Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 19
LÁRA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR er fjölhæf kona. Hún er þó líklega þekktust fyrir pistla sína á miðjunni.is og sem höfundur frasans óborgan- lega; „Takk útrásarvíkingar.“ Lára leggur nú lokahönd á bók byggða á pistlunum. GETUR EKKI GERT UPP Á MILLI ÚTRÁSARVÍKINGA Í heimsmetabók Guiness væri við hæfi að nefna að íslenskir atvinnurek- endur eiga heimsmetið í aumingja- skap. Líklega var Bjarni Benediktsson einna fyrstur manna til að benda á vanmátt þeirra. Dæmin um þetta eru fjölmörg. Í ársbyrjun 1917 samþykkti Alþingi lög um bann við sölu skipa nema með sérstakri undanþágu landsstjórn- arinnar. Lögin voru sett til þess að girða fyrir að íslenskir útgerðarmenn freistuðust til að notfæra sér ástand- ið undir lok fyrri heimstyrjaldarinn- ar og seldu skip sín á uppsprengdu verði. Skömmu eftir þetta barst er- indi frá frönsku ríkisstjórninni sem vildi kaupa togara. Skemmst er frá því að segja að stjórnvöld samþykktu söl- una og haustið 1917 voru 10 togarar seldir úr landi til Frakklands. Sala tog- aranna var talin hafa kostað 1.600 til 1.800 manns vinnuna í Reykjavík. Á fjórða áratug 20. aldar varð upp- nám vegna kreppunnar og stríðsins á Spáni. Allt fór úr skorðum; veið- ar, vinnsla og sala á sjávarafurðum. Ekki bætti úr skák að útflytjendur tóku að undirbjóða hver annan til að koma saltfisknum út. Fyrir með- algöngu ríkisins voru mynduð Sölu- samtök íslenskra fiskútflytjenda (SÍF) og síðan hafin hagnýting frystitækn- innar. Aumingjaskapur atvinnurek- enda á einkamarkaði olli því að sam- vinnuhreyfingin margefldist í útgerð, vinnslu og iðnaði, bæði í gegnum kaupfélög og verkalýðsfélög. Með hækjur, belti, kút og axlabönd Í seinni heimsstyrjöldinni og að henni lokinni fóru atvinnurekendur á spena Breta og Bandaríkjamanna. Verktakafyrirtæki lifðu áratugum saman eins og sníkjudýr á banda- ríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Til urðu helmingaskipti sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Sogkraftur her- námsins varð til þess að erfitt varð að manna fiskiskipin. Síðar var ráðist í að virkja fall- vötnin en engir athafnamenn voru til staðar til að nýta raforkuna og ekk- ert gekk að selja rafmagnið til einka- aðila. Stofuð voru opinber fyrirtæki, svo sem Sementsverksmiðjan og Áburðarverksmiðjan, sem komust upp með miklu minni framleiðni en sambærileg fyrirtæki á meginlandi Evrópu vegna einokunarstöðu sinn- ar. Fjölgun starfa var þannig til kom- in vegna erlendrar hersetu og opin- berra afskipta af framleiðslukerfinu. Þar með er ekki öll sagan sögð. Á átt- unda áratugnum, að loknu síldarfyll- eríinu, var það gert með því að færa út landhelgina og kaupa skuttogara í hvert sjávarpláss. Ofveiði leiddi til kvótasetning- ar sjávarafla og linnulausra og lang- vinnra átaka um gjafakvóta og einka- væðingu sjávarauðlinda. Með þessu lagi festist íslenskur pilsfaldakapítal- ismi í sessi. Innmúraður samsláttur hagsmuna einkarekstrar og stjórn- mála tók við af sakleysislegri fyrir- greiðslupólitík. Eftir áratuga langar tilraunir til að auka raforkusölu til stóriðju braut Kenneth Peterson, bandarískur auð- kýfingur, ísinn og reisti álver á Grund- artanga. Íslenskir atvinnurekendur komu þar hvergi nærri með fjármagn frekar en þegar Alusuisse reisti Straumsvíkurálverið 1969. Kerfið örmagnast Með einkavæðingu bankanna átti að hefjast nýtt blómaskeið íslenskra at- vinnurekenda og athafnamanna. All- ir vita hvernig því ævintýri lauk. Hrak- smánarleg gjaldþrotasagan er einstök í veraldarsögunni og það er af þeirra völdum sem efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar hvílir nú á brauðfótum. Menn á öllu litrófi stjórnmálanna vita þetta en þegja af skömm. Sum- ir þeirra eru enda enn andvígir út- lendingum, aðrir bölsótast yfir af- skiptum ríkisins í viðskiptalífinu. Enginn vill tala hátt um að ævin- lega þegar íslenskir atvinnurekend- ur standa frammi fyrir raunverulegri samkeppni leita þeir í skjól ríkisins. Reyndu til dæmis að nota Sjálfstæðis- flokkinn til að viðhalda samsæri olíu- félaganna gegn almenningi. Þessi þróun á sér að sumu leyti rætur í einkennilegri samstöðu vinstri- og hægrimanna. ASÍ lætur sér nú lynda í þágu íslenskra atvinnurek- enda að laun séu um það bil 50 pró- sentum lægri og vinnutíminn fjórð- ungi lengri en hjá frændþjóðum. Sturlun íslenskra athafnamannanna á undanförnum árum hefur auk þess stórskaðað afkomu ríkissjóðs og vel- ferðarkerfið. Allir njóta þeir auk þess fjarlægðarverndar; fæstum dettur í hug að fjárfesta hér á landi nema ef til vill í orkufrekum iðnaði. Þetta er böl íslensks almennings. Eiginlega stendur þjóðin frammi fyrir skuldaskilum sjálfstæðisins. Varla dugar að skipta um gjaldmið- il þegar innviðir atvinnurekstrar eru svo feysknir sem raun ber vitni. Að brjótast til fátæktar 1 NJÓSNARAR BISKUPS Í bréfi Geirs Waage tjáir hann sig á lokuðum samskiptavef starfandi presta um Langholtskirkjumálið. 2 MAÐURINN VANN EKKI Á KFCFréttablaðið dró til baka frétt um að íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Litháen hafi unnið á KFC-kjúklingastað í Vilníus. 3 ÁTTUÐU SIG EKKI Á EFTIRSKELLINUMRíkið þurfti að leggja bönkunum til hundrað milljarða króna vegna gengistryggðra lána. 4 YFIRHEYRÐIR Í ANNAÐ SINN Lögreglan hefur yfirheyrt grunaða tvisvar vegna dauða Hannesar Þórs Helgasonar. 5 ILLUGI: HVORKI KARL NÉ KIRKJAN GERÐU SITT BESTA Illugi Jökulsson gagnrýndi kirkjuna og biskupinn á bloggi sínu. 6 DAVÍÐ HARMAÐI AFSÖGN ÓLAFS BISKUPS Ólafur Skúlason sagði í ævisögu sinni Davíð hafa harmað afsögn hans. 7 HANDTEKIN VEGNA FIMM ÁRA DÓTTUR SEM ER 76 KÍLÓ Bandarískir foreldrar voru hand- teknir fyrir að vanrækja dóttur sína. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Lára Björg Björnsdóttir, sagnfræðingur.“ Hvað drífur þig áfram í lífinu? „Sonur minn.“ Hver er fyrirmyndin? „Ég held að fyrirmyndir séu alltaf manneskjur sem þú sækir í til að fá styrk, stuðning og leið- sögn og því eru fyrirmyndir mínar sonur minn, systir mín og vinkonur mínar. Lífið væri ekkert án þeirra.“ Hvað færðu þér í morgunmat? „Ég borða ekki morgunmat. Og já, ég veit að það er óhollt (hæ pabbi). Ég á það þó til að baka brauð á morgnana en það er yfirleitt fyrir einhverja aðra enda baka ég bara af fórnfýsi og alúð (lesist: ég er að kaupa mér ást og virðingu).“ Hver eru áhugamálin? „Ég á engin áhugamál. Afsökunin hingað til hefur verið sú að einstæðar mæður hafa ekki tíma fyrir áhugamál en þegar ég finn tíma finnst mér afar gaman að sökkva mér niður í sögubækur og lesa um ófrið og stríð síðustu hundruð ára (og nei, ég er ekki bara að segja þetta til að virka meðvituð og vönduð, þetta er satt.)“ Hvernig ganga bókarskrifin? „Ég kann eiginlega ekki við að vera svona jákvæð en þau ganga alveg ótrúlega vel. Takk útrásarv....“ Hver er uppáhaldsútrásarvíking- urinn þinn? „Ég gæti aldrei í lífinu gert upp á milli þeirra.“ Hvað er framundan? „Klára bókina mína og ryksuga.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Í mínu lífi er mikilvægast að hafa einu sinni verið ungfrú 10. bekkur.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Já.“ SIGURÐUR GÍSLI EIRÍKSSON 23 ÁRA, NEMI „Já, en ég ætla að skrá mig úr henni.“ JÓHANN PÁLL JÓNSSON 22 ÁRA, NEMI „Já, en ég ætla að skrá mig úr henni.“ ÁGÚSTA BJÖRK BERGSVEINSDÓTTIR 23 ÁRA, NEMI „Já.“ ÞÓRIR HALLGRÍMSSON 46 ÁRA, LÖGFRÆÐINGUR „Já, og ég ætla alls ekki að skrá mig úr henni.“ PÉTUR JÓNSSON 17 ÁRA, NEMI ERT ÞÚ Í ÞJÓÐKIRKJUNNI? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2010 UMRÆÐA 19 JÓHANN HAUKSSON og DR. SÆVAR TJÖRVASON blaðamaður og doktor í félagsfræði skrifa „ASÍ lætur sér nú lynda í þágu íslenskra atvinnurekenda að laun séu um það bil 50 prósentum lægri og vinnutíminn fjórðungi lengri en hjá frændþjóðum.“ Siglt við Reykjavík Þessar fallegu seglskútur voru á siglingu í Reykjavíkurhöfn í síðsumarsólinni sem borgarbúar nutu á þriðjudag þegar ljósmyndari DV átti leið þar hjá. Aðstæður til siglinga voru hinar ákjósanlegustu á þriðjudaginn því auk sólarinnar var nokkur vindur sem þandi segl skútanna og fleytti þeim áfram eftir haffletinum. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.