Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 22
22 lífsstíll 4. október 2010 mánudagur 1 finndu innri frið með því að koma reglu á óreiðuna: n Aldrei kaupa minjagripi. n Skildu eina skúffu eða hillu eftir alveg tóma. n Reyndu að halda yfirborðinu hreinu. Settu t.d. eldhúsáhöld sem þú notar ekki daglega ofan í skúffu eða skáp. n Losaðu þig við dagblöð og tímarit sem þú ert búin/n að lesa. n Hafðu ákveðinn stað fyrir alla hluti. n Gefðu bækur, dót og föt sem enginn fjöl- skyldumeðlimur notar til þeirra sem þurfa. n Segðu hrúgunum sem myndast á ganginum, í hornum og á eldhúsbekkjum og borðum stríð á hendur. n Ekki kaupa hluti sem þú hefur enga þörf fyrir á útsölum . n Ef þú þarft að setja eitthvað í geymslu ætlarðu ekki að nota það. Spurðu sjálfa/n þig hvort þú þurfir virkilega á þessum hlut að halda? n Ekki hirða það sem aðrir ætla að henda nema þú fallir gjörsamlega fyrir því. Afþakkaðu ef þú þarft ekki á því að halda. n Brotinn gluggi eða húsgagn, illa farin máln- ing, sprungnar ljósaperur og tómur klósett- pappírsstandur skapa neikvætt andrúmsloft. Ekki sætta þig við slíkt. n Passaðu að eiga nóg af herðatrjám. n Búðu um rúmið alla morgna. n Settu lyklana þína alltaf á sama stað. n Gakktu frá dóti og fötum áður en þú ferð að sofa. n Ekki kaupa meira af geisladiskum, DVD og bókum fyrr en þú hefur lesið, hlustað og horft á það sem þú átt. n Passaðu að eiga alltaf nauðsynjavöru eins og umslög, límband, tannkrem, frímerki, rafhlöð- ur, plástur og slíkt. n Ekki hamstra það sem þú hefur enga þörf fyr- ir. n Hengdu upp jakkann þinn. n Fjárfestu í plastboxum. n Ef þú átt mikið af hlutum sem þú veist ekki al- veg hvað eru og þorir því ekki að henda – svona eins og dularfullar rafmagnssnúrur, fjarstýr- ingar, skrúfur, aukahlutir fyrir ryksugu – skaltu safna því öllu í eitt box. n Aldrei láta skúffu eða skáp fyllast svo mikið að ekki sé hægt að loka. n Losaðu þig við bilað drasl. n Ef þú getur ekki fundið eitthvað er kominn tími til að laga til. 2 Byggðu upp sjálfstraust: A) Klæddu þig upp: Fötin skapa ekki manninn en þau hafa áhrif á líðan okkar. Enginn er meira meðvitaður um útlit þitt en þú sjálf/ur. Þegar þú lítur ekki vel út getur það haft áhrif á hvernig þú berð þig. Farðu reglulega í bað, rakaðu þig, vertu í hrein- um fötum og fylgstu með tískunni. B) Gakktu hraðar: Ein leið til að sjá hvernig okkur líður með okk- ur sjálf er að fylgjast með göngulaginu. Geng- urðu hægt? Ertu þreytt/ur? Lufsastu áfram? Eða er kraftur í þér? Fólk með sjálfstraust geng- ur hratt. Það veit hvert það er að fara, hvern það ætlar að hitta og hefur mikilvægum verkefnum að gegna. Gefðu í. C) Góð líkamsstaða: Hvernig við berum okkur segir margt um okk- ur. Þeir hoknu virðast hafa minna sjálfstraust en þeir sem eru beinir í baki. Með því að bera þig vel líður þér ósjálfrátt betur. Stattu bein/n, horfðu upp og náðu augnsambandi við fólk. D) Þakkaðu fyrir: Ef þú einblínir um of á það sem þú vilt mun hugurinn skapa ástæður fyrir því að þú hafir það ekki. Ekki dvelja við veikleika þína. Settu fókusinn á þakklæti. Minntu þig á sigra þína og hæfileika. E) Hrósaðu öðrum: Þegar okkur líður illa með okkur sjálf eigum við til að fá útrás á öðru fólki með móðgunum og slúðri. Ekki festast í slíkri neikvæðni. Ekki taka þátt í illgjörnu baktali og reyndu að hrósa ein- hverjum daglega. Fyrir vikið verðurðu betur liðin/n og sjálfstraust þitt eykst. Leitaðu að því besta í öðrum og finndu það í leiðinni í sjálfri/ sjálfum þér. F) Sittu fremst: Sama hvort um skólastofu, vinnustað eða námskeið keppast margir um að sitja aftast. Slíkt lýsir lélegu sjálfstrausti. Ekki óttast athygl- ina. G) Láttu heyra í þér: Ekki óttast að láta skoðun þína heyrast í hópi. Fólk er ekki jafn dómhart og við óttumst. Not- aðu hvert tækifæri til að æfa þig. H) Þjálfaðu líkamann: Líkamlegt heilbrigði hefur gífurleg áhrif á sjálfstraust okkar. Komdu þér í form og þú færð meiri kraft og jákvæðni gagnvart sjálfri/sjálfum þér. I) Gefðu af þér: Ekki gleyma þér í eigin löngunum. Hvað með fólkið í kringum þig? Gefðu af þér og þú munt ekki hafa jafn mikilar áhyggjur af þínum göll- um. 3 Minnkaðu ruslið: n Takmarkaðu „take away“-kaffi og -mat. n Fáðu endurvinnslutunnu. n Notaðu margnota innkaupapoka í stað plast- poka. n Afþakkaðu tímarit sem þú lest ekki. n Afþakkaðu ruslpóst. n Notaðu sama bollann yfir daginn. n Notaðu margnota klút í stað eldhúspappírs. n Forðastu vörur sem eru marginnpakkaðar. n Notaðu plastið utan af blaðinu til að taka upp hundaskítinn. n Veldu taubleiur í stað bréfbleia. 4. Komdu reglu á þvottinn: n Komdu þér upp reglu. Ef þú býrð ein/n eða tvö saman þurfið þið að þvo þvott tvo daga vik- unnar. Ef þið eruð þrjú eða fjögur í heimili er nauðsynlegt að þvo annan hvern dag. Ef þið eruð fimm eða fleiri skaltu alla vega henda í eina vél á dag. Ekki láta tauið safnast upp. n Fjárfestu í nokkrum litlum þvottakörfum. Hafðu eina inni á baði, eina inni í svefnher- bergi og eina í þvottahúsinu. n Gefðu föt sem þú notar ekki. n Ekki kaupa fleiri föt en þú hefur pláss fyrir. n Kauptu föt sem þarf ekki að strauja. n Skelltu þér í náttfötin klukkutíma áður en þú ferð í rúmið svo þú freistist örugglega ekki til að skilja fötin eftir á gólfinu. n Hentu fötum með blettum sem nást ekki úr. n Hafðu herðatré við hendina í þvottahús- inu svo þú getir hengt upp föt sem mega ekki krumpast á snúruna. n Haltu þvottahúsinu hreinu og snyrtilegu. 5 skipulegðu: A) Hentu áður en þú byrjar. Ekki finna staði fyrir rusl og drasl. Losaðu þig við það! B) Skrifaðu allt niður! Eins frábær og heilinn er getur hann ekki munað allt. Ekki nota heil- ann sem geymslupláss fyrir atriði sem þú get- ur auðveldlega skrifað niður. C) Gakktu strax frá hlutunum! Ekki geyma drasl á stofuborðinu eða öðrum dæmigerðum geymslustöðum. D) Gakktu vel um! Settu leirtauið ofan í vask- ann eða strax í uppþvottavélina í stað þess að láta það sitja á borðum og bekkjum. Vaskaðu upp jafnóðum og þú eldar og aldrei yfirgefa húsið í rusli. E) Komdu þér upp rútínu! Það er eitthvað ofsalega notalegt við hreint og drasllaust heimili. Búðu til dagatal og fáðu alla fjölskyld- una með í lið. F) Skiptu yfir í þráðlaust. 6 Ekki láta tæknina trufla þig: Kíktu einu sinni eða tvisvar á dag á tölvupóst- inn þinn, Twitter og Facebook-síðu þína. Það fer ótrúlegur tími í að sinna þessu öllu saman. Láttu kúnnana vita að þú munir skoða tölvu- póstinn þinn næst klukkan 16. 7 farðu fyrr á fætur: n Ekki gera rótækar breytingar á svefnvenjum þínum. Byrjaðu hægt. Vaknaðu korteri fyrr í nokkra daga og færðu vekjaraklukkuna svo fram um korter í viðbót. n Farðu fyrr að sofa. Lestu bók ef þú ert ekki þreytt/ur. n Færðu vekjaraklukkuna frá rúminu þínu svo þú verðir að standa upp til að slökkva á henni en freistist ekki til að lúra lengur. n Farðu strax út úr svefnherberginu þegar klukkan hringir. Píndu þig til að standa upp svo þér takist ekki að sannfæra þig um að leggjast í rúmið örlítið lengur. n Fáðu þér góðan morgunverð svo þú hlakkir til að vakna. 23 lEiðir til að auka lífshamingju þína umsjón: indíana hreinsdóttir indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.