Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 15
Kannið verð á þjónustu Neytendasamtökin vilja
minna fólk á að hyggilegt sé að spyrjast fyrir um verð ýmissar þjónustu
á borð við vinnu iðnaðarmanna eða verkstæðis, áður en þjónustan er
keypt. Verðlag þess konar þjónustu er almennt frjálst, og það getur verið
erfitt fyrir kaupanda þjónustunnar að sýna fram á ósanngirni í verðinu
eftir á. Ef spurst er fyrir um verð þjónustu áður, má verkið ekki vera mik-
ið dýrara en sagt var í upphafi. Að öðrum kosti ber seljanda að skýra frá
ástæðum hærra verðs og spyrja neytandann hvort hann vilji að verkinu sé
haldið áfram þrátt fyrir meiri kostnað. Nánar á vef samtakanna, ns.is.
esB styrKir íslensKa rannsóKn Evrópusambandið
hefur ákveðið að veita 110 milljóna króna styrk til rannsóknarverkefnis á vegum
Háskólans í Reykjavík. Um er að ræða rannsókn í nýsköpunar- og frumkvöðla-
fræðum við skólann, og snýst hún um að skoða hvernig þjónustufyrirtæki geta
nýtt sér upplifun til að skapa samkeppnisforskot. Rannsóknin er samstarfsverk-
efni á milli HR, Háskólans í Nottingham og þriggja þjónustufyrirtækja. Dæmi um
fyrirtæki sem selja upplifun eru Disneyland og Wizarding World of Harry Potter-
skemmtigarðarnir. Þeir eru skemmtigarðar sem í raun selja upplifun, en rannsókn-
in snýst um hvort hægt sé að nota slíka upplifun til forskots á frjálsum markaði.
miðvikudagur 25. ágúst 2010 neytendur 15
Nýir áfangastaðir hafa bæst við
sólstrandaflóru íslenskra ferðamanna:
Sumar
og Sól
á haustmánuðum
Í kjölfar olíulekans í Mexíkóflóa
hóf Flórídaríki víðfeðma auglýs-
ingaherferð til þess að draga úr
áhrifum á ferðamannaiðnaðinn.
Ferðamönnum fækkaði strax,
fjöldi fólks taldi olíuna hafa spillt
aðstæðum í Flórída og sá fyrir sér
olíusvartar baðstrendur. En sam-
kvæmt ríkisstjórn Bandaríkjanna
hefur meirihluti olíunnar dreifst
og litlar líkur eru taldar á því að
olía nái að ströndum Flórída.
Icelandair og Iceland Express
hafa nýlega hafið flug til Fórída.
Báðir aðilar fljúga til Orlando,
en Icelandair flýgur einnig til
fleiri áfangastaða í ríkinu. Einnig
verður boðið upp á ódýrar ferð-
ir til Flórída í vetur og bætist rík-
ið því við fjölda frístundastaða
Íslendinga þar sem sólin ræður
ríkjum. Helstu áfangastaðirnir í
haust eru Tenerife, Orlando og
Alicante / Benidorm.
DV tók saman verð hjá nokkr-
um ferðaskrifstofum. Í öllum til-
fellum er reiknað verð á mann
fyrir hvern dag sem dvalið er á
staðnum, en miðað er við tvo
fullorðna farþega og þriggja
stjörnu gistingu. Hjá öllum nema
Icelandair er um að ræða staðl-
að verð. Í tilviki Icelandair er
ódýrasta verðið sem fannst tek-
ið. Hvorki er tekið mið af gæði
gistingarinnar né heldur af mis-
munandi þjónustu hvers aðila
fyrir sig. Inni í verðinu er flug-
vallarskattur, gisting og flug, og
var verðið fengið af heimasíðum
ferðaskrifstofanna. Leitast var
við að finna ódýrustu fargjöld-
in hjá hverjum fyrir sig, en verð-
ið hér á aðeins að gefa mynd af
raunverulegu verði, en er ekki
tæmandi verðkönnun.
OrlandO
Icelandair, Econolodge Inn and Suites.
143.800 – 17.975 kr. á dag.
Úrval Útsýn, Staybridge Suites – International Drive.
178.800 – 22.300 kr. á dag.
Tenerife
Sumarferðir, Laguna Park 1
157.385 – 11.241 kr. á dag.
Plúsferðir, Castalia Park / Los Brezos.
156.930 – 11.209 kr. á dag.
Heimsferðir, Aparthotel Tenerife Sur, Los Cristianos.
161.080 – 11.506 kr. á dag.
Vita, Tropical Playa.
158.240 – 11.302 kr. á dag.
Úrval Útsýn, Tropical Playa.
159.625 – 11.402 kr. á dag.
alicanTe / BenidOrm
Sumarferðir, Buenavista.
140.702 – 11.725 kr. á dag.
Úrval Útsýn, La Colina.
166.958 – 13.913 kr. á dag.
Áreiðanlegustu fartölvurnar
kaupin sýnir að netbækurnar
bila um fimmtungi oftar.
Bilunartíðni á gæða-
fartölvum er þá
4,2%, á meðan að
hún er 4,7% á venju-
legum fartölvum og
5,8% á netbókum.
Áreiðanlegir
framleiðendur
Fimm framleiðendur eru undir
meðallagi í tíðni bilana og fjór-
ir yfir. Lægsta tíðnin er hjá Asus-
framleiðandanum, en 15,6% tölva
frá þeim hafa bilað eftir þrjú ár. Fast
á hæla Asus fylg- ir Toshiba, en
Sony og Apple eru einnig með lága
bilunartíðni. Dell er undir með-
allagi, en hefur þó um 0,9% hærri
tíðni bilana heldur en Apple, sem
er með þá fjórðu lægstu. Oftast bila
fartölvur frá Hewlett-Packard, Ga-
teway, Acer og Lenovo. Mestur var
munurinn þeirra á milli 4,1%, en það
var á milli Lenovo og HP.
Munur á hlutfalli bilana hjá HP,
sem hafði hæsta hlutfallið,
og Dell sem var næst með-
altalinu er 7,3%. Það má því
álykta að mikill munur sé
á milli framleiðenda hvað
áreiðanleika varðar.
framleiðandi
vegur þyngra en
verðið
Úr niðurstöðum rann-
sóknarinnar má lesa að
fyrir áreiðanleika tölvu skipti
mun meira máli frá hvaða framleið-
anda hún er heldur en hversu mikið
hún kostar. Tölvur frá HP bila tæp-
lega 40% oftar heldur en tölvur frá
Asus. Á sama tíma er munur á bilun-
artíðni milli fartölvugerða um 20%,
en netbækurnar bila oftast. Verð skil-
ar sér að einhverju leyti í áreiðan-
leika, því að dýrari fartölvur bila al-
mennt sjaldnar. En það skiptir meira
máli frá hvaða framleiðanda tölvan
er, sérstaklega þegar um meira en
hundrað þúsund króna fjárfestingu
er að ræða. Því er full ástæða til þess
að taka tillit til áreiðanleika þegar
fartölva er keypt.
HP bila mest
HP-tölvur bila
mest á fyrstu
þremur árunum.