Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 25
AdAm Johnson hetJA mAn. City Væng- maðurinn stórefnilegi Adam Johnson tryggði Manchester City sigur á baráttuglöðu liði Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Carlos Tevez skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu en landi hans Jonaz Gutierrez, köngulóarmaðurinn, jafnaði metin áður en fyrri hálfleik lauk. Johnson tryggði City öll þrjú stigin með laglegu marki, korteri fyrir leikslok. Newcastle varð fyrir miklu áfalli í leiknum en Frakkinn Hatem Ben Arfa fótbrotnaði illa og verður eflaust lengi frá. Með sigrinum komst City yfir nágranna sína í United á töflunni. Fimm í röð Chelsea fór tiltölulega létt með Arsenal á heima- velli sínum þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea hafði sigur, 2-0, með mörkum Didiers Drogba og miðvarðarins Alex. Mark Alex var stórbrotið en hann hamraði eina af sínu frægu aukaspyrn- um með ristinni í markvinkilinn, óverjandi fyrir Lukasz Fabianski sem varði mark Arsenal. Drogba leiðist heldur ekkert að skora gegn Arsenal en mark hans í gær var það sjöunda sem hann skorar gegn Arsenal í síð- ustu fimm leikjum. Þessa fimm leiki hefur Chelsea unnið alla en þeir eru heldur betur komnir með tak á nágrönnum sínum í Lundúnum. mánudagur 4. október 2010 sport 25 Manchester United er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur þó aðeins unnið unnið þrjá af fyrstu sjö leikjum sínum. Liðið gerði sitt fjórða jafntefli í röð á útivelli gegn Sunderland um helgina, markalaust í þetta skiptið. Þetta er versta byrjun Manchester United í deildinni frá ár- inu 2001 en það ár varð liðið meist- ari, þriðja árið í röð. Í þetta skiptið var það ekki vörnin sem klikkaði heldur sóknin. Í fyrstu þremur útileikjum sínum fékk Unit- ed á sig sjö mörk en liðið hélt hreinu gegn Sunderland sem fékk þó sín færi og var töluvert betri aðilinn. Wayne Rooney er enn meiddur og þá var Dimitar Berbatov hvíldur. Hófu Michael Owen og Kiko Macheda leik í sókninni en voru þeir aldrei nálægt því að skora. Næst komst Dimitar Berbatov því að skora fyrir gestina eftir ágæta takta frá Bébé en báðir komu þeir inn á sem varamenn. Fyrir leikinn sprakk vatnsleiðsla í búningsklefa Manchester United og frussuðust yfir þá margir lítrar vatns. Hvort þeir hafi enn verið blautir úti á vellinum er spurning en alveg er ljóst að leikur liðsins var skelfilegur og voru menn bugaðir í sóknarleikn- um. Sunderland hefði með réttu átt að vinna leikinn. „Það er afskaplega pirrandi að ná ekki að skora loks þegar vörnin held- ur hreinu á útivelli í deildinni,“ sagði Paul Scholes eftir leikinn. „Við vor- um samt ekki að spila nægilega vel. Við höfum áður lent í svona vand- ræðum, reyndar ekki alveg eins og þessum en það eru ýmsir hjallar sem við höfum þurft að komast yfir. Vana- lega komumst við yfir þá með stæl og þá förum við oftast að spila mun bet- ur. Við megum samt ekki bara vona að það gerist í þetta skiptið, við verð- um einfaldlega að spila betur,“ sagði Scholes. tomas@dv.is Manchester United enn án sigurs á útivelli: Blautir og bugaðir ÚrsLit Enska úrvalsdEildin Wigan - Úlfarnir 2-0 1-0 Jordi Gómez (65.), 2-0 Hugo Rodallega (85.). n Karl Henry, Úlfarnir (11.) Birmingham - Everton 0-2 0-1 Roger Johnson 54. sm), 0-2 Tim Cahill (90.). Stoke - Blackburn 1-0 1-0 Jonathan Walters (49.). Tottenham - Aston Villa 2-1 0-1 Marc Albrighton (16.), 1-1 Rafael van der Vaart (45.), 2-1 Rafael van der Vaart (75.). WBA - Bolton 1-1 0-1 Johan Elmander (64.), 1-1 James Morrison (78.). West Ham - Fulham 1-1 0-1 Clint Dempsey (33.), 1-1 Freddy Piquionne (51.). Sunderland - Man. United 0-0 Man. City - Newcastle 2-1 1-0 Carlos Tevez (18. víti), 1-1 Jonas Gutierrez (24.), 2-1 Adam Johnson (75.). Liverpool - Blackpool 1-2 0-1 Charlie Adam (29. víti), 0-2 Luke Warney (45.), 1-2 Sotirios Kyrgiakos (53.). Chelsea - Arsena 2-0 1-0 Didier Drogba (39.), 2-0 Alex (85.). staðan Lið L U J T M St 1. Chelsea 7 6 0 1 23:2 18 2. Man. City 7 4 2 1 9:3 14 3. Man. Utd 7 3 4 0 16:9 13 4. Arsenal 7 3 2 2 16:9 11 5. Tottenham 7 3 2 2 8:6 11 6. WBA 7 3 2 2 9:12 11 7. Stoke City 7 3 1 3 8:9 10 8. Aston Villa 7 3 1 3 9:12 10 9. Blackpool 7 3 1 3 11:15 10 10. Fulham 7 1 6 0 8:7 9 11. Sunderland 7 1 5 1 7:7 8 12. Bolton 7 1 5 1 10:11 8 13. Blackburn 7 2 2 3 7:8 8 14. Wigan 7 2 2 3 4:13 8 15. Newcastle 7 2 1 4 10:10 7 16. Birmingham 7 1 4 2 7:10 7 17. Everton 7 1 3 3 6:7 6 18. Liverpool 7 1 3 3 7:11 6 19. Wolves 7 1 2 4 7:12 5 20. West Ham 7 1 2 4 5:14 5 Enska b-dEildin Barnsley - Cardiff 1-2 Bristol - Norwich 0-3 Crystal Palace - QPR 1-2 Heiðar Helguson var hetja QPR þegar hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma. Palace hafði jafnaði metin í 1-1 á 89. mínútu. Mark Heiðars var auðvitað með skalla. Doncaster - Nott. Forest 1-1 Hull - Coventry 0-0 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og lék allan leikinn. Ipswich - Leeds 2-1 Leicester - Scunthorpe 3-1 Middlesbrough - Portsmouth 2-2 Millwall - Burnley 1-1 Preston - Reading 1-1 Ívar Ingimarsson sat allan leikinn á bekknum hjá Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er ekki orðinn góður af meiðslum sínum. Sheff. United - Watford 0-1 Swansea - Derby 0-0 staðan Lið L U J T M St 1. QPR 10 8 2 0 24:3 26 2. Cardiff 10 6 2 2 16:8 20 3. Norwich 10 6 1 3 17:13 19 4. Watford 10 5 3 2 21:12 18 5. Ipswich 10 5 3 2 13:9 18 6. Burnley 10 4 4 2 15:8 16 7. Reading 10 4 4 2 14:9 16 8. Swansea 10 5 1 4 14:12 16 9. Coventry 10 4 3 3 14:13 15 10. Leeds 10 4 2 4 16:18 14 11. Nottingham F. 10 2 7 1 11:9 13 12. Millwall 10 3 4 3 15:14 13 13. Doncaster 10 3 4 3 13:15 13 14. Derby 10 3 3 4 15:12 12 15. Barnsley 10 3 3 4 14:17 12 16. Hull 10 3 3 4 7:13 12 17. Scunthorpe 10 3 2 5 11:12 11 18. Middlesbro 10 3 2 5 11:18 11 19. Sheffield Utd 10 3 2 5 5:12 11 20. Preston 10 3 1 6 14:20 10 21. Portsmouth 10 2 3 5 13:15 9 22. Leicester 10 2 2 6 13:23 8 23. Cr. Palace 10 2 2 6 9:19 8 24. Bristol City 10 1 3 6 8:19 6 „Ég er bara rosalega glaður í hjartanu og ánægður með þetta,“ segir bardag- aíþróttakappinn Árni Ísaksson um sigur sinn á Rússanum Magoned Sa- adulaev á laugardaginn. Hann barðist við Saadulaev í Úkraínu um ProFC-tit- ilinn og hafði sigur með hengingartaki í annarri lotu. Árni var með annan bar- daga á dagskrá sem féll niður en Har- aldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, reddaði Árna þessum flotta bardaga. Fyrirvarinn var ekki mikill. „Ég fékk símtal á þriðjudaginn um að ég gæti fengið þennan bardaga. Ég er alltaf í góðu formi þannig að ég hafði ekki miklar áhyggjur af því og ákvað því að taka hann,“ segir Árni sem var kominn heim til Írlands þegar DV ræddi við hann í gær. Varð að hengja hann Saadulaev er enginn aukvisi en hann er talinn 13. efnilegasti bardagamað- urinn í veltivigt í heiminum. Er því sig- ur Árna, sem jafnan er kallaður Árni „úr járni“, gríðarlega þýðingarmikill með tilliti til framhaldsins. „Ég þurfti að klára bardagann sem fyrst því hann var á heimavelli og ég hefði aldrei feng- ið sigurinn á stigum held ég. Ég lagði því allt í að klára þetta,“ segir Árni sem byrjaði þó illa í bardaganum en mynd- band af honum má sjá undir Sport- hluta DV.is. „Saadulaev er rosalega góður í glímu og að taka menn niður. Ég fann líka að hann er alveg svakalega sterkur. Ég fraus svolítið í byrjun – kannski ég hafi verið svolítið ryðgaður – því vana- lega stífna ég ekki svona upp. Ég byrj- aði illa í fyrstu lotunni en kom sterkur inn í þá aðra. Miðað við fyrstu lotuna veit ég að ég á mikið inni,“ segir Árni sem var vinsæll eftir bardagann. „Úkr- aínumenn líta mikið upp til íþrótta- mannanna. Þeir líta ekki á þetta sem bardaga heldur íþrótt. Eftir bardagann vildu allir krakkarnir fá myndir með mér og svona. Ég var þarna eins og rokkstjarna í einn dag.“ Erfitt að vita ekkert um framhaldið Írski bardagaíþróttaþjálfarinn John Kavanagh, sá hinn sami og er með Gunnar Nelson þessa dagana, hélt námskeið á Íslandi árið 2006 og eftir það flutti Árni út til að æfa með hon- um. Hann varð þó fyrir hryllilegum meiðslum á hné þar sem nánast allt sem gat slitnað slitnaði. Læknarnir sögðu Árna að hann gæti mögulega ekki keppt aftur en ár leið þar til hann fékk þær fréttir að meiðslin myndu ekki koma í veg fyrir að gæti stundað íþróttina. „Þetta var mjög erfitt í mjög lang- an tíma. Ég hélt samt áfram að þjálfa löppina á hverjum einasta degi því ég vildi ekki gefast upp á því sem ég elska. Það lagðist á sálina að fá ekki að vita hvort maður gæti gert það sem maður elskar,“ segir Árni. Erfitt að fá bardaga Árni hefur verið heill undanfarið ár en honum hefur reynst erfitt að fá bar- daga. „Það eru ekki margir sem vilja keppa á móti mér. Þeir vita að ég er hættulegur andstæðingur þó ég sé ekki búinn að keppa lengi. Ég er búinn að reyna mjög lengi að fá bardaga þess vegna tek ég bara því sem mér býðst. Mér er alveg sama við hvern eða hvar bardaginn er,“ segir Árni sem á bar- daga skipulagðan 13. nóvember í Belf- ast en svo fer hann aftur til Úkraínu í desember að verja ProFC-titilinn. „Ég veit ekki hvort Saadulaev fái „rematch“ eða hvort ég mæti öðrum. Ég hlakka alla vega mikið til að fara því þetta var algjör snilld. Það var mik- il virðing borin fyrir manni og enginn baulaði þó maður væri frá öðru landi,“ segir Árni „úr járni“ Ísaksson. TóMAS þóR þóRðARSoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Bardagaíþróttakappinn Árni „úr járni“ Ísaksson steig á laugar- daginn aftur inn í hringinn í Úkraínu eftir erfið meiðsli og lagði gríðarlega sterkan andstæðing í baráttunni um ProFC-titilinn. rokk- stJArnA í einn dag Frábær sigur Árni „úr járni“ vann sterkan Rússa og ver titilinn í desember. LiverpooL í faLLsæti 1-0 Charlie Adam skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu. MyND REUTERS Hvað ætlarðu að gera? Roy Hodgson hefur farið afleitlega af stað með Liverpool. MyND REUTERS Klipptur niður Michael Turner fórnaði sér í gult spjald til að stöðva skyndisókn United í uppbótartíma. MyND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.