Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 20
Algjör hryllingur Græna ljósið frumsýnir á föstudag- inn hryllingsmynd sem hefur vakið óhug og sterk viðbrögð um allan heim. Myndin heitir The Hum- an Centipede sem þýðir Mannlega hundraðfætlan. Myndin fjallar um tvær bandarískar stúlkur sem lenda í klónum á geðsjúkum þýskum lækni. Myndin er sú fyrsta hérlendis sem fer í svokallað Heimabíó Græna ljóssins. The Human Centipede verður þannig frumsýnd samtímis í Háskólabíói og á VOD-heimaleig- um Símans og Vodafone. Áhorf- endur hafa því val um það frá fyrsta degi hvort þeir sjái myndina í kvik- myndasal eða heima í stofu. Keppir fyrir ÍslAnds hönd Kvikmynd Dags Kára Pétursson- ar, The Good Heart, hefur verið valin sem framlag Íslands til kvik- myndaverðlauna Norðurlanda- ráðs 2010. Hinar myndirnar fjór- ar, sem myndin mun etja kappi við, eru Submarino frá Dan- mörku, Miesten Vuoro frá Finn- landi, Upperdog frá Noregi og Metropia frá Svíþjóð. Verðlaun- in, að andvirði 350.000 danskra króna, eru veitt kvikmynd sem á rætur í norrænni menningu og býr yfir miklum listrænum gæð- um. Kvikmyndin á einnig að sýna listræna nýsköpun og jafnframt þróa kvikmyndalistina með því að sameina hinar ýmsu hliðar hennar í sannfærandi og heil- steyptu verki. Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Kynnir KynungAbóK Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kynnir upplýsingaritið Kynungabók í dag í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 14.00. Um er að ræða upplýsingarit fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja sem gefið er út af mennta- og menning- armálaráðuneytinu. Markmiðið með útgáfunni er að að veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélag- inu og vekja ungt fólk til umhugsun- ar um hvernig mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma hefur áhrif á líf ungs fólks. Ritið er hugsað sem eftirfylgni við lagaákvæði um jafnréttisfræðslu og er hluti af innleiðingu á nýrri menntastefnu þar sem jafnrétti, lýð- ræði, sjálfbærni, læsi og sköpun eiga að vera í öndvegi í öllu skólastarfi. 20 fókus 25. ágúst 2010 miðvikudagur forsmeKKur AirwAves Iceland Airwaves, í samtarfi við Rás 2 og bílaleiguna Hertz, halda tónleika á Akureyri á laugardag sem verða upphitun fyrir tólftu Airwaves-hátíðina. Tónleikarnir fara fram á Græna hattinum og er ókeypis inn. Fram koma Bloodgroup, sem á rætur að rekja til Egilsstaða, Endless Dark frá Ólafsvík og Grundarfirði og akur- eyrsku böndin Sjálfsprottin spévísi og Buxnaskjónar. Húsið verður opnað klukkan 22.00. Anna Svava Knútsdóttir skemmtir sér vel við handritsskrif: grínteymi framleiðir smelli Leikkonan Anna Svava Knútsdótt- ir, Gunnar Björn Guðmundsson og Ottó Geir Borg eiga góða daga um þessar mundir en þau skemmta sér stórkostlega við handritsskrif að nýrri þáttaröð gerðri eftir bók Tobbu Marinósdóttur, Makalaus, sem verður framleidd af Skjá ein- um. „Við liggjum og grenjum úr hlátri við skrifin,“ segir Anna Svava. „Þetta verða um tíu þættir og í hverj- um þeirra er að finna atriði þar sem sögupersónur komast í óborganlega vandræðalegar aðstæður. Efnið sem við höfum til að vinna úr er afskap- lega skemmtilegt.“ Anna Svava og Gunnar Björn hafa átt farsælt samstarf eftir að hafa unnið í góðum hópi að áramóta- skaupinu í fyrra og framleiða nú hvern grínsmellinn á fætur öðrum. Það er óhætt er að segja að þarna sé komið grínteymi sem líklegt er til að taka við af eldri kynslóðinni. Tvíeykið ætlar sér að gefa sér tíma í vetur til að vinna að framhaldi einleiksins Dagbók Önnu Knúts sem fór sigurför um allt landið í sumar. Aðspurð hvort þarna sé efni í leikið efni í sjónvarpi segist hún alls ekki útiloka það. „Ég er með nokkrar hugmyndir um framhald eða þróun þess efnis sem ég ætla að gefa mér tíma til að vinna eftir áramót með Gunnari.“ Fyrir þá sem misstu af einleikn- um í sumar nefnir Anna Svava að töluverð eftirspurn sé eftir fleiri sýn- ingum og því líklegt að hann verði fluttur aftur í vetur og verða sýning- arnar auglýstar síðar. kristjana@dv.is Til stóð að framleiða mynd byggða á bók Stefáns Mána, Svartur á leik, á þessu ári en verkefnið er nú í biðstöðu. Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson segir ekki útlit fyrir að kvik- myndin fari í framleiðslu á þessu ári því framlag frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fáist ekki sökum fjárskorts. Mikil eftirvænting hefur ríkt hvað varðar framleiðslu myndarinnar og nöfn leikarans Þorvalds Davíðs Kristjánssonar og ofurfyrirsætunn- ar Tinnu Bergs nefnd í tengslum við hlutverk aðalsögupersóna og eld- heitrar ástarsenu þeirra á milli. Framlag íslenskra sjóða er oftast nær skilyrði fyrir umsóknum í er- lenda kvikmyndasjóði, sem leggja fram það fjármagn sem eftir stend- ur til að tryggja framleiðslu. Vilyrði frá íslenskum kvikmyndasjóðum er þannig aðgöngumiði að frekara fjár- magni. Erlent framlag háð innlendu Framleiðendur myndarinnar, Zik Zak og Filmus, hafa þó náð að fjár- magna myndina á erlendum vett- vangi upp að því marki sem til stóð að kæmi frá Kvikmyndamiðstöð Ís- lands. Erlenda fjármagnið er þó háð mótframlagi frá íslenska sjóðnum. Sigurrós Hilmarsdóttir, fram- leiðslu -og fjármálastjóri Kvik- myndamiðstöðvar, segir stöðu sjóðs- ins þrönga og staðfestir að myndin sé ekki meðal þeirra sem hafi fengið út- hlutun í ár. Nú þegar hafi 210.5 millj- ónum verið úthlutað af þeim 270 milljónum sem til ráðstöfunar eru í ár. „Djúpið hans Baltasars fékk 75 milljónir, Gauragangur, sem er einn- ig framleidd af Zik Zak, fékk 70 millj- ónir og Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdals fékk 65.5 milljónir,“ segir Sigurrós. Nánast tæmdur sjóður „Það er því ljóst að það er lítið eft- ir af fé í sjóðnum og búið að út- hluta af þessu fé einnig í handrita- styrki svo að það sem eftir stendur er enn minna.“ Sigurrós segir ásókn í styrki vera mikla, sótt hafi verið styrki frá kvikmyndamiðstöð vegna tíu mynda og því ljóst að þörfin sé meiri en hún getur annað. „Úthlutun frá kvikmyndamiðstöð er langt ferli og margar þessara mynda bíða af- greiðslu og mega jafnvel ekki vænta niðurstöðu fyrr en á næsta ári. Stað- an er vissulega þröng og sjóðurinn hefur minnkað. Flestir taka þessu af jafnaðargeði og skilningi.“ Héldu sínu striki Óskar Þór Axelsson, leikstjóri mynd- arinnar, segir erfitt að glíma við af- leiðingar efnahagshrunsins og þá óvissu sem skortstaða sjóðsins skapi. „Við tökum niðurstöðunni af yfirveg- un þótt við séum svekktir,“ segir hann. „Við höfðum fengið vilyrði fyrir styrk- úthlutun en vegna niðurskurðarins fengum við hana ekki í ár,“ bætir hann við. Óskar segir undirbúning mynd- arinnar langt kominn. „Við ákváð- um að halda okkar striki. Ég var áður búsettur í New York og flutti heim til að sinna undirbúningi. Handritið er klárt, við höfum ráðið í flest hlutverk og ég hef farið að skoða tökustaði í sumar. Nú verðum við hins vegar að bíða með tökur þar til á næsta ári enda er erlend fjármögnun háð því að íslenskt fjármagn fáist á móti.“ kristjana@dv.is bíður leiks Undirbúningur langt kominn Óskar Þór leikstjóri bíður átekta. myNd SigtryggUr Ari Slæm staða Kvikmyndamiðstöðvar kemur kvikmyndagerðarfólki illa: svarTur Klár í slaginn Óskar Þór lætur engan bilbug á sér finna. myNd SigtryggUr Ari hvAð heitir lAgið? „Oh God I am the american dream. But now I smell like vaseline.“ svAr: BoBBy Brown - Frank Zappa Við ákváðum að halda okkar striki. Ég var áður búsettur í New York og flutti heim til að sinna undirbúningi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.