Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 21
Óskar Guðmundsson
rithöfundur
Óskar fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp og á Patreksfirði. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1971 og stundaði
nám í sagnfræði, stjórnmálafræði
og bókmenntum við Háskóla Ís-
lands, háskólann í Bremen í Þýska-
landi og í Kaupmannahöfn.
Óskar kenndi í Stórutjarnaskóla
1971-72, var ritstjóri Stúdenta-
blaðsins 1978, ritstjóri vikublaðs-
ins Norðurland á Akureyri 1979,
var blaðamaður, fréttastjóri og rit-
stjórnarfulltrúi Þjóðviljans 1981-86
og ritstjóri Þjóðlífs 1988-91 en hef-
ur síðan verið sjálfstætt starfandi
rithöfundur. Hann er rannsóknar-
félagi við Snorrastofu, menningar-
og miðaldasetur í Reykholti.
Bækur Óskars: Rauða dagatal-
ið, m.a. með tilvísunum úr sögu
verkalýðshreyfingar, 1979; Alþýðu-
bandalagið, - saga vinstri hreyf-
ingar á Íslandi, 1987; Og náttúran
hrópar og kallar, Saga Guðlaugs
Bergmanns athafnamanns, 1992;
Saga Sambands íslenskra sveit-
arfélaga í hálfa öld, ásamt Lýði
Björnssyni, 1995; Pálsætt und-
an Jökli, ættfræði og sagnaþætt-
ir, 1999. Hann sat í ritnefnd sögu
þjóðhátíðarhalds í Reykjavík, Há-
tíð í hálfa öld, 1994, og var meðrit-
stjóri í Sögu biskupsstólanna, 2006,
Samsala í 70 ár, 1935-2005 - Mjólk-
ursamsalan í Reykjavík, 2008. Síð-
astliðinn áratug hefur hann unnið
við rannsóknir og ritun á sviði mið-
aldasögu, hann skrifaði sjö bækur í
bókaflokknum Aldirnar, frá Land-
námsöldinni til Aldarinnar fimmt-
ándu, 2000-2005, - og í fyrra kom út
eftir hann, Snorri,- ævisaga Snorra
Sturlusonar 1179-1241.
Fjölskylda
Sambýliskona Óskars frá 1979 er
Kristín Á. Ólafsdóttir, f. 3.1. 1949,
M.A., kennari, söngkona og fyrrv.
borgarfulltrúi. Foreldrar Kristínar
voru Ólafur E. Guðmundsson, hús-
gagnasmiður í Reykjavik, og k.h.,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir húsmóðir.
Dóttir Óskars og Kristínar er
Melkorka, f. 2.7. 1981, bókmennta-
fræðingur og leikari í Lundúnum.
Sonur Kristínar er Hrannar
Björn Arnarsson, f. 16.9. 1967, að-
stoðarmaður forsætisráðherra.
Dóttir Óskars og Sjafnar Stein-
grímsdóttur er Agnes Braga Bergs-
dóttir, f. 11.5. 1971, kennari í Hafn-
arfirði, en kjörforeldrar hennar eru
Guðmundur Bergur Ásgrímsson
verkstjóri og Kristín Hulda Þórar-
insdóttir ljósmóðir.
Systkini Óskars eru Lovísa, f.
6.6. 1946; Oddur, f. 16.1. 1949, Guð-
mundur Hólmar, f. 17.10.1955,
Brynjar, f. 27.6. 1959, Atli, f. 11.9.
1963, d. 24.6. 1997; Brynhildur, f.
14.8. 1968.
Foreldrar Óskars: Guðmund-
ur Kr. Óskarsson, f. 11.6. 1928, d.
26.5. 1970, verslunarmaður og k.h.,
Hólmfríður Oddsdóttir, f. 27.11.
1926, fyrrv. starfsstúlka í Sókn.
Ætt
Guðmundur var sonur Óskars,
verkamanns í Sandgerði Pálsson-
ar, kennara, skálds og verslunar-
manns undir Jökli Kristjánssonar,
húsmanns í Bakkabúð Daníelsson-
ar, b. í Þrengslabúð Einarssonar, b.
í Brekkubæ við Hellna, bróður Jóns
Norðfjörð, langafa Magneu, ömmu
Matthísar Johannessen skálds.
Móðir Kristjáns Daníelssonar var
Málmfríður Guðmundsdóttir, b. í
Gíslabæ Jónssonar. Móðir Páls var
Guðrún, systir Páls bónda á Norð-
urreykjum, föður vesturfaranna,
Jónasar tónfræðings og Jóhanns
Hjartar bónda í Lundar í Manitoba.
Móðir Guðmundar var Lovísa
Kristjánsdóttir, húsmanns á Bíldu-
dal Kristjánssonar, b. á Vindási í
Eyrarsveit, bróður Stefáns, forföð-
ur Sigurðar A. Magnússonar rit-
höfundar. Kristján var sonur Ath-
anasíusar, galdramanns á Dunk
Hnausa-Bjarnasonar, galdramanns
og skálds á Hnausum Jónssonar.
Hólmfríður er dóttir Odds, b.
í Fagradal Jónssonar, b. í Króki á
Kjalarnesi Jónssonar, b. á Austur-
velli Jónssonar. Móðir Odds var
Hólmfríður Oddsdóttir, b. í Króki
Þorlákssonar, b. á Hofi Þorkels-
sonar. Móðir Þorláks var Jarþrúð-
ur Þorsteinsdóttir, skálds í Vogar-
tungu Bárðarsonar og Ingibjargar
Halldórsdóttur, systur Bjarna, lang-
afa Ragnheiðar, ömmu Einars
Benediktssonar. Móðir Odds í
Króki var Jarþrúður Þórólfsdótt-
ir, ættföður Engeyjarættar, bróður
Guðlaugar, langömmu Guðrúnar,
langömmu Bjarna Benediktssonar
forsætisráðherra og Sveins Bene-
diktssonar, afa Bjarna Benedikts-
sonar, núverandi formanns Sjálf-
stæðisflokksins.
Móðir Hólmfríðar var Brynhild-
ur, systir Bjarnfreðs, föður Aðal-
heiðar alþm. og Magnúsar, fyrrv.
sjónvarpsfréttamanns. Brynhildur
var dóttir Ingimundar Árnasonar,
sjómanns í Vestmannaeyjum, og
Sigurveigar Vigfúsdóttur, skálds á
Sauðhúsnesi Jónssonar, b. á Sönd-
um Brynjólfssonar, pr. í Langholti
Árnasonar. Móðir Brynjólfs var
Guðrún Eiríksdóttir, systir Jóns
konferensráðs, og Þórdísar, lang-
ömmu Guðnýjar, ömmu meistara
Þórbergs Þórðarsonar. Móðir Sig-
urveigar var Ingibjörg Bjarnadóttir,
systir Guðrúnar, langömmu Sveins
Einarssonar, fyrrv. þjóðleikhús-
stjóra og dagsskrárstjóra, og Jóns
Aðalsteins Jónssonar, fyrrv. orða-
bókaritstjóra.
30 ára
Andrew William Lavender Sogavegi 133,
Reykjavík
Laufey Lind Sigurðardóttir Erluási 2,
Hafnarfirði
María Guðjónsdóttir Reynimel 72, Reykjavík
Marta Szerel Álftamýri 24, Reykjavík
Tomasz Bugwin Þrúðvangi 36, Hellu
Binod Basnet Efstahjalla 19, Kópavogi
Grazyna Sophia Borkowski Austurgötu 7,
Stykkishólmi
Aron Bergmann Magnússon Nönnugötu 10,
Reykjavík
Þórey Mjallhvít H Ómarsdóttir Sogavegi 109,
Reykjavík
Elísabet Kjartansdóttir Súlutjörn 13,
Reykjanesbæ
Þorsteinn Marinósson Klapparstíg 17, Dalvík
Björn Einarsson Akurbraut 10, Reykjanesbæ
Björn Víkingur Ágústsson Lautasmára 18,
Kópavogi
Sigurlín Guðmundsdóttir Langholtsvegi 49,
Reykjavík
Friðrik Einarsson Baughóli 14, Húsavík
Eydís Lena Schulin Elvarsdóttir Perlukór 3c,
Kópavogi
40 ára
Pál Barna Szabó Ásholti 4b, Dalvík
Pétur Magnússon Starengi 60, Reykjavík
Hreinn Hafliðason Háteigsvegi 6, Reykjavík
Guðný Sigríður Jónsdóttir Heimavöllum 9,
Reykjanesbæ
Ásdís Sturlaugsdóttir Gautavík 1, Reykjavík
Halldóra Jónsdóttir Garðhúsum 28, Reykjavík
Ingibjörg A. Þórarinsdóttir Ægisgötu 42,
Vogum
50 ára
Bibi Steenberg Ásbúð 82, Garðabæ
Hallfríður Friðbjörnsdóttir Gaukshólum 2,
Reykjavík
Ásdís Þorsteinsdóttir Eskihlíð 16b, Reykjavík
Ástvaldur Jóhannesson Reykjum, Sauðárkróki
Friðrik Mar Guðmundsson Kristnibraut 1,
Reykjavík
Ari Björnsson Kjartansgötu 13, Borgarnesi
Guðmundur Björnsson Ólafsgeisla 117,
Reykjavík
Fjalar Þráinsson Lágholti 19, Mosfellsbæ
Gísli Ágúst Guðmundsson Gauksási 41,
Hafnarfirði
Birgitta Hlín Gunnarsdóttir Lækjartúni 8,
Akureyri
60 ára
Haraldur Jón Kornelíusson Ólafsgeisla 12,
Reykjavík
Skúli Ísleifsson Melgerði 13, Kópavogi
Ragnheiður Jónsdóttir Kringlunni 17,
Reykjavík
Gunnar Ari Guðmundsson Daltúni 7,
Kópavogi
Una Steinþórsdóttir Barmahlíð 7, Reykjavík
Egill Stefánsson Völvufelli 10, Reykjavík
Árni Oddgeir Guðmundsson Miðengi 20,
Selfossi
Aðalsteinn S. Guðmundsson Skógarseli 23,
Reykjavík
Ingeborg W. Jóhannsson Gautavík 28,
Reykjavík
Kristín Hlíf Andrésdóttir Hlégerði 12,
Kópavogi
70 ára
Vita Azarevica Sóltúni 9, Reykjanesbæ
Karólína B. Sveinbjörnsdóttir Hávallagötu
35, Reykjavík
Guðbjörg Gísladóttir Ársölum 3, 0902,
Kópavogi
Sólveig Árnadóttir Heiðarhrauni 14, Grindavík
75 ára
Haraldur J. Hamar Miðleiti 6, Reykjavík
Sigurlaug Jónína Jónsdóttir Háabergi 21,
Hafnarfirði
Gísli Víglundsson Hraunbæ 122, Reykjavík
Kristján Óli Andrésson Tungubakka 30,
Reykjavík
Hjalti Páll Þorvarðarson Breiðuvík 61,
Reykjavík
80 ára
Hulda Sveinsdóttir Hlynsölum 5, Kópavogi
Hulda Jónsdóttir Fitjasmára 6, Kópavogi
Ágúst Haraldsson Sólheimum 27, Reykjavík
Einar H. Kristjánsson Suðurlandsbraut 62,
Reykjavík
Baldur Ragnarsson Sogavegi 170, Reykjavík
Svavar Guðni Guðnason Hraunbæ 26,
Reykjavík
Kristján Sigurðsson Húnabraut 36, Blönduósi
85 ára
Heimir Áskelsson Lynghaga 4, Reykjavík
Björg Einarsdóttir Lækjarbrún 18, Hveragerði
90 ára
Rósa Sigurðardóttir Höfðagrund 4, Akranesi
Kerstin Tryggvason Nökkvavogi 26, Reykjavík
Steinunn R. Jónsdóttir Hunt Lindargötu 61,
Reykjavík
Guðrún Pálsdóttir Tungusíðu 8, Akureyri
95 ára
Kristín Þorsteinsdóttir Austurvegi 5,
Grindavík
til hamingju hamingju
afmæli 25. ágúst
til hamingju
afmæli 26. ágúst
miðvikudagur 25. ágúst 2010 umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is ættfræði 21
60 ára á miðvikudag
Marzena Giczan Þverbraut 1, Blönduósi
Perla Cecilia Garcia Galindo Tröllakór 1,
Kópavogi
Andre Philippe Andersen Nesvegi 53,
Reykjavík
Skarphéðinn Steinþórsson Víðiteigi 2a,
Mosfellsbæ
Hallgrímur Óskarsson Víðivangi 5, Hafnarfirði
Anna Rut Pálmadóttir Laufvangi 12,
Hafnarfirði
Telma Ýr Brynjarsdóttir Kjarnagötu 16,
Akureyri
Jón Sigurgeir Jónsson Sóleyjarima 23,
Reykjavík
Daníel Tryggvi Daníelsson Skólatúni 4,
Álftanesi
Svala Sigríður Jónsdóttir Birkihlíð, Suðureyri
Sigurður Gunnarsson Urðarmóa 3, Selfossi
40 ára
Pablo Alegre Arana Mjallargötu 6, Ísafirði
Adam Tomasz Piotrowski Hraunbæ 109a,
Reykjavík
Grado Arsenijevic Reynimel 90, Reykjavík
Dóra Hrönn Gústafsdóttir Vaðlabyggð 9,
Akureyri
Chularak Stefansson Langholtsvegi 25,
Reykjavík
Benedikt Bragason Laugarnesvegi 38,
Reykjavík
Þórdís Árný Örnólfsdóttir Háteigi 3, Akranesi
Ólafur Þór Gylfason Gígjulundi 1, Garðabæ
Sigurjón Marteinn Jónsson Blikaási 1,
Hafnarfirði
Emilía Björg Jónsdóttir Brautarholti 2,
Reykjavík
Lilja Víglundsdóttir Lómasölum 5, Kópavogi
Guðný Rósa Sigurbjörnsdóttir Frostaskjóli
115, Reykjavík
Þórunn Stefánsdóttir Lyngmóum 1, Garðabæ
50 ára
Sveinbjörg Ólafsdóttir Ártröð 13, Egilsstöðum
Ársæll Óskarsson Lækjasmára 78, Kópavogi
Óskar Ásbjörn Óskarsson Birkihvammi 1,
Hafnarfirði
Kristinn Halldórsson Rósarima 1, Reykjavík
Óli Björn Kárason Tjarnarmýri 17.
Seltjarnarnesi
Áslaug Nanna Ingvadóttir Gunnarsbraut 42,
Reykjavík
Guðmundur S. Pétursson Giljahlíð, Reykholt
í Borgarfirði
Sigurjón Júlíusson Stórholti 43, Reykjavík
Ásrún Aðalsteinsdóttir Búðasíðu 8, Akureyri
60 ára
Hjörleifur Pétursson Ferjuvaði 7, Reykjavík
Soffía Ragnheiður Ragnarsdóttir Hörðukór
5, Kópavogi
Anna Gréta Halldórsdóttir Móasíðu 8d,
Akureyri
Guðrún Guðmundsdóttir Þórðarsveig 3,
Reykjavík
Jón Sigurðsson Klettabergi 36, Hafnarfirði
Rut Sigurgrímsdóttir Heiðmörk 1, Selfossi
Sveinn Sigurjónsson Varmá 2, Hveragerði
Gunnsteinn Sigurðsson Hlíðarhjalla 25,
Kópavogi
Guðveig Guðmundsdóttir Grímsstöðum 2,
Mývatni
Ævar Kjartansson Nönnugötu 4, Reykjavík
Guðmundur Kristinn Jóhannesson
Brekkuhvammi 10, Hafnarfirði
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Kópavogsbraut
95, Kópavogi
70 ára
Jóhannes Halldórsson Vaðlafelli, Akureyri
Vigdís G. Guðmundsdóttir Hofteigi 42,
Reykjavík
Bjarni Þorsteinsson Dvergabakka 10,
Reykjavík
75 ára
Guðbjörg Svandís Jónsdóttir Sundstræti
36, Ísafirði
Elín Stefánsdóttir Skessugili 11, Akureyri
Ágústa Fanney Guðmundsdóttir Urriðakvísl
20, Reykjavík
80 ára
Sigurður Friðfinnsson Kársnesbraut 133,
Kópavogi
Ragnheiður Zophoníasdóttir Fífumóa 6,
Selfossi
85 ára
Ingibjörg Árnadóttir Súluhólum 2, Reykjavík
Sólveig Helga Björgúlfsdóttir Starmýri 23,
Neskaupstað
Reynir Jónsson Sunnubraut 16, Reykjanesbæ
Fríða Þorsteinsdóttir Vestri-Leirárgörðum
1, Akranesi
90 ára
Björn Eysteinsson Hjallabraut 25, Hafnarfirði
Guðmundur Þ. Sigurbjörnsson Suðurgötu
64, Akranesi
Ingibjörg Guðbjartsdóttir, sem er forstöðumaður gjaldeyriseft-
irlits Seðlabankans, er þrítug í dag. Hún segist vera töluvert veik
fyrir afmælistilstandi alls konar en að þessu sinni verði samt allt á
rólegu nótunum hjá henni þegar kemur að afmælinu og undir-
búningi þess: „Maður hefði nú einhvern tíma blásið til afmælis-
veislu af minna tilefni – en ekki í þetta sinn. Það stendur nefnilega
þannig á hjá mér að ég er komin tæpa átta mánuði á leið. Þá tekur
maður auðvitað barnið og ástandið fram yfir afmælisgleðskap. Ég
ætla samt að vera með kampavíns-bröns heima hjá mér á messu-
tíma á sunnudaginn, fyrir fjölskyldukjarnann; foreldra, tengdafor-
eldra, systkini og allra nánustu frænkurnar. En það verður auðvit-
að allt á skikkanlegum nótum og tekur skamma hríð.“
Og er þá bara allt upp talið sem gert verður fyrir þetta afmæli?
„Nei, ég fer út að borða í hádeginu með samstarfsfólki mínu
hér í bankanum og svo ætlar unnustinn að bjóða mér á Grillið um
kvöldið.“
Nú jæja. Þannig að þetta verður þá ekki algjör afmælisleysa
eftir allt saman?
„Nei, ég held að þetta verði mjög fínt. Þetta verður svolítið
öðru vísi fjör en í gamla daga en það er alltaf gott að vera í faðmi
fjölskyldunnar. Og svo er maður hvort sem er að eldast og kannski
að þroskast í leiðinni. Við skulum alla vega vona það.“
Ingibjörg guðbjartsdóttir forstöðumaður á fertugsaldur:
Ólétt með rólegt afmæli