Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 20
100 ára afmæli hljómplötunnar Hljómplötuklúbburinn Íslensk tónlist heldur upp á 100 ára afmæli íslensku hljómplötunnar eftir viku í Norræna húsinu. Glæsileg dagskrá verður í boði, en meðal annars kem- ur hin goðsagnakennda pönkhljóm- sveit Þeyr fram, en þeir komu fyrst fram í Norræna húsinu árið 1980. Íslensk tónlist er hópur hljómplötu- safnara sem safnar gömlum vínyl- plötum. Klúbburinn leggur sérstaka áherslu á íslenskar hljómplötur og telja meðlimir hans að þeir hafi í sameiningu náð að byggja upp all- gott safn íslenskra hljómplatna frá síðustu öld. Nánar verður greint frá dagskránni þegar nær dregur. Kallarinn í Kilju Kallarinn eftir franska rithöfund- inn Fred Vargas, sem er skálda- nafn skáldkonunnar Frédérique Audoin-Rouzeau, er væntanleg á kilju og er það Bjartur sem gef- ur út. Áður hefur verið gefin út bókin Varúlfurinn og senn kemur Þríforkurinn eftir sama höfund. Fred Vargas er einstakur höfund- ur. Persónurnar sem hún skapar eru flottar, framvindan spenn- andi og Adamsberg lögreglu- foringi, með sitt djúpa innsæi, er sérstaklega heillandi. Hún er metsöluhöfundur um víða ver- öld. „Það er einhvern veginn allt annar tónn og taktur í spennu- sögum franska höfundarins Fred Vargas en maður á að venjast. Líklega stafar það aðallega af því hvað lögregluþjónninn henn- ar, hinn lágvaxni Jean-Baptiste Adamsberg, er sérstæður kar- akter, en persónurnar sem raða sér í kringum hann eru líka vel dregnar og óvæntar,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir í Tímariti Máls og menningar. artfart í dag Mánudagur Anna Asplind - Dancewalks Hugmyndahús háskólanna kl. 16.00 Árni Kristjánsson - Á gólfinu Útgerðin kl. 18.00 Sigurður Arent Jónsson - Blóðeik Norðurpóllinn kl. 19.00 Dansnemar LHÍ - Stuttmyndakvöld Útgerðin kl. 20.00 AMMA - Vakt Norðurpóllinn kl. 20.00 Fimbulvetur - Interjections Norðurpóllinn kl. 20.00 Fimmtudagur Árni Kristjánsson - Á gólfinu Útgerðin kl. 18.00 The Shakespeariment - Shakespeare in Pieces Crymo Gallerí kl. 20.00 Dansnemar LHÍ - Stuttmyndakvöld Útgerðin kl. 20.00 20 fókus 16. ágúst 2010 mánudagur djassinn dunar Nóg er af djasstónleikum á landinu þessa vikuna. Ólafur Stolzenwald og félagar halda tónleika í Deiglunni á Akureyri fimmtudaginn 19. ágúst. Leitað verður í smiðju Kenny Burrell og fleiri góðra manna, en lög einnig eftir gítarleikara bandsins verða einnig á dagskránni. Í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur mun Reginfirra ota sínu fyrsta afkvæmi að almúganum sunnudagskvöldið 15. ágúst kl. 22.00. Á sunnudaginn munu Tóta Jónsdóttir, Ragnar Örn Emilsson, Gunnar Hrafnsson, og Erik Qvick spila léttan djass í kósíheitum á hinum frábæra veitingastað Kryddlegin Hjörtu, Skúlagötu 17 Reykjavík. hvað heitir lagið? „It‘s not your situation, I just need contemplation over you I‘m not so systematic, it‘s just that I‘m an addict for your love“ Konur hafa Sex And The City, Despe- rate Housewives, Kvennahlaupið og Baðhúsið. Við karlmenn höfum The Expendables. Ég fór á þessa mynd með mestu væntingar sem hægt er að fara með á mynd, hún stóðst væntingar og rúmlega það. Shaw- shank Redemption, Inception og Godfather eru drasl við hliðina á The Expendables. Ég fullyrði það að þetta sé besta mynd allra tíma. Sylvester Gardenzio Stallone, eða Sly eins og vinir hans kalla hann, er fæddur 1946. Hann hefur gefið okk- ur frábærar myndir eins og Rambo, Rocky, Tango And Cash og Lock Up. Sly er 6% fita í þessari mynd því hann veit hvernig þú átt að halda þér „for- ever young“, rífa í lóðin. Þykki og Sly kunna þetta. Þú finnur ekki dýrari hóp af harð- hausum í einni mynd. Sly, Jason Stat- ham, Jet Li, Dolph Lundgren, Eric Roberts, Randy Couture, Stone Cold Steve Austin, Terry Crews, Mickey Rourke, Bruce Willis og síðast en ekki síst Arnold Schwarzenegger. Það þarf FRÁBÆRAN leikstjóra til þess að láta þessa fagmenn vinna saman og Sly er líklega besti leikstjóri í heimi í dag. Aldrei hef ég séð jafn marga leikara standa sig svona vel í sömu mynd- innni. Ég hefði haldið að einhver af þeim hefði skitið á sig en Sly kann greinilega að ná því besta úr mönn- um. Það þarf líka að gefa Sly það að hann er sniðugur. Hann er með Asíu- búann Jet Li í myndinni og þar er Sly búinn að ganga úr skugga um að allir Asíubúar í heiminum fari á myndina. Hann er með blökkumanninn Terry Crews í henni sem er í miklu uppá- haldi hjá öllum þeldökkum mönn- um í heiminum. Það er eitthvað sem segir mér að buddan hjá Sly eigi eft- ir að þyngjast töluvert núna á næst- unni. Það var mjög gaman að sjá Dolph Lundgren og Sly hittast aftur, en þeir börðu hvorn annan í drasl fyrir 25 árum í myndinni Rocky 4. Dolph er með „kombakk“ í þessari mynd og það er á hreinu að hann á eftir að fá fleiri verkefni á næstunni. Eric Ro- berts sýndi það í þessari mynd að það er enginn betri í að leika vondan karl en hann. Jason Statham stimpl- aði sig inn sem opinberlega besti hasarleikari í heimi í dag. Statham er granítharður í þessari mynd, hann var það harður að ég vildi óska þess að ég væri sköllóttur. Ég öfunda fé- laga minn Auðun Blöndal. Ég er mikill aðdáandi Terry Crews, hann er helmassaður blökkumaður og mjög fyndinn eins og hann hefur verið að sýna undanfarið í auglýsing- um fyrir Old Spice. Crews var dugleg- ur að sýna byssurnar sínar í þessari mynd en þær eru vörumerkið hans. Atriðið í kirkjunni þar sem Bruce Willis, Sly Stallone og Schwarzen- egger hittast allir er eitt besta atriði sem ég hef séð. Menn stóðu upp í salnum og klöppuðu í því atriði. Stemningin var ólýsanleg á mynd- inni, enda fullur salur af mönnum sem bekkja yfir 100 kíló. Það má síðan ekki gleyma Mickey Rour- ke, hann var einfaldlega of svalur í þessari mynd. Það er ekki eitt rómantískt atriði í myndinni, Sly er bara of harður fyr- ir einhverja rómantík. Það er eitt at- riði í myndinni þar sem Sly gat kysst gullfallega prinsessu, en hann setti sokk í það, grjótharður. Þegar það kom hlé í myndinni þá hugsaði ég hvernig þetta yrði eiginlega eftir hlé, það var ekki ein róleg sekúnda fyr- ir hálfleik. Þetta er hasar frá fyrstu sekúndu og þessar 103 mínútur sem myndin er líða eins og korter. Ég hef heyrt einn gæja segja við mig að honum fyndist Expendables ekkert sérstök. Sá gaur keyrir líka um á öfugum vegarhelmingi þannig að það var ekki marktækt. Fyrir alla KARLMENN í heiminum þá er þessi mynd mesta veisla sem hægt er að fara á. Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd. The Expendables fær 5 stjörn- ur af 5 mögulegum og ég tel niður dagana þangað til að mynd núm- er 2 kemur en Sly er strax búinn að gefa það út að það séu góðar líkur á framhaldi. Egill Þykki Einarsson 6 prósent fita, 100 prósent gæði „Stemningin var ólýs- anleg á myndinni, enda fullur salur af mönnum sem bekkja yfir 100 kíló.“ Egill Þykki Einarsson skrifar The expendables leikstjóri: Sylvester Stallone aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Jason Statham, Jet Li og Dolph Lundgren. kvikmyndir svar: Toto - Georgy Porgy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.