Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 13
mánudagur 4. október 2010 fréttir 13 er mjög alvarlegt að ríkissaksóknari hafi ekki skilning á stöðu þolenda ofbeldis. Það er alveg skelfilegt að hugsa til þess að hann sitji áfram í emb- ætti. Hann er vanhæfur til þess að fara með kynferðisbrotamál eftir að hann er búinn að láta þessi um- mæli falla. Það er einlæg von mín að hann muni taka þá ákvörðun að stíga sjálfur til hliðar.“ „Afhjúpar þekkingarleysi sitt“ Guðrún Jónsdóttir talskona Stíga- móta tekur undir þetta: „Valtýr af- hjúpar þekkingarleysi sitt á eðli og afleiðingum ofbeldis og alvarleika þess. Hann virðist ekki þekkja það að algeng viðbrögð við grófu of- beldi eins og nauðganir eru er hálf- gert lostaástand, survival instinct. Viðbrögðin eru ekki alltaf rökrétt.“ Hún hefur oftar en einu sinni feng- ið til sín konur sem urðu fyrir grófri nauðgun en viðbrögð þeirra voru engu að síður eins og um eðlilegt kynlíf hefði verið að ræða fyrst um sinn. „Hann gerir þá kröfu til kvenna að það sé þeirra að stöðva ofbeldið. Hann nefnir ekki einu orði ábyrgð karla, að hann geri kröfu til þess að mögulegur nauðgari taki ábyrgð á því að kynlífið fari fram með sam- þykki beggja aðila. Þar með viðheld- ur hann aldagömlum viðhorfum um að það sé kvenna að passa sig og ef þær geri það ekki geti þær sjálfum sér um kennt. Það er óásættanlegt. Gjörsamlega óásættanlegt.“ Hún segir að krafa Stígamóta sé að allir hafi kynfrelsi við allar að- stæður. „Það þýðir að kynlíf sé þá og því aðeins ásættanleg og ánægju- legt að ljóst sé að allir taki þátt í því af fúsum og frjálsum vilja. Valtýr virðist aftur á móti telja að konur hafi tilkynningaskyldu til nauðgara og gerir þær ábyrgar fyrir því að láta hann vita. Hvernig dettur honum það í hug?“ Nauðgun er ekki hægt að mæla í tíma Henni ofbauð einnig vegna ann- arra ummæla sem Valtýr lét falla um mál sem var fellt niður þó að maðurinn hefði játað athæfið. Var fólkið í ástarleik þegar mað- urinn fór skyndilega inn í hana. Þar sem þau höfðu verið í ástar- leik taldi ríkissaksóknari að mann- inn skorti ásetning og því væri ekki hægt að líta á það sem nauðgun. Sagði hann til dæmis: „Með hlið- sjón af því sem á undan var geng- ið í þeirra samskiptum og aðstæð- um öllum var ekki unnt að byggja á því að sú háttsemi sem hann játar, að hafa sett lim sinn í stutta stund inn í leggöng hennar hafi falið í sér refsivert athæfi.“ Guðrún segir aft- ur á móti að nauðgun sé ekki hægt að mæla í tíma. „Það er hægt að veita mikla áverka á nokkrum sek- úndum og skaða fólk á örskamm- ri stundu. Nauðgunarmál eru ólík og hafa fjölmargar birtingarmynd- ir. En þau hafa alltaf alvarleg- ar afleiðingar. Samkvæmt lögum eru þetta alltaf með alvarlegustu brotum sem hægt er að fremja gegn annarri manneskju. Lögin viðurkenna það, þótt það endurspegl- ist ekki í þeim dómum sem falla.“ Eðlilegt að gera sömu kröfu til karla Guðrún segir að eftir að hún las greinina, í síðustu viku þar sem fram kom að af 130 tilkynningum til Neyðarmóttökunnar hafi sjö verið sakfelldir árið 2009, hafi hún farið yfir komutölur í Stígamót sama ár. Þegar hún var að draga frá þau mál sem voru tilkynnt á báðum stöðum, Neyðarmóttökunni og Stígamótum, hafi 140 ný mál verið eftirstandandi þar sem um nauðgun og nauðgun- artilraun var að ræða. Því hafi þekkt nauðgunarmál og nauðgunartil- raunir verið 270 árið 2009. Hún segir að á síðustu árum hafi þekktum nauðgunum fjölgað mjög mikið í Norður-Evrópu. „Það er af því að konur sætta sig síður við að það sé brotið á þeim. Á sama tíma fjölgar þeim málum sem erfitt er að sanna vegna þess að áfengi er haft um hönd. Í máli ríkissaksóknara kom fram að drykkja hefur áhrif á trúverðugleika kvenna, það skipti máli hvort þær hafi verið að drekka og þá hve mikið. Ég gat ekki séð að hann gerði þá kröfu til karla að þeir bæru ábyrgð á drykkju sinni og það hefði áhrif á ábyrgð þeirra í kyn- lífsathöfnum. Mér þætti eðlilegt að hann gerði sömu kröfu til þeirra. Fordómar, þekkingarleysi og virðingarleysi „Mjög mörg ummæli í þessari grein eru í ætt við yfirlýsingarnar sem yf- irmaður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar lýsti í viðtali við DV fyrir nokkrum vikum. Mér finnst alvar- legt að æðstu menn á þessum tveimur lykilpóstum hafi þessi viðhorf og velti því fyr- ir mér hvern- ig viðhorfin eru almennt á þessum deildum. Fabúler- ingar Val- týs lýsa for- dómum í garð kvenna, þekkingarleysi á ofbeldi og virð- ingarleysi gagnvart konum. Það er óásættanlegt. Ég geri þá kröfu að rík- issaksóknari hafi lágmarksþekkingu á kynferðisbrotamálum og sjálf- sagða virðingu gagnvart konum. Það er mjög alvarlegt mál ef þær konur sem leita réttar síns mæti þessum viðhorfum hjá æðsta valdamanni réttarkerfisins. Hann er lykilmaður í því að koma málum fyrir dóm.“ Sérstakur saksóknari fyrir kynferðisbrotamál Sími Guðrúnar hefur hringt stöðugt síðustu daga. „Ég hef fengið fjöl- mörg símtöl bæði frá konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og eins frá konum sem hafa þekkingu á ofbeldi og ofbýður þessi einhliða þrönga sýn saksóknara. Ég hef heyrt viturt fólk segja að það ætti að ráða sérstakan saksóknara sem hefur þekkingu á ofbeldi og fer með kyn- ferðisbrotamál. Mér skilst að Valtýr sé æviráðinn þannig að það sé ekki hægt að vísa honum úr starfi. En það þarf eitthvað að gerast. Ég sé þrennt í stöðunni, annað hvort verður hann að fara frá, bæta sig stórkostlega eða það verður að færa þessi mál á aðrar hendur.“ Að lokum bendir Guðrún á að síðasta vetur hafi Navanethem Pillay, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, kom- ið í heimsókn til Íslands. „Hennar megináherslur voru að íslenska rétt- arkerfið yrði að ná betur utan um þennan málaflokk. Það sama hafa fleiri fulltrúar alþjóðlegra stofnana sagt og íslenska ríkið hefur verið ávítt af eftirlitsstofnunum Samein- uðu þjóðanna. Ég get ekki heyrt að ríkissaksóknari deili þeim áhyggjum heldur ver hann óbreytt ástand.“ Krefjast afsagnar ríKissaKsóKnara Blöskraði ummælin Auður Styrkársdóttir segir að viðhorf ríkissaksóknara í nauðgunarmálum séu óviðunandi. Réttast væri að segja honum upp og borga honum bætur, í stað þess að veita honum áminnningu. myNd EggErt jóhANNESSoN Fabúleringar Valtýs lýsa fordómum í garð kvenna, þekkingarleysi á ofbeldi og virð- ingarleysi gagnvart konum. Það er óásættanlegt. gerir kröfu um virðingu Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að Valtýr hafi orðið uppvís að fordómum, þekkingarleysi og virðingarleysi fyrir konum. Það er eins og hjá ríkissak- sóknara sé allt of mikil samúð með nauðgur- um. Eins og það sé hægt að nauðga af gá- leysi. Skora á hann að segja af sér Á ráðstefn- unni Ástir og átök. Kvennabaráttan þá og nú var skorað á Valtý Sigurðsson ríkissak- sóknara að segja af sér embætti nú þegar. Þótti ráðstefnugestum ummæli hans í DV í síðustu viku afhjúpa vanhæfni hans til að gegna embætti ríkissaksóknara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.