Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 25. ágúst 2010 miðvikudagur Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Jimmy Carter, ráðgerir að heim- sækja Norður-Kóreu í vikunni í von um að geta samið um að fá banda- rískan mann, Aijalon Mahli Gom- es, lausan úr fangelsi. Gomes var dæmdur í sjö ára þrælkunarvinnu fyrir að fara yfir landamærin frá Kína yfir til Norður-Kóreu án heim- ildar. Samkvæmt upplýsingum frá norðurkóreskum stjórnvöldum reyndi maðurinn að svipta sig lífi í síðasta mánuði og er hann vistaður á sjúkrahúsi. Gert er ráð fyrir því að Cart- er fari til Norður-Kóreu á fimmtu- dag en ferðin var í staðfest á mánu- dagskvöld af embættismönnum í Bandaríkjunum. Samkvæmt heim- ildum CNN mun Carter ekki fara í heimsóknina á vegum bandaríska ríkisins heldur á eigin vegum. Hann hefur tilkynnt Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um ferðina en hann mun ekki flytja nein skilaboð frá Obama til Kim Jong-Il, leiðtoga Norður Kóreu. Carter fer sem almennur borg- ari og munu engir embættismenn ferðast með honum. Carter mun þó væntalega njóta góðs af því að vera fyrrverandi forseti Bandaríkjanna þar sem bandarískum ríkisborgur- um er almennt meinaður aðgangur að landinu. Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, fór í svipaða ferð til Norður-Kóreu í fyrra og reyndi að fá tvær bandarískar sjónvarpskon- ur lausar úr haldi. Þær höfðu verið dæmdar í tólf ára þrælkunarvinnu fyrir að fara yfir landamærin. adalsteinn@dv.is Freistar þess að fá Gomes leystan úr haldi: Carter fer til Norður-Kóreu Í Chile eru nú 33 námumenn fastir á 670 metra dýpi. Þar hafa þeir dúsað síðan 5. ágúst. Gríðarleg kátína ríkir á meðal chilesku þjóðarinnar eftir að björgunarsveitir náðu sambandi við námumennina á sunnudag, en talið var nær útilokað að þeir væru á lífi. Nú er unnið að því að flytja mönnun- um fæði, vatn og súrefni í gegnum átta sentimetra breiða borholu sem teng- ir hina ólánssömu námumenn við yf- irborðið. Víðari göng verða boruð til að bjarga mönnunum upp á yfirborð- ið. Talið er að fjórir mánuðir geti liðið áður en mennirnir losna úr prísund- inni en þeim hefur enn ekki verið sagt það. Túnfiskur, mjólk og kex Námumennirnir í San José-námunni í Atacama-eyðimörkinni í norðurhluta landsins lokuðust inni þegar grjót- hrun lokaði göngum á miklu dýpi. Mennirnir hafa lifað á túnfiski í nið- ursuðudósum, mjólk og kexi sem þeir fundu í neyðargöngunum þar sem þeir halda til. Björgunarmönnum hef- ur tekist að senda þeim örmjó plast- hylki niður borholuna en í hylkjunum er matur, lyf og samskiptabúnaður. Bíður með forsetann sér við hlið Ættingjar námumannanna biðja fyrir þeim á yfirborðinu og hafa komið upp bænahúsum með myndum af námu- mönnunum og veggspjöldum með hvatningarorðum til þeirra. Forseti Chile, Sebastian Piñera, hefur einn- ig dvalið löngum stundum við nám- una og stutt við bakið á ættingjunum. Á fréttamyndum sést hann ræða við Lilianett Ramírez, eiginkonu Marios Gómez, sem er 63 ára, elstur námu- mannanna og leiðtogi þeirra. „Hann er ekki sú manngerð sem situr bara og bíður eftir því að verða bjargað,“ seg- ir Lilianett, sem hefur beðið við nám- una í þrjár vikur. „Geturðu ímyndað þér? Eftir þrjátíu ára hjónaband erum við aftur farin að senda hvort öðru ást- arbréf. Mig langar til að segja honum hversu heitt ég elska hann. Ég ætla að segja honum að nú muni hlutirn- ir breytast, að við munum eignast nýtt líf. Ég ætla að bíða eins lengi og ég þarf eftir manninum mínum.“ Fimmtíu fermetra klefi Mennirnir voru beðnir um að skrifa niður það sem þeir óskuðu eftir að fá sent niður í hyldýpið. Þeir báðu um ferskjur, tannbursta og ískaldan bjór. Piñera forseti sagði að öll þjóðin „gréti af eftirvæntingu og gleði“ og að allir fylgdust nú með eftir að í ljós kom að mennirnir væru á lífi. Á sunnudag- inn sendu mennirnir lítinn pappírs- miða upp borholuna en á hann höfðu þeir skrifað: „Það er í lagi með okk- ur!“ Forsetinn ávarpaði þjóð sína sigri hrósandi og sýndi henni miðann. En á meðan þjóðin var í sæluvímu minntu læknar og sálfræðingar á að þeir legðu áherslu á að halda mönn- unum uppteknum og upplýstum til að viðhalda geðheilsu þeirra. Menn- irnir sitja fastir í um fimmtíu fermetra klefa, en þar munu þeir allir 33 rúmast ágætlega. Þeir eru ekki í hættu lengur þar sem grjóthrunið varð annars stað- ar í fjallinu. Vatnstankar og vatn frá borbúnaðinum sér mönnunum fyrir drykkjarvatni og hefur það bjargað lífi þeirra. fastir á 670 metra dýpi Sebastian Piñera segir að chileska þjóðin gráti af gleði eftir að í ljós kom að 33 námumenn sem dúsa fastir á 670 metra dýpi eru á lífi. Fjórir mánuðir gætu liðið áður en mennirnir losna úr prísundinni. Björgunarmenn munu senda þeim vistir, hjálpargögn og ískaldan bjór. 670 metrar HYLDÝPI FJALLSINS Námumenn- irnir eru fastir á 670 metra dýpi, en 670 metrar samsvara hæð níu Hallgrímskirkna. 670 metrar HeLgI HrAFN guðmuNDSSoN blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is glaður forseti Sebastian Piñera, forseti Chile, ásamt ættingjum námumannanna ólánssömu. Hér sýnir hann miðann sem mennirnir skrifuðu og sendu upp örmjóa borholu: „Það er í lagi með okkur“. mYND reuTerS Jimmy Carter Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna freistar þess að fá bandarískan ríkisborgara lausan úr haldi norðurkóreskra stjórnvalda. draugar fá bætur Yfirvöld í bandarísku borginni Minneapolis hafa ákveðið að borga sjömenningum 165 þúsund doll- ara í skaðabætur eftir að þeir voru handteknir fyrir að leika uppvakn- inga. Atvikið átt sér stað árið 2006 en þá ákváðu sjö vinir að klæða sig upp eins og uppvakningar. Þeir vöktu athygli lögreglumanna sem ákváðu að handtaka vinina eftir að hafa séð grunsamlega víra stingast út úr pok- um sem þeir voru með. Töldu lög- reglumenn að þar væri um sprengjur að ræða en þetta reyndist vera hluti af hljómtækjum. Þrátt fyrir að engin kæra hafi verið lögð fram af hálfu lögreglunnar á hendur sjömenning- unum var þeim haldið í tvo daga. Borgin ákváð því að greiða þeim 165 þúsund dollara í skaðabætur svo málið færi ekki fyrir dómstóla. Krókódíll í New York Flökkusögur um að krókódílar leyn- ist í holræsum New York-borgar fengu byr undir báða vængi þegar rúmlega sextíu og eins sentimeters langur krókódíll fannst undir bíl í borginni á dögunum. Dýraeftirlitið í borginni segist ekki hafa hugmynd um hvernig krókódíllinn komst und- ir bílinn. „Hann var í góðu ástandi og virt- ist bara vera að fylgjast með undan bílnum,“ segir Richard Gentles, tals- maður dýraeftirlitsins, í samtali við CBS-fréttastofuna. „Hann verður geymdur á rólegum stað svo hann fari ekki á taugum.“ Gentles sagði að krókódíllinn yrði þó að öllum líkind- um fluttur í dýragarð innan skamms. Óskiljanlegt kattahatur Kona á miðjum aldri fleygði ketti ofan í ruslatunnu í Coventry á Eng- landi, og lokaði henni, að ástæðu- lausu að því er virðist. Eigendur katt- arins, sem er fjögurra ára og heitir Lola, heyrðu mjálm berast úr rusla- tunnunni 15 klukkustundum síðar. Þeir skoðuðu svo upptöku úr eftir- litsmyndavél og á henni sást ókunn- ug, gráhærð kona, strjúka kisa um stund. Skyndilega grípur hún um hálsinn á kettinum og fleygir ofan í ruslatunnuna. Myndskeiðið var sýnt á stærstu fréttastöðvum Bretlands og sagt er að margir viti hver þessi kona er. Lögregluyfirvöld ætla að vernda konuna þar sem hætta er talin á að reiðir dýravinir vinni henni mein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.