Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Page 14
Margrét Sigfúsdóttir er flestum lands- mönnum kunn. Hún leggur nem- endum sínum í Hússtjórnarskólan- um reglurnar og fyrir nokkrum árum kenndi hún landanum að þrífa al- mennilega allan skít úr skúmaskotum í skemmtiþáttunum Allt í drasli. Mar- grét liggur aldrei á meiningu sinni og því er upplagt að ráðfæra sig við hana nú þegar liggur mikið við að spara. Al- gengt er að rafmagn og heitt vatn fyrir 100 fermetra íbúð kosti nú um 8.800 krónur á mánuði eða um 106.000 á ári. Eftir hækkun verður mánaðar- reikningurinn hins vegar um 11.200 krónur eða um 135.000 í orkuútgjöld á ári. Með ráðum Margrétar höfum við til hliðsjónar verðútreikninga Orku- veitunnar á rafmagnsnotkun helstu heimilistækja eftir hækkun. Dísilolía Algengt verð verð á lítra 190,6 kr. verð á lítra 192,6 kr. Skeifunni verð á lítra 190,4 kr. verð á lítra 192,4 kr. Algengt verð verð á lítra 191,7 kr. verð á lítra 193,9 kr. bensín Kænunni verð á lítra 190,3 kr. verð á lítra 192,3 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 190,4 kr. verð á lítra 192,4 kr. Algengt verð verð á lítra 190,5 kr. verð á lítra 192,6 kr. EKKi Frítt í Sund í rEyKjAvíK Frá og með deginum í dag er ekki lengur frítt í sund fyrir börn í Reykjavík. Verkefnið var tilrauna- verkefni sem tók enda í lok ágúst- mánaðar. Enn er þó í gildi sam- þykkt tillaga borgarfulltrúa VG þess efnis að þeir íbúar borgarinn- ar sem eru atvinnulausir og þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð fái frítt á sundstaði borgarinnar. Reykjanesbær varð fyrst sveitarfé- laga landsins til að hafa frítt í sund fyrir börnin. Það var fyrir fjórum árum að sveitarfélagið tók ákvörð- un um slíkt með það að markmiði að auka hreyfingu barna og fjölga samverustundum fjölskyldunn- ar. Börn í Reykjanesbæ fá enn frítt í sund. AlltoF dýr SAFi n Lastið fær Kaffi París við Aust- urstræti. Viðskiptavinur staðarins hafði samband við DV og var veru- lega óánægður með verðlagningu á appelsínusafa sem var boðið upp á í hádeginu um síðustu helgi. Verð á litlu glasi af appel- sínusafa var 390 kr. Við- skiptavinurinn hefði sæst á verðið ef ekki hefði komið á daginn að um var að ræða safa úr eins lítra fernu sem fæst á 129 krónur í Bónus. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Frábær þjónuStA n Lofið að þessu sinni fá Veiðihorn- ið og Sportbúðin fyrir frábæra þjón- ustu. Viðskiptavinur þeirra keypti af þeim tvær flugulínur sem fóru að skemmast heldur fljótt. Þeir skoð- uðu línurnar og skiptu þeim út fyrir tvær nýjar. Margir hefðu þrætt fyrir gæðin og misst við- skiptavin í leiðinni. Gott við- mót og fagmenn sem vita sitt. Starfsmenn búðarinn- ar geta auk þess alltaf gefið góð ráð sama hvert ferðinni er heitið í veiðina. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: kristjana guðbrandsdóttir kristjana@dv.is 1. september 2010 miðvikudagur hringT í erLend númer margir hrein- lega kvíða því að hringja símtöl í erlend GSm-númer enda finnst þeim erfitt að sjá fyrir hver kostnaðurinn verður. Góð regla að hafa í huga er að þegar hringt er í erlend GSm-símanúmer skiptir ekki máli hvar í heiminum viðkomandi er heldur frá hvaða landi símanúmerið hans er. Ef einhver sem þið þekkið er t.d. með GSm-símanúmer frá Danmörku en er staddur á Spáni greiðið þið fyrir símtal til Danmerkur. móttakandi símtalsins greiðir svo fyrir símtalsflutninginn frá Danmörku til Spánar. e L d S n e y T i Lækkaðu orkureikninginn Gjaldskrá Orkuveitunnar hækkar um allt að 40% þann 1. októ- ber og því ekki vanþörf á að skoða hvernig við neytendur getum aðlagað okkur dýrtíðinni. Við fengum Margréti sigfúsdóttur skólastýru Hússtjórnarskólans til liðs við okkur og fundum góðar leiðir til að lækka orkureikninginn. Það gengur ekki að standa undir sturtunni og láta sig dreyma. Hvernig má bæta orkusparnað heimilisins eftir verðhækkun Orkuveitunnar? Verið ekki að glápa inn í ísskápinn Setjið upp hanskana og notið burstann Eftir hrun hlupu margir til og plöntuðu stórum frystikistum í eldhúsið. Það borgar sig að eiga góð heimilistæki til kælingar eða frystingar á matvælum því þessi tæki eru í gangi allan sólarhringinn, allt árið og eyða hvað mestu rafmagni á heimilinu. Hagkvæmast er að eiga ný tæki sem eru orkunýtin. Gamall frystiskápur eyðir 541 krónu á mánuði á meðan nýr eyðir 269 krón- um á mánuði. Sparnaðurinn sem felst í góðum tækjakosti er því 245 krónur á mánuði eða 2.940 krónur á ári. „Ísskápar og frystikistur eyða nægri orku þó svo að við séum ekki að auka bruðlið með því að vera alltaf að opna og loka ísskápnum. Það bæt- ist ekkert í hann þótt við opnum hann í enn eitt skiptið. Náið einfaldlega í það sem ykkur vantar í eitt skipti fyrir öll og gangið frá því öllu í einu aftur í ísskápinn,“ segir Margrét og leggur áherslu á að verulega sé verið að bæta á álag og orkunotkun tækjanna með því að vera sífellt að opna og loka. Að auki má huga að því að fylla ekki ísskápinn heldur hafa hann hæfilega full- an. úTreikningur gamall frystiskápur: 541 króna á mánuði. nýr frystiskápur: 296 krónur á mánuði. kæliskápur með frystihólfi: 440 krónur á mánuði. Svo virðist sem þær hagsýnu húsmæður sem fylla vaskinn með heitu vatni og vaska upp á gamla mátann hafi vinninginn þegar kemur að hagkvæmustu orkunýtingunni. Munurinn á því að vera með uppþvottavél sem sett er í einu sinni á dag og því að vaska upp tvisvar á dag er 417-35 krónur= 382 krónur á mánuði eða 4.582 krónur á ári. Margrét samsinn- ir þessu. Henni finnst þó óþarfi að fólk skammist sín fyrir góð hjálpartæki eins og uppþvotta- vél og bendir á að töluverðum sparnaði megi ná með því að skola óhreinindi af áður en leirtauið er sett í vélina. Best sé að skola leirtauið með volgu vatni, heitt vatn geri það að verkum að óhreinindi festist. „Fólk má síðan láta af þeim ósið að vaska upp undir heitu, rennandi vatni og dýfa upp- þvottaburstanum í sápuskálina. Svona á ekki að vaska upp. Fyrst á að skola af óhrein- indin og síðan að þrífa leirtauið með burstanum í volgu sápuvatni. Að lokum að skola og þá má jafnvel nota kalt vatn.“ úTreikningur uppþvottur með heitu vatni, stöðugt rennsli tvisvar á dag: 299 krónur á mánuði. uppþvottavél, sett í vél einu sinni á dag: 417 krónur á mánuði. uppþvottur með heitu vatni, vaskur fylltur tvisvar á dag: 35 krónur á mánuði. kristjana guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.