áliti sem var unnið fyrir Seðlabankann í fyrra. Gylfi svaraði fyrirspurn Ragnheið- ar Ríkharðsdóttur á Alþingi í fyrra um þessi lán en svör Gylfa eru talin ótrúverð í ljósi þessar upplýsinga. Gylfi telur sig ekki hafa logið að Al- þingi en segir svör sín þó hafa mátt vera skýrari. Þingmenn Hreyfing- arinnar hafa krafist afsagnar Gylfa sem sjálfur hefur neitað því að hann muni segja af sér. Hætta á eðjuflóði Aukin hætta er á eðjuflóðum vatns og ösku í ánum sem renna frá Eyja- fjallajökli vegna mikillar úrkomu í dag. Veðurstofa Íslands segir úr- komubelti fara yfir jökulinn í dag þar sem aska er mikil. Umferð um jökul- inn og hlíðar hans er bönnuð og er sérstaklega varað við umferð um gil- in. Vegfarendur á Suðurlandsvegi á þjóðvegi eitt eru beðnir að sýna að- gát sem og vegfarendur í Þórsmörk. Formaður synti Drangeyjarsund Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, synti Drang- eyjarsund um helgina. Með Sig- urjóni synti Sarah Jane Caird sem áður hefur synt Grettissund. Feyk- ir greinir frá þessu. Sigurjón synti sundið á tveimur klukkustundum og fimm mínútum. Sigurjón er vanur sjósundmaður og var meðal efstu manna í sjósundkeppni á Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem haldið var á Akureyri. Sigríður Olgeirsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, stýrði fyrir- tækinu Humac ehf., umboðsfyrirtæki Apple á Norðurlöndunum, í gjaldþrot árið 2008. Baugur átti þá stóran hlut í fyrirtækinu og líka í bankanum sem lánaði. Hún hefur nú verið ráðin til bankans sem þurfti að afskrifa yfir milljarð í skuldir. Sigríður Olgeirsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri rekstrar- og upp- lýsingatæknisviðs Íslandsbanka, hef- ur nú störf hjá sama banka og þurfti að afskrifa rúman milljarð króna vegna gjaldþrots fyrirtækis sem hún stjórnaði fyrir bankahrun. Um er að ræða Humac ehf., umboðsfyrirtæki Apple á Norðurlöndum, sem Baugur átti stóran hlut í og hið sama átti við um sjálfan bankann sem lánaði fyr- irtækinu. Sigríður tók við starfi forstjóra hjá Humac í september 2007 er þáver- andi forstjóri, Bjarni Ákason, hætti störfum og seldi hlut sinn í fyrir- tækinu. Humac seldi Apple-vörur á Norðurlöndunum og rak þá 19 versl- anir á Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Starfsmenn fyrir- tækisins voru þegar best lét um 200 talsins. Skömmu eftir bankahrun- ið rúmu ári eftir að Sigríður settist í forstjórastólinn blasti við gjaldþrot með skuldum upp á rúman milljarð króna. Skuldirnar eftir Stærsti kröfuhafi fyrirtækisins á þessum tíma var Glitnir en Baugur átti þá stóran hlut í bankanum sem lánaði Humac fjármuni til rekstrar- ins. Baugur átti á sama tíma stóran hlut, 29 prósent, í fyrirtækinu sjálfu í gegnum Stoðir Invest, sem var að mestu í eigu Gaums sem aftur var að mestu í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Jón Ásgeir sat því eftir með gjaldþrot Humac í annarri hönd og milljarðs kröfur Glitnis í hinni höndinni. Eins og frægt er orðið þarf Jón Ásgeir nú að verjast fyrir erlendum dómstól- um eftir að slitastjórn Glitnis stefndi honum og fjölda annarra fyrrverandi eigenda og stjórnenda bankans. Það beið stjórnenda nýja Glitn- is, sem nú heitir Íslandsbanki, að af- skrifa hinar miklu skuldir félagsins eftir að skiptastjóri þrotabús Humac seldi verslanirnar 19 út úr búinu, til áðurnefnds Bjarna Ákasonar, fyrr- verandi forstjóra og eigenda fyrir- tækisins. Skuldir Humac fylgdu ekki með í kaupunum og því lágu þær eft- ir í þrotabúinu sem var í kjöltu bank- ans. Farsæll ferill Sigríður hefur átt langan feril innan hugbúnaðargeirans síðustu tvo ára- tugi þar sem hún starfaði meðal ann- ars sem forstöðumaður hugbúnaðar- sviðs Tæknivals, framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss, framkvæmda- stjóri Ax Business Intelligence í Dan- mörku og sem sérfræðingur á yfir- skrifstofu Símans. Sigríður lauk námi sem kerfisfræðingur frá Óðinsvéum í Danmörku og Endurmenntunar- deild Háskóla Íslands. Síðar lauk hún MBA-gráðu í alþjóðastjórnun frá Há- skólanum í Reykjavík. Sjálf leggur Sigríður áherslu á að Humac hafi verið skuldsett þeg- ar hún kom þangað inn til að reyna að bjarga félaginu. Hún segir gjald- þrotið hafa verið vonbrigði. „Ég var hjá þessu félagi og var fyrst og fremst ráðin út af reynslu minni í að snúa rekstri til hins betra. Mér hafði tekist að gera það annars staðar en þarna kannski taldi ég mig vera í betri stöðu hvað varðar eigendur fyrirtæksins, sem bakhjarla. Í ofanálag fór gengið að falla og svo kom hrunið. Þannig að þetta félag var ekki ólíkt öðrum fyrirtækjum sem einfaldlega þoldu ekki hrunið,“ segir Sigríður. „Sjálf skuldsetti ég ekki félag- ið, það var skuldsett þegar ég kom. Bankinn hefur ekki þurft að afskrifa neitt vegna mín persónulega. Sem slíkt var verkefnið spennandi en það ræður enginn við neitt eins og hrunið sem varð. Að sjálfsögðu voru það vonbrigði að félagið hafi endað í gjaldþroti. Ég á langan og góðan starfsferil að baki, með mikla reynslu í rekstri, en fyrir mig persónulega er aldrei gaman að hafa gjaldþrot á feril skránni. “ Hún nýtur að sjálfsögðu fyllsta trausts innan bankans. trauSti haFSteinSSOn blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Langur ferill Sigríðurhefursjálflengi starfaðinnanhugbúnaðargeiransen starfaðifráseptember2007tilbanka- hrunssemforstjóriHumac. nýráðin Umnæstumánaðarmóthefur SigríðurstörfhjáÍslandsbanka,sama bankanumogþurftiaðafskrifayfir milljarðískuldirvegnalánatilfyrirtækis semhúnstjórnaðiáður. Ráðin til banka eFtiR aFskRiFtiR hólavefsjá Skjámyndafhjólavefsjáaf Reykjavíksemþegareraðgengilegá netinu Sjálfstæðismenn í borginni vilja hjólavefsjá: Hjólavefsjánúþegartil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.