Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 4. október 2010 MÁNUDAGUR TANNHEILSA FÁTÆKRA BARNA ER SKELFILEG Stjórnmálaflokkar lögðu mikla áherslu á það fyrir kosningar til Al- þingis vorið 2007 að aðgengi barna að tannlæknaþjónustu yrði bætt verulega. Þá var orðið ljóst að eitt- hvað hafði farið úrskeiðis í tann- vernd barna. Eftir hrunið þegar fjárhagsstaða fjölskyldna versnaði til muna varð staða margra barna enn verri. Það hafa tannlæknar á neyðarvökt- um vitnað um. Þeir sáu sig enda tilneydda á síðasta ári til þess að efna til samstarfs þar sem Tann- læknafélag Íslands bauð börnum upp á fría þjónustu í samstarfi við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Aðsóknin var gríðarlega mikil og ástandið hjá mörgum börnum afar slæmt. Sigurður Benediktsson, for- maður Tannlæknafélags Íslands, segir stöðuna enn vera skelfilega og algerlega ólíðandi og bendir á í því sambandi að af þeirri fjárhæð sem veitt er til tannlækninga hafi verið 296,1 milljóna króna afgang- ur. Hann segir ennfremur Tann- læknafélagið ekki ráða við kostn- aðinn af hjálparvaktinni en margir tannlækna sinni hjálparstörfum í sjálfboðastarfi vegna neyðar barna og unglinga. Vanræksla á háu stigi „Ég fullyrði að stjórnvöld og heil- brigðisyfirvöld hafi sýnt börnum þessa lands vanrækslu á háu stigi og látið viðvaranir tannlækna og þeirra sem láta sig tannheilbrigði varða sem vind um eyru þjóta. Við sem störfum á tannlæknastofum verðum því miður vitni að afleið- ingum þessa í hverri viku á stofum okkar og var það skelfilega þung- bær reynsla að starfa á Hjálparvakt tannlækna og upplifa þá neyð sem sum þessara barna eru í. Því mið- ur þá getur Tannlæknafélagið ekki staðið undir kostnaðinum af því að endurtaka hjálparvaktirnar.“ Siguð- ur segir tannlækna þó hafa verið að aðstoða börn og unglinga sem búa við kröpp kjör. Almenningur svikinn Sigurður segir stöðuna enn vera skelfilega og algerlega ólíðandi og bendir á í því sambandi að af þeirri upphæð sem veitt er til tannlækn- inga hafi verið 296,1 milljóna króna afgangur. Sigurður segist hafa bent ráð- herra á þetta fyrir löngu síðan og varað við þessum afgangi. „Ég hreinlega skil ekki af hverju þetta er svona og féll eiginlega allur ketill í eld þegar ég las ríkisreikninginn síðasta. Ég get ekki séð annað en að embættismenn og Sjúkratrygg- ingar Íslands hafi algjörlega brugð- ist í þessu máli og séu ekki starfi sínu vaxnir.“ Sigurður segist halda að væri þetta afgangur af rekstri einhverr- ar stofnunar, til dæmis sendiráðs eða einhverju því um líkt væri ekk- ert við þetta að athuga en meðan þetta séu fjármunir sem eigi í raun að renna til fólksins í landinu þá sé verið að svíkja almenning. Álfheiður fær hrós Sigurður bendir á einfaldar stað- reyndir málsins. Að Alþingi ákveð- ur á hverju ári upphæð sem veita á til tannlækninga. Síðan sé það embættismanna að úthluta þess- um peningum. Heilbrigðisráðu- neytið sé stefnumótandi sam- kvæmt lögum 112/2008 meðan Sjúkratryggingar Íslands sjái um framkvæmd. „Heildarupphæðin fer til elli- lífeyrisþega, öryrkja, barna, tann- réttinga og vegna slysa,“ segir Sigurður frá. „Upphæð ætluð til tannlækninga er sérmerkt tann- lækningum og ekki til þess að reka neinar stofnanir eða því um líkt enda eru Sjúkratryggingar Íslands á sérfjárlögum. Afgangurinn er þá sem sagt af allri heildinni en fjár- veiting fyrir 2009 var 1666,4 millj- ónir í það heila og afgangur 296,1 milljónir af öllu saman.“ Sigurður segir að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiði Inga- dóttur hafi brugðið þegar Tann- læknafélagið gerði henni grein fyrir þessum afgangi af fjárlögum tannlækninga sem náði nánast áratug aftur í tímann og hann hafi velt því fyrir sér hvort þessar upp- lýsingar hafi eitthvað haft um það að segja að ákveðið var að auka endurgreiðslur til barna með al- varlega fæðingargalla. Sigurður segir svigrúmið hafa verið til stað- ar. „Það má spyrja sig hvers vegna enginn af fyrri heilbrigðisráðherr- um þessa lands leysti þessi mál fyrr. Á ráðherrann svo sannarlega hrós skilið fyrir að beita sér í þessu máli.“ Jafnháar endurgreiðslur til foreldra vegna rítalíns Endurgreiðsla til foreldra barna vegna allra tannviðgerða og for- varna hjá börnum undir 18 ára aldri nemur 550 milljónum króna á ári. „Ekki há upphæð sem fer til barna í þessar hefðbundnu venju- legu viðgerðir og forvarnir,“ segir Sigurður og bendir til samanburð- ar á að kostnaður Sjúkratrygginga vegna rítalíns sé tæpar 500 milljón- ir. „Svipuð upphæð fer í rítalín og allar viðgerðir og forvarnir barna hjá tannlæknum. Því mætti hugsa sér til dæmis ef þessum afgangi væri veitt bara til barna, mætti stór- auka endurgreiðslur vegna tann- viðgerða og forvarna,“ segir Sigurð- ur. Fögur fyrirheit til barna Sigurður er ekki einn um að telja aðgerðaleysi ráðandi hvað varðar tannlækningar barna. Í því sam- bandi má rifja upp að vorið 2009 féllu stór orð um hvernig kerf- ið hefði brugðist börnum efnalít- illa fjölskyldna. „Það getur enginn heilbrigðisráðherra orðið vitni að þessari reynslu sem við urðum fyr- ir um síðustu helgi, án þess að gera eitthvað,“ sagði Ögmundur Jóns- son heilbrigðisráðherra sem sagð- ist hafa orðið fyrir áfalli við að sjá hve aðsókn og þörf þeirra barna og unglinga sem leituðu í ókeyp- is aðstoð var mikil. Af sama tilefni sagði Ögmundur það hafa verið óheillaspor að fara með tannlækn- ingar út úr skólum á sínum tíma. Þá benti Ögmundur á að það væri ekki formið sem skipti öllu heldur að eftirliti og tannhirðu væri fylgt eftir. Hann sagðist myndu gera ráð- stafanir til þess að færa þessi mál til betri vegar. Ögmundur var þá spurður hvort ókeypis tannlækn- ingar fyrir börn og unglinga gætu orðið að veruleika og sagði hann það vissulega vera Vinstri hreyfing- unni - grænu framboði keppikefli og svo yrði áfram. Hvað hefur áunnist? Í ljósi þess að staða barna efna- lítilla fjölskyldna með tilliti til tannheilsu þeirra er áhugavert að skoða hver árangur hefur orðið í því að bæta stöðu þeirra. Ókeypis tannlækningar hafa ekki orðið að veruleika og útséð um að svo verði í bráð þrátt fyrir að það hafi verið ásetningu bæði Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá er einnig gagnrýnivert í ljósi aðkallandi neyðar að ekki hafi ver- ið gengið harðar fram í að laga verðskrá sjúkratryggingastofn- unar. Tannlæknakostnaður er al- mennt mun hærri en gjaldskrá ráðuneytisins miðar við. Eða allt frá 40 prósentum til 160 prósent- um hærri eftir stofum. Í reynd fá foreldrar því mun lægra hlutfall en 75 prósent endurgreitt sem virð- ist gera það að verkum að tann- læknakostnaður er mörgum fjöl- skyldum ofviða. Sigurður bendir á að tann- læknar hafi ekki hækkað gjald- skrár sínar umfram vísitölur og að þær séu undir vísitöluhækkun- um. Í grein í Læknablaðinu í vet- ur komi fram að tannlæknaþjón- usta hefur hækkað minnst allrar heilbrigðisþjónustu í landinu síð- astliðin 10 ár. „Á meðan hafa efni og áhöld sem tannlæknar kaupa hækkað um 100 prósent á 2–3 árum samkvæmt könnun sem ég gerði og þessari hækkun hefur ekki verið velt út í verð á þjónustu hjá tannlæknum.“ Hann bendir á að næstu misseri reyni á Sjúkra- tryggingar Íslands að standa við viljayfirlýsingu um að koma á ítar- legri og nútímalegri aðgerðarskrá sem tannlæknar geta unað við. „Sameiginleg aðgerðarskrá tann- lækna og yfirvalda er grundvöllur hnökralausra samskipta milli að- ila sem hægt er að nota til frekari ávinnings.“ Svipuð upphæð fer í rítalín og allar við-gerðir og forvarnir barna hjá tannlækn- um. Því mætti hugsa sér til dæmis ef þessum afgangi væri veitt til bara til barna, mætti stór- auka endurgreiðslur vegna tannviðgerða og for- varna. Eina sem þyrfti að gera er að nýta heim- ildina og ráðherrann fengi ókeypis hrós fyrir. KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is 296,1 milljónir eru í afgang af fjárveitingum tannlækninga á meðan tannlæknar á neyðarvakt vitna um skelfilega tannheilsu barna efnalítilla fjölskyldna. Sigurður Benediktsson tannlæknir er meðal þeirra sem hafa bent heilbrigðisráðherra á þennan afgang með vísan í neyð barna og segir að lítið sem ekkert hafi áunnist. Hann fullyrðir að stjórnvöld sem og heilbrigðisyfirvöld hafi á síðustu misserum sýnt börn- um þessa lands vanrækslu á háu stigi. Ólíðandi ástand hvað varðar tannlækningar barna Stjórnvöld hafa sýnt börnum þessa lands vanrækslu, segir Sigurður Benediktsson formaður tannlæknafélags Íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.