Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 17
miðvikudagur 25. ágúst 2010 erlent 17
Virtur bandarískur stjörnu-
fræðingur segir að leitin að vits-
munalífi í geimnum eigi ekki að
einskorðast við leit að lifandi
geimverum, heldur eigi einnig að
leita að vélum sem búi yfir gervi-
greind.
Seth Sostak er einn þeirra
fjölmörgu vísindamanna sem
vinna að SETI-verkefninu, sem
er skammstöfun fyrir Search for
Extraterrestrial Intelligence, leit-
inni að vitsmunalífi í geimnum.
Hingað til hafa stjörnufræðing-
ar beint leitinni að lifandi verum
á borð við okkur sjálf, sem kunni
að leynast einhvers staðar í óra-
víddum alheimsins. Við leitina
er skimað eftir útvarpsbylgjum í
geimnum.
Sostak skrifar í nýlegri grein að
stuttur tími geti liðið á milli þess
sem háþróaðar verur á fjarlægum
plánetum finni upp útvarpstækni
og gervigreind. Hann segir að lík-
ur okkar á að finna „greindar vél-
ar“ sé mun meiri þar sem líftími
þeirra sé mun lengri en veranna
sem bjuggu þær til.
Líklegra að rekast á vélar
SETI-verkefnið, sem rekið er af
frjálsum félagasamtökum með
þátttöku vísindamanna um allan
heim, hefur áratugum saman snú-
ist um leit að vitsmunaverum, lif-
andi geimverum sem orðið hafa
til með líffræðilegri þróun. Seth
Sostak segir í samtali við BBC að
á meðan líffræðileg þróun vits-
munavera sem hafi greind til þess
að senda boð til annarra pláneta
taki langan tíma, taki mun styttri
tíma fyrir þróaðar verur að finna
upp gervigreind og vélar sem yrðu
mun fullkomnari en lífverurnar
sjálfar.
„Á einhverjum tímapunkti
finna verur upp útvarpsbylgjur.
Bylgjurnar fara í loftið og það þýð-
ir að við getum fengið veður af líf-
verunum. En fáeinum öldum eftir
þá uppfinningu, að minnsta kosti
ef við mennirnir erum haldbært
viðmið, finna verurnar upp gervi-
greind, vélar með sjálfstæða hugs-
un. Við munum líklega ná því á
þessari öld. Það þýðir að verurnar
hafa fundið upp arftaka sína,“ segir
Sostak. Hann segir að með ósköp
einföldum líkindareikningi komi
í ljós að mun líklegra sé að við
mennirnir rekumst á skilaboð frá
vélum en lifandi verum.
Leitað að verum af
holdi og blóði
Hingað til hefur leitin, eins og áður
sagði, beinst að lifandi verum. Þá
hefur verið miðað við að þær séu
gerðar úr lífefni líkt og menn og
skepnur jarðar, lifi í takmarkaðan
tíma, fjölgi sér og séu umfram allt
afkvæmi þróunar, eins og við. En
sumir vísindamenn innan SETI
hafa þá bent á að náttúran hafi
fundið aðrar leiðir til að skapa líf,
með því að notast við önnur form
og efni. Geimverurnar myndu þá
ekki aðeins vera ólíkar okkur í út-
liti, heldur myndu þær einnig virka
á allt öðru líffræðilegu stigi en við.
Þá megi ekki útiloka sambland líf-
vera og véla.
Sostak segir að líklegt sé að viti-
bornar vélar myndu ferðast á milli
pláneta sem ríkar væru af efni og
orku. Það þýði að SETI-menn þurfi
að beina sjónum sínum að hlýjum,
ungum plánetum eða að hnöttum
í miðri vetrarbrautinni.
gervigreind
í geimnum
heLgi hrafn guðmundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Stjörnufræðingur hjá vísindasamtökunum SETI, leitinni að vitsmunalífi í geimn-
um, segir að meiri líkur séu á að menn rekist á vitibornar vélar í geimnum en
lifandi geimverur. Vélarnar geti lifað mun lengur en lífverurnar sem sköpuðu þær.
Menn hafa hlustað eftir útvarpssendingum úr geimnum í hálfa öld.
Líklegt er að vitibornar vél-
ar myndu ferðast á
milli pláneta sem ríkar
væru af efni og orku.
Íinnanvið50ljósárafjarlægðfrájörðinnieruumþaðbil2.500stjörnur.
Efeinhverþessarastjarnaerheimiliannarsþróaðsmenningarsamfélags
ættiþaðnúþegaraðvitaafokkurmeðþvíaðnemaútvarps-,ratsjár-og
sjónvarpsútsendingarokkar.Þessarútsendingar,sönnunargögnumtilvist
tæknivæddssamfélagsokkar,eruáleiðumgeiminnáljóshraða.Meðnógu
öflugumútvarpssjónaukumgætuaðrargeimverurvitaðaftilvistokkar.
Viðerumréttnýbyrjuðaðsendaútmerkiumtilvistokkar,enönnur
menningarsamfélöggætuhafagerteitthvaðsvipaðmunlengurenvið.Í
Vetrarbrautinniokkargætuveriðtíumilljarðarafreikistjörnumsemlíkjast
jörðinniogáeinhverjumþeirragætuvitibornarverurveriðforvitnarum
möguleganágranna.Meðbæðiútvarps-ogstjörnusjónaukumreynum
viðaðfinnaþessarútsendingar.Þessiviðleitnieðatilraunkallastleitað
vitsmunalífiígeimnumeðaSETI.
gæti veitt okkur svörLeitin
aðvitsmunalífiígeimnumerólíkallri
annarrileitaðlífienviðhöfumhing-
aðtilreynt.Súleitsnýstekkiaðeins
umaðfinnalíf,heldurvísbendingar
semgætubenttillífsannarsstaðar,
einsoghvortbyggilegirhnettireru
algengireðasjaldgæfireðahvort
skilningurokkaráupprunalífsins
myndigeralífikleiftaðkviknaáMars.SETIleitaraðskýrumogsannfærandi
sönnunargögnumumháþróaðarvitsmunalífverur.
EfSETInæraðnemaoggreinamerkifráfjarlægumenningarsamfélagi,
gætiþaðveittokkursvörviðýmsumþeimgrundvallarspurningumsemáður
vorunefndar.Tilaðbyrjameðmyndiuppgötvunáöðrufjarlægumenningar-
samfélagistraxsannaaðlífiðerekkieinstaktájörðinni.Þarsemmjöglíklegt
eraðöllmenningarsamfélögsemviðgætumnumiðmeðSETI-rannsóknum
værumunþróaðrienvið,eraðminnstakostimöguleikiáaðviðgætumlært
mikiðafskilaboðumþeirra,efviðskiljumþau.
TEkIðafSTjörnufræðIVEfnuM,STjornuSkodun.IS.BLaðaMaðurBæTTIVIðfyrIrSögnuM.
leitin að vitsmunalífi í geimnum
Leynast vitsmunir hér? ÞessimyndHubble-sjón-
aukanssýnirþyrpinguvetrarbrautaígeimnum.geim-
urinnerógnarstórogeinhversstaðargætivitsmunalíf
leynst.SethSostakstjörnufræðingurtelurlíklegraað
viðfinnumvélarmeðgervigreindenlífverur.
mynd nasa
viðurkenna
vanmátt sinn
Lögregluyfirvöld á Filippseyjum
hafa viðurkennt að þau hafi ekki
haft nægilega menntun, búnað eða
reynslu til að takast á við gíslatökuna
á mánudaginn. Þá lokaði vopnaður
fyrrverandi lögreglumaður sig inni
í rútu sem full var af ferðamönnum
frá Hong Kong. Átta þeirra létust eft-
ir margra klukkustunda samninga-
viðræður við manninn sem fóru úr
böndunum þegar hann fór að skjóta
gísla sína á meðan lögreglumenn-
irnir reyndu að brjótast inn í rútuna.
Rannsókn mun fara fram á aðgerð-
um lögreglu, en heimsbyggðin gat
fylgst með atburðunum í beinni út-
sendingu á BBC World News, CNN
og fleiri alþjóðlegum fréttastofum.
Hitler af
gyðingaættum
Rannsóknir á erfðamengi skyld-
menna Adolfs Hitler hafa leitt í
ljós að hann var af gyðingaættum.
Belgíski blaðamaðurinn Jean-Paul
Mulders og sagnfræðingurinn Marc
Vermeeren höfðu uppi á þrjátíu og
níu skyldmennum Hitlers og fengu
að taka munnvatnssýni úr þeim til
að rannsaka.
Niðurstöður úr þeim rannsókn-
um sýna svo að ekki verður um villst
að Hitler og fjölskylda hans eigi
ættir að rekja til gyðinga. Jean-Paul
skrifar um niðurstöðurnar í belgíska
tímaritið Knack. Áður hafa sagn-
fræðingar velt fyrir sér möguleikan-
um á skyldleika Hitlers við gyðinga
en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er
fram á hann.
uppáhaldstré
Önnu Frank dautt
Hið hundrað og áttatíu ára kast-
aníutré í Amsterdam í Hollandi sem
Anna Frank skrifaði um í dagbók
sinni féll á mánudaginn í miklu
slagviðri. Tréð létti lund Önnu þeg-
ar hún var í felum á háalofti húss í
borginni í næstum tvö ár. Stálgrind
var sett umhverfis tréð fyrir um átján
mánuðum til þess að halda því stöð-
ugu eftir að sveppur komst í það.
Tréð var orðið gamalt og óstöðugt.
Annað og yngra kastaníutré verð-
ur gróðursett í stað þess sem féll.
Tréð stóð við húsið sem Anna Frank
dvaldist í þegar fjölskylda henn-
ar faldi sig fyrir nasistum í seinni
heimstyrjöldinni. Tréð sást einung-
is af einum stað í húsinu, þar sem
Anna sat löngum stundum.