Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 14
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 194,7 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,7 kr.
Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,5 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,5 kr.
BENSÍN
Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,4 kr.
Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 183,2 kr.
Almennt verð VERÐ Á LÍTRA 194,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,6 kr.
ERFÐABREYTT
MATVÆLI VERÐA
MERKT
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið
að ráðuneytið muni setja reglur sem
kveða á um merkingu erfðabreyttra
matvæla. Til stendur að merkja alla
matvöru sem inniheldur hráefni úr
erfðabreyttum lífverum. Í tilkynn-
ingu á vefsíðu ráðuneytisins segir að
stuðst verði við norska reglugerð um
sama efni við reglusetninguna. Þar
kemur einnig fram að í framtíðinni
muni verða sett heildstæð löggjöf
um erfðabreytt matvæli, en Ísland er
eina landið í vesturhluta Evrópu sem
ekki hefur slíka löggjöf. Á vefsíðu
Neytendasamtakanna, ns.is, seg-
ir að löggjafir á borð við þessa séu
mikilvægar til að tryggja valfrelsi
neytenda. Þar er þessari ákvörðun
fagnað, og nefnt er að samtökin hafi
lengi barist fyrir þessu málefni.
Dýrar mínútur í
klippingu
n Lastið að þessu sinni fær hár-
snyrtistofan Perma á Eiðistorgi.
Óánægður viðskiptavinur þurfti að
láta fríska lítillega upp á hár sitt,
ásamt því að láta snyrta skegg sitt
örlítið. Viðskiptavinurinn var á hrað-
ferð og hugði því á stutt stopp. Sam-
tals tók vinnan sem hársnyrtirinn
þurfti að inna af hendi innan við tíu
mínútur, en engu að síður var krafist
upphæðar sem um venjulega klipp-
ingu væri að ræða, eða
um 4.500 krónur. Eftir
miklar þrætur sættust
viðskiptavinurinn og
hársnyrtirinn á 3.500
króna greiðslu fyrir
verkið, sem telst fremur hátt
mínútuverð í klippingu.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
ÞJÓNUSTULUND Í
BLEND
n Lofið að þessu sinni fær Blend í
Smáralindinni. Ánægður viðskipta-
vinur var í kröggum vegna skó-
leysis, og komst ekki frá vinnu til
að kaupa skó. Hann hafði sam-
band við Blend og fékk afbragðs-
góða þjónustu frá liðlegum starfs-
manni. Starfsmaðurinn tók myndir
af nokkrum skópörum í þeirri stærð
sem viðskiptavinurinn notaði, sendi
viðskiptavininum myndskilaboð
og leyfði honum að velja. Eftir að
ákvörðun var tekin um hvaða
skópar yrði fyrir valinu tók
starfsmaðurinn sig til og
færði honum varninginn
í eigin persónu eftir
vinnutíma. Starfsmað-
urinn á því lof skilið
fyrir að veita betri þjón-
ustu en honum var skylt.
LOF&LAST
14 NEYTENDUR UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON baldur@dv.is 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR
GERÐU VEL VIÐ BOLLANN Bollar sem hafa
verið mikið notaðir sem kaffimál eiga það til að litast veru-
lega. Brúni liturinn í kaffinu situr þá eftir, þrátt fyrir sápuþvott
og góða burstun. Gott húsráð við slíku vandamáli er að leggja
bollann í vatnsblandaða klórlausn í nokkrar mínútur. Við það
fær bollinn sinn upprunalega lit aftur, án þess að gljáhúðin sem
hylur postulínið bíði skaða af. Mikil og tíð burstun getur valdið
því. Slíkt hið sama má gera ef bollinn er litaður af tei, eða í raun
hvaða vökva sem er. E
L
D
S
N
E
Y
T
I
Sömu vörur
A4 Eymundsson Office 1 Bóksala stúdenta Griffill
Skólabók, stærðfræði 3000: 5.295 kr. 4.990 kr. ---- 4.980 kr. 4.599 kr.
Skólabók, Handbók um málfræði: 4.995 kr. 4.490 kr. ---- 4.505 kr. 4.190 kr.
Artline penni, 0,4 mm: 482,85 kr. 482 kr. 479 kr. 395 kr. 389 kr.
Fagbók: 895/499 kr*. ---- 895 kr. 695 kr. ----
Sambærilegar vörur
A4 Eymundsson Office 1 Bóksala stúdenta Griffill
Áherslupenni: 239 kr. (Stabilo boss) 267 kr. (Schneider) 249 kr. (Textliner) 195 kr. (Stabilo boss) 197 kr. (Schneider)
Línustrikuð gormabók, 80 blaðsíðna: 289 kr. (Student block) 464 kr. (Mennt er máttur) 399 kr. (Colllage block) 325 kr. (Mennt er máttur) 373 kr. (Mennt er máttur)
Blýantur: 75 kr. (Swano) 99 kr. (Pluto) 69 kr. (Pluto) 90 kr. (Pluto) 21 kr.
Dæmi um vöru
A4 Eymundsson Office 1 Bóksala stúdenta Griffill
Skrúfblýantur: 389 kr. (Pilot) 564 kr. (Pentel, 0,5) 369 kr. (Grip-matic) 460 kr. (Artline) 555 kr. (Artline)
Gráðubogi: 269 kr. (Arda) 150 kr. (Onit) 199 kr. (MR) 164 kr. (MR) 99 kr.
Samkvæmt nýrri verðkönnun DV er
Griffill ódýrasta skólavöruverslun-
in, en A4 og Penninn-Eymundsson
dýrustu verslanirnar. Í verðkönnun-
inni var kannað verð á tveimur nýj-
um skólabókum og ýmsum ritföng-
um. Ekki var kannað verð á notuðum
bókum, sem voru einnig til sölu á
flestum stöðum. Kannað var verð á
ritföngum, og reynt að bera saman
sömu vöru á öllum stöðum. Alls var
skoðað verð níu mismunandi vara,
en ekki fékkst sama varan alls stað-
ar. Þá var leitast við að finna sam-
bærilega vöru, en athuga ber að eng-
in gæðaprófun átti sér stað. Það ætti
því að taka verðsamanburði á þess-
um sambærilegu vörum með góðum
fyrirvara.
Allt að 28% munur
Munurinn á sömu vöru hjá ódýr-
asta og dýrasta aðila gat verið allt
SÍMON ÖRN REYNISSON
blaðamaður skrifar: simon@dv.is
ÓDÝRAST AÐ
KAUPA SKÓLA-
VÖRUR Í GRIFFLI