Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 14
Það er dýrara að taka rútu frá Reykja- vík til Akureyrar en að fljúga, þrátt fyrir að ríkið niðurgreiði sérleyfishöf- um aksturinn á milli staðanna. Flug- ferðin til Akureyrar tekur um þrjú korter á meðan rútuferð á milli sömu staða tekur um sex stundir. Þegar kemur að áætlunarleiðum á rútu- markaði er fákeppni ráðandi í þeim skilningi að neytendur hafa bara einn valkost. Tveir risar Bílar og fólk ehf, líka kallað Sterna, er sérleyfishafi áætlunarferða frá höf- uðborgarsvæðinu, um Vesturland og norður til Akureyrar. Þeir hafa einn- ig sérleyfi á ferðum um Suðurland, Suðausturland og til Egilsstaða. Á Norðurlandi og á Vestfjörðum eru smærri aðilar með áætlunarleiðirnar en á Reykjanesi (til dæmis Keflavík– Reykjavík) eru Kynnisferðir með tögl og hagldir, eftir útboð, en sérleyfis- hafinn er Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. 10 þúsund til Akureyrar Athygli vekur að hagstæðara er að fara með flugvél á milli Akureyrar og Reykjavíkur eða á milli Reykjavíkur og Egilsstaða en að taka rútu Sterna. Gjald fyrir einn fullorðinn með Sterna til Akureyrar kostar 10.400 krónur. Athugun DV á fargjöldum með Flugfélagi Íslands til Akureyr- ar leiðir í ljós að fargjaldið kostar á bilinu 9.130 til 11.980, eftir því hvort bónussæti eru laus, en það ræðst af því hvort pantað er með góðum fyrir- vara eða ekki. Reyndar má líka kaupa miða á 5.990 ef nettilboð eru nýtt. Flugfargjald til Akureyrar, miðað við ódýrasta kost, er 37 prósent ódýrara en fargjald með rútu. Þess utan tek- ur sex sinnum meiri tíma að fjlúga en að taka rútu. Til samanburðar má líka nefna að það kostar um 8.400 krónur að aka til Akureyrar á einkabíl, miðað við að hann eyði 10 lítrum af bensíni á hundraðið og fari í gegn um Hval- fjarðargöngin á fullu verði. Það er með öðrum orðum ódýrara að aka einn á bíl til Akureyrar en að taka rútu. Ef til dæmis fjórir fara saman í bíl er kostnaður á mann 2.100 krón- ur, eða margfallt minni. 58 prósent ódýrara til Egilsstaða Svipaður munur kemur einnig í ljós þegar flugfargjald til Egilsstaða til Reykjavíkur er skoðað. Það kost- ar á bilinu 10.465 til 13.320 krónur en einnig er hægt að kaupa svokall- að forgangsmiða sem kosta 16.590 krónur. Þá er hægt að kaupa miða á nettilboði með góðum fyrirvara á 6.990 krónur. Rútufargjaldið kostar aftur á móti 16.800 krónur fyrir einn fullorðinn en börn fá fargjald á lægra verði. Það er með öðrum orðum allt að 58 prósent ódýrara að fljúga til Eg- ilsstaða en taka rútu. „Óheppilegt fyrir neytendur“ Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir að einkaleyfi í geira sem þessum sé að sjálfsögðu óheppilegt fyrir neytend- ur. Hann bendir á að margar leið- irnar séu niðurgreiddar af ríkinu og hagnaðarvon sé ekki mikil nema farþegum fjölgi. Eins og ástandið sé núna sé ekki grunnur fyrir sam- keppni, því miður. „En ef menn hækka verðið of mikið á leiðum þar sem einnig er flogið, þá má segja að þar sé viss samkeppni,“ segir hann en ítrekar að þetta sé afar óheppilegt fyrir neytendur. Styrktar ferðir Áætlaður heildarkostnaður vegna sérleyfisaksturs árið 2010 er 333 milljónir króna. Þar af er leiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar styrkt um 48 milljónir króna, Snæfellsnes– Borgarnes um 23 milljónir króna, Vík–Höfn um 22 milljónir króna og akstur á Reykjanesi (aðallega Kefla- vík–Reykjavík) um 20 milljónir króna. Þetta kemur fram í samgönguáætlun 2009 til 2012. Vegagerðin annast eftirlit með verðum á þeim leiðum sem boðnar eru út. Verð til farþega fyrir einstak- ar leiðir má ekki fara yfir ákveðið há- mark. Þannig má leið sem er styttri en 100 kílómetrar ekki kosta meira en 30 krónur á hvern kílómetra, eða 3.000 krónur, svo dæmi sé tekið. Há- marksgjald á hvern kílómetra lækkar svo örlítið eftir því sem ferðin lengist. Í stuttu máli má segja að flestir aðilar á markaði séu með verðin eins há og þeim er leyfilegt. Innanlandsflug er líka styrkt af ríkinu en ekki leiðirnar frá Reykja- vík til Ísafjarðar, Akureyrar og Egils- staða. Dísilolía Algengt verð verð á lítra 194,9 kr. verð á lítra 195,7 kr. Algengt verð verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,3 kr. verð á lítra 194,3 kr. bensín Algengt verð verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr. Algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr. Áminning skilAði ÁrAngri „Oft er nægilegt að gefa fyrirtækj- um áminningu um að lagfæra verðmerkingar,“ segir á neytenda- stofa.is en stofnunin hefur vald til að beita sektum ef þörf þykir og stjórnendur fyrirtækja bregðast ekki við sem skyldi. Fram kemur að tekið sé á móti ábendingum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar og eru neytendur hvattir til að láta vita ef þeir telja brotið á rétti sín- um. Tilefni þessa er að dagana 16. og 17. september fylgdi Neytenda- stofa eftir ferð sinni á söfn og veit- ingasölur á söfnum frá því í ágúst. Hönnunarsafn Íslands, kaffiterían Gerðarsafni, Súpubarinn í Lista- safni Reykjavíkur og Kaffitár í Þjóð- minjasafninu höfðu allar bætt úr verðmerkingum eftir tilmæli Neyt- endastofu. skAmmir í strætó n „Hann húðskammaði mig fyrir að vera ekki mættur í strætóskýl- ið,“ sagði óánægður viðskiptavinur Strætó bs sem hafði hlaupið nokkur hundruð metra á harðaspretti til að ná vagninum. „Bílstjórinn á leið S1 stoppaði fyrir mér um 20 metrum frá strætóskýlinu en lét mig heyra það, þó það væri augljóst að ég hefði gert allt sem ég gat til að ná í tæka tíð,“ sagði viðskipta- vinurinn sem fannst skammirnar óþarfar, ekki síst í ljósi þess að enginn var í vagninum. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS ódýr glerAugu n Vefverslunin kreppugler.is fær lofið fyrir að bjóða ódýr en vönd- uð gleraugu. „Ég hefði ekki haft efni á því að kaupa mér gleraugu úti í gleraugnabúð en gat gert það vegna þessarar verslunar,“ sagði ánægður viðskipta- vinur við DV. Hann keypti sér ný og flott gleraugu á sjö þúsund krónur. „Sambærileg gleraugu hefðu kostað mig um 40 þúsund krónur,“ sagði hann. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: bAldur guðmundSSon baldur@dv.is 4. október 2010 mánudagur HiLLuverðið giLdir „Auglýst verð á vöru á að vera endanlegt verð, þannig að neytendur eiga að geta treyst því að hilluverðmerking sýni það verð sem þarf á endanum að borga,“ segir í mola á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is. Þar segir að reglur kveði skýrt á um þetta og taka þurfi fram ef virðisaukaskattur eða önnur opinber gjöld leggist á verðið sem gefið er upp. „Komi upp hærra verð þegar neytandinn ætlar að greiða fyrir vöruna og ekki er um augljós mistök að ræða, þá á neytandinn rétt á að fá vöruna á hilluverðinu. Verði fyrirtækið ekki við því eða ef hilluverðmerkingum er sí- fellt ábótavant, er rétt að tilkynna það til Neytendastofu sem getur beitt úrræðum eins og sektum á fyrirtæki sem að neita að fara eftir lögum og reglum,“ segir enn fremur.e L d S n e y T i Ódýrara að fljúga en taka rútu Það er allt að 58 prósent ódýrara að fljúga frá Reykjavík til Eg- ilsstaða en að taka rútu sömu leið. Það er líka ódýrara að keyra einn síns liðs til Egilsstaða heldur en að fljúga. Sama gildir um leiðina frá Reykjavík til Akureyrar þrátt fyrir að ríkið niður- greiði rútuferðir á milli þessara staða. Stærstu fyrirtækin á markaði eru nátengd stærstu viðskiptablokkum landsins en neytendur hafa ekki val um að skipta við aðra. bAldur guðmundSSon blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Flugvélin hAgSTæðAri Þú sparar peninga með því að fara með flugvél frekar en rútu – þangað sem það er hægt. lEið FyrirTæki vErð Reykjavík – Akureyri Sterna 10.400 kr. Reykjavík – Egilsstaðir Sterna 16.800 kr. Reykjavík – Höfn Sterna 12.200 kr. Reykjavík – Vík Sterna 5.200 kr. Reykjavík – Selfoss Sterna 1.700 kr. Reykjavík – Borgarnes Sterna 2.200 kr. Reykjavík – Hólmavík Sterna 7.600 kr. Reykjavík – Gullfoss/Geysir Kynnisferðir 3.800 kr. Reykjavík – Keflavík Kynnisferðir 1.950 kr. verð með rútu lEið vErð Reykjavík – Akureyri 5.990 – 11.980 kr. Reykjavík – Egilsstaðir 6.990 – 13.320 kr. verð með flugi lEið koSTnAður Reykjavík – Akureyri 8.300 kr. Reykjavík – Egilsstaðir 11.900 kr. *miðAð við EyðSlu upp á10 líTrA á hundrAðið og Að FArið Sé um hvAlFjArðArgöng. ferð með einkAbíl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.