Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 9
mánudagur 16. ágúst 2010 fréttir 9
Á síðasta ári voru 14 nauðganir
framdar af skemmtistöðum sam-
kvæmt Neyðarmóttöku vegna
nauðgana. Þar af áttu fjórar sér stað
á einum stað, Apótekinu við Aust-
urstræti. Eyrún Jónsdóttir deild-
arstjóri Neyðarmóttökunnar seg-
ir að það sé afar óvenjulegt að svo
margar nauðganir tengist einum
stað. Oftast sé ein, kannski tvær
nauðg anir tengdar hverjum stað
fyrir sig og alls ekki hægt að taka
einn stað út fram yfir annan hvað
varðar hættu á nauðgunum. „Ég
vil ekki úthrópa skemmtistaðina.
Það eru ekki þeir sem eru hættu-
legir, heldur mennirnir sem gera
þetta. Aðstaða skemmtistaðanna
er bara notuð. Auðvitað er kúnna-
hópur staðanna misjafn og breyti-
legur eftir tímabilum. En þegar það
koma upp svona mörg mál varð-
andi sama stað hlýtur eitthvað að
vera í ólagi varðandi aðstöðuna.
Oftast gerist þetta á salernum og
þar sem hægt er að loka að sér af-
síðis. Manneskju er kannski bara
kippt inn á salernið. Þá gerist þetta
líka fyrir utan skemmtistaðina í
bænum. Jafnvel þó að nauðgun-
in fari fram í návígi við annað fólk
virðist það ekki alltaf tilbúið til að
blanda sér í málin, telur sér trú um
að þetta sé á milli tveggja einstakl-
inga og lætur þetta afskiptalaust
þrátt fyrir hróp og köll. Hingað
koma einstaklingar sem eiga bágt
með að trúa því að enginn hafi
orðið var við neitt og skilja ekki af
hverju þeim var ekki hjálpað.“
Oftast tengt áfengisnotkun
Eyrún situr í samstarfshópi Neyð-
armóttökunnar, lögreglunn-
ar, Reykjavíkurborgar og fulltrúa
skemmtistaðanna vegna örygg-
ismála á skemmtistöðum. Innan
þessa hóps hefur hún miðlað þess-
um upplýsingum áfram. Björgvin
Björgvinsson hjá kynferðisbrota-
deild lögreglunnar segir að það sé
ekki alltaf þannig að upplýsingar
Neyðarmóttökunnar séu þær sömu
og lögreglunnar. Séu málin ekki
kærð hafi lögreglan ekki vitneskju
um málið. Samkvæmt hans gögn-
um er ástandið á Apótekinu ekki
verra en annars staðar en dregur
upplýsingar Neyðarmóttökunn-
ar ekki í efa. „Apótekið er þekkt-
ur staður sem margir sækja. Hann
er bara einn af mörgum. Ég held
að til okkar hafi borist eitt eða tvö
mál varðandi Apótekið. En þetta er
fjölsóttur staður þar sem ýmislegt
getur gerst án þess að nokkur viti
af því. Það er líka annað í þessu að
það er alltaf undir hverjum og ein-
um komið að vera meðvitaður um
það að ef þeir drekka mikið, taka
lyf eða fíkniefni þá getur ýmislegt
gerst. Vandamálið felst meðal ann-
ars í því að fólk leitar ekki inn á við
og sér ekki að það er að setja sjálft
sig í hættu með drykkju og dóp-
neyslu. Oftar en ekki eru þessi mál
tengd mikilli áfengisnotkun og ekki
á ábyrgð neins nema viðkomandi
sem er útsettur fyrir því að lenda
í einhverjum vandræðum. Það er
erfitt hvað það er algengt að fólk
bendir alltaf á einhverja aðra og
reynir að koma ábyrgðina yfir á þá.
Fólk ætti kannski að líta oftar í eig-
in barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.“
Lögreglan ekki „frelsandi
engill“
Björgvin veit ekki til þess að nokk-
uð hafi verið aðhafst sérstaklega
vegna þessara upplýsinga um Ap-
ótekið, umfram þær tillögur sem
samstarfshópurinn sendi á alla
skemmtistaði sem fólu meðal ann-
ars í sér tilmæli um aukna gæslu á
skemmtistöðum og þá sérstaklega
á salernisaðstöðunni, bætta lýs-
ingu og þess háttar. „Það er allt-
af eitthvað hægt að gera en það
er kannski ekki mikill vilji til þess.
Lögreglan er ekki eins og frels-
andi engill sem hefur ráð undir
rifi hverju. Það eina sem við get-
um gert er að sjá til þess að þeim
öryggisráðstöfunum sem við leggj-
um til sé fylgt eftir. Þú verður eig-
inlega að spyrja einhvern hjá borg-
inni hvað þurfi til svo að stað sé
lokað eða það sé gripið til annarra
aðgerða. Þar eru leyfin gefin út.
Þú gætir líka spurt lögreglustjóra
hvort að það sé nógu skýrt með
hvaða hætti hægt er að bregðast
við og hvaða reglugerðum er hægt
að beita. Kannski er gott að spyrja
þá hvort þær heimildir sem við
höfum séu ekki nógu skýrar. Hvað
þurfi til að stað sé lokað. Þeir eru
ekki margir skemmtistaðirnir sem
hafa lokað.“
Spurning hvort það sé ástæða
til viðbragða
Stefán Eiríksson lögreglustjóri
neitaði að veita nokkrar upplýsing-
ar um Apótekið og það hvort gripið
hefði verið til sérstakra ráðstafana
þar. „Ég get ekki rætt um ákveðna
staði en á almennum nótum get
ég sagt þér að lögreglan hefur ýmis
ráð til að bregðast við ef hún tel-
ur ástæðu til þess. Okkar heimild-
ir eru skýrar samkvæmt lögum um
veitingahús og skemmtistaði. En
til þess að geta nýtt þær heimild-
ir verðum við að hafa upplýsingar
um málin og þá af því að þau voru
kærð. Okkur berast auðvitað ýms-
ar upplýsingar varðandi rekstur
skemmtistaða og við höfum gert
athugsemdir víða. En ég veit ekki
hvort óstaðfestar fregnir af fjór-
um nauðgunum á einum stað séu
ástæða til viðbragða, ég veit það
ekki. Það kallar á skoðun af okkar
hálfu og er ekkert sem ég get rætt í
léttu spjalli við blaðamann.“
Rekstraraðili vissi ekki af
þessu
Eigandi Apóteksins, Gunnar
Traustason, hafði aldrei heyrt af
þessum upplýsingum þegar blaða-
maður hafði samband við hann.
„Það er ekki rétt,“ voru fyrstu við-
brögð hans. „Það hefur ekki komið
sú helgi síðan staðurinn opnaði að
ég hafi ekki verið hér. Það er ekkert
sem fer fram hjá mér. Ég þyrfti að
vera bæði blindur og heyrnarlaus
til að svona mál gæti farið fram hjá
mér.“
Hann bætir því þó við að það
gæti kannski verið að eitthvað
hefði gerst inni á staðnum án
þess að hann hefði nokkurn tím-
ann heyrt um það. „En ég er að fá
þessar fréttir fyrst núna. Ég verð að
segja að mér finnst það kjánalegt
að ég sem rekstraraðili sé ekki lát-
inn vita af þessu. Mér finnst það
mjög asnalegt. Það mætti greini-
lega vera betra upplýsingaflæði í
svona málum. Þessi mál hafa ekki
verið kærð því ég hef aldrei heyrt
þetta áður. Það hefur enginn ver-
ið dæmdur fyrir nauðgun á Apó-
tekinu. Lögreglan rannsakaði eitt
mál og það var fellt niður þar sem
það var ekki talin ástæða til þess að
gefa út ákæru. Ég var hér á staðn-
um þegar lögreglan kom á svæðið
og vissi allt um það. Ef rétt reyn-
ist þá er þetta mál sem hægt er að
bregðast við. Ég er nú þegar búinn
að auka öryggið en eflaust er allt-
af hægt að bæta sig. Ég mun skoða
það. En við reynum að tryggja ör-
yggi gesta og gera allt sem mögu-
legt er til að koma í veg fyrir að
svona geti gerst.“
Læstu salerninu niðri
Gunnar segir að hann hafi til að
mynda læst salernisaðstöðu niðri
í kjallara og í kjölfar ábendinga í
skýrslu um öryggi á skemmtistöð-
um hafi eftirlit dyravarða með sal-
ernum verið hert. „Skýrslan fjallaði
um ýmsar hættur á skemmtistöð-
um. Meðal annars þessar. Og það
er ýmislegt hægt að gera til þess
að fyrirbyggja svona lagað áður en
það gerist. Til dæmis með því að
fjölga um einn mann í dyravörsl-
unni. Það getur breytt heilmiklu.
Ég hef gert það. Við breyttum líka
rútínu dyravarðanna þannig að
þeir fara oftar niður að salernun-
um. Áður en við fengum þessar
ábendingar var ég reyndar búinn
að loka fyrir salerni niðri snemma
árs. Af því að það bauð hættunni
heim. Það var stórt salerni þar sem
aðgengið var auðvelt og hægt var
að loka að sér. Við læstum því.“ Þá
var þess krafist af lögreglunni að
starfsmannaaðstöðu í kjallaran-
um sem var einnig hálfgerð nauð-
ganagildra yrði lokað. „Núna get-
ur fólk hvergi komist inn og læst að
sér. Hér er ekkert rými þar sem fólk
getur verið óáreitt, þannig séð.“
Verið að endurskoða leyfin
Eyrún tekur undir það að það sé
einkennilegt að Gunnar viti ekki
af þessu. Það sé í raun óskiljanlegt
því þessi mál hafi verið til umræðu
allt árið. Hún segist þó binda von-
ir við að þessi samstarfsvettvang-
ur verði til þess að þessi mál verði
tekin fastari tökum. „Síðustu tvö ár
höfum við fundað öðru hvoru. Það
er mikilvægt því lögreglustjóri og
Reykjavíkurborg gefa út skemmt-
analeyfi þannig að þeir þurfa að
hafa þessar upplýsingar. Nú er
kominn fastur borgarstarfsmaður
í að endurskoða leyfi og skoða til
hvaða úrræða er hægt að grípa til
að tryggja öryggi fólks. Þetta er eitt-
hvað sem þarf að bregðast við. En
það er þannig að ef einhver ætlar
sér það og hefur einbeittan brota-
vilja getur hann brotið á konum
hvar sem er, körlum líka. Við höf-
um samt ákveðnar væntingar um
að þessi úttekt muni leiða til þess
að eftirlit verði stöðugt. Ég vona að
það verði skemmtistöðum kapps-
mál að tryggja öryggi gesta. Gera
þeim kleift að sækja rétt sinn, með-
al annars með öryggismyndavél-
um sem hafa bæði fælingarmátt
og gera þolendum mögulega auð-
veldara að leita réttar síns.“
Aldrei fleiri nauðganir
Fjöldi nauðgunar- og misbeiting-
armála, eins og það kallast þegar
þolandinn er í of annarlegu ástandi
til að geta spyrnt við verknaðinum
vegna áfengisneyslu, lyfjanotkun-
ar eða eiturlyfjaneyslu, hefur farið
vaxandi á milli ára. Árið 2008 hafði
lögreglan vitneskju um 37 mál, árið
2009 voru þau 67 og það sem af er
þessu ári eru þau orðin 46. Árið 2009
bárust um 130 mál til Neyðarmót-
töku vegna nauðgana og það sem
af er árs eru málin orðin um sextíu
talsins. Eyrún segir að yfirleitt sé
það þannig að um helmingur þeirra
mála sem til Neyðarmóttökunnar
koma séu kærð til lögreglu.
Oftast tengsl milli þolanda
og geranda
Björgvin segir að meirihluti mál-
anna varði misbeitingu. „Það er
að aukast,“ segir hann: „Það er því
miður þannig að það eru alltaf
menn sem sjá að konan er svo ölv-
uð að þeir geti notfært sér ástand
hennar og eru tilbúnir til þess. Það
er líka að aukast að viðkomandi
sé svo illa staddur að hann veit
kannski af því að þetta gerðist fyrr
en seinna eða man ekki hvar hann
var. Oft er erfitt að finna sönnun-
argögn en lögreglan ver að jafnaði
tveimur mánuðum í að rannsaka
svona mál á meðan það fara yfir-
leitt þrír dagar í að rannsaka þjófn-
að. Oftar en ekki eru þetta orð gegn
orði.“
Fæstar nauðganir fara þó fram á
skemmtistöðum. Yfirleitt fara þær
fram inni á heimilum fólks eða í
bíl. Allajafna er gerandinn ein-
hver sem viðkomandinn þekkir,
hvort sem það er langtímakunn-
ingsskapur eða stuttur. „Það gerir
þolandanum líka erfiðara fyrir og
oft þarf hann að vega það og meta
hvort hann vill kæra eða ekki.“
Nauðgunum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. og á síðasta ári bárust lögreglunni upplýsingar um 67
nauðganir en 37 árið þar á undan. Það sem af er þessu ári hafa 46 leitað til lögreglu en um 60 til Neyðarmót-
töku vegna nauðgana, en í fyrra leituðu um 130 til hennar. Þá áttu fjórtán nauðganir sér stað á skemmti-
stöðum samkvæmt Neyðarmóttökunni og þar af voru fjórar á sama staðnum, Apótekinu.
FJÓRUM NAUÐGAÐ
Á SAMA STAÐNUM
ingibjöRg dögg kjARtAnSdóttiR
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
Fólk ætti kannski að líta
oftar í eigin barm og
bera ábyrgð á sjálfu
sér.
nauðganafaraldur AldreiáðurhafajafnmargarnauðganirveriðkærðartillögregluogtilkynntartilNeyðarmóttöku
vegnanauðgana.myNdsigtryggurAri