Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 1. september 2010 miðvikudagur Milljónir manna í hættu Mikil neyð ríkir enn í Pakistan vegna flóðanna sem kippt hafa fótunum undan milljónum manna í þessu fjölmenna Asíuríki. Sameinuðu þjóðirnar segja að hamfarirnar hafi áhrif á fleiri en flóðbylgjurnar í Asíu 2004 og jarðskjálftinn mikli á Haítí samanlagt. Á myndinni sjást tvær ungar systur horfa út um gluggann á herþyrlu eftir að þeim var bjargað frá þorpi sínu á mánudaginn. John Kerry, öldungardeildarþingmaður frá Bandaríkjunum, segir Pakistana þurfa á mikilli aðstoð að halda þar sem hungursneyð og sjúkdómar ógni milljónum mannslífa. Gaddafi með Berlusconi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, fylgist á myndinni með ít- alskri hersýningu. Berlusconi hitti Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, á mánudaginn þar sem þeir styrktu böndin og skrifuðu undir viðskiptasamninga. Gaddafi vill að ESB og Ítalía veiti Líbíu milljarða evra fyrir að stöðva ólöglega afríska innflytjendur á leið þeirra til Evrópu. Hann segir að ef Líbíustjórn geri ekkert muni Evrópa fyllast af svörtu fólki. Berlusconi svaraði ekki þessari kröfu. Fundaði með fyrirsætum Muammar Gaddafi bauð nokkur hundruð fögrum ítölskum konum til fundar við sig í líbískri menning- armiðstöð í Róm á Ítalíu á mánu- daginn. Ítölsk umboðsskrifstofa réði fyrirsætur til að mæta á svæðið og fengu þær um hundrað evrur hver í laun. Gaddafi segir að allir Evrópu- menn ættu að vera múslimar og gaf ítölsku konunum Kóraninn. Hann sagðist hafa reynt að snúa þeim til íslam og að það hefði jafnvel gengið í nokkrum tilvikum. FordæMdur Fyrir rasisMa Thilo Sarrazin, bankaráðsmaður Bundesbank, þýska seðlabankans, hefur vakið mikla reiði í Þýskalandi með ummælum sínum um gyðinga í blaðaviðtali og nýútkominni bók sinni um múslima. „Allir gyðingar deila ákveðnu geni. Baskar hafa ákveðið gen líka, sem gerir þá frábrugðna öðrum,“ sagði Sarrazin. Nýútkomin bók hans ber heitið Þýskaland afnemur sig sjálft, Deutschland schafft sich ab, en í henni gagnrýnir Sarrazin „linkind“ Þjóðverja í garð múslimskra innflytjenda sem neiti að aðlagast þjóðfélaginu. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, segir að ummæli Thilos Sarraz- in, bæði um gyðinga og múslima, séu óásættanleg, heimskuleg og gagns- laus. Sarrazin hefur margsinnis áður látið umdeild orð falla um múslima, innflytjendur og aðra minnihlutahópa í Þýskalandi. Sarrazin hafi skaðað Bundesbank Gyðingasamtök Þýskalands hafa brugðist ókvæða við ummælum Sarra- zins og saka hann um kynþáttaáróður og gyðingahatur. „Hver sá sem reyn- ir að skilgreina gyðinga út frá erfða- mengi þeirra er kominn niður á plan rasisma,“ sagði Stephen Kramer, ritari miðstjórnar samtaka þýskra gyðinga. „Yfirvöld líta svo á að orðspor Bundesbank sé án nokkurs vafa skað- að, bæði innan lands og utan, vegna ummæla Sarrazins,“ segir talsmaður Angelu Merkel. Hún sagði í sjónvarps- viðtali á sunnudaginn að ummæli bankaráðsmannsins væru óásættan- leg og hvatti seðlabankann til að rann- saka málið. „Hann gerir umræðuna um þessi mál miklu erfiðari. Orðin sem hann notar kljúfa samfélagið.“ Þýskaland uppfullt af „tossum“ Búist er við því að kastljósið muni áfram beinast að Thilo Sarrazin vegna bókar hans um málefni múslimskra innflytjenda í Þýskalandi. Í henni skrif- ar hann að landið sé á braut hnignun- ar vegna innflytjenda frá Miðaustur- löndum sem yfirgnæfi þýsku þjóðina. Þetta muni leiða til þess að þjóðin verði uppfull af „tossum“. Hann segir að múslimar vilji ekki aðlagast sam- félaginu og að greindarvísitala þeirra sé lág. Sarrazin segir innflytjendur hafa flætt til landsins allt frá stríðslok- um á meðan fæðingartíðni Þjóðverja hafi lækkað jafnt og þétt. Í kjölfar þess hafi lestrarhæfni og stærðfræðikunn- áttu landsmanna hrakað mjög. „Þjóð- verjar eru að verða heimskari,“ skrifar embættismaðurinn háttsetti í Bund- esbank. „Múslimar aðlagast ekki eins vel og aðrir innflytjendur í Evrópu. Það er greinilega ekki vegna uppruna þeirra, heldur á sér rætur í íslömsku menn- ingunni,“ sagði Sarrazin í öðru blaða- viðtali um helgina. Angela Merkel sagði orð Sarraz- ins „heimskuleg“. Hún sagði að bæta þyrfti aðstöðu innflytjenda til náms. „Lykilatriðið er að læra þýska tungu- málið. Ef við stuðluðum að því og krefðumst þess, myndu þeir sem flytj- ast til Þýskalands hafa frábær tækifæri og auðga líf okkar.“ Þjóðfélagið einfaldi ekki Thilo Sarrazin hefur verið harð- lega gagnrýndur í leiðurum allra helstu dagblaða Þýskalands. Við- skiptadagblaðið Financial Times Deutschland  skrifar: „Sarrazin segir að Þýskaland stefni framtíðinni í voða vegna þess að það hefur leyft of mörg- um illa menntuðum innflytjendum að koma til landsins. Hann segir að það sé ekki til neins að berjast gegn lágu menntunarstigi og menningarlegum aðskilnaði. Einn maður getur leyft sér slíka forlagatrú, en þjóðfélag getur alls ekki freistast til að trúa slíkum einföld- unum. [...] Þýskaland þarf á innflytj- endunum að halda.“ Frankfurter Rundschau bendir á að Sarrazin sé einn valdamesti hagfræð- ingur Evrópu. „Tómstundarithöfund- urinn Sarrazin er ábyrgur fyrir áhættu- stjórnun í mikilvægasta seðlabanka evrusvæðisins. Sá sem gegnir því emb- ætti getur ekki verið einstaklingur sem enginn í fjármálageiranum tekur leng- ur mark á.“ Þvaður rasista Dagblaðið Die Tageszeitung, sem er til vinstri, skrifar: „Hann er rasisti. Ólíkt öðrum andstæðingum íslam trú- ir Sarrazin ekki aðeins á „menningar- helgi hrafn guðmundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Thilo Sarrazin, háttsettur embættismaður þýska seðlabankans, hefur gefið út bók þar sem hann fordæmir múslimska innflytj- endur í Þýskalandi fyrir tregðu þeirra til að aðlagast samfélag- inu og lágt greindarstig. angela merkel, kanslari Þýskalands, samtök minnihlutahópa og ritstjórar stærstu dagblaða landsins hafa bölvað Sarrazin og lýsa honum sem rasista. Ég þarf ekki að virða neinn sem lifir á velferðarkerfinu en hafnar ríkinu, sem gerir ekki nóg fyrir menntun barna sinna og framleiðir sífellt litlar stúlkur með slæður. umdeildur ThiloSarrazinhefurvaldiðmiklufjaðrafokií Þýskalandimeðummælumsínumogbókarskrifumum múslimskainnflytjendur.Hannsegir,ínýrribóksinni, aðÞýskalandmunirambaábarmifallsvegnatregðu múslimaviðaðaðlagastsamfélaginu.Þaðmunigera landiðuppfulltafómenntuðum„tossum“.mynd reuTerS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.