Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 4. október 2010 mánudagur Íslamskir einkaskólar í Bretlandi hafa nú sett nýjar reglur varðandi skólabúninga þeirra nemenda sem sækja þar nám. Stúlkur þurfa nú að bera höfuðfat sem hylur andlit þeirra að fullu, fyrir utan augun, á leið sinni í og úr skólanum. Þegar hafa þrír einkaskólar skyldað stúlkur í skólan- um til að hylja andlit sín með þess- um hætti. Um er að ræða einkaskóla fyrir stúlkur á aldrinum 11 til 18 ára. Þessar nýju reglur hafa þegar vak- ið reiði með almennings og þá hafa talsmenn íslamskra trúfélaga lýst furðu sinni á fyrirkomulaginu sem þeir telja geta skaðað samskiptin milli múslima og annarra samfélaga. Taj Hargey, formaður Menntunar- sjóðs múslima í Oxford, gagnrýnir þessa breytingu. „Þetta er afar slæmt og hættulegt fordæmi. Með þessu er verið að heilaþvo múslimsk börn í þá veru að þau þurfi að aðskilja sig frá meginþorra samfélagsins. Það á alls ekki að veita opinbert fé í slíka stofn- anir, ekki er minnst á að klæðast slík- um höfuðfötum í Kóraninum,“ segir Hargey í samtali við breska fjölmiðla. Búrkur hafa víða verið bannað- ar á almannafæri í Evrópu á síð- ustu árum. Ítölsk yfirvöld hafa til að mynda sektað múslimska konu frá Túnis um 84 þúsund krónur fyrir að klæðast búrku á almannafæri. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem mús- limsk kona er sektuð fyrir að klæðast þessum fatnaði á Vesturlöndum. Þó má búast við því að sektir af þessum toga verði algengar á næstu árum, þar sem nokkur Evrópulönd hyggjast banna konum að klæðast búrkum. Í vor samþykkti belgíska þingið ný lög með miklum meirihluta atkvæða, þar sem föt sem hylja auðkenni fólks eru bönnuð. Þeirra á meðal er hefð- bundinn klæðnaður múslima á borð við búrkur og niqab. Samskonar um- ræða hefur farið fram á þingi Frakk- lands og Þýskalands. Einkaskólar í Bretlandi setja nýjar reglur fyrir stúlkur: Skylda stúlkur til að bera búrku Hagkerfi Íslands og Albaníu eiga það sameiginlegt að hafa hrunið á einungis sex árum eftir einkavæð- ingarferli á mikilvægum stofnun- um í löndunum. Þó að hagkerfi landanna hafi hrunið með ólík- um hætti og af ólíkum ástæðum er hins vegar ýmislegt sameiginlegt með því hvernig þau hrundu. Þessar sameiginlegu ástæð- ur fyrir bankahruninu í Alban- íu og Íslandi snúast meðal ann- ars um smæð þjóðanna, hversu litla reynslu þær höfðu af óheftri markaðshyggju og þann skort á regluverki og heilbrigðum stofn- unum sem hljóta að þurfa ein- kenna kapitalísk markaðssamfé- lög. Ýmsar frásagnir og sögur frá bankahruninu í löndunum tveim- ur sýna fram á viss líkindi með því hvernig hrun helstu bankastofn- ana í landinu bar að. Frá kommúnisma til banka- hruns Árið 1997 hrundi albanska hag- kerfið, sex árum eftir að kommún- istastjórn landsins hafði hrökklast frá völdum og landið tók sín fyrstu skref í átt til lýðræðis og mark- aðshyggju. Ástæðan fyrir hrun- inu í landinu var sú að eftir hrun kommúnismans árið 1991 höfðu sprottið upp margir litlir bank- ar sem buðu upp á píramídavið- skipti: Bankar buðu upp á inn- lánsreikninga - kannski ekki svo ósvipaða Icesave - sem buðu fólki upp á 8 til 35 prósenta ávöxtun. Píramídaviðskiptin byggðu á þeirri hugmynd að pening- ar þeirra sem fjárfestu í innláns- reikningunum væru notaðir til að greiða vexti þeirra sem búnir voru að fjárfesta í þeim fyrir. Við- skiptahugmyndin stóð og féll með því að fleiri og fleiri legðu peninga inn á innlánsreikningana til að hægt væri að greiða vexti til þeirra sem búnir voru að leggja pening- ana sína inn í bankana. Ef pening- arnir hefðu haldið áfram að flæða inn í bankana hefðu píramídavið- skiptin gengið áfram og allir hefðu grætt á þeim. Þetta varð hins vegar ekki raunin og þegar nokkrir af minni bönkum landsins hættu að geta greitt innlánsreikningseigendun- um vexti af þeim árið 1996 skap- aðist ástand sem líkja mætti við andrúmsloftið á Íslandi í aðdrag- anda bankahrunsins um haustið 2008. Sparifjáreigendur flykktust í bankana sína til að taka út þá fjár- muni sem þeir áttu í þeim. Þetta hafði dómínóáhrif á allt hagkerfi landsins og á endanum lá ljóst fyrir að sparifjáreigendur myndu ekki endurheimta fjármuni sína. Æstir sparifjáreigendur réðust að höfuðstöðvum fjármálafyrirtækja og lögreglan þurfti að halda aftur af þeim. Um þetta leyti var greint frá því í fjölmiðlum í Albaníu að einn eigandi eins af bönkunum hefði stungið af frá Albaníu á hraðbáti til Ítalíu – einungis níu kílómetr- ar eru á milli landanna þar sem styst er – með 130 milljónir doll- ara í tösku. Rætt var um að eig- endur bankanna reyndu að koma fjármagni undan á þessum erfiðu tímum og slíkar sögur juku á reiði fólks. Þessi ónægja Albana leiddi til þess að nánast braust út borg- arastyrjöld í landinu; stjórnleysi greip um sig og æstur múgurinn braust inn í vopnabúr ríkisins og hertók nokkrar borgir í landinu. Þessir atburðir leiddu til þess að ríkisstjórn Sali Berisha, forsæt- isráðherra Albaníu, hrökklaðist frá völdum í landinu í mars árið 1997. Bankahrun Albana leiddi því af sér ríkisstjórnarskipti eft- ir harðvítug mótmæli, líkt og hrunið á Íslandi gerði rúmum tíu árum síðar. Sólin á undan myrkrinu En áður en hrun bankanna í Al- baníu kom til einkenndist lífið í landinu af áður óþekktum lúxus - kommúnistastjórn Envers Hox- ha hafði komið í veg fyrir hvers kyns bílífi - þar sem Albanir nutu þess að njóta ávaxta píramída- viðskiptanna. Tírana varð önnur dýrasta borgin í fyrrum komm- únistaríkjum Austur-Evrópu - á eftir Moskvu - og íbúðaverð í landinu tífaldaðist frá árinu 1990 og til 1996. Tveir af helstu fræðimönn- unum um sögu Albaníu, James Pettifer og Miranda Vickers, orða þetta sem svo í nýlegri bók um Albaníu: „Utanaðkomandi aðilar spauguðu með það að íbúar Tir- ana væru í reynd hættir með öllu að vinna þar sem vextirnir sem bankarnir buðu þeim voru svo háir – hærri en 60 prósent í ein- hverjum tilfellum. Albanir sem varið höfðu sumrinu við vinnu á Grikklandi drifu sig í því að fjár- festa í píramídareikningunum og notuðu svo vextina til að fjár- magna löng sumarleyfi á strönd- inni. Þetta var tími jákvæðni sem líkja mætti við Weimar-lýðveldið í Þýskalandi. En þessi léttlyndi dans var stiginn yst á bjargbrún. Engin opinber stofnun var til sem gat komið reglum yfir fjármála- kerfið og píramídana, jafnvel þó að ríkisstjórnin hefði viljað það.“ Samtals lögðu Albanir um 2 milljarða dollara, um 225 millj- arða króna í píramídaviðskiptin, á árunum fram að albanska banka- hruninu. Þetta var afskaplega há upphæð fyrir þessa 3,5 milljóna manna þjóð þar sem meðallaun landsmanna vorru um 55 pund í kringum 1995. Enda var það líka svo í þessum píramídaviðskipt- um að margir landsmanna höfðu selt húsin sín til að fjárfesta í þeim. Tímabil ógnarbjartsýni tók við eftir svartnætti kommúnism- ans þar sem píramídaviðskipti, sem sennilega eru meðal ein- földustu og heimskulegustu fjár- málaafurða sem til eru, áttu að bjarga landsmönnum frá fátækt. Það er kannski til marks um hversu óráðsían var mikil á þess- um árum í Albaníu að eitt helsta fjármálagúrúið í landinu var sí- gaunakona að nafni frú Sudja sem stýrði einum bankanum ÍSLAND OG ALBANÍA HRUNDU Á SEX ÁRUM Ýmislegt er sameiginlegt með banka- hruninu á Íslandi og í Albaníu árið 1997. Hvorugt landanna var reiðubúið fyrir þess konar fjármálastarfsemi sem leiddi af sér kerfishrun í löndunum með tíu ára millibili. Í tilfelli Albaníu fjárfestu íbúar landsins í píramídavið- skiptum sem litlir einkareknir bankar settu á laggirnar. Við tók tímabil létt- lyndis þar sem Albanir ætluðu að halla sér aftur og lifa á vöxtunum einum saman. Sá draumur stóð ekki lengi. ingi F. vilhjálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Utanaðkom-andi aðilar spauguðu með það að íbúar Tirana væru í reynd hættir með öllu að vinna þar sem vextirnir sem bank- arnir buðu þeim voru svo háir. Búrka Umdeildarreglurí breskumeinkaskólumskylda stúlkurtilaðklæðastbúrkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.