Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 2
Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitnis, hef- ur hagnast umtalsvert á viðskipt- um með íslensk ríkisskuldabréf frá hruninu árið 2008, samkvæmt heimildum DV. Aðallega er um að ræða ríkisskuldabréf, sem eru ein traustasta fjárfesting sem menn geta ráðist í. Sjálfur neitar Bjarni að staðfesta að hann hafi fjárfest umtalsvert rík- isskuldabréfum frá hruninu en vill heldur ekki neita því. „Ég svara því ekki.“ Hann neitar því hins veg- ar aðspurður að Íslandsbanki hafi fjármagnað kaupin á skuldabréf- unum í hans tiltelli. „Svarið við því er nei.“ Heimildir DV herma að mörg dæmi séu um það að fjármálafyr- irtæki, fyrst og fremst Íslandsbanki og MP Banki, láni fjárfestum allt upp í 90 prósent af kaupverði rík- isskuldabréfa gegn tíu prósent eig- infjárframlagi þeirra sjálfra. Sam- kvæmt því sem Bjarni segir á þetta hins vegar ekki við í hans tilfelli. Ástæðan fyrir þessum lánveit- ingum mun meðal annars vera sú að fjármálafyrirtæki þurfa að koma fjármunum sínum í umferð og get- ur það stundum reynst erfitt vegna efnahagsástandsins í landinu. Lán til fjársterkra aðila til kaupa á rík- isskuldabréfum er því góð lausn fyrir bankana vegna þess hversu traust fjárfesting ríkisskuldabréf- in eru. Bæði fjárfestarnir og bank- arnir njóta því góðs af viðskiptun- um með ríkisskuldabréfin því lítil áhætta er í þeim fyrir báða aðila. „Áratugur ríkisskuldabréfanna“ Viðskipti með ríkisskuldabréf hafa aukist mikið eftir hrunið vegna þess hversu traust fjárfestingin er og hækkaði verð þeirra mikið á árinu 2008. Þessi hækkun varð til þess að ríkisskuldabréf skiluðu metávöxtun það árið, samkvæmt nýlegri grein eftir Valdimar Ármann í Kjarahagi, tímariti félags viðskipta- og hag- fræðinga. Ávöxtunin á ríkisskulda- bréfum árið 2008 var 34,5 prósent og svo 17,1 árið eftir. Valdimar seg- ir í greininni að það sem af er árinu 2010 hafi ávöxtun á ríkisskuldabréf- um haldið áfram að vera góð, eða um 18 prósent. Valdimar segir í greinni að nú um stundir sé ríkisskuldabréfamarkað- urinn nánast eini fjárfestingarkost- urinn sem er í boði og að þess vegna megi kalla síðastliðin tíu ár „ára- tug ríkisskuldabréfanna“. „Íslensk- ur skuldabréfamarkaður stendur á tímamótum enda eini raunuveru- legi fjárfestingarkosturinn í boði eftir efnahagshrunið. Verðmæti skuldabréfamarkaðarins samkvæmt skuldabréfavísitölu GAMMA hef- ur nærri tífaldast frá árinu 2000 og ávöxtun verið um 12,5 prósent á ári að meðaltali á hverju ári... Það má því með sanni segja að ríkisskulda- bréf hafi sannað sig sem ekki ein- ungis örugg fjárfesting heldur einig arðsöm kreppuvörn,“ segir Valdimar í greininni. Einn af spákaupmönnunum Bjarni Ármannsson er einn af um 30 til 40 spákaupmönnum sem kaupa og selja ríkisskuldabréf á skulda- bréfamarkaði samkvæmt heimild- um DV. Einn sérfræðingur í fjár- málalífinu orðar það sem svo að Bjarni sé „skuldabréfamaður“ og hann hafi, öfugt við margra aðra þekkta aðila úr íslensku viðskipta- lífi á árunum fyrir hrun, alltaf verið hrifinn af þeim sem fjárfestingar- kosti. Á árunum fyrir hrunið, 2005 og 2006 fór, verð ríkisskuldabréfa lækkandi, samkvæmt grein Valdi- mars, samhliða stækkun hluta- bréfamarkaðarins í landinu. Þá þóttu ríkisskuldabréf ekki nægi- lega spennandi fjárfestingarkostur miðað við marga aðra. Þegar stað- an á fjármálamörkuðum heimsins versnaði á árinu 2008 byrjaði eft- irspurnin eftir ríkisskuldabréfun- um að aukast og fjárfestar byrjuðu að kaupa því í auknum mæli til að verja sig fyrir breyttri og erfiðari stöðu á mörkuðum. Þessa sterku stöðu ríkisskulda- bréfanna hefur Bjarni Ármannsson nýtt sér en öfugt við marga þekkta einstaklinga úr íslensku viðskipta- lífi sýna ársreikningar eignarhalds- félaga Bjarna afar sterka stöðu hans þrátt fyrir hrunið og þá kreppu sem skall yfir þjóðina í kjölfarið. Sex milljarða skuldabréfaeign Ársreikningar tveggja eignarhalds- félaga Bjarna, Landsýnar og Sjáv- arsýnar, sem skilað var til ársreikn- ingaskrár í september, sýna báðir töluverða skuldabréfaeign og eru jafnframt til marks um ansi sterka stöðu Bjarna þrátt fyrir hrun og kreppu í íslensku samfélagi. Sam- anlögð skuldabréfaeign félaganna tveggja er rúmlega 2,2 milljarðar króna en ekki er tilgreint nánar í reikningunum hvers konar skulda- bréf er um að ræða. Bjarni vildi ekki ræða um skuldabréfafjárfesting- ar sínar við DV og því er ekki hægt að fullyrða neitt um gerð þessara bréfa. Athyglisvert er hins vegar að skuldabréfaeign Landsýnar var nærri 6 sex milljarðar króna árið 2008 en er rúmlega 1200 milljón- ir króna árið 2009. Bjarni virðist 2 fréttir 4. október 2010 mánudagur Bjarni GrÆÐir Í KrEPPUnni Bjarni Ármannsson fjárfestir er einn af 30 til 40 spákaupmönnum sem grætt hafa vel á fjárfestingum í ríkisskuldabréfum. Bjarni neitar að tjá sig um fjárfesting- arnar í samtali við DV. Staða tveggja eignarhaldsfélaga Bjarna sýnir eignir upp á marga milljarða króna og lækk- andi skuldastöðu. Bjarni greiddi sér 400 milljóna arð út úr einu eignarhaldsfélagi á meðan 800 milljóna skuldir dótturfélags þess voru afskrifaðar. ingi f. vilhjÁlmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég segi ekki neitt. Bjarni ÁrmannSSon Fjárfestir mánaðarlaun: 33,3milljónirkr. haraldur floSi TryggvaSon StjórnarformaðurOR mánaðarlaun: 920.000kr. Árni TómaSSon Stjórnarformaðurskilanefndar Glitnis. mánaðarlaun: 1.788.799kr. finnur SvEinBjörnSSon Fyrrverandiskilanefndarmaðurog fyrrverandibankastjóriArionbanka. mánaðarlaun: 1.809.017kr lÁrEnTSínuS KriSTjÁnSSon FormaðurskilanefndarLandsbankans mánaðarlaun: 523.132kr. STEinunn guðBjarTSdóTTir, FormaðurslitastjórnarGlitnis. mánaðarlaun: 1.023.271kr. SérKEnnari í grunnSKóla yngri En 35 Ára. mánaðarlaun: 280.000kr. Birna EinarSdóTTir BankastjóriÍslandsbanka mánaðarlaun: 1.731.216kr. ragnar Z. guðjónSSon FyrrverandisparisjóðsstjóriByrs mánaðarlaun: 2.208.636kr. fjÁrframlög Til EmBæTTiS umBoðSmannS SKuldara mánaðargreiðslur: 41,6milljónirkr. fjÁrframlög Til ríKiSSaKSóKnara mánaðargreiðslur: 10,5milljónir  nýúTSKrifaður lögrEglumaður FyrrverandisparisjóðsstjóriByrs mánaðarlaun: 201.502kr. PÁll hrEinSSon Formaðurrannsóknarnefndar Alþingis mánaðarlaun: 1.097.272kr. *Arðgreiðslur úr einu félagi laun og greiðslur Bjarni Ármannson Íhópispákaupmannasem verslameðríkisskuldabréf, samkvæmtheimildum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.