Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 2
jóhannes karl keypti glitnisbréf í hruninu 2 fréttir 25. ágúst 2010 miðvikudagur Félag í eigu Jóhannesar Karls Guð- jónssonar, knattspyrnumanns hjá Huddersfield Town, keypti og seldi umtalsvert magn hlutabréfa í Glitni banka rétt fyrir hrun bankans haust- ið 2008. Þetta kemur fram í yfirliti frá Glitni yfir viðskipti bankans með hlutabréf í sjálfum sér frá því í maí 2008 fram að hruninu í september sem DV hefur undir höndum. Heima- síðan Wikileaks lét DV fá yfirlitið um þessi eigin viðskipti bankans en bók- in sem hýsti þessi viðskipti var kölluð „Bók 1000“ hjá Glitni. Í yfirlitinu er fjallað um kaup og sölu Glitnis á eigin hlutabréfum á um- ræddu tímabili og kemur meðal ann- ars fram í því sú sala á hlutabréfum til lykilstarfsmanna bankans sem fram fór í maí 2008. Nokkra athygli vekur í yfirlitinu að í flestum tilfellum er mót- aðili Glitnis í viðskiptunum yfirleitt bankinn sjálfur, starfsmenn hans eða viðskiptavinir sem, eins og síðar hefur komið fram, voru í eignastýringu hjá bankanum. Glitnir virðist því í flest- um tilfellum hafa verið að eiga við- skipti við sjálfan sig með bréf í sjálfum sér á umræddu tímabili. Bréfin seld á hærra verði Félag Jóhannesar heitir JH Trad- ing en hann er ennþá skráður fyr- ir því ásamt Hlöðver Geir Tómassyni hugbúnaðar sérfræðingi. Jóhannes og Hlöðver eiga helmingshlut í félaginu hvor. Í yfirlitinu frá Glitni kemur fram að Glitnir hafi selt JH Trading 24,5 milljónir hluta í Glitni þann 23. sept- ember 2008 og er söluverðið skráð sem „3,64 E + 0,8“. Þremur dögum síð- ar, þann 26. september 2008, kaup- ir Glitnir svo nákvæmlega eins mikið magn bréfa í bankanum af JH Trad- ing og greiðir fyrir þau hærra verð en bankinn hafði selt þau á nokkrum dögum áður. Kaupverð Glitnis á bréf- um JH Trading er þar skráð sem „3,85 E + 0,8“. Athygli vekur að þetta var degi eftir að þáverandi stjórnarformaður Glitnis, Þorsteinn Már Baldvinsson, fór þess á leit við Seðlabanka Íslands að hann veitti Glitni 600 milljóna evra lán til að hann gæti staðið í skil- um með skuldbindingar sínar og ein- ungis þremur dögum áður en tilkynnt var að íslenska ríkið myndi yfirtaka 75 prósent eignarhlut í Glitni. Bréf JH Trading í Glitni voru því keypt á þessu hærra verði þrátt fyrir þessa þróun og yfirvofandi fall bankans. Í yfirlitinu kemur fram að sams konar viðskipti áttu sér stað á milli Glitnis og tveggja þekktra viðskipta- vina bankans, Tómasar Hermanns- sonar bókútgefanda og Jakobs Val- geirs Flosasonar, útgerðarmanns í Bolungarvík, sem kenndur er við Stím, á dögunum fyrir yfirtöku Glitn- is. Þann 19. september keypti eignar- haldsfélag Tómasar 28 milljón hluti í Glitni af Glitni og seldi bankanum þá svo fjórum dögum síðar á hærra verði. Þann 22. og 25. september gerði eignarhaldsfélag Jakobs Val- geirs, Ofjarl, slíkt hið sama en einnig þá fékk félagið meira fyrir bréfin frá Glitni en greitt hafði verið fyrir þau. Glitnir tapaði því á öllum þessum viðskiptum á þessum tíma og verð- ur ekki séð að þau hafi þjónað hags- munum bankans nema að því leyti að með þeim komst hreyfing á við- skipti með bréf bankans og svo virt- ist sem framboð væri eftir bréfum á markaði. Hlutabréfaverð í Glitni hafði farið hríðlækkandi frá því að það náði hámarki í kringum 30 á hlut um sumarið 2007 og verður því að telja sérstakt að Jóhannes, Tóm- as og Jakob Valgeir hafi keypt bréfin á þessum tíma og enn sérstakara að Glitnir hafi greitt meira fyrir bréfin en þau voru seld á. Segist ekki hafa komið að viðskiptunum Jóhannes Karl segir aðspurður, í spjalli frá Bretlandi, að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að kaupa bréfin í Glitni á þessum tíma heldur viðskiptafélagi hans, Hlöðver Geir, sem hafi haft allsherjarumboð fyrir hans hönd til að skuldbinda félag- ið. „Ég hef voða lítið getað verið með puttana í mínum viðskiptum heima á Íslandi út af minni vinnu hér úti,“ segir Jóhannes Karl. Hann segist hafa vitað af því á sínum tíma að félagið hefði keypt hlutabréfin í Glitni en að ákvörðunin hafi ekki verið hans. Jó- hannes segist ekki vita hvernig hluta- bréfakaupin í Glitni voru fjármögn- uð. Staða JH Trading í dag er á þann veg að félagið tapaði 70 og 88 millj- ónum króna árin 2008 og 2009, sam- kvæmt ársreikningum fyrir þessi ár, og er eiginfjárstaðan neikvæð. Í skýringum með ársreikningunum kemur fram að efast sé um rekstr- arhæfi félagsins vegna skuldastöðu þess gagnvart Glitni banka en í árs- reikningi síðasta árs kemur fram að þessir skuldir nema meira en 210 milljónum og að þær séu tilkomnar vegna uppgjörs á gjaldmiðlaskipta- samningum við Glitni. Félagið er því tæknilega gjaldþrota. Þar er einnig tekið fram að félagið hafi fjárfest fyr- ir 364 milljónir í hlutabréfum í félög- um og selt hlutabréf fyrir 384 millj- ónir árið 2008. Hugsanlegt er að hluti þessa hagnaðar sé tilkominn vegna sölunnar á Glitnisbréfunum. Aðspurður hvort hann hafi ekki tapað fjármunum á félaginu segir Jó- hannes Karl að vissulega hafi hann gert það. „Jú, jú, ég tapaði á þessu fé- lagi, tryggingum og öðru slíku. Þetta er ekki allt saman tekið út með sæld- inni,“ segir Jóhannes en meðal þess sem hann segir að hafi komið sér illa fyrir félagið er að það tók þátt í skulda- bréfaútboði í gegnum Glitni sem síð- ar hafi „farið til fjandans“. Viðskipti þessara þriggja aðila með bréfin í Glitni þetta skömmu fyr- ir hrunið renna því hugsanlega enn frekari stoðum undir þá niðurstöðu sem komist er að um eigin viðskipti Jóhannes Karl Guðjónsson knattspyrnu- maður keypti og seldi hlutabréf í Glitni skömmu fyrir hrun og græddi á þeim. Glitnir keypti bréfin af félagi hans á hærra verði en þau höfðu verið seld á jafnvel þó bankinn væri kominn á hliðina. Jakob Valgeir Flosason og Tómas Hermannsson gerðu þetta einnig. Jóhannes segir að viðskiptafélagi hans hafi haft allsherjar- umboð til að skuldbinda félagið og að hann hafi ekki komið að ákvörðuninni. inGi F. VilHJálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég hef voða lítið getað verið með puttana í mínum við- skiptum heima á Íslandi út af minni vinnu hér úti. Tölvupóstur Rósants til Lárusar Weldings og fleiri 2. september 2008: „Vilvekjaathygliáþvíað staðabankansíeiginbréf- umerorðinmjögþung ogþvískynsamlegtað nálgastnýjaaðilameð þaðíhugaaðkoma gömlumbréfumí lóg.RMT“ HeiMild:SkýRSla RannSóknaRnefndaR alþingiS Úr skýrslunni Keypti líka bréf Bókaútgefandinn TómasHermannssonhjáSögumútgáfu. Grætt á bréfunum félag Jóhannesarkarlgræddiá viðskiptunummeðhlutabréfiní glitnisemfélagiðhéltutanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.