Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 23
miðvikudagur 25. ágúst 2010 úttekt 23
Sævar Helgi Bragason fer fyrir
Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnar-
ness sem er eina félag áhugamanna
um stjörnuskoðun á Íslandi. „Fé-
lagið er nærri þrjátíu ára gamalt
og félagar orðnir um 230 talsins,“
segir Sævar. „Aðsetur þess er í Val-
húsaskóla á Seltjarnarnesi en uppi
á þaki skólans er hvolfþak sem hýs-
ir sjónauka félagsins.“ Stjörnusjón-
aukinn er að sögn Sævars sá stærsti
á landinu og hafa félagsmenn að-
gang að honum. Aðspurður hvort
starfsemin sé lífleg segir Sævar liðs-
menn flesta mikla áhugamenn um
stjörnufræði og stjörnuskoðun og
því sé aldrei skortur á umtalsefni.
„Við stöndum þess utan fyrir ótal
spennandi uppákomum og kynn-
um almenningi starfsemina.“
En hafa Sævar og félagar orðið
varir við einhver teikn á lofti síðustu
misseri? „Ekkert sem er í frásögur
færandi, en það er ævinlega margt
að sjá í himinhvolfinu.“
Á meðfylgjandi mynd sést einn
félagsmanna horfa í sjónauka fé-
lagsins í Valhúsaskóla. Á myndinni
eru kunnugleg mynstur; stjörnu-
merkið Nautið og Sjöstirnið (litla
þyrpingin sem lítur út eins og inn-
kaupakerra).
Eitthvað fyrir alla
María Sæmundsdóttir, starfsmaður í félags -og tryggingamálaráðu-
neytinu, er ein þeirra fjölmörgu kvenna sem mæta til æfinga með
Brenniboltafélagi Reykjavíkur. Í sumar hafa þær æft á mánudagskvöld-
um á malarvellinum við Klambratún og auglýsa æfingarnar á Face-
book-síðu félagsins.
Félagið var stofnað eftir góðar viðtökur og vinsældir Brenniboltafé-
lags Hafnarfjarðar sem var stofnað af Margrétu Gauju Magnúsdóttur.
„Við höfum skemmtun og góða samveru að meginmarkmiði en
höldum þó reglulega mót til að virkja keppnisandann. Í fyrra héld-
um við meira að segja Íslandsmeistaramót og erum að hugsa um að
halda það aftur. Við erum um 12-60 manns sem mætum á æfingar sem
við höldum vikulega. Á sumrin æfum við úti en á veturna finnum við
okkur hentugan stað til æfinga inni við. Við tökum sérstaklega vel á
móti nýliðum og leggjum mikið í móttökurnar. Við pössum okkur til að
mynda á því að flétta saman í lið nýliðum og vönum konum. Það koma
oftast 2-3 nýjar konur á hverja æfingu og það hefur töluvert safnast í
hópinn frá byrjun æfinga.“
Brennibolti á
klambratúni
Nýliðar bætast í hópinn á hverri æfingu:
Hópur góðra vina sem teljast for-
fallnir aðdáendur True Blood-sjón-
varpsþáttanna um blóðþyrstar
vampírur í Suðurríkjunum hittist
reglulega til að bera saman bæk-
ur sínar. Aðalheiður Sveinsdóttir og
Stefán Svan Aðalheiðarson eru með-
al þeirra sem sameinast í aðdáun og
ætla að blása til fagnaðar þegar loka-
þáttur þáttaraðarinnar verður sýnd-
ur í lok september.
„Við verðum með þema, blöndum
drykki og klæðum okkur upp í gervi
uppáhaldssögupersónu okkar,“ segir
Stefán Svan.
„Við hittumst þegar fyrsti þáttur-
inn var sýndur í byrjun sumars og
gerðum okkur glaðan dag og nú er á
döfinni að hittast þegar lokaþáttur-
inn verður sýndur.“
„Ég er ekki búinn að ákveða mig
í hvaða gervi ég bregð mér en Sam
er efstur á blaði, mér finnst hann
skemmtilegur og aðlaðandi karakter.
Við ætlum annars að halda fund síð-
ar í vikunni og fara betur yfir skipu-
lagið á fagnaðinum.“
En hvað er það sem heillar hóp-
meðlimi svo mikið og hvað gerist
þegar þáttaröðin er á enda? „Mér
finnst þessi Suðurríkjastemning for-
vitnileg og svo eru vampírur nátt-
úrulega forboðnar og heillandi.
Þegar þáttaröðinni lýkur er bara að
bíða eftir næstu þáttaröð eða horfa á
gömlu þættina aftur.“
Stefán og Aðalheiður heillast af vampírum og gera sér glaðan dag:
Vampíruklúbbur gerir
sér glaðan dag
riðið berbakt
Hjólaklúbburinn er samheldinn og tekur upp á ýmsu:
Morten Lange fer nærri allra sinna
ferða á hjóli og hefur hjólreiðamenn-
ingu að áhugamáli. Hann er einn
meðlima Fjallahjólaklúbbs Reykja-
víkur sem samanstendur af breiðum
hópi fólks sem vill bætta aðstöðu hjól-
reiðafólks til samgangna. „Ég sjálfur
stunda hjólreiðar af því það gefur mér
ánægju, styrkir líkamlegt atgervi og
andlega heilsu. Mér finnst gott að vera
í sambandi við umhverfið og finnst ég
búa við meiri orku þegar ég get kom-
ist ferða minna á hjóli.“ Morten segir
klúbbinn samheldinn og að alltaf sé
að bætast í hann. Við erum með opið
hús á fimmtudögum klukkan 20.00 í
klúbbhúsinu okkar að Brekkustíg 2 í
miðborginni þar sem fólk getur borið
saman bækur sínar og fengið ráðgjöf
frá reyndara fólki.“
Morten stóð fyrir skemmtileg-
um viðburði á Menningarnótt ásamt
Bryndísi Þórisdóttur þar sem hjólað
var frá Klambratúni og um miðborg-
ina undir yfirskriftinni: Berbakt um
bæinn.
„Innblásturinn að þessum við-
burði var fenginn frá World Naked
Bike Ride hreyfingunni sem stendur
fyrir fáklæddum hjólalestum víða um
heim. Sumir klæddu sig upp og komu
klæddir flottum fötum, aðrir voru létt-
klæddir.“
Spáð í stjörnurnar
Stjörnuskoðun á Seltjarnarnesi: