Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 23
mánudagur 4. október 2010 lífsstíll 23 n notaðu allan þennan auka tíma. Ekki fara beint í tölvuna og ekki gleyma þér á Facebook næstu tvö tímana. Byrjaðu daginn! 8 Heillaðu við fyrstu kynni: n Brostu og hallaðu þér að öðrum þegar þeir tala. n Snúðu þér að manneskjunni sem er með orðið. n Spurðu spurninga sem snúa að tilfinningum og möguleikum, ekki aðeins staðreyndum. n Ekki grípa fram í. n Hrósaðu. n Finndu sameiginlegt áhugamál. n Gerðu grín að sjálfum/sjálfri þér. n Hvettu aðra til að taka þátt í umræðunum. n Settu kraft í rödd þína. n Ekki byrja á neikvæðri setningu. n Talaðu um áhugamál þín. n Ekki tala bara um sjálfa/n þig. 9 Ekki hugsa um vinnuna öllum stundum: n Farðu lengri leiðina heim ef þú hefur átt erf- iðan dag á skrifstofunni. Kveiktu á útvarpinu og leyfðu huganum að fara yfir daginn helming- inn af leiðinni. Skiptu yfir á tónlistarstöð þeg- ar þú ert hálfnuð/hálfnaður heim og hættu að hugsa um vinnuna. n Jafnvel þótt þú sért stór karl í vinnunni er ekki þar með sagt að þú getir gert kröfur heima fyrir. Mundu að heimilisfólkið fær ekki borgað fyrir að sjá um þig. n Fáðu að pústa út í 15 mínútur eftir að heim er komið. n Flest þurfum við einhvern tímann að vinna um helgar eða á kvöldin. Gerðu það þegar nauðsyn krefur en ekki taka upp fartölvuna bara til að kíkja á póstinn þinn. n Leggðu í vana þinn þegar þú kemur heim að spyrja makann hvernig dagurinn var og HLUSTAÐU. nÞótt þú viljir ekki trúa því eru allar líkur á að fyrirtækið muni lifa af án þín. n Veldu tíma þegar öll vinna er bönnuð. n Vaknaðu fyrr. Taktu frá eigin tíma en ekki tíma fjölskyldunnar. Þú gætir komist heim fyrr í staðinn. 10 Gefðu ferilskrá þinni andlitslyft- ingu og forðastu eftirfarandi: n Skreyttan pappír. n Times New Roman. n Pínu lítið letur. n Gráan texta. n Myndir og skreytingar. n Furðulega pappírstærð. n lárétt format. 11 Bættu krafti út í lífið: n Ræktaðu líkamann – jafnvel tíu mínútna göngutúr mun bæta skapið og orkuna. n Hlustaðu á skemmtilega tónlist. n Fáðu nægan svefn. n Hreyfðu þig hraðar. n Talaðu við vini. n Komdu hlutunum í verk. n Ekki nota óhollan mat til að næla þér í orku. 12 Komdu hlutunum í verk: n Segðu sjálfri/sjálfum þér að þú þurfir bara að vinna að verkefninu í fimm mínútur. Svo lítil vinna er varla fráhrindandi. n Byrjaðu bara! Um leið og þú byrjar á ein- hverju er mun auðveldara að halda áfram. nVerðlaunaðu þig. Ekki fara á Facebook fyrr en þú hefur lokið ákveðnu verki. n Vektu áhuga þinn á verkefninu. Af hverju hræðistu verkefnið? Það er of umfangsmikið: n Brjóttu stórt verkefni niður í mörg lítil verk- efni. Þú býrð ekki yfir almennilegri kunnáttu: n Leitaðu þér upplýsinga áður en þú byrjar. Farðu á netið, talaðu við einhvern sem hef- ur leyst svipað verkefni, lestu bók eða farðu á námskeið. Æfðu þig svo. Þú einblínir á það neikvæða: nEkki einblína á hindranir. Reyndu að finna lausnir. Horfðu á það sem þú munt fá út úr verkefninu – tækfæri til að læra, tækifæri til að bæta þig, tækifæri til að auka tekjur, byggja upp frama.. 13 Komdu í veg fyrir ónæði: A) Settu upp heyrnartól: Jafnvel þótt þú sert ekki að hlusta á neitt gefa heyrnartólin til kynna að þú viljir fá að vera í friði. Veldu stór og mikil heyrnartól sem fara ekki fram hjá neinum. B) Skoðaðu póstinn tvisvar á dag: Kíktu á tölvupóstinn á morgnana og á kvöldin. Slökktu á öllum hljóðmerkjum sem tölvan gef- ur frá sér. C) Láttu vita: Segðu viðskiptavinum að þú kíkir aðeins tvisv- ar á póstinn daglega. D) Komdu í veg fyrir ruslpóst Tölvupóstforritiði þitt getur auðveldlega fyllst af ruslpósti sem getur skapað meiriháttar trufl- un. Bannaðu allt „spam“. E) Slökktu á hringingunni: Ef þú misstir af einhverjum símtölum geturðu hringt til baka þegar þú tekur þér pásu. 14 Borðaðu hægar: n Samkvæmt rannsóknum borðum við minna þegar við borðum hægar. n Það er erfitt að njóta matarins þegar við skóflum honum í okkur. n Meltingin hefst í maganum og því hægar sem við borðum því síður verður okkur illt í magn- um. 15 forðastu dýr DIY (do it yourself) mistök: n Ódýr verkfæri, engin verkfæri, röng verkfæri n Súperman/súperwoman-sjúdómurinn. n Ekkert vinnuleyfi. n Of mikill sparnaður á efni. n Hroðvirkni. n Lítil forvinna. n Engin kunnátta. 16 lestu klassískar bókmenntir: n Auktu þannig orðaforðann. n Bættu stafsetninguna. n Skerptu á hugarstarfseminni. n Fáðu góðar hugmyndir frá löngu látnum rit- höfundum. n Aflaðu þér þekkingar. n Taktu þátt í alvarlegri umræðu. 17 Njóttu líkamsræktarinnar: n Færðu þig út úr líkamsræktarstöðinni og út í náttúruna. n Fáðu vin, vinkonu eða fjölskyldumeðlim til að hreyfa sig með þér. n Gerðu leik úr hreyfingunni og tíminn mun fljúga áfram. 18 Komdu hreyfingu inn í daglega rútínu: n Æfðu alltaf á mánudögum og stilltu þannig hugann fyrir komandi viku. n Aldrei sleppa tveimur dögum í röð. n Ekki tengja árangur við tölu á vigtinni. n Þótt þú eigir kort í ræktina ertu ekki sjálfkrafa byrjuð/byrjaður að æfa. n Þótt þú hafir verið í formi í framhaldsskóla ertu það ekki endilega í dag. n Þó þú segist ekki hafa tíma til að hreyfa þig þarf það ekki að vera satt. 19 stefndu hærra: n Hafðu hugann opinn – þú getur ekki bætt kunnáttu þína nema þú sért opin/n fyrir tæki- færum. Ekki sætta þig við stöðuna. Það er alltaf hægt að gera betur. Hafðu augu og eyru opin svo þú missir ekki af neinu og íhugaðu jafnvel furðulegustu hugmyndir. n Örvaðu hugann – við verðum færari eftir því sem við verðum klárari. Vertu forvitin/n. Próf- aðu þig áfram þangað til þú finnur bestu leið- ina. Fylgstu með því sem aðrir eru að gera. Lestu bækur og greinar um fjölbreytt efni. Kannaðu hugmyndir sem skjótast upp í hug- ann um miðja nótt. n Leitaðu leiðsagnar – það er afar líklegt að þú þekkir einhvern sem er betri í ákveðnum verk- efnum en þú. Biddu sérfræðingana um aðstoð. n Ekki sætta þig við sæmilegt – auðvitað eigum við að vera þakklát fyrri það sem við höfum en það ætti ekki að stoppa okkur í að reyna að gera enn betur. Heimurinn er á stöðugri hreyfingu og ef þú fylgir ekki með muntu staðna. 20 Vertu skemmtilegt foreldri: n Fáðu barnið þitt til að skella upp úr alla vega einu sinni á dag. n Ekki gera neitt þrjá daga í röð nema þú sért tilbúin/n til að gera hlutinn daglega. Dæmi: Ef barnið þitt er með hita og þú leyfir því að sofa upp í skaltu takmarka það við tvær nætur. Ann- ars muntu aldrei koma því úr rúminu þínu aft- ur. n Syngdu í morgunsárið. Sérstaklega ef þú ert laglaus því þannig færðu alla fjölskylduna til að brosa. n Passaðu að fá nægan svefn. n Ekki láta skapið bitna á börnunum. n Við erum fljót að venjast lúxusvarningi. Ekki kaupa allan heiminn handa börnunum þínum. Þau verða miklu ánægðari með gjafir sem þau fá sjaldan. n Passaðu að einu orðin sem börnin þín heyra frá þér séu ekki neikvæð. Dæmi: Ekki – Nei – Hættu. Reyndu að mynda jákvæðar setningar sem þýða það saman. „Já, þú mátt fara frá borð- inu um leið og þú hefur lokið við matinn“ í stað þess að segja: „Nei, þú mátt ekki fara fara frá borðinu fyrr en þú ert búinn“. n Láttu barnið vita að þú ætlir að laga til í her- bergi þess. Mörg börn kunna ekki við grams- andi foreldra og taka því verkið sjálf að sér. n Notaðu stuttar, hnitmiðaðar setningar. Dæmi: „Sittu í stólnum.“ – „Þú getur meitt þig.“ n Ekki ofnota nei-ið. Notaðu það þegar þú þarft á því að halda. 21 Hættu að tuða: n Endalausar kvartanir eru þreytandi. Skiptu yfir í hljóðláta aðferð. Settu þvottakörfuna í fangið á honum án þess að segja orð. Fylgstu með því sem gerist. n Takmarkaðu orðanotkun við eitt orð. Ekki segja: „Eins og ég er búin að minna þig á millj- ón sinnum þá eigum við enga mjólk svo ef þú vilt ekki þurfa að fara út aftur skaltu muna að koma við í búðinni.“ Prófaðu að segja: „Búðin! Mjólk!“ n Ekki krefjast þess að hlutirnir séu fram- kvæmdir eftir þínu höfði. n Minntu makann á að það er betra að neita verki en að svíkja loforð. Segðu: „Láttu mig vita ef þú ætlar ekki að gera þetta svo ég geti gert þetta sjálf/ur.“ n Vertu viss um að allir séu með verkaskiptingu á hreinu. n Taktu verk makans að þér einstöku sinnum og aflaðu þér þannig góðvildar. n Deildu verkefnum eftir persónuleika. Ef þú hatar óumbúið rúm meira en makinn skalt þú sjá um að búa um. n Gerðu hlutina sjálf/ur. n Notaðu „to-do“-lista. n Sættu þig við hálfan sigur. Kannski setti hann ekki diskana í uppþvottavélina en að koma þeim út úr borðstofunni er mikil framför. n Ekki biðja um hið ómögulega. Ef þú veist að konan þín mun ekki koma að neinu sem snert- ir bílinn ykkar vertu þá ekki að biðja hana um það. n Ekki gagnrýna hvernig makinn sinnir verk- efnum. Ekki gera grín að fötunum sem hann velur á börnin. Ef þú vilt að eitthvað sé gert á ákveðinn hátt skaltu gera það sjálf. n Veltu fyrir þér hvort þú getir keypt smá ham- ingju fyrir peninga. Veistu um ungling sem væri til í að slá lóðina fyrir smá aur? Hefurðu efni á heimilishjálp? Ef húsverkin eru að ganga að sambandi ykkar dauðu verðið þið að leita hjálpar. 22 Auktu hamingjuna – strax! A) Auktu orkuna: Stattu upp og gakktu um gólf þegar þú talar í símann eða, jafnvel betra, farðu út í hreina loft- ið. Rannsóknir sýna að þegar við hreyfum okk- ur hraðar verða efnaskiptin hraðari. Leyfðu sólinni að skína á þig. B) Leitaðu til vina: Skipulegðu hádegis-„hitting“ eða sendu göml- um vini sem þú hefur ekki rætt við lengi tölvu- póst. Náin og jákvæð samskipti eru lykillinn að hamingju. C) Kláraðu leiðindarverkefni: Svaraðu erfiðum tölvupóstum, hringdu krefj- andi símtöl, keyptu það sem þú þarfnast og pantaðu tíma hjá tannlækni. Þú færð heilmikið út úr því að geta strikað yfir verkefni á „to do“- listanum. D) Skapaðu róandi umhverfi: Lagaðu til í kringum skrifborðið þitt. Flokk- aðu pappír, hentu rusli og settu óhreint leirtau inn í eldhús. Stórir staflar af blöðum virka ekki vinnuhvetjandi. Aldrei fresta verkefni sem tek- ur innan við mínútu að leysa. E) Skipulegðu skemmtun: Pantaðu bók sem þig hefur langað að lesa eða planaðu helgarferð með vinunum. Samkvæmt rannsóknum er regluleg skemmtun lykilatriði að hamingju og tilhlökkunin skiptir þar mestu máli. Fáðu vini, fjölskyldu og kunningja til að taka þátt. F) Gerðu góðverk: Gerðu eitthvað fallegt fyrir einhvern og þér líð- ur strax betur. G) Brostu: Þvingaðu bros á varir þínar og það verður fljót- lega ekta. 23 Hafðu ofan af fyrir börnunum án sjónvarps: n Búðu til hús úr teppum og húsgögnum. n Leiktu tónlist. n Sestu út í garð með börnunum og ræddu við nágrannana. n Bjóddu þeim í göngutúr og spurðu þau um það sem á vegi ykkar verður. n Dansaðu með krökkunum. n Biddu þau um að hjálpa til við heimilisverk- in. n Leyfðu þeim að hjálpa til við eldamennsk- una. n Leyfðu þeim að vaska upp. n Biddu um hjálp við að leggja á borðið. n Sýndu þeim hvernig hægt er að búa til trommur úr pottum og sleifum. n Keppið um hver getur öskrað hæst. n Farðu í feluleik við þau. n Keppið um hver getur hoppað hæst og lengst. n Lestu fyrir þau bók. n Sýndu þeim gömul myndaalbúm. n Leyfðu þeim að taka myndir af þér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.