Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2010, Blaðsíða 24
Lentu í Joe Hart Markvörðurinn Joe Hart hélt lífi í Manchester City í fyrri hálfleik gegn Tottenham á laugardag. Markmaðurinn ungi er sagð- ur hafa sýnt með frammistöðu sinni að það er engin tilviljun að hann sé orðinn aðalmarkvörður liðsins en hann varði meistarlega skot frá leikmönnum Spurs. Jermain Defoe, Tom Huddlestone og Benoit Assou Ekotto urðu allir að játa sig sigraða gegn Hart á með- an Gareth Bale spyrnti knettinum í stöngina. Haywood sannar sig Blackpool kom eins og þruma úr heiðskýru lofti inn í ensku úrvalsdeildina er liðið gjörsigraði Wigan með fjórum mörkum gegn engu. Sannkölluð draumabyrjun hjá nýliðunum sem nutu góðs af góðri frammi- stöðu Marlon Haywood sem skoraði tvö mörk í leiknum. Fram- herjinn sterki er nýgenginn til liðs við Blackpool sem var síðast í efstu deild árið 1971. Blackpool á því fyrir höndum verðugt verk- efni við að halda sér í deildinni og gæti það orðið að veruleika ef Haywood heldur uppteknum hætti. 24 sport uMSJón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 16. ágúst 2010 mánudagur Englandsmeistarnir í Chelsea minntu ærlega á sig er þeir niður- lægðu nýliðana í West Bromwich Albion á Stamford Bridge með sex mörkum gegn engu í fyrsta leik sín- um í ensku úrvalsdeildinni á nýju tímabili á laugardag. Didier Drogba fór algjörlega á kostum í leiknum en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum sem var einstefna af hálfu Englandsmeistaranna. Flor- ent Malouda setti tvö mörk og Frank Lampard eitt. Leikmenn West Bromwich fá þó hrós fyrir að reyna að spila knatt- spyrnu á móti ógnarsterku liði Chelsea. Áttu þeir ágætis spretti þar sem þeir náðu að leika vel á milli sín en voru þó ekki nægjanlega beitt- ir þegar kom að því að reyna að ná í gegnum síðustu varnarlínu Chelsea. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var þó með báða fætur á jörðinni eftir þessa aftöku. „Við unnum vinnu okk- ar. Ekkert sérstakt,“ segir Ancelotti sem vill meina að liðið sé fullfært um að skora mörg mörk. „Við áttum frekar erfitt undirbúningstímabil, en núna er ástandið hjá okkur að verða þokkalegt. Við spiluðum góðan leik og skoruðum mörg mörk og ég er ánægður. Við lékum hraðan bolta, en West Brom var inn í leiknum þar til við skoruðum seinna markið, þá var þetta mun auðveldara fyrir okk- ur því við fengum meira pláss,“ segir Ancelotti. Leikmenn Chelsea sem tóku þátt á Heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu eru ekki í hundrað prósent ástandi en Ancelotti segir þá þurfa tvær vikur í viðbót til að ná fullu leik- formi. Hann hrósaði Didier Drogba eftir leikinn en hann fékk Gullskó- inn í fyrra með 29 mörk. „Hann skil- aði frábæru verki, ekki aðeins vegna þess að hann skoraði, heldur vann hann vel fyrir liðið.“ Hann neitar þeim getgátum að leikmenn liðsins séu óánægðir með að eigandi þess hafi minnkað bón- usa leikmanna fyrir leiktíðina. „Ég hef ekki talað við leikmennina, ég hef ekki áhuga á þessu máli því það kemur mér ekki við. Þetta er á milli leikmanna og eiganda. Þeir töluðu ekki um þetta við mig en ef ég á að meta þetta mál eftir því hvernig þeir spiluðu í dag þá myndi ég ekki segja að þeir séu óánægðir,“ sagði Ance- lotti eftir leikinn. birgir@dv.is. Chelsea hóf titilvörnina með hvelli á „Brúnni“: „Ekkert sérstakt,“ segir Ancelotti EnskA úrvAlsdEildin Úrslit helgarinnar Tottenham 0 - 0 Man. City Aston Villa 3 - 0 West Ham Blackburn 1 - 0 Everton Bolton 0 - 0 Fulham Sunderland 2 - 2 Birmingham Wigan 0 - 4 Blackpool Wolves 2 - 1 Stoke City Chelsea 6 - 0 West Bromwich Liverpool 1 - 1 Arsenal staðan 1. Chelsea 1 1 0 0 6:0 3 2. Blackpool 1 1 0 0 4:0 3 3. Aston Villa 1 1 0 0 3:0 3 4. Wolves 1 1 0 0 2:1 3 5. Blackburn 1 1 0 0 1:0 3 6. Birmingham 1 0 1 0 2:2 1 7. Sunderland 1 0 1 0 2:2 1 8. Arsenal 1 0 1 0 1:1 1 9. Liverpool 1 0 1 0 1:1 1 10. Bolton 1 0 1 0 0:0 1 11. Fulham 1 0 1 0 0:0 1 12. Man. City 1 0 1 0 0:0 1 13. Tottenham 1 0 1 0 0:0 1 14. Man. utd 0 0 0 0 : 0 15. newcastle 0 0 0 0 : 0 16. Stoke City 1 0 0 1 1:2 0 17. Everton 1 0 0 1 0:1 0 18. West Ham 1 0 0 1 0:3 0 19. Wigan 1 0 0 1 0:4 0 20. WBA 1 0 0 1 0:6 0 næstu leikir 16.8. (19:00) Man. utd newcastle 21.8. (14:00) Everton Wolves 21.8. (14:00) West Ham Bolton 21.8. (14:00) WBA Sunderland 21.8. (14:00) Birmingham Blackburn 21.8. (14:00) Stoke City Tottenham 21.8. (14:00) Arsenal Blackpool 21.8. (16:15) Wigan Chelsea 22.8. (12:30) newcastle Aston Villa 22.8. (15:00) Fulham Man. utd Drogba fagnar með terry Var á meiðslalistanum þangað til rétt fyrir leik. Liverpool og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Von- arstjarna Liverpool, Joe Cole, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik. ngog kom Liverpool yfir með glæsilegu marki en Arsenal jafnaði þegar Pepe reina gerði slæm mistök í blálokin. Missti sigurinn úr hönduM sér Pepe Reina missti sigur Liver- pool-liðsins bókstaflega úr hönd- um sér þegar hann gerðist sekur um klaufaleg mistök undir lok leiks þegar Liverpool og Arsenal mætt- ust á sunnudag. Leikurinn var held- ur betur kaflaskiptur en hann var á löngum stundum bragðdaufur. Þar sem Liverpool lá til baka og Arsen- al pressaði án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri. En líkt og fyrr sagði var leikurinn kaflaskiptur því þrátt fyrir tíðindalítinn fyrri hálfleik fór rauða spjaldið á loft skömmu eft- ir að Arsenal bjargaði á marklínu. Framan af leik sá Arsenal um að pressa á meðan leikmenn Liverpool kýldu boltann fram völlinn til þess að létta pressunni. Helsta ógn Liver- pool í fyrri hálfleiknum var góður samleikur þeirra Dirks Kuyt og Glens Johnson upp hægri kantinn. Það var eftir gott samspil þeirra á milli sem Johnson átti hörku skot að marki Arsenal sem Manuel Almunia varði í hornspyrnu. Upp úr hornspyrnunni átti hinn franski David Ngog hörku skalla að marki sem Gael Clichy varði á marklínu frá landa sínum. Örksömmu seinna eða á 44. mínútu fékk Joe Cole að líta rauða spjaldið þegar hann tæklaði Laurent Koscielny klaufalega. Engu að síð- ur mjög strangur dómur hjá Martin Atkinson dómara leiksins. Ekki síst þar Jack Wilshere leikmaður Arsen- al hafði sloppið með gult spjald fyrir svipaða tæklingu á Javier Maschera- no. Leikmenn Liverpool létu það þó ekki á sig fá og byrjuðu síðari hálf- leikinn mun betur en þann fyrri. Strax á 46. mínútu skoraði Ngog glæsilegt mark eftir sendingu frá Mascherano. Hann fékk þá boltann utarlega í teignum hægra megin og þrumaði honum upp í þaknetið við nærstöng. Liverpool var betra liðið framan af síðari hálfleik en eftir því sem leið á jókst pressa Arsenal. Pepe Reina var frábær í marki Liverpool og varði vel frá Theo Wal- cott á 72. mínútu þegar Walcott átti skot beint úr aukaspyrnu. Nánast í sömu andrá brutust út mikil fagnað- arlæti á Anfield þegar Fernando Tor- res var skipt inn á fyrir Ngog. Reina bjargaði Liverpool enn á ný á 85. mínútu þegar hann varði meist- aralega frá Tomasi Rosicky sem hafði komið inn á sem varamaður. Hann reyndist samt þrátt fyrir allt vera skúrkur dagsins þegar hann missti boltann klaufalega í markið á 90. mínútu eftir að Marouane Chamakh hafði sett boltann í stöngina. Boltinn fór þaðan beint til Reina sem skreið hálfpartinn með hann í eigið mark. 1-1 jafntefli var því niðurstaðan. Vandræðalegt Reina var frábær fram að þessum klaufalegu mistökum. ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar: asgeir@dv.is rautt í fyrsta deildar- leik Joe Cole trúir ekki sínum eigin augum. Sigur í markaleik Íslenska U-18 landslið karla í handknattleik vann á sunnu- dag Tékkland 41-37 í þriðja leik sínum í lokakeppni EM sem fram fer í Svartfjallalandi um þess- ar mundir. Staðan í hálfleik var 21-21. Jafnt var á með liðunum í upphafi þar til íslenska liðið fékk nokkrar brottvísanir. í stað þess að missa Tékka lengra frá sér tókst þeim að breyta stöðunni úr 12-15 í 17-17. Íslenska liðið var betri aðilinn í seinni hálfleik og náði mest 8 marka forystu. Mörk Íslands skoruðu Guðmundur Helgason 9, Sveinn Sveinsson 8/3, Geir Guðmundsson 7, Pétur Júníusson 6, Magnús Óli Magn- ússon 4, Arnar Daði Arnarson 2, Leó Pétursson 2/1, Þráinn Jóns- son 2, Ísak Rafnsson 1. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á mót- inu en liðið tapaði fyrir bæði Sló- veníu og Sviss. Næsti leikur liðs- ins er gegn Portúgal á þriðjudag. FEdErEr AFtur númEr tvö n roger Federer mun aftur færast upp í annað sæti heimslistans í tennis eftir sigur gegn Novak Djok- ovic í undanúrslitaleik Rogers Cup. Federer mun mæta Andy Murray eftir að hafa unnið Djokovic í þrem- ur settum, 6-1, 3-6 og 7-5. Federer hefur löngum undanfarið ár verið einn sigursælasti tennisleikmaður heims en tapaði efsta sæti heimslist- ans nýverið eftir að hafa verið efstur á listanum í tvö hundruð áttatíu og fimm vikur í röð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.