Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 6
„Ég fer í vinnuna klukkan þrjú á þriðjudag og kem heim klukkan sex aftur. Ég var að tala við vinkonu mína í símann þegar ég sé að rúða er brot- in. Hurðin var ólæst og það fyrsta sem ég hugsaði var hvort Sóley vinkona mín sem býr með mér væri nokkuð heima, og enn inni, og hvar hundur- inn minn væri. Ég fer inn og öll íbúð- in er á hvolfi,“ segir Vera Rut Ragn- arsdóttir sem varð fyrir því að brotist var inn á heimili hennar og Sóleyjar Þorbjörnsdóttur á þriðjudaginn um hábjartan dag. Hinir óprúttnu þjófar létu greipar sópa á heimili þeirra vin- kvenna og höfðu á brott með sér gríð- arlega verðmæt raftæki. Allt tómt „Það var búið að henda öllu úr fata- skápunum hjá okkur, allar skúffur og skápar voru opnir og stofan mín er tóm. Það eru öll raftæki farin, allt sem kostaði einhvern pening er horf- ið,“ segir Vera Rut þegar hún lýsir að- komunni að verstu martröð hvers húseiganda. Meðal þeirra hluta sem hurfu voru tvær dýrar fartölvur, tvö stór flatskjássjónvörp, Bose-græjur og myndavélar. Hún kveðst ekki vera búin að taka saman hvert fjárhags- legt tjón af innbrotinu sé. Ef litið er til þeirra hluta sem stolið var, og þeirra vörumerkja sem um ræðir, er ljóst að góssið sem þjófarnir höfðu með sér er metið á hundruð þúsunda. Vera var í miklu uppnámi þegar hún hringdi í lögregluna sem kom að hennar sögn rúmlega klukkustund síðar. „Það var tekin skýrsla og listi útbúinn yfir þá hluti sem ég sakna.“ Hún veltir fyrir sér hvers vegna lögreglan sé ekki búin að lýsa eftir vitnum að atburðinum. Umfang innbrotsins gefi vissulega til- efni til þess að hennar mati. Leitar vitna og biðlar til Facebook-vina Vera Rut og Sóley hafa því brugðið á það ráð að biðla til almennings í gegnum Facebook þar sem þær hafa sett á laggirnar síðu undir yfirskrift- inni VANTAR HJÁLP!! INNBROT. Þar lýsa þær nokkrum af þeim hlut- um sem hurfu í innbrotinu og biðja fólk að hafa augun hjá sér ef hlutirn- ir verði auglýstir til sölu á vinsælum síðum. Að auki vill Vera nota tæki- færið til að lýsa eftir vitnum að inn- brotinu. „Þetta gerist um hábjartan dag á þriðjudaginn, á Smiðjustíg við Laugaveg, þannig að fólk hlýtur nú að hafa séð þetta. Þú labbar ekkert með svona stóra hluti óséður.“ Hún hvetur þá sem telja sig geta veitt upplýsing- ar um málið að hafa upp á Facebook- síðunni og hafa samband við sig. Hún kveðst þegar hafa fengið nokkr- ar góðar vísbendingar í gegnum síð- una. „Það eru nokkrir sem koma til greina.“ Ómetanlegum minningum stolið „Ég er meira að segja tilbúin að kaupa dótið mitt aftur ef það er það sem til þarf,“ segir Vera sem segir þær vin- konurnar vera í góðri vinnu og hafi haft það virkilega gott í gegnum tíð- ina og því haft efni á flottum og dýr- um hlutum. Þrátt fyrir að fjárhags- legt tjón innbrotsins sé augljóslega hundruð þúsunda, segir hún mesta missinn vera í því dóti sem hafi per- sónulegt gildi fyrir sig. Eins og ómet- anlegar minningar geymdar í tölv- unni sem stolið var. „Tölvan mín er eitt það persónu- legasta sem ég á. Á henni eru ljós- myndir frá ferðalögum mínum um fjórar heimsálfur,“ segir Vera Rut mið- ur sín. 6 fréttir 4. október 2010 mánudagur Brotist var inn hjá Veru Rut Ragnarsdóttur og Sóleyju Þorbjörnsdóttur um hábjartan dag á þriðjudaginn. Vera Rut skrapp frá í þrjá tíma og á meðan létu afar skipulagðir innbrotsþjófar greipar sópa í íbúðinni. Miklum verðmætum var stolið, en að sögn Veru Rutar er mesta tjónið falið í því sem ekki verður metið til fjár. SiguRðuR mikAeL jÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fórnarlömb innbrotsþjófa VeraRutogSóley töpuðuraftækjumogöðrumpersónulegummunum fyrirhundruðþúsundaáþriðjudaginnþegarbrotist varinnáheimiliþeirraviðSmiðjustígímiðbænum. mYnD eggeRT jÓhAnneSSon Rúmensku handboltahjónin Gabriela og Leonard Cristescu hafa stefnt Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH, og handknattleiksdeild félagsins. Krafa þeirra gegn félaginu er upp á tæpar 2,5 milljónir króna sem þau telja sig eiga inni vegna starfsloka hjá FH. Þau Gabriela og Leonard léku sem markverðir fyrir meistarflokka FH í handbolta ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. Launagreiðslur þeirra beggja við félagið voru bundn- ar í evrum og við bankahrunið tvö- földaðast skyndilega sú fjárhæð sem félagið þurfti að leggja út. FH komst að samkomulagi við hjónin um að þau hættu störfum hjá félaginu en dómsmálið nú snýst um launaupp- gjör. Launakrafa handboltahjónanna hljóðar upp á 15 þúsund evrur eða tæpar 2,5 milljónir króna. Ekki er deilt um þá launafjárhæð heldur um við hvaða gengi skal miða við launa- uppgjörið ásamt því að FH hefur lagt fram ýmsar mótkröfur á hendur sín- um fyrrverandi starfsmönnum, til að mynda kröfur vegna húsaleigu og bif- reiðar sem leikmennirnir fengu. Eftir því sem DV kemst næst hefði málið ekki farið fyrir dóm ef launasamning- ur þeirra hefði verið í íslenskum krónum en algengt var að erlend- ir íþróttamenn hérlendis semdu við íþróttafélög um laun í erlendum gjaldmiðlum. trausti@dv.is Fyrrverandi leikmenn FH í mál við félagið: Vilja milljónir Fh FyrrverandileikmennogþjálfararviljalauníevrumfráFH. Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 LAGERSALA www.xena.is no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no16 st. 36-41 verð kr. 6495.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- no22 st. 36-41 verð kr. 7995.- Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýjum skóm á alla fjölskylduna heimili tæmt um hábjartan dag Tölvan mín er eitt það per- sónulegasta sem ég á. Á henni eru ljósmyndir frá ferðalögum mínum um fjórar heimsálfur nErustormjárnígluggumsemlokasttilhliðar? nErgluggiviðhliðinaáhurðöruggur? nErláshurðatrausturogekkihægtaðopnaánverkfæra? nErheimiliðvelupplýstaðutan? nErudagblöðfjarlægðþegarenginnerheima? nTæmireinhverpóstkassannþinn(fjölbýli)? nErheimasíminnstillturyfiríGSM? nErugardínurnarskildareftirþegarþúferðíburtueinsog einhverværiheima? nErsvalahurðinalltaflæst? nErtubúinaðbiðjanágranna/vinaðfarareglulegaheimtilþín þegarþúertaðheiman? nEröryggisgleríútidyrahurðmeðgleri? nEruaukalyklaröruggirogekkigeymdirundirmottueðaí blómapotti? nVeistþúhvarölleintökafhúslyklumeru? nErbréfalúgastaðsettáþjófheldumstað? nOpnarþúíeinhverjutilfellifyrirþeimsemþúþekkirekkisem segistt.d.hafaýttárangabjöllu? nByrgirgróðursýnfrágötu? nErgluggiáhúsveggviðþéttangróður? nErutómarumbúðirt.d.raftækjaávalltfjarlægðareðasettarí geymslueðarusl? nErfrágangurverðmæta(s.s.fartölva)þannigaðþausjást ekkiinnumglugga? nErtillistiogmyndirafinnbúi? nEruháarpeningaupphæðirgeymdaríbankaeða öryggishólfi? nErgóðlæsingábílskúrshurð? nHefurþúþaðsemregluaðgeymaaldreisímaeðaveskií bílnum? nErbúiðaðfjarlægjaverðmætiúrhanskahólfibílsins? nGetaallirséðferðaáætlunþínaánetinu,t.d.áFacebookeða bloggsíðu? komdu í veg fyrir innbrot 25 spurningar úr handbók um nágrannavörslu Sjóvár. n13“MacbookPro nSvörtAcerfartölva n32“Sonyflatskjár n42“Samsungflatskjár niPodsvartur80GB niPodgrár16GB niPodbleikur16GB nBose-græjurfyririPod nCannonmyndavélgrá nLeikjatölvur nAnnað:Demantshringur,aðrir skartgripirogarmbandsúr. LiSTinn eR ekki TæmAnDi Að Sögn VeRu Þessu var stolið Heildarfjöldi innbrota á höfuð- borgarsvæðinu fyrstu átta mánuði áranna 2006 til 2010 innbrot 2006 1.243 2007 1.327 2008 1.234 2009 2.068 2010 1.893* *miðAð Við jAnúAR TiL ágúST 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.