Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 24
24 sport umsjón: ásgeir jónsson asgeir@dv.is 25. ágúst 2010 miðvikudagur
stærstu
sigrarnir
Enska úrvalsdeildin hefur farið af stað með látum og
einni mestu markasúpu sem sést hefur frá því að deild-
in var sett á laggirnar 1992. Fjórir leikir hafa farið 6–0
og hvorki fleiri né færri en 62 mörk hafa verið skoruð
í fyrstu tveimur umferðunum. dv tók saman stærstu
sigrana í úrvalsdeildinni frá upphafi.
7:0
arsenal – everton maí 2005
n Arsenal gerði sér lítið fyrir og jarðaði Everton 7–0 á sínum gamla heima-
velli, Highbury, í maí 2005. Dennis Bergkamp skoraði eitt mark og lagði upp
þrjú. Robert Pires skoraði tvívegis en Robin van Persie, Patrick Vieira, mathieu
Flamini og Edu skoruðu eitt mark hver. Þetta var næstsíðasta tímabil Berg-
kamps með Arsenal en hann skoraði 87 mörk fyrir klúbbinn í 315 leikjum.
8:0
newcastle – sheffield wednesday
september 1999
n Alan shearer, sá ótrúlegi markaskorari, jafnaði met Andys Cole þegar
hann skoraði fimm mörk í einum og sama leiknum. Þar af voru tvö úr
vítaspyrnum. Það voru svo þeir Aaron Hughes, Kieron Dyer og Gary
speed sem bættu við mörkum. Á tíu ára ferli sínum með newcastle
united skoraði shearer 148 mörk. Geri aðrir betur.
7:0
Man. United – Barnsley október 1997
n Andy Cole skoraði eina af sínum fimm þrennum á ferlinum og það í
fyrri hálfleik. staðan var 4-0 í hálfleik en aðrir markaskorarar voru Ryan
Giggs með tvö og Paul scholes og Karel Poborsky með sitt markið
hvor. Þessi stórsigur gaf góð fyrirheit en Arsenal náði þó að skjóta
united ref fyrir rass eftir áramót og hirti dolluna.
7:0
arsenal –
MiddlesBroUgh
janúar 2006
n Annar 7–0 sigur Arsenal-liðsins
og nú á middlesbrough. Þarna var
Thierry Henry upp á sitt allra besta
en hann skoraði þrennu í leiknum.
Philippe senderos, Robert Pires,
Gilberto silva og Alexander Hleb
skoruðu eitt mark hver. Á þessu
tímabili tókst Henry að afreka það
að verða markahæsti leikmaður
Arsenal frá upphafi, bæði í
deildinni og í heild, og að skora
sitt hundraðasta mark á Highbury,
gamla heimavelli liðsins.
6:0
6-0 sigrarnir
ágúst 2010
n 6–0 sigrarnir í byrjun þessa tímabils
eru meira en lítið merkilegir. sérstaklega
í ljósi þess að síðan úrvalsdeildin hófst
árið 1992 hafa, að þeim meðtöldum,
aðeins 20 leikir endað með þeirri
markatölu. Þá er líka fáheyrt að þrír
leikir fari 6–0 í sömu umferðinni. Arsenal
sigraði Blackpool 6–0, newcastle sigraði
Aston Villa 6–0 og Chelsea sigraði Wigan
6-0, á útivelli. Chelsea vann einnig West
Bromwich Albion 6-0 í fyrstu umferð.