Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 13
miðvikudagur 25. ágúst 2010 fréttir 13 Sagan hefst á deilum Flóka við org- anistann, Jón Stefánsson, í Lang- holtskirkju. Deilurnar voru tilkomn- ar vegna orgels sem organistinn vildi koma fyrir beint aftan við altarið. Flóki var því mótfallinn og vildi hafa orgel- ið annars staðar í kirkjunni. Þá blönd- uðu aðdáendur Jóns sér í deilurnar, þeir Ólafur Skúlason þáverandi bisk- up og Sigurður Haukur Guðjónsson prestur. „Ég hef það staðfest að Ólafur hvatti Jón til þess að taka sumarfrí yfir jólin og fram í febrúar. Hann á að hafa sagt: „Láttu hann standa einan við alt- arið, kórlausan og allslausan, og hann mun ekki standa lengi.“ Í kjölfarið setti hann fólk í það að vakta mig en það gátu allir séð að ég var ekkert að bogna undan þessu. Ég hélt mínu striki.“ Flóki gerir ráð fyrir því að það hafi verið þess vegna sem Sigrún Pálína leitaði til hans. „Ég þekkti hana ekkert. En hún hafði þá þegar leitað til tveggja presta og trúað þeim fyrir reynslu sinni en þeir höfðu ekkert gert til þess að hjálpa henni. Það var meira að segja þannig að þessi prestur í Graf- arvogskirkjusókn virtist ætla að hjálpa henni en steig síðan fram og lýsti yfir sérstökum stuðningi við biskupinn. Henni var nóg boðið og sá að þarna stóð ég einn gegn biskupsvaldinu. Í kjölfarið leitaði hún til mín. Hún var að leita að kirkjunnar manni sem vildi hlusta á hana og henni væri óhætt að treysta.“ Samsæriskenning verður til Flóki segir að Ólafur hafi samið við tvo til þrjá starfsmenn Langholtskirkju um að þeir myndu fylgjast með hon- um. „Þannig að þegar Sigrún Pálína kom, mér að óvörum, í venjulegan viðtalstíma þá barst það strax til Ól- afs. Hann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningu þar sem hann velti upp þessari kenningu, að ég og mín- ir menn, eða þeir sem stóðu með mér, værum að sóða út biskupinn með því að kalla þessar konur út og fá þær til þess að bera fram þessar ásakanir. Þetta var samsæriskenning sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. En þessi kenning var stór hluti af hans vörn í þessu máli.“ Flóka var ekki stætt að sitja áfram í sókninni. „Ég átti fáa kosti. Ég gat ekki hugsað mér að vera áfram í Langholts- kirkju. Ég hraktist frá sókninni, rúinn ærunni. Utanríkisráðherra bauð mér starf sem Íslandsprestur á meginlandi Evrópu sem ég þáði. En það var aðeins til þriggja ára þó að ég hafi svo sinnt því í fjögur ár. Þá fór ég að leita að fyrsta prestakalli sem losnaði og réði mig í örlitla sókn hér í Borgarfirðinum þar sem ég hef verið síðan.“ Réri lífróður innan kirkjunnar „Mér hefur oft liðið mjög illa vegna þessa máls. Einu sinni leitaði til mín kona sem lýsti óhuggulegri reynslu sinni af biskupnum. Ég leitaði til manns sem var mér eldri og var nokk- urs konar tilsjónarmaður minn inn- an kirkjunnar og sagði honum frá þessu. Þessi maður er látinn núna en hann var náinn samstarfsmaður Ól- afs. Hann sagðist ekki vera hissa, því biskupinn væri þekktur fyrir það að vera mjög þurfandi á konur. Hann sagði mér einnig frá því hvernig Sig- urbjörn Einarsson beitti sér á sínum tíma í málum Ólafs, en hann reyndi að stoppa hann af. Þremur árum síð- ar gekk þessi sami maður og hafði trú- að mér fyrir þessu í hóp þrjátíu manna sem lýsti opinberlega yfir fullum stuðningi við Ólaf. Það var svo óhugn- anlegt að það setur að manni hroll. Að kirkjan skuli vera svona morkin að innan að menn sem þekkja sann- leikann skuli enn ganga erinda þessa manns. Óheiðarleikinn var svo mik- ill. Stundum leið mér eins og ég væri kominn inn í glæpasamtök. Ég gerði það eina sem ég gat gert fyrir þessa konu. Ég sagði henni að ég legði trúnað á orð hennar og að ef til þess kæmi að ég yrði kallaður til vitnis myndi ég reyna að gera hana trúverð- uga. En ég sagði henni líka að ég gæti ekki beitt mér eitt né neitt í þessu máli því ég væri sjálfur að róa lífróður fyrir starfi mínu innan kirkjunnar. Ég taldi það líka vafasamt að leggja nafn mitt við mál hennar því ég efaðist um að það myndi leiða til góðs. Það gæti allt eins orðið til þess að skaða málstað hennar.“ Biskupinn er rúinn trausti „Sumir studdu mig, ég fann það. En það var náttúrulega ömurlegt að verða fyrir því þegar ég gekk úti á götum að það væri kallað á eftir mér og hrækt á mig. Ég upplifði það þegar ég gekk úti að kvöldlagi á föstudögum og laugar- dögum. Enn þann dag í dag er ég að hitta fólk sem segist hafa fyrirlitið mig. Það tengdi mig við að þessi áburður hafi komist á Ólaf.“ Flóki segir að Ólafur hafi haft stór- an og þéttan hóp á bakvið sig. „Þeir sem stóðu með biskupnum í þessu máli voru til dæmis þeir Sigurður Hauk- ur, vinur hans sem nú er látinn, Hjálm- ar Jónsson og Vigfús Þór Árnason í Graf- arvogssókn. Í raun var það hann sem hleypti öllu í bál og brand þegar hann gaf sig út fyrir að vera sálusorgari konu sem sakaði biskupinn um nauðgunartil- raun en lýsti svo yfir fullum stuðningi við ofbeldis manninn og sagðist treysta hon- um til verka. Karl Sig- urbjörnsson var líka náinn vinur Ólafs sem gekk erinda hans oftar en einu sinni.“ Enn þann dag í dag forðast Flóki Karl. „Ég hef eins lítil samskipti við Karl Sigurbjörnsson biskup eins og ég mögulega get. Ég treysti honum ekki. Ef hann vill sitja áhrifalaus áfram í embætti þá getur hann gert það. En ég held að hann sé algjörlega rúinn trausti, bæði á meðal almennings og eins innan stéttarinnar.“ Draumurinn úti Sjálfur hefur Flóki aldrei fengið upp- reisn æru. „Hvernig ætti það að verða?“ spyr hann. Enginn hefur nokkurn tímann viðurkennt þátt sinn í þessu máli og enginn hefur séð þörf á því að biðja hann afsök- unar. „Hluti af lífshlaupinu felst í því að lenda í hremmingum. Draumur- inn var að komast í skemmtilegt starf, stóra sókn, fallega kirkju þar sem væri mikil tónlist. Það var eins og að vinna stóra vinninginn í happdrætt- inu að komast að í Langholtskirkju. En hann hvarf á augabragði þegar Ólafur Skúlason beitti sér gegn mér. En lífið heldur áfram og ég barma mér ekki. Ég er ekki í draumastarfinu en ég er hér með ágætu fólki þó að sóknin sé lítil.“ Flóka er það líka mikið í mun að örlög hans séu ekki aðalatriði í þess- ari sögu. „Sá viðbjóður sem viðgekkst innan kirkjunnar og sá sársauki sem fórnarlömb hennar hafa þurft að þola verður að vera í forgrunni í allri um- fjöllun. Þessar konur hafa borið mik- inn skaða af. Þær hafa átt um sárt að binda. Dóttir Ólafs, Sigrún Pálína og aðrar konur sem urðu fyrir barðinu á Ólafi. Í samanburði við það sem þær þurftu að þola má mitt mál sín einskis. Það skiptir ekki máli. En saga mín sýn- ir samt greinilega að Ólafur sveifst ein- skis þegar hann var að verja sjálfan sig. Hann hikaði ekki við að eyðileggja líf annarra.“ Spilling innan kirkjunnar Flóki segir biskupsmenn hafa not- að hræðsluáróður. „Það var allt not- að til þess að hræða fólk, hræða það til hlýðni. Þetta voru aðfarir fantanna. Það er sárt að hugsa til þess að ólyktin sem gaus upp var aldrei ræst út. Hver situr núna í stóli biskups? Náinn vinur Ólafs. Sama fólk starfar á Biskupsstofu og í tíð Ólafs. Sami hópur skipar próf- asta. Það gerir þetta mál svo þrúgandi. Regluverkinu var breytt en sömu kar- akterar eru við völd. Þessi hópur fólks sem gerði allt til þess að verjast því að það félli rykkorn á hvítflibba kirkjunn- ar. Það er spilling. Spilling felst í því að loka leiðinni að sannleikanum. Þess vegna skil ég vel að þjóðin tali um að kirkjan hafi lent í klóm manna sem styðja hver annan en ekki þjóðina. Á þessum krepputímum, í öllum skilningi þess orðs, er kirkjan í krísu af því að hana skortir leiðtoga. Núna er kominn tími á hreinsun.“ Það var náttúru-lega ömurlegt að verða fyrir því þegar ég gekk úti á götum að það væri kallað á eftir mér og hrækt á mig. ingiBjöRg Dögg kjaRtanSDóttiR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Stundum leið mér eins og ég væri kominn inn í glæpasamtök. treystir ekki karli Flókisegist ekkitreystaKarlivegnaþess stuðningssemhannveittiÓlafi. tími til kominn Flókisegirtímabært aðgerauppmál ÓlafsSkúlasonar. 34 ÚTTEKT 13. ágúst 2010 FÖ STUDAGUR LEYNDARMÁL KIRKJUNNAR Síðustu daga hefur DV ítrekað óskað eftir upplýsingum um kynferðisbr otamál innan kirkjunnar en hefur alls staðar komið að lokuðum dyrum. Biskupsstofa neitar að láta af hen di afrit af bréfi biskupsdóttur, for- maður fagráðs um kynferðisbrot neitar að upplýsa um mál og neitar þa r að auki að gefa upplýsingar um fjölda mála. DV hefur vitneskju um að Guðrún Ebba Ólafsdóttir studdi Sigrún u Pálínu Ingvarsdóttur sem lýsir reynslu sinni og fundi með kirkjuráði og hvetur kirkjuna til þess a ð setja af stað rannsókn á málum Ólafs. DV birtir einnig brot úr bréfi Guðrúnar Ebbu og ræðir við Thelmu Ásd ísardóttur sem hefur tekið á móti fórnarlömbum kirkjunnar. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir er kon- an sem sakaði Ólaf Skúlason biskup og föður Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttir um nauðgunartilraun. Guðrún Ebba studdi baráttu Sigrúnar sem er Guð- rúnu Ebbu þakklát fyrir stuðninginn og hjálpina. „Það hafði klárlega áhrif á gang mála að Guðrún Ebba talaði mínu máli. Hún sem dóttir gerand- ans var ansi sterkur málsvari.“ Tveimur árum áður en Sigrún Pál- ína fékk fund með kirkjuráði átti hún fund með Karli Sigurbjörnssyni bisk- upi. Á sínum tíma sakaði hún Karl um að halda hlífiskildi yfir Ólafi og sagði hann hafa reynt að þagga niður í sér. „Við gerðum upp samskipti okk- ar. Hann kannaðist reyndar ekki við mína útgáfu en bað mig afsökunar á því ef hann hefði gert eitthvað rangt. Það var mjög erfitt að það skyldu vera tvær mismunandi útgáfur af sama at- burði. Ég var reyndar ekki ein á fund- inum með honum á sínum tíma, maðurinn minn var með mér og við upplifðum bæði það sama. En þetta er auðvitað óþægilegt mál og það er sárt að horfast í augu við það. Það er mjög erfitt. Og ég get ekki ætlað hon- um að upplifa það sama ég.“ Í sárum eftir kirkjuna Ástæðan fyrir því að Sigrún sagði sögu sína var að hún er með óvenju- sterka réttlætiskennd og óttaðist um afdrif annarra kvenna í návist Ólafs. „Ég gat ekki sætt mig við það að mað- ur í þessari valdastöðu væri svona sjúkur. Ég vildi taka ábyrgð á þess- ari vitneskju minni því ég óttaðist að hann myndi misnota aðstöðu sína til að misnota og nauðga öðrum kon- um. Ég vildi koma í veg fyrir að það gæti gerst. Ég óttaðist að hann hefði áreitt fleiri konur sem ég fékk svo staðfest. Ég varð að segja sannleik- ann. Og ég hef aldrei hætt því.“ Viðbrögðin voru þó önnur en hún hafði búist við. „Ég bjóst alls ekki við því að fólkið í landinu myndi bregð- ast svona við. Ég fékk mjög sterk við- brögð. Fólk virtist telja að ég væri sek.“ Að lokum neyddist hún til að flytja úr landi. „Ég bý hér í Danmörku vegna þeirrar meðferðar sem kirkjan sýndi mér á sínum tíma og vegna þess að almenningsálitið snerist gegn mér. Ég fór út og sleikti mín sár. Þær konur sem voru með mér í þess- ari baráttu voru allar í sárum eftir hana. Ég bíð enn eftir því að kirkjan setji á fót rannsóknarnefnd um mál- ið eða fái einhverja utanaðkomandi aðila til að kafa ofan í þetta mál því ég var ekki ein. Þessu máli er hvergi lokið. Enn hefur ekki allt komið fram í dagsljósið. Fórnarlömb Ólafs voru svo mörg. Þau eru ekki bara konurn- ar sem urðu fyrir barðinu á honum, samstarfsfólk hans og prestarnir eru líka fórnarlömb hans. Maðurinn var svo valdamikill.“ Hún segist einnig vita um fleiri konur sem urðu fyrir barðinu á Ólafi. „Mjög fljótlega frétti ég af einni í gegnum skólasystur mína. Við vorum tvær saman að leita leiða í nokkur ár þar til hún dró sig til baka. Það tókst að brjóta hana niður og þagga niður í henni. Hún dró mál- ið til baka en ekki sannleikann. Önn- ur kona bar vitni í mínu máli en steig aldrei fram. Fleiri konur hafa haft samband við mig.“  Afdrifaríkt atvik Sjálf lenti hún í þessu þegar hún var í viðtölum hjá Ólafi vegna hjóna- bandserfiðleika. „Hann taldi mér trú um að ég yrði að opna á reynslu mína af kynferðisofbeldi í æsku. Það sem gerði mig svo hrædda var að hann virtist æsast upp við frásögn mína af þessari reynslu. Hann henti mér upp á bedda, setti hendurnar á brjóstin og tunguna upp í mig.“ Sigrún náði að henda honum ofan af sér. „Þegar ég hafði kastað honum af mér þótt- ist hann gráta og sagði: „Guð minn góður, hvað er ég búinn að gera?“ Ég sagði honum að hann yrði að leita sér aðstoðar, hann væri sjúkur og hann væri prestur þannig að hann yrði að fá hjálp. Ég sagði honum líka að ég gæti aldrei hitt hann aftur. Þá leit hann á mig með þessu djöfullega augnaráði og sagði: „Þú skalt koma til mín aftur.“ Bara þetta augnaráð gerði mig skelfingu lostna.“ Þegar hún hafði nokkurn veg- inn jafnað sig á ný fór hún aftur á fund Ólafs. „Ég fór á fund hans og fór fram á opinbera afsökunarbeiðni. Hann sagði að hann myndi aldrei viðurkenna þetta. Ég vildi sjá hvort hann hefði breyst og hvort ég gæti þá sloppið við það að bera ábyrgð á þessu og farið með þetta lengra.“ Þá fór Sigrún Pálína til kirkjunn- ar og bað um hjálp. „Þetta var árið sem hann var kosinn biskup og ég fór á fund Sigurbjörns Einarssonar biskups. Ég trúði því ekki að það gæti gerst. Sigurbjörn sendi mig aftur á fund Ólafs. Með öðrum orðum þá sendi biskup mig aftur til baka til ger- andans þar sem ég átti að leysa mál- in. Í dag þykir mér það með ólíkind- um en þá fór ég bara og gerði það.“ Er ekki í hefndarhug Meðan á öllu þessu stóð óttaðist Sig- rún álit Guðs. „Það sem gerist þeg- ar einhver er beittur kynferðisof- beldi er að hann tekur á sig skömm gerandans. Og ég óttaðist að Guð myndi ekki vilja mig núna þar sem ég væri að vinna gegn kirkjunni. En þegar ég kom út kynntist ég prestum sem hjálpuðu mér að vinna úr því og sögðu mér að ég yrði alltaf barn Guðs. Kirkjan á að vera hús kærleika og hreinleika. En það er eins með svona mál og alkóhólisma: Ef ein- hver er sjúkur þá veikist öll fjölskyld- an. Þakklát fyrir stuðning Guðrúnar Ebbu INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Sigrún Pálína Ingvarsdóttirsakaði Ólafumnauðgunartilraun.Meðstuðningi GuðrúnarEbbufékkhúnáheyrn kirkjuráðs. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sendikirkju- ráðibréf.Umræðansemfylgdiíkjölfarið komuppumleynimakkkirkjunnar.Alls staðarkomafjölmiðlaraðlokuðum dyrumerþeiróskaeftirupplýsingum. FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2010 ÚTTEKT 35 Ég held að kirkjan sé að vinna í innra starfi sínu svo hún geti tekið á svona málum. Ég er fegin að heyra af því vegna þess að það eru ofbeld- ismenn í öllum stéttum og kirkjan er sú stofnun sem ætti að vera til fyrir- myndar. Ég vildi bara óska þess að kirkjan gæti sett af stað rannsóknar- nefnd og boðið öllum fórnarlömbum kirkjunnar áheyrn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gagnvart kirkjunni. Ég vil bara að hún verði hrein. Og mér finnst að núverandi biskup mætti láta stjórn- ast meira af kærleika og hreinleika. Mér finnst það algjört virðingarleysi við Guðrúnu Ebbu að hún hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir áheyrn kirkju- ráðs.“ Skilaði aftur skömminni Sjálf fékk Sigrún uppreisn æru þeg- ar kirkjuráð samþykkti að hitta hana. „Ég hafði unnið að því í mörg ár með fjölda presta. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk. Það eru nefnilega prestar innan þjóðkirkj- unnar sem geta ekki sætt sig við að þessum málum sé ólokið. Nú í síð- ustu viku hafði samband við mig prestur sem vildi að kirkjan myndi hreinsa sig af þessum ófögnuði. En það er sárt þegar sannleikurinn kemst upp á yfirborðið og það er erf- itt að horfast í augu við hann.“ Fundurinn með kirkjuráði var Sigrúnu mjög dýrmætur. „Það var mér mjög mikilvægt að það væri hlustað á mig, að ég fengi að segja frá mínu máli. Það skipti fjölskyld- una mína líka máli að mér væri sýnd virðing. Þetta er hópur sem vill vel. Þá vantar bara verkfærin.“ Sigrún var hrædd og óörugg fyr- ir fundinn enda vissi hún ekki við hverju hún mætti búast. „Á fund- inum fann ég að það var bæði kær- leikur og ótti, óhugnaður og hræðsla við raunveruleikann og sannleik- ann. En mér var líka sýndur skilning- ur. Ég fann það meðan ég var að tala — sumir horfðu á mig með kærleika og hryggð meðan aðrir horfðu á mig með reiði, skömm og ótta. Það fór bara eftir einstaklingunum hvernig þeir brugðust við þessu. Karl bisk- up horfði niður nánast allan tímann. Eftir að ég lauk mínu máli fékk ég mjög sterk viðbrögð. Það föðmuðu mig nánast allir. Einn presturinn bað mig afsökunar, honum fannst hann hafa brugðist mér því hann trúði mér ekki á sínum tíma. Hann sá eftir því að hafa ekki gert neitt. Auðvitað var óþægilegt fyrir þá að sitja undir þessu því ég var að tala um það hvernig þeir brugðust. Þeir höfðu líka flestir kosið Ólaf til biskups þannig að þeir báru líka einhverja ábyrgð. En mér fannst þetta þess virði. Það var ákveðinn léttir að skila þeim aftur skömm þeirra.“  Stefnir heim „Eftir allt sem á undan er gengið er ég loksins tilbúin til þess að flytja aft- ur heim til Íslands og við stefnum að því á næstu þremur árum. Nú er það orðið viðurkennt meðal almennings að ég sé að segja sannleikann. Ég er ekki lengur dæmd geðveik. En þrátt fyrir allt er það sem eftir stendur það að við verðum alltaf að segja satt frá því sem gerist og segja það upphátt. Það er eina leiðin til þess að stöðva menn með ónáttúru því þeir verða alltaf til staðar. Þeir verða að óttast afleiðingar gjörða sinna. Það verður að vera hættulegt fyrir þá að brjóta af sér. Og það gerist bara ef við segj- um frá því þegar þeir gera það. Þá hættir skömmin vonandi að sitja eft- ir hjá fórnarlömbunum og færist yfir á gerendur þar sem hún á réttilega heima.“ DV hefur undir höndum brot úr bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur Ó lafs Skúlasonar, til kirkjuráðs. Mikil leynd hefur ríkt yfir erindi Guðrúnar Ebbu og Sig- ríður Magnea Jóhannesdóttir sem situr í kirkjuráði segir að með þessari þög n um málið sé verið að vernda Ólaf. Vilja vernda minningu biskups Erindi Guðrúnar Ebbu við kirkjuráð er persónulegt en biskupsstofa neit- ar að láta af hendi afrit af bréfinu sem Guðrún Ebba sendi biskupi fyr- ir ári og síðan kirkjuráði núna í maí. DV hefur þó undir höndum hluta af bréfinu sem Guðrún Ebba sendi og birtir hann hér að neðan. Þar kemur meðal annars fram að Guðrún Ebba studdi Sigríði Pál- ínu Ingvarsdóttur sem sakaði Ólaf, föður Guðrúnar Ebbu, um nauðg- unartilraun árið 1996. Guðrún Ebba hvatti kirkjuráð til þess að taka á móti Sigríði Pálínu, hlýða á mál hennar og biðja hana opinberlega afsökunar eins og eftirfarandi til- vitnun sýnir: „Ég tel að ákveðnu réttlæti verði náð með því að Sigríð- ur Pálína Ingvarsdóttir flytji mál sitt fyrir biskupi og kirkjuráði og að hún fái opinbera afsökunarbeiðni frá þjóðkirkjunni.“  Úr bréfi Guðrúnar Ebbu Þá segir Guðrún Ebba: „Það er mér mikið hjartans mál að kirkjan reyni að tryggja með öllum tiltækum ráð- um að þetta komi ekki fyrir aftur, að kynferðisbrotamenn komist til æðstu metorða. Ég tel nauðsynlegt að íslenska þjóðkirkjan taki skýra af- stöðu gegn kynferðislegu ofbeldi og lýsi því yfir að það sé synd. Kirkjan þarf að taka sér stöðu með þolend- um og margir þolendur eiga í trú- arlegum erfiðleikum og finnst Guð hafa brugðist sér. Ég tel einnig mik- ilvægt að prestar og allir sem starfi á vegum kirkjunnar fái fræðslu um kynferðislegt ofbeldi.“ Seinni hluti bréfsins er á persónulegri nótum. „Oft má satt kyrrt liggja“ Aðspurð að því hvort verið sé að vernda Ólaf með þessari þögn um málið svarar Sigríður Magnea: „Já, það má kannski segja það. Maður- inn er náttúrulega látinn. Oft má satt kyrrt liggja.“ Hún bætir því svo við að Guðrún Ebba verði að gera það upp við sig og sína fjölskyldu hvern- ig hún vill takast á við málið. Þar til kirkjuráð hafi hlýtt á erindi Guðrún- ar Ebbu geti það ekki tjáð sig um málið. En um leið og það hafi feng- ið bréf Guðrúnar Ebbu í hendur hafi strax verið ákveðið á næsta fundi að bjóða henni á fund ráðsins í sept- ember. „Kirkjuráð vill hlusta á hana. Og það er ekki algengt að einstakl- ingar fái að sitja fundi kirkjuráðs.“ Aðeins einu sinni hefur einstakl- ingur fengið áheyrn kirkjuráðs en það var Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sem lýsti þar sársauka sínum vegna kynferðisbrota Ólafs og tómlætis kirkjunnar í kjölfar málsins á sínum tíma.   Fagnar baráttunni Sigríður Magnea segir að þeir sem gagnrýni kirkjuna verði líka að skoða hvað kirkjan hefur verið að gera á síðustu árum. Nú sé búið að mynda fagráð sem eigi að styðja við þá sem kæra og eins ef grunur leik- ur á um kynferðisbrot. Fagráðið eigi að benda fólki á það hvar hægt sé að fá hjálp og tryggja það að enginn guggni á því að leggja fram ákæru. Þá sé búið að setja strangari siða- reglur um nýráðningar starfsmanna en nú er alltaf skimað fyrir barnan- íðingum. Kirkjan hafi beitt sér gegn kynferðisofbeldi og vinni faglega að fyrirbyggjandi aðgerðum. Það megi einnig benda á að á síðasta kirkju- þingi hafi verið unnið að því að bæta starfsreglur um meðferð kynferðis- brota innan kirkjunnar og að skerpa á hvort tveggja hlutverki fagráðsins sem og málefnum er varða barna- verndarlög. Þá fagnar Gunnar Rúnar Matthí- asson, formaður fagráðs um kyn- ferðisbrot innan kirkjunnar, þessu framtaki Guðrúnar Ebbu. „Guðrún Ebba er flott manneskja sem getur lagt þessum málstað lið. Hún hefur aðeins gott fram að færa og ég fagna þessari baráttu hennar. Hún getur aðeins orðið til góðs. Og ég fagna hverjum góðum þjóni.“ ingibjorg@dv.is Ólfur Skúlason biskup var sakaður um kynferðisbrot. Séra Kristján Björnsson segir að börn séu hvergi alveg örugg, hvorki innan kirkjunnar né annars stað 8 fréttir 23. ágúst 2010 m ánudagur „Ég sé að Hjálmar Jónsson ber af sér þessar sakir á Pressunni. En þar heldur hann til baka mjög mikilvæg- um upplýsingum,“ segir Sigrún Pál- ína Ingvarsdóttir sem sakaði Hjálm- ar og Karl Sigurbjörnsson núverandi biskup um tilraun til þöggunar árið 1996. Sigrún Pálína sakaði Ólaf Skúla- son biskup um nauðgunartilraun og í kjölfarið átti hún fund með þeim Karli og Hjálmari. „Þetta hófst þannig að frændi minn sem var Alþingismað- ur vildi reyna að hjálpa mér og kom mér í samband við Hjálmar sem sat þá á Alþingi. Ég fór á fund Hjálmars sem stakk upp á því að við myndum tala við Karl. Við samþykktum það og fórum með honum á fund Karls í Hall- grímskirkju.“ Eiginmaður hennar Alfreð Wolf- gang Gunnarsson sat þessa fundi með henni. Þetta var á föstudagseftir- miðdegi og lögðust báðir prestarnir á bæn fyrir þeim hjónum. Laugardagur- inn hófst svo með því að séra Hjálmar kom heim til þeirra og bað fyrir þeim þar. „ „Ég hélt að þeir ætluðu að hjálpa mér. Þeir virtust reiðubúnir til þess og það var óskaplegur léttir. Loksins virt- ist einhver trúa mér. Svo upphefjast samræður þeirra við Ólaf Skúlason. Ég fór fram á það að hann myndi við- urkenna það sem hann gerði og biðja mig opinberlega afsökunar. Hann neitaði því. Ég fann að því oftar sem þeir töluðu við Ólaf því niður- dregnari urðu þeir.“ Niðurbrotin af sársauka og sorg Sigrún Pálína fór aftur á fund þeirra Karls og Hjálmars í Hallgrímskirkju á sunnudags- kvöldinu. „Þá kom- umst við að þeirri niðurstöðu að réttast væri að senda út yf- irlýs- ingu. Ég féllst á að draga mál mitt til baka í fjöl- miðlum, en ég sagði líka að ég drægi sannleikann ekki til baka. Yfirlýsing- in var handskrifuð og Karl fór með hana fram til þess að prenta hana. Þegar hann kom til baka var hún eins að öllu leiti nema því að hann hafði strokað út þessa setningu um að ég drægi sannleikann ekki til baka, sem var algjört lykilatriði. Mér brá þegar ég sá það. Ég horfði á þá og sagði að þetta gæti ég aldrei skrifað undir. Á þessu augnabliki áttaði ég mig á því að annað hvort ætluðu þeir aldrei að að- stoða mig eða þá að þeir væru búnir að gefast upp fyrir Ólafi. Ég stóð upp og kvaddi. Þegar ég var að fara spurði Hjálmar hvort ég gæti ekki hætt þessu fyrir börnin mín. Ég sagði: „Nei, ég get ekki hætt þessu fyrir börnin mín því þau vilja að ég segi sannleikann.“ Þá sagði Karl: „Hvað með móður þína? Getur þú ekki hætt þessu fyrir móður þína sem er sjúk?“ Mamma var veik á þessum tíma. Þegar hann sagði þetta brást eitthvað innra með mér og ég sá Karl í nýju ljósi. Karl birtist mér sem einhver allt annar maður. Ég fór af þessum fundi gjörsamlega niðurbrot- in af sársauka og sorg.“ Þjökuð af sektarkennd Sigrún Pálína bætir því við að eina ástæðan fyrir því að hún hafi upp- haflega samþykkt að gefa út slíka yfirlýsingu væri vegna þess að þegar hafi verið búið að koma henni í skilning um það hversu mikilli þjáningu hún væri að valda þjóðinni. „Á fundi siðanefndar var mér bent á það að þjóðin væri í sár- um. Mér var sagt að hugsa um allt fólkið sem gæti ekki leitað til kirkjunnar út af þessu máli. Gamla fólkið sem þyrfti að láta jarða maka sinn. Þetta kom aftur til tals á þess- um fundi okk- ar í Hallgrímskirkju. Á þessum tímapunkti var ég komin með svo mikla sektar- kennd að mér fannst ég verða að leysa þjóðina undan þessu. En ég var aldrei tilbúin til þess að draga sannleikann til baka. En ég var ekki ein. Hin kon- an sem steig fram með mér fór á líka fund Karls í Hallgrímskirkju þar sem hún skrifaði undir þessa yfirlýsingu. Hún ætlaði sér heldur aldrei að draga sannleikann til baka. En þegar hún gerði það var gátu menn bent á það og sagt að við værum allar að ljúga, ein konan hefði borið mál sitt til baka.“ Treystir Karli ekki Við þetta missti Sigrún Pálína allt traust á Karli. „Ég hef aldrei treyst hon- um eftir þetta. Ég fór aftur á fund hans fyrir tveimur árum. Þar mætti ég hörð- um og köldum manni, ekki skilningi eða sátt. Hann bað mig afsökunar en kannaðist samt ekki við það sem hann hafði gert. Nú hafa tveir biskupar Ís- lands beðið mig afsökunar á að hafa gert mér eitthvað án þess að kannast við hvað það var sem þeir gerðu. Ól- afur Skúlason gerði það þegar ég fór á fund hans í Bústaðakirkju. Þá sagði hann: „Ég bið þig afsökunar ef ég hef gert þér eitthvað en ég læt hempuna aldrei af hendi fyrir þetta“. Ég veit um fórnarlömb Ólafs í málum sem gerð- ust eftir 1996. Þau hafa ekki viljað stíga fram, en þau hafa haft samband við mig. Það eru þessi fórnarlömb sem þessir prestar hafa á samviskunni. Hann fékk að njóta vafans. Ekki ég.“ Vísar ásökunum á bug Karl lýsir þessum samskiptum með talsvert öðrum hætti í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, sunnu- dag.  „Laugardagskvöldið 2. mars 1996 hringdi séra Hjálmar Jónsson, alþing- ismaður, í mig og sagðist vera staddur á fundi með Sigrúnu Pálínu Ingvars- dóttur og manni hennar. Tjáði hann mér að þau vildu fá að hitta mig til að ræða leið til að ná sáttum í svonefndu biskupsmáli. Þar sem lagt var hart að mér ákvað ég að hitta hjónin ásamt sr. Hjálmari í Hallgrímskirkju þá um kvöldið. Við ræddum þar málið og fannst mér koma skýrt fram löngun Sigrúnar Pálínu að ná sáttum. Sömd- um við saman drög að yfirlýsingu sem fól í sér að Ólafur biskup bæðist fyr- irgefningar á framkomu sinni og að yrði þá málið látið niður falla. Síðdeg- is næsta dag fórum við séra Hjálmar á fund Ólafs biskups og sýndum honum yfirlýsinguna og spurðum hann hvort hann gæti sæst á þessa skilmála. Hann brást ekki vel við en sagðist vilja reyna sættir með þeim skilyrðum að Sigrún Pálína drægi ásökun sína á hendur honum til baka. Fyrirgefningarbeiðni af hans hálfu kæmi ekki til greina. Við bárum Sigrúnu og manni hennar þau skilaboð þegar sama kvöld. Hún taldi þetta alls ekki koma til mála. Þar með var útséð um sættir, því miður, og að- komu minni að málinu lokið. Ég vísa því algjörlega á bug að hafa gengið erinda þeirra sem vildu þagga niður málið. Hafa ber í huga að Sig- rún Pálína kærði biskup til saksóknara sem taldi ekki efni til að birta ákæru í málinu.“  Hélt lofræðu um Ólaf „Ég veit ekki af hverju þú vilt að við tökum afstöðu gegn látnum manni,“ segir Sigríður Magnea Jóhannsdóttir sem á sæti í kirkjuráði. Hún tekur und- ir orð Karls Sigurbjörnssonar biskups sem sagði í fréttum á Stöð 2 á föstu- daginn: „Við verðum að muna það, hafa það í huga að enginn mannlegur máttur getur dæmt í þessum máli. Það segir einhversstaðar: „Hinn dauði hef- ur sinn dóm með sér“. Og öll þurfum við að mæta þeim dómi og því réttlæti um síðir. Frelsarinn hvetur okkur til þess að dæma ekki.“ Aðspurð segir Sigrún Pálína það grátlegt að Karl segi að enginn mann- legur máttur geti dæmt í þessu máli. „Miðað við öll gögnin sem ég lagði fram á sínum tíma ætti að vera hægt að taka afstöðu í þessu máli. Þar að auki sendi prófastafélagið út yfirlýs- ingu á sínum tíma þar sem hún studdi Ólaf og sagðist harma þær aðdróttanir sem gerðar voru að Ólafi og þá með- ferð sem hann fékk. Það var mannleg- ur máttur sem þar dæmdi í málinu og þá var maðurinn ekki látinn. Mér finnst það jafn grátlegt að þeg- ar Karl hafði hitt okkur báðar og heyrt okkar sögu þá gat hann samt samið og farið með langa lofræðu um Ólaf þeg- ar hann varð sjötugur.“ Hvað með móð-ur þína? Getur þú ekki hætt þessu fyrir móður þína sem er sjúk? Sigrún Pálína Ingvarsdóttir var gjörsamlega niðurbrotin af sársauka og sorg eftir f und hennar með Karli Sigurbjörnssyni og Hjálmari Jónssyni á sínum tíma. Hún segir að eftir misheppna ðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason hafi þeir reynt að þagga niður í henni og vísaði Karl meðal annars til þess að hún gæti ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur vísar han n þessum ásökunum á bug og segir að enginn mannlegur máttur geti fellt dóm í málinu. „Ég hÉlt að þeir ætluðu að hjálpa mÉr“ Karl SIgurbJörNSSoN hélt ræðu á sjötugsafmæli Ólafs Skúlasonar, 29. desember 1999. Við birtum brot úr þeirri ræðu: „Þegar séra Ólafur réðst síðar til prestsþjónustu í ungri og vaxandi borgarsókn varð hann strax afar ástsæll. Glaðsinna og bjartsýnn atorkumaður, sem jafnan kann manna best að fagna góðu dögunum, en um leið traustur og styrkur sálusorgari og kennimaður. Hann bar og fágæta gæfu til að laða frábært fólk til samstarfs við uppbyggingu starfs- aðstöðu og safnaðarstarfs. Séra Ólafur varð forgöngumaður hinnar starfsömu kirkju sem kallaði unga sem eldri til starfa að málefnum kirkjunnar. Þjónustuár hans á biskupsstóli voru tímar mikillar grósku kirkjustarfs, átaksverkefna á sviði safnaðaruppbyggingar, en líka stórbrotinna sviptinga sem skóku kirkjuna. Voru það ekki umfram allt vorleysingar á tímum mikilla breytinga og umbrota í kirkju og þjóðlífi? ... Við hjónin samfögnum þeim hjónum báðum á tímamótum. Og við mælum fyrir munn hinna mörgu sóknarbarna og samstarfsfólks fyrr og síðar er við biðjum þeim heilla og ríkulegrar blessunar. Við biðjum þess að þau geti horft með gleði og þökk yfir starfsferilinn sem að baki er og fundið virðingu, hlýju og kærleika okkar, og íslensku þjóðkirkjunnar allrar, fylgja sér til framtíðar. Náð Guðs og friður umvefji þau og þau öll sem þau unna um ókomna daga alla.“ úr ræðu karls INgIbJörg dögg KJarTaNSdÓTTIr blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Sakaður um þöggun Karl Sigurbjörns- son núverandi biskup vísar því alfarið á bug að hann hafi beitt áhrifum sínum til að þagga niður í þeim konum sem sökuðu Ólaf Skúlason um kynferðisof- beldi. Önnur konan sem hann talaði við á sínum tíma dró mál sitt til baka. gáfust þeir upp fyrir Ólafi? Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að hún hafi fallist á að gefa út yfirlýsingu en Karl hafi strokað yfir lykilsetningu í yfirlýsingunni, þar sem hún sagðist ekki draga sannleikann til baka. Þá hafi hún áttað sig á því annað hvort hafi þeir Hjálmar aldrei ætlað sér að hjálpa henni eða gefist upp fyrir Ólafi. 13.á úst2010 23.ágúst2010 DÓTTIR ÓLAFS SKÚLASONAR SKRIFAÐI BISKUPI BRÉF: miðvikudagur og fimmtudagur 11. – 12. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 91. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 15 n Sakaður um að Stinga af frá reikningumn „Hefur farið á mörg önnur Hótel“ LEYNDARMÁL ANGELINU AFHJÚPUÐ DÓTTIR BISKUPS KREFST UPPGJÖRS n guðrÚn eBBa vill að kirkJan HOrfiSt Í augu við kYnferðiSBrOtn fJórar kOnur Sökuðu föður Hennar um kYnferðiSBrOt Hótel kÆra arOn Pál a SPAUGSTOFAN SKORIN NIÐUR! n tveggJa áratuga grÍn á enda eXiSta- StJóri til lÚX fréttir fréttir YFIRLÆKNIR SKOÐAÐUR VEGNA LAUNA fréttir NORÐUR-KÓREA: fréttir erlent SviðSlJóS BÝður ginSeng uPP Í Skuld 11.á úst2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.