Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 4. október 2010 mánudagur Fundargestir á málþinginu Ástir og átök. Kvennabaráttan þá og nú, sem haldið var þann 1. október í Háskóla Íslands skora á Valtý Sigurðsson rík- issaksóknara að segja af sér emb- ætti nú þegar. Ummæli hans í DV í vikunni afhjúpa vanhæfni hans til að gegna embætti ríkissaksóknara. Verði hann ekki við því er skorað á Ögmund Jónasson dóms- og mann- réttindaráðherra að veita honum formlega áminningu. Það var í opnum umræðum eft- ir fyrirlestrana sem ummæli Val- týs bárust til tals. Birtust ummæl- in í DV, en í síðustu viku var tvisvar sinnum rætt við Valtý í DV vegna nauðgunarmála. Fyrri greinin birt- ist á miðvikudaginn og fjallaði um það hversu mörg mál sem þekkt eru í kerfinu endi með sakfellingu. Rætt var við Valtý um nauðgunarmál og rangar sakargiftir í nauðgunarmál- um. Í helgarblaðinu var síðan farið yfir lögregluskýrslur í nauðgunar- málum og rætt við hann um niður- stöður þeirra mála. Kom ein konan með bæði blöðin á fundinn svo þeir sem ekki höfðu lesið þessar greinar gætu gert það áður en þeir tækju af- stöðu til ummælanna. Um fimmtíu manns sátu fundinn og áskorunin var samþykkt einróma. Blöskraði ummælin Aðstandendur málþingsins voru Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum og Skotturnar, regn- hlífarsamtök kvennahreyfingarinn- ar á Íslandi. Fundarstýra á fund- inum var dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Ís- lands og hún útskýrði af hverju það var ákveðið að senda þessa áskorun á fjölmiðla: „Það var mörgum mik- ið niðri fyrir. Þegar rýnt var í þessi ummæli blöskraði öllum sem tjáðu sig og þar á meðal mér. Það var ansi margt í þessu sem var óásættanlegt. Valtýr afhjúpaði viðhorf til nauðg- unarmála sem eru þess eðlis að það verður ekki við þau unað. Hann læt- ur að því liggja að þessi mál séu óæðri öðrum ofbeldisverkum, ekki jafn al- varleg. Það hlýtur að útskýra hversu fáir leita til dómstóla eftir nauðgun.“ „Hversu fullur varstu þegar það var stolið frá þér?“ „Ég bið lesendur um að hugsa það sem svo að þeir myndu mæta svona viðhorfum þegar það væri til dæm- is stolið frá þeim. Þá þyrftu þeir að svara spurningum eins og: „Hversu fullur varstu þegar það var stolið frá þér?“ Eða eins og þarna kemur fram, þegar þeir segja að það hafi verið stolið af þeim. Konu sem hefur verið nauðgað er ekki trúað ef hún var drukkin. Hvar værum við stödd ef réttarkerfið færi svona með mál á öllum sviðum?“ Í helgarblaðinu sagði Valtýr að áfengisdrykkja skipti að sjálf- sögðu máli varðandi trúverðug- leika kvenna og því sé alltaf reynt að spyrja ítarlega um áfengisneyslu. Óásættanleg viðhorf Í sama viðtali fór Valtýr einnig yfir þau mál þar sem konan ber því við að hafa frosið. Sagði hann meðal annars: „Ég hef séð nokkur svona mál. Það er ekki óalgengt að fólk hafi verið saman. Þau byrja að kyss- ast og láta vel að hvort öðru. Síðan allt í einu frýs konan en segir aldrei neitt. Á hann að ganga út frá því að konan sé þá andsnúin þessu? Hvernig á hann að vita það? Er mælikvarðinn endilega sá að hún sé ekki virk í rúminu með honum, taki ekki þátt? Það held ég að sé nú bara mismunandi.“ Þá sagði hann einn- ig að algjört passívitet væri ekki skil- greint sem mótmæli og myndi ekki duga til sakfellis. Gerandinn yrði að vita að hann væri að brjóta af sér. Auður tekur þessi ummæli sem dæmi um óásættanlegt viðhorf. „Maðurinn verður að lesa sér til um viðbrögð við alvarlegu ofbeldi. Ef þú mætir öflugum andstæðingi þá er það ekki það fyrsta sem að þú hugs- ar að fara í slag við hann.“ Hún segir að þetta viðtal hafi komið sér á óvart. „Ég átti ekki von á því að Valtýr myndi afhjúpa dóm- greindarleysi sitt á opinberum vett- vangi. Þetta er ekki hver sem er sem þarna talar. Þetta er ríkissaksóknari. Hann verður að gæta orða sinna og hann verður að sinna starfi sínu.“ Ekki stætt að sitja áfram Hún segir að honum sé ekki stætt að sitja lengur í þessu embætti. „Hann ætti að segja af sér. Það er mín krafa. Í ályktuninni óskuðum við eftir því til vara að hann fengi áminningu frá ráðherra, sem er hans yfirmaður. Ráðherra ber að sjá til þess að all- ir sem búa í þessu landi fái réttláta málsmeðferð. Reyndar þætti mér réttast að víkja honum úr starfi. Ef það er ólöglegt ætti að vera hægt að leysa það með því að greiða honum bæt- ur, það er ekki óyfirstíganlegt fyrir ríkið. Það er hins vegar óásættan- legt að hafa ríkissaksóknara með þessi viðhorf. Hann lýsti nákvæm- lega sama viðhorfi og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunn- ar lýsti fyrir nokkrum vikum og sá maður var látinn fara.“ „Henni var nær“ Lilja Ólafsdóttir ein af stofnend- um Rauðsokkuhreyfingarinnar sat í panel á ráðstefnunni. „Í þessum greinum í DV skín í gegn að viðhorf ríkissaksóknara hefur þetta yfir- bragð: „Henni var nær“. Það kemur það þannig út að hann líti á fórn- arlömb nauðgana eins og gert var í gamla daga, að þau voru stödd á röngum stað, á röngum tíma, í röng- um fötum. Henni var nær að þvæl- ast þetta svona til reika. Þarna voru ýmis dæmi um við- horf sem eru hliðholl þeim sem framdi verknaðinn. Enda er hlut- fallið á kærðum málum sem enda með ákærum óskiljanlega lágt. Því miður grunaði mig að það væri ekki allt með felldu hjá ríkisaksóknara, tölurnar tala sínu máli. Svo virðist sem það sé ekki verið að reyna að ná fram réttlæti heldur þagga þessi mál niður. Það er eins og hjá ríkissak- sóknara sé allt of mikil samúð með nauðgurum. Eins og það sé hægt að nauðga af gáleysi. Þegar ríkissak- sóknari hefur svona viðhorf skil ég vel að konur veigri sér við að kæra.“ Dæmin sem tekin voru í helg- arblaðinu um nauðgunarmál sem felld voru niður hjá ríkissaksókn- ara urðu þess ekki valdandi að auka skilning hennar á háu hlutfalli nið- urfelldra mála. „Þarna fengum við að sjá valin mál. Kannski voru þau valin af því að þetta voru mál sem honum fannst borðleggjandi að vísa frá, ég veit það ekki. Mér fannst þessi mál ekki vera þannig.“ „Þeir virðast hafa rétt fyrir sér“ Eitt af þeim dæmum sem tekið var fyrir í helgarblaðinu var mál konu sem kærði eiginmann sinn fyrir ít- rekuð kynferðisbrot eftir níu mán- aða hjónaband. Þar segir að konan hafi sagt tveimur frá málinu, systur hins kærða og samstarfskonu sinni. „Maðurinn neitaði auðvitað sök og systir hins kærða staðfesti ekki framburð hennar. Hún stóð með bróður sínum. Hún var ekki hlut- laust vitni en það var annað vitni í málinu. Samt var rannsókn máls- ins hætt. Þá kom einnig fram að konan hafi verið í langtíma lyfja- og sálfræðimeðferð sem rekja mætti til kynferðisofbeldis. Svo vann það gegn henni hve skammur tími leið frá því að hún sagði frá ofbeldinu þar til hún kærði manninn. Kon- ur sem verða fyrir ofbeldi í para- sambandi segja yfirleitt ekki frá því strax. Þær byrgja það inni í sér, skít- hræddar og veigra sér við að segja nokkrum manni frá því. Þessi kona var af erlendu bergi brotin. Oft eru þessar konur vina- lausar og einstæðar þar sem þær hafa ekkert bakland hér á landi. Þannig að það getur tekið þær rosa- lega langan tíma að rísa upp gegn ofbeldinu. Svo hóta þessir menn þeim að enginn muni taka þær trú- anlegar, þær muni aldrei fá upp- reisn æru sinnar þótt þær leggi fram kæru. Þeir virðast hafa rétt fyrir sér ef ég skoða þetta mál. Því miður.“ Skelfilegt að hann sitji áfram Ríkissaksóknari sagði þetta um málið: „Það vantaði eitthvað í þetta. Það var alveg ljóst að hún mót- mælti aldrei eða hafði ekki þorað því. Hann var nú eitthvað ofbeld- ishneigður.“ Lilja segir að þetta séu óskiljanleg ummæli. „Þarna birt- ist okkur mjög undarlegt viðhorf. Hér segir Valtýr að maðurinn hafi verið ofbeldishneigður og að kon- an hafi ekki mótmælt af því að hún þorði því ekki en samt telur hann ekki ástæðu til þess að ákæra. Það Krefjast afsagnar ríKissaKsóKnara „Skelfilegt að hugsa til þess að hann sitji áfram í embætti,“ segir Lilja Ólafsdóttir um Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara. Í síðustu viku var tvisvar rætt við Valtý um nauðganir í DV. Lilja segir að viðhorf hans endurspegli gamla hugmynd um að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað. Samúðin með nauðgurum sé of mikil. Dr. Auður Styrkársdóttir vill að Valtý verði sagt upp og greiddar bætur, sé uppsögnin ólöglegt. Það sé óásætt- anlegt að ríkissaksóknari hafi þessi viðhorf. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta tekur í sama streng. Sé ekki hægt að víkja Valtý úr embætti verði að fá sérstakan saksóknara til að fara með kynferðisbrotamál. inGiBJörG döGG kJArtAnSdÓttir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Segir Valtý vanhæfan LiljaÓlafsdóttirsegiraðviðhorfValtýsendurspegligamlarhugmyndirumaðþaðsékonumsjálfum umaðkennaefþeimsénauðgað.Eftirþessiviðtölséhannvanhæfurtilþessaðfarameðkynferðisbrotamál. mynd EGGErt JÓHAnnESSon Það kemur þannig út að hann líti á fórnarlömb nauðgana eins og gert var í gamla daga, að þau voru stödd á röng- um stað, á röngum tíma, í röngum föt- um. Henni var nær að þvælast þetta svona til reika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.