Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 3
jóhannes karl keypti glitnisbréf í hruninu miðvikudagur 25. ágúst 2010 fréttir 3 Glitnis í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis; að starfsmenn eigin við- skipta Glitnis hafi haft óeðlilega að- komu að viðskiptum með hlutabréf í bankanum og að þessi afskipti hafi miðað að því að koma röngum eða misvísandi upplýsingum um stöðu Glitnis út á markaðinn. Viðskiptin foru fram í maí 2008 og er rætt um þau í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og koma þau einnig fram á yfirlitinu frá Wikileaks. Félag Starfsmaður Lánsfjárhæð í milljónum Gnómi ehf Jóhannes Baldursson 782 AB 154 ehf Vilhelm Már Þorsteinsson 787 Strandatún ehf Rósant Már Torfason 782 Margin ehf Magnús Arnar Arngrímsson 787 Einarsmelur 18 ehf Einar Örn Ólafsson 782 HEKT ehf Eggert Þór Kristófersson 510 Langidalur ehf Magnús Pálmi Örnólfsson 519 AB 158 ehf Ingi Rafnar Júlíusson 519 Skebbi ehf Rúnar Jónsson 346 Hlutabréfakaup í Glitni Einn helsti starfsmaður gamla Kaupþings, Guðni Níels Aðal- steinsson, starfar nú fyrir breska fjármálaeftirlitið. Hlutverk Guðna er að fylgjast með lausafjárstöðu breskra banka. Guðni fékk nærri 1.300 milljóna kúlulán hjá Kaupþingi. Samstarfsmað- ur Guðna hjá breska fjármálaeftirlitinu segir hann vera í fríi. Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri fjárstýr- ingar gamla Kaupþings og einn af þeim sem fékk kúlulán frá bankan- um til að kaupa hlutabréf í honum, hefur verið ráðinn sem starfsmað- ur breska fjármálaráðuneytissins (FSA). Í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis kemur fram að við fall bankans hafi Guðni og eignarhalds- félag hans, RST ehf., verið búin að fá nærri 1.300 milljónir króna að láni frá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum. Reikna má með að slitastjórn Kaupþings krefji Guðna um þessa fjármuni líkt og aðra háttsetta starfsmenn Kaup- þings. Þessi staðreynd virðist skipta litlu máli fyrir breska fjármálaeft- irlitið þegar það metur hæfi Guðna til að vinna fyrir stofnunina en hún skipti miklu máli þegar hæfi Guðna var metið hér heima á Íslandi. Ís- lenska fjármálaeftirlitið vék Guðna úr skilanefnd gamla Kaupþings í ágúst í fyrra vegna tengsla hans við bankann á sínum en Guðni hafði þá setið í skilanefndinni frá hrun- inu 2008. Nokkrum mánuðum eft- ir þetta réði Guðni sig yfir til breska fjármálaeftirlitsins. Einn af fjórum Guðni Níels var einn af fjórum skilanefndarmönnum sem Fjár- málaeftirlitið vék frá störfum í ágúst í fyrra með þeim rökum að ekki væri lengur þörf á þekkingu þeirra. Svo vildi reyndar til að hinir mennirnir þrír höfðu allir unnið fyrir bankana fyrir hrun. Þeir sem um ræddi auk Guðna voru Ársæll Hafsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri lög- fræðisviðs Landsbankans, Sigur- jón Geirsson, innri endurskoðandi Landsbankans, og Kristján Óskars- son, sem var yfir viðskiptabanka- sviði Glitnis. Líklegt verður því að telja að þrátt fyrir þá ástæðu sem Fjármála- eftirlitið gaf upp hafi helsta ástæð- an fyrir brottvikningu mannanna úr starfi verið þátttaka þeirra í starfi bankannanna fyrir hrun. Heimildir DV herma að Guðni hafi þann starfa innan breska fjár- málaeftirlitsins að fylgjast með lausafjárstöðu breskra banka. Í fríi Þegar DV hafði samband við breska fjármálaeftirlitið til að ræða við Guðna lenti blaðamaður á sessu- nauti Guðna sem sagði að hann væri í fríi. „Hjá Guðna Níels Aðal- steinssyni [...] Hann er í fríi,“ sagði sessunautur Guðna sem ekki gaf upp nafn sitt. Samstarfsmaður Guðna vildi ekki gefa upp hvenær von væri á honum úr fríi og bar því við að það væri trúnaðarbrot ef hann færi að ræða um einkahags- muni samstarfsmanna sinna við blaðamenn. Ljóst er að öfugt við íslenska fjármálaeftirlitið vill það breska nota starfskrafta Guðna þrátt fyr- ir aðild hans að íslenska efnahags- hruninu og tengdum málum. iNGi F. viLhjáLmSSoN fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Hjá Guðna Aðal-steinssyni [...] Hann er í fríi. Frá Íslands til Bretlands Guðni Níels fór frá því að vinna undir íslenska fjármálaeftirlitinu, í skilanefnd Kaupþings, og yfir til þess breska á innan við ári. frá kaupþingi í eftirlitsstörf Verð aðeins 17.950 krónur Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is • Shiatsu nudd • Infrarauður hiti • Titringur • Fjarstýring Fjölnota nuddpúði Opið virka daga frá kl. 9 -18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.