Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt umsjón: kRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR kristjana@dv.is 25. ágúst 2010 miðvikudagur Áhugamál og dægrastytting gera lífið skemmtilegra og gefa okkur innblástur og aukakraft til góðra verka. Þau eru mörg og mismunandi áhugamálin og í Reykjavík fyrirfinnst skemmtilegt safn áhugasamtaka, klúbba og félagasamtaka. Við hittum fyrir fólk sem hefur stofnað til félagsskapar í kringum áhugamál af ýmsu tagi. Eitthvað fyrir alla Kvenfjelag Kaffibarsins var stofn- að síðastliðið vor af kvenkyns fastakúnnum og fyrrverandi og núverandi starfsmönnum bars- ins. Þær hittast einu sinni í viku og ráðgera hvaða góðgerðamál- um þær vilja veita liðsinni. Á Menningarnótt héldu þær mark- að fyrir framan Kaffibarinn þar sem allur ágóði af sölu markaðs- ins rann óskiptur til Stígamóta. Söluágóðinn var um 70 þúsund krónur. „Við stofnuðum kvenfé- lagið vegna þess að okkur fannst hlutur karla í félagsstarfi tengdu barnum helst til frekur,“ segir Guðrún Dóra, gjaldkeri félagsins. „Karlarnir reka hér öflugan karla- kór og eru duglegir að hittast og ræða mikilvæg málefni yfir bjór. Að sjálfsögðu fannst okkur við ekki geta verið eftirbátar þeirra og stofnuðum því Kvenfjelag Kaffibarsins þar sem við ræðum ekki síður mikilvæg efni. Við rek- um öflugt drykkjufélag og sinn- um góðgerðarmálum af alefli. Við viljum hag kvenna sem mest- an og því eru aðaláherslur okk- ar á að styrkja málstað kvenna. Við seldum karlakórnum og fleiri fastakúnnum Kaffibarsins nærbuxur með áletruninni: „Við sýnum ábyrgð“, barmmerki með uppáhaldsfyrirmynd okkar, Vig- dísi Finnbogadóttur, og ýmislegt fleira. Við gerum svolítið í því að starfa í gömlum anda kvengóð- gerðarfélaga og er það gert með kímnigáfuna að vopni.“ kvenfjelag kaffi- barsins í sókn Guðrún Dóra og meðlimir kvenfélags- ins með söluvarning til styrktar konum: Áslaugu Rán Einarsdóttur finnst hvergi betra að vera en í háloftunum en hún hefur stundað svifvængja- flug síðustu árin með Fisfélagi Reykjavíkur og á eigin vegum á ferðalögum um heiminn. Áslaug Rán sem í daglegu tali er kölluð Ása hefur magnaða ástríðu fyrir svifvængjafluginu en síðasta ár hætti hún í vinnunni, seldi allar eigur sínar og hélt á vit ævintýranna með ferðafélaga sínum Anitu Hafdísi Björnsdóttur. Stúlk- urnar ferðuðust um heiminn og stunduðu íþróttina og settu á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. Ása segir Fisfélag Reykjavíkur frábæran félagsskap þar sem vel sé tekið á móti nýliðum. „Það sem helst einkennir svifvængjaflugið eru góð- ar móttökur þeirra sem deila með þér áhuganum. Hvert sem farið er í heiminum einkennist viðmótið af vinskap, gestrisni og virðingu. Hér á Íslandi bætist töluvert í hóp nýrra meðlima á ári hverju og alltaf tek- ið vel á móti þeim sem sýna áhuga. Í vor hófu tíu nýir meðlimir æfingar og flugu með okkur í sumar.“ Ása segir veðurfar á Íslandi ekki það ákjósanleg- asta til iðkunar svifvængjaflugs því hér sé vindur frem- ur óstöðugur. „Við látum það ekki á okkur fá og reyn- um að finna okkur góða staði til að njóta flugsins. Ég ætla þó að fara utan í vetur og vinna hjá fyrirtæki sem heitir Passion Paragliding. Minn fyrsti viðkomustaður verður Frakkland en svo liggur leiðin til Marokkó þar sem ég mun starfa í tvo mánuði.“ Www.theflyingeffect.wordpress.com er vefsíða stelpnanna. Vinskapur og gestrisni og virðing hvert sem komið er: Svifið um í háloftunum Lena Viderø, blaðamaður á Birtingi, er meðlimur klúbbs þar sem lögð er rækt við handavinnu. „Klúbburinn er áhugamannahópur um alls kyns handavinnu og kallast hann Félag ná- kvæmra handiðna man na eða FNHMN,“ segir Lena. Skráðir félagar eru Barði Jó- hannsson tónlistarmaður, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Kristinn Magnússon, Ólaf- ur Arnalds tónlistarmað- ur, Ellen Loftsdóttir, Krist- inn Magnússon, Ólafur Arnalds, Lena Viderø, Sigríður Halldórsdótt- ir, Hulda Helgadóttir og Guðmundur Hallgríms- son, betur þekktur sem Mundi. „Klúbburinn var stofnaður til þess að lítill hópur af skemmtilegu fólki gæti hist, prjón- að, heklað eða gert eitthvað allt annað, svo fram- arlega sem það er gert í höndunum, spjallað, hlust- að á góða tónlist og drukkið góða drykki saman.“ Prjónað, heklað og notið góðra veiga: Nákvæmar handiðnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.