Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 24
Fimm ára samningur hjá ÓlaFi Það er morgunljóst að Breiðablik er hæstánægt með Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara Íslandsmeistaranna, en tilkynnt var á lokahófi félagsins á laug- ardagskvöldið að hann væri búinn að undirrita nýjan fimm ára samning. Breytist því ekkert og þjálfar Ólafur Blikana til ársins 2015. Ólafur tók við liði Breiðabliks á miðju tímabili 2006 og stýrði því úr fallbaráttu og upp í miðja deild. Hann gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra en það var fyrsti titilinn sem karlalið félagsins vann. Hann gerði síðan gott betur í ár og vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Kolbeinn á sKotsKÓnum Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði annan leikinn í röð fyrir lið sitt AZ Alkmaar þegar það lagði Heracles, 2-1, í hollensku úrvalsdeildinni. Mark Kolbeins jafnaði metin í 1-1 en það kom rétt undir lok fyrri hálfleiks en honum var síðan skipt út af í hálfleik. Kolbeinn skoraði einnig í vikunni gegn Íslandsvinunum í BATE Borisov þegar liðin mættust í Evrópudeildinni en þar höfðu Hvítrússarnir öruggan sigur. Kolbeinn mun eflaust leiða fram- línu íslenska U21 árs landsliðsins þegar það mætir Skotum í umspili um sæti á EM2011 á laugardalsvellinum á fimmtudagskvöldið. molar Skammarlegt tap tigerS n Tiger Woods hefur ekki gengið vel á golfvellinum að undanförnu og náði þessi slaki árangur hans nýjum lægðum í Ryder-bikarnum í gær. Hann tapaði þá með félaga sínum Steve Stricker í fjórmenninngi gegn Luke Donald og Lee Westwood 6-5. Það þýðir að Englendingarnir voru búnir að vinna sex holum meira en Bandaríkjamennirnir og kláraðist leikurinn því á þrettándu holu. Versti árangur Tigers fyrir þetta var í Ryder-bikarnum árið 1997 sem var 5-3 en þá lék hann með Mark O‘Meara gegn Bernhard Langer og núverandi fyrirliða Evrópu, Colin Montgomerie. Sven-göran mættur aftur n Svíinn Sven-Göran Eriksson er kominn aftur í enska boltann en nú í næstefstu deild. Hann tók í gær við Champions- hip-liði Leic- ester sem rak Paolo Sousa á dögunum. Leic- ester kom upp í næstefstu deild í fyrra og stóð sig frábærlega en gengið í ár hefur ekki verið nærri því jafngott. Leicester situr í þriðja neðsta sæti, fallsæti, með átta stig eftir tíu leiki. Sven-Göran þekkir auðvitað til á Englandi en hann hefur þjálfað enska landsliðið, Manchester City og verið yfirmaður knattspyrnu- mála hjá Notts County þó það hafi verið í stutta stund. ricky hélt framhjá n Hneykslismálin í kringum breska íþróttamenn virðast endalaus. Hnefaleikakappinn Ricky Hatton var á dögunum gripinn með nefið fullt af kókaíni og var keppnisleyfið tekið af honum. Hann er farinn í meðferð en nú hefur kvenboxari að nafni Emma Bow stigið fram í sviðsljósið og sagt frá ellefu mánaða ástarsambandi þeirra. Hatton hélt framhjá unnustu sinni Jennifer Dooley sem er þessa dagana að reyna hugga vinkonu sína, Coleen Rooney, eftir að Wayne Rooney hélt framhjá henni með vændiskonu. Sjöundi titill loeb n Heimsmeistarakeppnin í rallakstri var jafnóspennandi og vanalega þetta tímabilið en Frakkinn Sebastian Loeb hampaði sínum sjöunda heimsmeistara- titli í gær sem er met. Þessum merka áfanga fagnaði hann á heimavelli en Loeb vann Frakklandsrallið um helgina. Loeb kom inn í rallið árið 2002, þá á Citroen, en hann hefur haldið tryggð við bílaframleiðandann síðan og unnið samfellt frá árinu 2004. Þriðja árið í röð vann Citroen í flokki bílaframleiðanda en Citroen hefur unnið þann titil í sex skipti á síðustu átta árum. 24 sport UMSjÓn: TóMaS þóR þóRðaRSOn tomas@dv.is 4. október 2010 mánudagur Í fyrsta skiptið klárast Ryder-bikar- inn á mánudegi en mikil úrkoma hef- ur gert kylfingum óleik um helgina. Í gær náðist að klára 3. umferð þar sem leiknir voru tveir leikir í fjórmenningi (Tveir saman sem slá til skiptis einn bolta ) og fjórir leikir í fjórbolta (Tveir saman og betra skor á hverri holu tel- ur ). Bandaríkin höfðu yfir, 6-4, fyrir þriðju umferðina en nú hefur Evrópa stungið af en Bandaríkin fengu að- eins hálfan vinning í gær gegn fimm og hálfum vinningi Evrópu. Phil Mickelson tapaði enn einum leiknum en þessi magnaði kylfing- ur sem er einn sá besti í heimi bætti afskaplega vafasamt met í gær. Hann tapaði þá þriðja leik sínum í Ryder- keppninni í ár en samtals hefur hann tapað sautján leikjum í Ryder-bikarn- um. Hann bætti því met Raymonds Floyd sem tapaði sextán leikjum á sínum tíma. Einu Bandaríkjamennirnir sem náðu í eitthvað í gær voru Stewart Cink og Matt Kuchar sem gerðu jafn- tefli við Molinari-bræðurna, Franses- co og Eduardo. Náðu Ítalarnir í hálf- an vinning með því að vinna átjándu holuna. Í dag verða leiknir tólf tvímenn- ingar þar sem tveir leika einfaldlega á móti hvor öðrum. Eru því tólf vinn- ingar í boði en Evrópa þarf aðeins að vinna fimm af þessum tólf leikjum til að tryggja sér Ryder-bikarinn sem Bandaríkin unnu síðast á heimavelli. tomas@dv.is Bandaríkin fengu hálfan vinning í gær: Evrópa stakk Bandaríkin af Það er lítill stórveldisbragur á liði Liverpool þessa dagana og eflaust margir farnir að sakna Rafaels Ben- itez úr stjórastólnum. Byrjun liðs- ins undir stjórn Roy Hodgson fór úr öskunni í eldinn í gær þegar Liver- pool tapaði fyrir nýliðum Black- pool, 2-1, á heimavelli. Ekki nóg með að Liverpool tapaði sínum þriðja leik í deildinni í ár og hafi að- eins unnið einn, þá er liðið nú kom- ið í fallsæti ensku úrvalsdeildar- innar. Eftir sjö umferðir í sterkustu deild heims er Liverpool í átjánda sæti með sex stig, jafnmörg og ná- grannarnir í Everton, en með lak- ara markahlutfall. Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik. Tveimur undir í hálfleik Blackpool komst yfir á Anfield með marki Skotans Charlies Adam úr víta- spyrnu. Hlutirnir urðu svo verri fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks- ins þegar Luke Warney jók forystuna. Liverpool sýndi aldrei sparihliðarn- ar sem það gerir jafnan fyrir framan Kop-stúkuna. Gríski miðvörðurinn Sotirios Kyrgiakos minnkaði mun- inn snemma í seinni hálfleik en nær komust heimamenn ekki. Liverpool gerði markalaust jafn- tefli við Utrecht í Evrópudeildinni í miðri viku þar sem liðið var stál- heppið að sleppa með stig. Byrjun liðsins hefur verið afleit en eini sig- ur Liverpool kom á heimavelli gegn WBA. Þar hafði liðið nauman sigur, 1-0. óánægðir með byrjunina „Þetta er mjög vond byrjun á tíma- bilinu, byrjun sem okkur óraði ekki fyrir,“ sagði knattspyrnustjóri Liverpool, Roy Hodgson, við Sky Sports eftir leikinn. „Við erum mjög óánægðir með þessa byrjun en við verðum að lifa með því sem hefur gerst,“ sagði Hodgson sem tók við Liverpool í sumar en áður stýrði hann Fulham alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í maí. „Þetta tímabil hefur verið skrýt- ið. Við erum virkilega óánægðir að vera með aðeins með sex stig eft- ir fjóra heimaleiki og þrjá útileiki. Þetta er ekki ásættanlegt. Við verð- um að leggja harðar að okkur og reyna að snúa þessu gengi við,“ sagði Hodgson sem fannst Liverpool þó spila bet- ur í seinni hálfleik. „Mér fannst Blackpool spila vel í fyrri hálf- leik en við vorum ekki nálægt því að gera það sem við getum. Því miður fengum við á okk- ur þetta annað mark rétt undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálf- leik var samt allt ann- að Liverpool-lið á vell- inum. Blackpool fær þó hrós fyrir að komst í 2-0 forystu og halda henni,“ sagði Roy Hodgson. LiverpooL í faLLsæti TóMaS þóR þóRðaRSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Þetta er mjög vond byrjun á tímabilinu, byrjun sem okkur óraði ekki fyrir. Nýliðar Black- pool niðurlægðu Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar þeir lögðu stórveldið, 2-1, á Anfield. Liverpool er í átjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir og hefur aðeins unnið einn leik. Vafasamt met Enginn hefur nú tapað fleiri leikjum í Ryder-bik- arnum en Phil Mickelson. MynD REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.