Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 4. október 2010 mánudagur Skuldarar sem hyggjast nýta sér tímabundið úrræði umboðsmanns skuldara vegna þess að þeir sitja uppi með tvær fasteignir þurfa að leggja út allt að 79 þúsund krónum til að afla nauðsynlegra gagna. Á meðal þeirra gagna sem um- boðsmaður skuldara fer fram á að skuldari afhendi, til samþykktar um- sókn um tímabundið úrræði vegna tveggja fasteigna, er verðmat tveggja löggiltra fasteignasala á báðum íbúðunum sem um ræðir, vottorð þjóðskrár um fjölskyldu og hjúskap- arstöðu auk veðbókarvottorðs sýslu- manns. Samanlagt nemur kostnaður við að afla þessara gagna nálægt 80 þúsund krónum. Endurgreiðist við samþykkt Þær upplýsingar fengust hjá um- boðsmanni skuldara að embættið væri lögum samkvæmt bundið að því að gögnin þyrftu að liggja fyrir. Hins vegar endurgreiddi umboðsmað- ur skuldara kostnað vegna verðmats eignanna, sé umsóknin samþykkt. Eftir sem áður þarf fólk að leggja út þennan pening en leiða má líkur að því að þeir sem leita til umboðs- manns skuldara vegna greiðsluerfið- leika að þessu tagi, eigi erfitt með að finna tæplega 80 þúsund krónur sem ekki hefur verið ráðstafað. Dýrir pappírar Samkvæmt upplýsingum frá fast- eignasölunni Remax kostar verð- mat fasteignar 15 þúsund krónur að viðbættum 25,5 prósent virðisauka- skatti. Sá sem þarf tvö slík veðbók- arvottorð fyrir báðar fasteignirnar greiðir því 75.300 krónur ef hann læt- ur Remax framkvæma matið en ekki er loku fyrir það skotið að verðmatið sé eitthvað ódýrara annars staðar. Því til viðbótar þarf skuldarinn að verða sér úti um veðbókarvottorð fyrir báðar íbúðirnar. Það kostar samtals 3.000 krónur, samkvæmt upplýsing- um frá sýslumanninum í Reykjavík. Loks þarf hann að framvísa vottorði um fjölskyldu og hjúskaparstöðu sem kostar 900 krónur samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Samtals nemur kostnaðurinn 79.200 krónum. Sé umsókninni hafnað situr skuldarinn uppi með kostnaðinn en sé hún samþykkt fær hann end- urgreiddan kostnaðinn við verð- matið – í þessu dæmi 75.300 krón- ur. Hjá Umboðsmanni skuldara fengust enn fremur þær upplýsing- ar að þeir sem sæki um úrræðið fái yfirleitt umsóknina samþykkta. Í lögum um söluúrræði fyrir þá sem sitja uppi með tvær fasteignir felst að skuldarinn þarf í umsókninni að leggja fram gögn sem kosta 80 þúsund krónur. Stærsti kostnaður- inn felst í tvöföldu verðmati fyrir hvora fasteign. Hjá umboðsmanni skuldara fást þær upplýsingar að sá kostnaður sé endurgreiddur af embættinu, fáist umsóknin samþykkt. KOSTAR 80 ÞÚSUND AÐ NOTA ÚRRÆÐIÐ Þetta úrræði er ætlað þeim sem keypt höfðu íbúð til heimilisnota á tímabilinu 1. janúar 2006 til 1. nóvember 2008 og hafa ekki náð að selja. Um er að ræða söluúrræði sem gerir fólki kleift að losa sig við aðra íbúðina með því að ráðstafa henni til kröfuhafa miðað við áætlað markaðsverð. GöGn sEm þarf að lEGGja fram: n Veðbókarvottorð fyrir báðar íbúðirnar. Sýslumenn sjá um útgáfu veðbókarvottorða. n Verðmat tveggja löggiltra fasteignasala á báðum íbúðunum. n Veflykil inn á þitt svæði á www.skattur.is svo hægt sé að nálgast skattframtöl þín eða skattframtöl síðustu þriggja ára og síðasta álagningarseðli á pappír eða á rafrænu formi (PDF). n Vottorð um fjölskyldu- og hjúskaparstöðu. Þjóðskrá gefur vottorðin út og hægt er að sækja um þau á vef Þjóðskrár Íslands. n Síðustu greiðsluseðlar allra lána, skuldbindinga og innheimtubréf frá lögfræði- innheimtu vegna vanskila, ef það á við. n Greinargerð þar sem gerð er ítarleg grein fyrir skuldbindingum sem hvíla á báðum íbúðunum. n Samþykki fyrir gagnaöflun undirritað af þér og ef við á maka þínum og þeim sem teljast til heimilisins. Fyrir hverja? balDur GuðmunDsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Ásta sigrún Helgadóttir Umboðs- maður skuldara þarf ýmis gögn sem getur kostað tugi þúsunda að afla. Sparisjóðabanki Íslands, áður Ice- bank, hefur höfðað mál gegn Mile- stone. Þar er á ferðinni gjaldþrota banki gegn gjaldþrota fjármálafyrir- tæki þar sem barist er um milljarða. Málarekstur Sparisjóðabankans gegn Milestone var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Fyrirtækið er í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona en það varð tæknilega gjaldþrota við banka- hrunið síðla árs 2008. Um mitt síð- asta ár fékk Milestone heimild til að leita nauðasamninga en í september í fyrra var fyrirtækið úrskurðað gjald- þrota. Í kjölfarið blöstu við afskriftir upp á minnst 80 milljarða króna af skuldum félagsins og nú berst Spari- sjóðabanki um milljarðakröfu sína í þrotabúið. Í júlí 2009 gerði embætti sérstaks saksóknara húsleit í höfuðstöðvum Milestone ásamt dótturfélagi þess, Sjóvá. Rannsóknin snýr að meintu stórfelldu fjármálamisferli sem teng- ist starfsemi Milestone og fjárfest- ingarstarfsemi Sjóvár, meðal annars að meintri misnotkun á bótasjóði tryggingarfélagsins. Grímur Sigurðs- son, skiptastjóri þrotabús Milestone, hefur boðað tuttugu dómsmál tengd rekstri fyrirtækisins fyrir hrun og áður en það fór í þrot. Kröfur í þrota- búið nema tæplega hundrað millj- örðum króna. Krafa Sparisjóðabankans er til- komin vegna svokallaðra framvirkra lánasamninga Milestone. Jón Ár- mann Guðjónsson lögmaður flytur dómsmálið fyrir hönd Sparisjóða- banka Íslands og staðfestir hann milljarðakröfu bankans á hendur Milestone. Hann segist vongóður um sigur. „Bankinn lýsti kröfu í þrotabú- ið upp á rúma 3 milljarðar. Skipta- stjóri samþykkti kröfuna að mestu leyti en við erum nú að þræta um af- ganginn,“ segir Jón Ármann. Þetta snýst um hefðbundinn lánasamning, framvirka samninga, og uppgjör á því þegar Milestone gaf upp öndina. Þetta eru 500 millj- ónir sem skilja á milli og þetta snýst því um einhverja peninga. Ég er von- góður.“ trausti@dv.is Sparisjóðabanki Íslands fer fram á 3,5 milljarða úr þrotabúi Milestone: Vill milljarða frá Milestone milestone Ofurskuld- sett fyrirtæki sem Karl Wernersson fór fyrir. Kröfur í þrotabúið nema tæplega hundrað milljörðum króna. Hrafnista: Þurfa að loka 27 rýmum Samkvæmt fjárlögum næsta árs fær öldrunarheimilið Hrafnista í Reykja- vík 377 milljónum króna minna fjárframlag frá ríkinu en á þessu ári. Í ár var framlagið 2.125 milljón- ir króna en verður 1.748 milljónir króna. Þessi niðurskurður hefur í för með sér að fækka þarf um 27 rými á Hrafnistu. Framkvæmdir hafa staðið yfir á hjúkrunarheimilinu, en með þeim er búið sameina tvö minni einstaklingsherbergi í eitt stærra herbergi. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir að vitað hafi verið af niðurskurðinum í nokkurn tíma. „Við höfum verið á fullu að undirbúa okkur. Þessi niðurskurður er með tvennum hætti. Annars vegar eru daggjöld fyrir hvern heimilismann lækkuð og hins vegar er bara verið að fækka rýmum hjá okkur. Við höf- um bjargað okkur með því að gera veigamiklar breytingar á Hrafnistu í Reykjavík, sem felast í því að tvö her- bergi eru gerð að einu stóru,“ segir Pétur. „Auk þess opnaði Hrafnista í Kópavogi á árinu. Til þess að mögu- legt væri að opna þar fluttum við heimildir upp í Kópavog, samhliða fækkuninni í Reykjavík. Ég er aldrei ánægður með að þurfa að taka á okkur niðurskurð, því hann hefur verið nánast stanslaus síðustu ár. En vissulega gætum við verið í verri málum miðað við marga aðra. En við höfum verið með öflugan hóp stjórnenda og starfsfólks til að mæta þessu.“ Pétur segist vona að niðurskurð- urinn bitni ekki á daglegu lífi heim- ilisfólks. „Ég vet ekki hvað við getum skorið niður mikið og aðlagað okkur endalaust. Það er orðið mjög stutt í þolmörk þess að það verði ekki dregið úr þjónustu með áþreifanleg- um hætti.“ Með niðurskurðinum hefur fækkað um á bilinu 20–30 stöðugildi á Hrafnistu í Reykjavík, en sú leið hefur verið farin að ráða ekki nýja starfsmenn í stað þeirra sem hættu. valgeir@dv.is Þarf róttækt afl „Já, ég geri það, ég styð þessi mót- mæli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstri grænna í Reykjavík. „Ég styð þessi mótmæli vegna þess að forysta flokksins virð- ist vera að beina honum í svona mjög kratíska átt,“ sagði Sólveg í Silfri Egils í dag. Sólveig sagðist ekki trúa því að þörf væri á öðrum krata- flokki á Íslandi, hér væri stór starf- andi krataflokkur. Hinsvegar þurfi róttækt afl. Sólveig sagði að hún telji að flestir þeirra sem kusu VG í síðustu kosningum hafi gert það vegna þess að þeir hefðu talið að þeir væru að kjósa róttæka rödd í íslenskum stjórnmálum: „Ég held að mjög margir hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum.“ Þá sagði hún að ef fólk vilji fá kosningar þá eigi það að fá kosningar. „Allt annað er bara fas- ískt,“ sagði Sólveig og benti á að það væri fasísk hugsun að ætla að bæla niður raddir um að nú eigi að verða kosningar. VG í rEykjaVík:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.