Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 11
miðvikudagur 25. ágúst 2010 fréttir 11 Stjórnendur Norðuráls á Grundar- tanga gerðu tilraunir með að auð- kenna starfsfólk álversins. Til stóð að líma auðkenni á hjálma þess starfs- fólks sem hafði lokið tilteknum nám- skeiðum eða hafði ákveðna þjálfun. Þetta var gert í nokkrum tilfellum og miðar límdir á hjálma starfsfólksins. Að sögn Ágústs F. Hafbergs, fram- kvæmdastjóra samskipta Norðuráls, kom hugmyndin upp hjá ákveðnum stjórnendum fyrirtækisins. Hún var síðan dregin til baka vegna þess að aðrar leiðir þóttu vera betri til að ná fram þessum markmiðum. Ágúst segir þetta hafa verið gert vegna þess að sum störf innan fyrir- tækisins krefjist sérhæfingar. „Þú vilt ekkert að hver sem er fari í það starf. Ástæðan fyrir þessu var meðal ann- ars sú að þegar átti að manna auka- vaktir þekkti verkstjóri kannski ekki alla starfsmennina. Þarna vinna fimm hundruð manns. Þá gæti hann meðal annars séð hvort viðkomandi starfs- maður gæti sinnt skautskiptum og annar einhverju öðru. Viðkomandi starfsmaður væri þá hæfur til þess að sinna skautskiptum sem er vanda- samt verk. Einhverjir verkstjórar voru með þetta og örfáir hjálmar voru merktir, held ég,“ segir hann. Skráðir inn í kerfi Aðspurður hvernig kerfi hafi ver- ið tekið upp hjá Norðuráli fyrst fall- ið var frá þessum auðkennum, segir Ágúst nú vera skráð inn í kerfi hvert hlutverk starfsmanna, þekking og hæfni sé og hvaða prófum þeir hafi lokið. Með auðkennunum hafi átt að bæta starfsemina, auka öryggi og hafa rétt fólk á réttum stöðum. „Þetta hefur ekkert með hæfni starfsmanna að gera. Annað hvort máttu fram- kvæma ákveðin verkefni eða ekki,“ segir Ágúst. Að sögn þeirra starfsmanna sem DV hefur rætt við vegna málsins þótti mörgum þessi stefna stjórnenda fyr- irtækisins hlægileg þegar var verið að athuga hana. Bannað að spila Samkvæmt þeim kjarasamningum sem starfsmenn hafa hjá Norðuráli er þeim einnig bannað að spila í kaffi- hléum. Þótti slíkt ekki henta á vinnu- tíma. Þá hefur fyrirtækið starfrækt stranga stefnu gegn notkun fíkniefna þar sem starfsmenn geta búist við því að vera teknir í stikkprufu þar sem þeir eru beðnir um að taka fíkniefna- próf. Starfsmenn Norðuráls háðu langa og stranga kjarabaráttu við stjórn- endur fyrirtækisins á þessu ári þar sem þeir kröfðust sömu lána og væru greidd í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Norðurál vildi aftur á móti ekki bjóða nema um fjögurra og hálfs prósenta launahækkun. Málinu lyktaði með því að starfsmenn sam- þykktu launahækkun auk þess sem þeir fengu um 150 þúsund króna ein- greiðslu frá Norðuráli. Starfsmenn Norðuráls hafa þrátt fyrir það nokkuð lægri laun en gengur og gerist í öðrum álverum, að því er talið er. Merktu starfsfólk Með líMMiðuM Stjórnendur Norðuráls gerðu tilraunir með merkingu starfsmanna með lím- miðum til að aðgreina það frá hverjum öðrum. Hjálmar þeirra starfsmanna sem höfðu lokið ákveðinni þjálfun áttu þá að vera auðkenndir. Síðar var fallið frá þess- um áformum. Einhverjir verk-stjórar voru með þetta og örfáir hjálmar voru merktir, held ég. RóBeRt hlynuR BalduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Starfsfólk norðuráls verr launað Starfsmenn álversinsáttuíharðrilaunadeiluviðstjórnendur fyrirtækisinsíveturþarsemþeirkröfðustsömu launaogværugreiddíálverinuíStraumsvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.