Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 26
Silja Úlfarsdóttir mun fljótlega
yfirgefa skjáinn þegar hún hættir
sem íþróttafréttamaður Stöðvar
2. Um sumarstarf var að ræða hjá
Silju sem mun snúa sér alfar-
ið að þjálfun í vetur. Samstarfs-
maður hennar á íþróttadeildinni,
Henry Birgir Gunnarsson, sem er
annálaður hrekkjalómur hrekkti
Silju og skrifaði á Facebook-síðu
hennar: „uppfyllir gamlan draum
í kvöld og les fréttir á nærbuxun-
um“. Spurning hvort aðdáendur
og Facebook-vinir Silju hafi fjöl-
mennt fyrir framan skjáinn í gær-
kvöldi í von um að verða heppnir.
Frumburður stjörnuparsins
Ragnhildar Steinunnar Jónsdótt-
ur og Hauks Inga Guðnasonar
hefur fengið nafnið Eldey Erla en
parið eignaðist dóttur í lok júní.
Nafnið Eldey er sjaldgæft en sam-
kvæmt þjóðskrá eru aðeins ell-
efu Eldeyjar á Íslandi. Sérstök og
öðruvísi mannanöfn hafa verið
áberandi á Íslandi upp á síðkast-
ið og stjörnurnar láta ekki sitt eftir
liggja. Önnur fegurðardrottning,
Harpa Rós Gísladóttir, lét skíra
sína tvíburasyni Kristófer Kjar-
val og Alexander Kiljan á dög-
unum. Nöfnin þekkjum við sem
nöfn okkar dáðustu listamanna,
þeirra Jóhannesar Kjarval og nób-
elsverðlaunaskáldsins Halldórs
Kiljans Laxness. Harpa þurfti að
sækja um úrskurð mannanafna-
nefndar vegna nafnsins Kjarval
og tekur það nú íslenskri beyg-
ingu.
Þá valdi sjónvarpsskonan
Andrea Róberts að nefna sitt barn
Dreka en samkvæmt þjóðskrá er
hann eini Dreki landsins. Frum-
burður Birtu Björnssdóttur, eig-
anda Júníforms, og eiginmanns
hennar heitir því skemmtilega
nafni Stormur Björn, tískumóg-
úllinn Arnar Gauti og hans eig-
inkona skírðu börnin sín Natalíu
París og Kiljan Gauta og tónlistar-
maðurinn Jakob Frímann Magn-
ússon og kona hans, Birna Rún
Gísladóttir, skírðu dóttur sína Jar-
únu Júlíu.
EldEy, drEki og kjarval
HrEkkti silju
á facEbook
Íslenskar stjörnur velja sérstök nöfn á börnin sÍn:
Bikiníbomban Kristrún Ösp
Barkardóttir er á leiðinni í heim-
sókn til fyrrverandi kærasta síns,
knattspyrnustjörnunnar Dwight
Yorke. Kristrún segir að þau
Yorke séu bara vinir og að þau
ætli líklega að skella sér saman
til Portúgal. Kristrún Ösp, sem
er flutt í höfuðborgina þar sem
hún ætlar að setjast á skólabekk
og læra förðun og verða stílisti,
stefnir svo á Lundúna-ferð með
hópi vina en krakkarnir ætla að
dvelja í íbúð í eigu knattspyrnu-
mannsins.
HEimsækir
fyrrvErandi
26 fólkið 25. ágúst 2010 miðvikudagur
Þórunn Högnadóttir:
Frumlegar nafngiftir vekja
lukku Ragnhildur Steinunn og
Haukur Ingi skírðu stúlku sína Eldey
Erlu á dögunum.
Flytur Fyrir
Hundana
V ið hjónin höfum búið hér í 13 ár en því miður þá verðum við að flytja því okkur lyndir ekki við nágrann-ana sem sætta sig illa við hundahald
heimilisins,“ segir Þórunn Högnadóttir útlits-
hönnuður sem hefur sett íbúð sína í Grafarvogi
á sölu.
Þórunni kannast margir við frá því hún var
ritstjóri þáttarins Innlits/útlits á Skjá einum.
Þátturinn er nú horfinn af skjánum og hún
starfar á tímaritinu Hús og híbýli. Þórunni er
innanhússhönnun og smíði hugleikin og hef-
ur hún lagt mikið í útlit íbúðar sinnar. „Okk-
ur hefur liðið vel á heimili okkar öll þessi ár.
Hverfið er afskaplega friðsælt og fallegt. Þess
utan hef ég lagt töluverða vinnu í íbúðina enda
innanhússhönnun eitt af mínum helstu hugð-
arefnum.“ Þórunn og Brandur Gunnarsson
eiginmaður hennar eiga tvo hunda af Chihua-
hua- kyni. „Þrátt fyrir að hverfið sé annars fal-
legt og friðsælt þá langar okkur að búa hund-
unum betra umhverfi þar sem þeir geta gengið
frjálsir um,“bætir hún við. Íbúðin er staðsett í
Flétturima í Grafarvogi og hefur tekið mikl-
um stakkaskiptum frá því Þórunn festi á henni
kaup. Þrátt fyrir það hversu íbúðin er vel búin
hefur hún þó ekki enn fengið tilboð í íbúðina.
„Nei, ég hef ekki enn fengið tilboð í íbúðina
þótt margir hafi litið við. Fasteignamarkaður-
inn er í algeru frosti vegna efnahagsástandsins,
það veit maðurinn minn sem er fasteignasali.
Ég verð bara að vera vongóð.“ kristjana@dv.is
Þórunn Högnadóttir útlitshönnuður hefur sett íbúð sína í Grafarvogi á sölu vegna
ósættis við nágrannana.
Vel vandað til verka Eldhúsið var fært
í stofuna og endurnýjað að öllu leyti.
Sykursætt en stílhreint Annað tveggja
barnaherbergja á heimili hjónanna.